Þjóðviljinn - 03.02.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.02.1963, Blaðsíða 7
Sunnudagur 3. febrúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SfÐA ^ ! I 1 I SKÓLABLADI FLETT Merkileg tímarit Skólablöð eru áreiöanlega menn gera sér venjulega grein miklu merkari tímarit en fyrir. Þau eru nefnilega ekki aðeins minningarbækur fyrir skólafólkið sjálft — þau segja okkur frá því með hverjum hætti heimurinn stríddi á mjög unga menn á hverjum tíma. Fró úrslitum í fyrstu glímu þeirra við skáldskapinn. Frá því andrúmslofti sem ríkti meðal þeirra. Frá þessu segja skólablöð á hreinskilnfiri hátt en önnur málgögn. Það væri frejstandi að taka blöð nokkurra helzlu skólá landsins til umræðu, bera þau saman. En það er hægara sagt en gcrt, því þar er ekki um smáar afuröir að ræða. Fyrir framan mig liggur Skólablað Menntaskólans i Reykjavík frá yfirstandandi vetri: fyrir jól höfðu komiö út fjögur tölublöð. samtals 134 blaðsíður i stóru broti. Og það eru þessi blöð sem skal flett í dag. Annáll Auðvitað kemur það alltaf strax fram, að Skólablað er einnig annáll, minningarrit. Slíkt blað flytur alltaf frétt- ir: skeggrækt f skólanum fer fram, sömulejðis neftóbaks- brúkun, hnútum er kastað að kennurum eins og vonlegt er, stofnaður hefur verið jazz- klúbbur. ljósmyndaklúbburinn seglst vera 70 manna fjörugur félagsskapur. Miklu fleira mætti telja: það kemur í ljós að einn fimmtubekkinga hefur haldið opinbera myndlistar- sýningu og eru myndir hans sagðar „einlægar. lausar við allan oflátungshátt og yfir- borðsmennsku" enda megi Valtýr Pétursson fara að vara sig. Yfirleitt eru þessi tíðindi skráð i þeim hressiiega skóla- stíl sem miðlar ágætlega skólaþef og önnur málgögn leyfa sér ekki vegna hótíð- leika. Og það eru, samkvæmt hefðinni, skrifaðar hæðilegar greinar um íþróttir. birt var ádeilugrein um brennivín (miklar deilur spruttu út af orðalagi í þeirri grein og standa víst enn). sagt frú ut- anreisum. Jólahueleiðingar voru tvær: önnur heiðin og fjallar um margvíslegar blekkingar tengdar jólum (af hérlendum blöðum munu að- eins skólablöð birta heiðna jólaþanka) hin var kristileg — dró í efa 'að hæct væri að hreykjast af snilligáfum mannsandans, maðurinn ætti ekki annað en það sem hon- um hefur verið gefið. Forseti Framtíðarinnar lýsti starfsemi félagsins og væntanlegu átt- ræðisafmæli þess, boðaði hann í því sambandi mikla skipu- lagningu og aktívfseringu sem skyldi engan mennliskæling láta í friði — skyldu þeir all- ir orðnir virkir og mælskir óður en vetri lyki. Skáldskapur Guð forði okkur frá þvi, að reyna að gera upp á milli skáldsnilldar núverandi menntskælinga og þeirra sem skrifuðu fyrir firnm órum eða fimmtán. Hitt er Jjóst, nú sem fyrr, að fátt gengur mönnum ver á þessum árum en skrifa góðar smásögur. Það er ekki alltaf jafnauðvelt að nefna galla þeirra: oftast finnst les- andanum einfaldlega að höf- undurinn hafi verið að flýta sér. Söguefnin: karl býr í koti með sérvizku sinni og kvik- indum, sonur hans úr Reykja- vík kemur i stutta heimsókn með tveim dömum. Nokkrir unglingar fara með brennivín á stolnum bíl á ball og fer þetta allt mjög dapurlega. Róni og fárónlegur bissness- maður drekka saman á jól- unum. Einna athyglisverðust er líklega sagan sem birtist í þriðja tölublaði: hún heitir „Fyrst sviðnar en seinna log- ar“ — ungiingur passar lítinn dreng í þægilegu húsi þar sem jámbrautarlest brunar og sjónvarp glottir herfilega; um þessa sögu segir- í ritdómi „góðir glampar í frásögninni., ádeilan (er) hörð og hugleið- ingar um lífið góðar“. (En því má ekki gleyma að hvert hefti er ritdæmt sérstaklega. og er vissulega full ástæða ti) að lofa svo sjaldgæft fram- tak). Allavega kveðskapur er al- gengur — það virðist til dæm- is ljóst að í allan vetur mun standa vísnasamkeppni í blað- inu og þátttaka verður nóg. Vísur fjalla auðvitað um klassísk efni eins og ást og vín: „drjúglega ég drakk í nótt“ stendur á einum stað, „þegar kroppur kjagar um fold" á öðrum, „með þér allt hið bezta skeði" á hinum þriðja. Þá hljóta auðvitað að koma fyrir tíðarandavísur: ..Rokk og tvist og rúbídú / raunir burtu ærir i Á Beet- hoven er engin trú / um Bach sig enginn kærir“. Sjálf er íþrótt vísunnar mærð á svo- felldan hátt: „Islenzkt rím er og guðinn Mammon. Annað heitir Prestaspá og er aug- lýsing frá prestum um tækni- legar framfarir í kirkjulegri þjónustu. Og skáldin lýsa aðalmáj / englanna á himn- um“. Um ljóðagerð í Menntaskói- anum verður það annars sagt. að þar virðast menn ekki hafa sérstakar áhyggjur af form- byltingunni, a.m.k. minni en oft áður. 1 kvæðunum er all- mikið af unglingslegri svart- sýni, sem er kannski ekki á- stæða til að taka mjög alvar- lega; þarna eru dróttkvæðar kaldranalegar vetrarvísur. á öðrum stað er dregið upp gjörningaveður, ennfremur sýna skáldin nokkurn áhuga á kirkjugörðum og vofum og öðrum dauða: „Nú munu draugar dansa i nótt 7 í dauf- um tunglsskinsbjarma“ segir eitt skáldið, annað sér sér að „yfir fara öldur / með ægis- stormi i og fjölgrárri feigð“. En sem betur fer hafa menn heldur ekki gleymt þvi að yrkja ádeilukvæði. Eit1 slíkra heitir Kaupmannsjól. og fjallar eðlilega um gróðann einnig áhyggjum sínum vegna fjallkonunnar og barna henn- ar; einn sér hana liggja faller- aða í kolamyrkvu djúpinu, annar gefur út svofelida kennslubók í Islandssögu. gefna út í New York árið 2500: „Ein var þjóð við yzta haf sem áður þoldi nauð við hokur bjó og harðan kost hlekk og myglað brauð; seinna varð hún soel og rík af sálargáfum full, trylltist þó og sökk í svall og seldi sig fyrir gull.“ Alvarleg má! Forvitnilegast af efnj skóla- blaðs er að sjálfsögðu það •em nemendurnir skrifa um hin miklu vandamál sín og þjóðfélagsins. Þær greinar sem byrja kannski eitthvað á þessa leið „Eins og lýðum hlýtur að vera Ijóst er þama að skapast hið alvarlegasta ástand“ .... Greinar þar sem settar eru fram merkilegar kenningar um menninguna og þjóðernið, kenningar sem kannski mættu vera miklu betur upp byggðar, en hafa þó oft til að bera nokkra töfra einmitt vegna þess að þær eru settar fram með á- kveðnum skorti á „ábyrgðar- tilfinningu“ (Þessi skortur er nefnilega hin mesta guðs gjöf)’ Ekki svo að skilja að menn skrifi af innantómu alvöru- leysi — öðru nær. 1 greininni ,.Grýl,a á atómöld“ kveður höf- undur niður þann ófögnuð, að menn sem dirfast að hafa á- huga á öðru en limbó og rokki eru umsvifalaust stimpl- aðir snobbarar, og lýkur máli sínu hátíðlega: „Fordæmum molbúaháttinn! Upphefjum listina!“. Ritstjómarhugleið- ingu um vandamál íslenzks þjóðernis lýkur á svofelldum orðum: „Það er helþytur í lofti. Skýjn dragast að höfði okkar, Vígspár gjalla.“ 1 þessum greinum er eðli- lega talað um kennsluna, um nauðsyn þess að gera allsherj- arsótthreinsun „á þeirri þeirrj skepnu, sem við nefn- um skólakerfi"; við finnum bæði praktískar tillögur um betri námstilhögun og al- mennar árásir á „þröngsýnt og afturhaldssamt starfsum- hverfi“. Meira ber þó á „breiðari" ádeilu — einkum kemur þetta fram í hressi- legum hugvekjum ritstjórans. Þessar hugvekjur eru sann- arlega enginn lofsöngur. Rit- stjóra finnst sorglega margir „barbarar“ vera á meðal fé- laga sinna, sinnulausir um menningarmál og snauða að öðrum áhugamálum en hin- um lágkúrylegustu („Hugsana- leti og andvaraleysi um brýn- ustu úrlausnarefni bjóðarinn- ar eru áberandi einkcnni"). Ekki sVo að skilja að' greinl arhöfundur telji að þessi ein- kenni sjáist aðeins innan veggja skóians, nei. hann álít- ur að þjóðin sé öll í hættu. Orsakir þessara vandkvæða vill hann m.a. rekja til „talna- Iegs mats á andlegum verð- mætum" — og ber í þeim hugleiðingum nokkuð á sér- kennilegum ótta við „töluna'*. „vélina“ en sem betur fer kemur það á daginn að það er fyrst og fremst átt við kaupmennskuna: „í nútíma- þjóðfélagi er einstaklingurinn ekki nema hálfur einstakling- ur á borð við það, sem hann áður var. Hann lætur að miklu leyti stjómast af á- hrifamætti fjöldans og áróð- urinn undir handleiðslu pen- ingavaldsins ræður miklu um hugsanahátt ^hans og atferli. Vald einstaklingsins til að velja og hafna er því mjög takmarkað, því tímaleysi sam- fara purkunarlausu áróðurs- moldviðri gróðaaflanna fyrir auðmeltu og lélegu fræðsluefni, stjórnar mjög gerðum hans.“ Að sjálfsögðu hefur rií- stjórinn fram að færa „til- lögur til úrbóta". Það er að vísu hætt við því að þær liggi ekki eins beint við og hann vill telja, þær eru meir en lítið útópískar sumar hverjar: banna ýmis blöð, banna reyfara p.s.frv, Hitt er svo annað mál að í þeim kemur fram töluvert merki- leg afstaða; meðan flestir sýna hverskonar spillingu sem minnsta andstöðu, finnst sjálfsagt að koma til móts við allar ómerkilegustu kröfur manna, þá gera „tillögur til úrbóta" ráð fyrir því að þjóðfélagið hafi dug í sér til að lyfta mönnum upp, „berja þá til bókar“ svo að notað sé gamalt orðalag. Urn slíka afstöðu til menningar- mála má margt gott segja. Höfundur lætur ekki við menningargagnrýni sína sitja; hann tengir hana ádeilu á sljóleika gagnvart utanað- komandi hættum — ameríkan- isminn og erlendur her er honum mikill þymir í auga; að hans dómi er þetta „hægt og rólega en þó djöfullega markvisst að strjúka burt öll þau einkenni sem greina Is- lendinga frá Öðrum þjóðum“ Og hann eggjar menn Iög- eggjan að þeir séu á verði gegn þessum hættum. Syndakvittun Hér hefur verið gerð nokk- ur grein fyrir efni fjögurra tölublaða eins skólablaðs. Skólablöð eru, eins og minnzt var á 1 upphafi. merkjlegur og skemmtjlegur aldarspegill. Hins vegar vit- um við, að hann getur ekki gefið mjög nákvæma mynd af hugsunarhætti skólafólks yfirleitt: það skrifa ekki aðrir en þeir sem eru með nokkr- um hætti „órólegir", finnst þeim þurfa að glíma við skól- ann, skáldskapinn, umhverfið. Hinir taka ekki til máís, þeim dettur það ekki í hug. Þessi glíma hinna „órólegu“ fer eðlilega mjög misjafnlega — menn skortir þjálfun til átakanna. Hitt skiptir svo öllu máli, að slík blöö verði ekki sökuð um „hugsanaleti og andvarleysi". Slík synd verður ekki borin upp á það blað sem nú var rætt. A. B. ! I i Um árstíðaskipti má oft heyra auglýsingar lesnar í útvarpið þar sem , óskað er eftir vertíð- arfólki. Mikil vinna er boðin. frítt húsnæði og ferðir. Sú lýs- ing er tíðum gefin á húsplássi. að flökunarsalur sé á neðstu hæð, matsalur á annarri og svefnherbergi á þeirri þriðju. Frá öðrum aðila er auglýsingin kannski þannig: Frítt húsnæði. allt á sama stað. Engin lýsing gefin á húsnæðinu, eða með öðrum orðum: engin lýsing á aðstöðu eða hagnýtingu á hús- plássi. Lítil hús í upphafi Eins og öjlurn er kunnugt, fA Ar* V>örr*-ii>*S var á írystihúsarekstri i stórum stíl hér á landi, og hending hefur ráðið hvar frystihús hafa veriö reist og hver hefur orðið h:- n raunverulegi eigandi þeirra og á bvern hátt bau hafa verið smíðuð. Munu flest hafa verið byggð á þann hátt, að 1 byrjun voru afköst þeirra aðeins miðuð við afla af smátrillum. En svo stækkuðu bátarnir og þörf varð fyrir stærri hús undlr frysti- kerfi. frystigeymslur og vinnu- pláss. Matsalur. eldhús og svefnherbergi komu líka til sög- unnar, ásamt eðlilegum hrein- lætisherbergjum. Litla frysti- húsið er þá látið bera uppi und- irstöður stóriðju og nú kemur upp það vandamál á hvern hátt húsplássið verður bezt nýtt. Og maður getur undrazt það að arkitektar skuli hafa lagt hug og hönd að innréttingu hússins, staðsetningu tækja og nýtingu húsrýmisins. Isvél ''MLús- dyrnar Maður getur komið inn í frystlhús og stnðlö í dyru*" flökunai'salar og horft inn í herbergi, sem notað er sem svefnsalur, og í svefnherbergis- dyrunum getur maður séð ís- vélina við sama gang og ligg- ur að svefnskálanum. Og eld- húsinu er fenginn staður yfir ísgeymslunni. án fullnægjandi einangrunar. ■ Þá hef ég séð frystivél, sem framleiðir ís fyr- ir báta og fisk við hliðina á eldhúsi, án eðlilegrar einangrun- ar. Geymslur á veiðarfærum eru líka við sama inngang og fólkið notar, þegar það heldur til svefnsalar, matsalar eða eld- húss. Eins og gefur að skilja, er i þessum húsum að finna sam- bland af margskonar lykt, sem menn anda að sér. og hún er menguð kolsýru cða öðrum i — ^nrn TVn f + írvr hráefni og tækjum. Ef orð er haft á slíku, er venjan að svar- að sé: Þetta er aðeins bráða- inni á að verða geymslur fyrir útgerðina. Eldurinn, annar dómari I fyrra skrifaði ég grein i Þjóðviljann 7. janúar og minnt- ist þar á verbúðavandamálið og gaf lauslega lýsingu á sum- um þeim húsum, sem ætluð eru aðkomufólki í verstöðvunum. Margir hafa þakknð mér fyrir greinina, meira að segja útgerð- armenn. Mér var sagt sfðar að eiganda húsanna, sem hann vissi að ég átti við, hefði fundizt dómur minn ósanngjarn. En svo kom annar dómari. eldurinn, og kveikti í þessum húsum og '■* n (f r>-, >>»-,»- * • •• varð, sarnkvæmt fréttum út- varpsins. 1 öðru húsinu kvikn- aði í fyrravetur, en í hinu nú eftlr áramótin. Frá því er ekki sagt í fréttum Hið sviplega og alvarlega slys á bv. Röðli ætti að vera ævarandi áminning um örygg- ismál þjóðarinnar, bæði á sjó og landi. Mér er vel kunnugt urn, eins og mörgum öðrum, að það hefur þó nokkuð oft komið fyrir að fólk hefur verið látið yfirgefa flökunarsali í frysti- húsum hér í Reykjavík vegna bilunar á frystikerfunum, og ekki mátt miklu muna að fólk- ið væri ekki orðið miður sín, jafnvel liðið yfir suma þó að fljótt væri brugðið við af ár- vökrum starfsmönnum, en ég man ekki eftir að þetta hafi verið taldar fréttir. 1 einu vertiðarplássinu úti á landi var mat- og kaffistofa uppi á lofti í frystihúsunum og fólkið á vinnustaðnum neitaði að matast og drekka þar. því að það vildi borða og drekka án tára og annarrar vanlíðun- tr á öðrum stað kom ir í frystihúsi. eflausi af gú- leysi eða vankunnáttu, að einn af mönnunum, sem var að vinna við frystik^ifið fékk á sig vökva og skaddaðist það mikið, að hann hefur verið örkumla síðan. Þar urðu líka miklar skemmdir á matvælum, sam- iívæmt mati. En á fólkinu, sem bjó þama, fór ekkert mat fram á þeim tíma. Menn hafa sagt mér, sem bú- ið hafa f verbúðum í svona hús- plássum, að þeim hafi verið ráð- lagt af læknum að leita í ann- að umhverfi af heilsufarslegum ástæðum. Verbúðanna mætti líka minnast Það er sagt í fréttum þessa dagana af fundi sem leiðtogar Skálholtsstaðar sátu, að einn af ráðherrunum ætli að bera fram frumvarp á Alþingi um einnar millj. kr. gjöf til staðarins ár- lega, ásamt því að staðurinn verði gefirm Þjóðkirkjunni til eignar og ráðstöfunnar. Væri það þá nokkur goðgá að 'Vipaðri upphæð yrði varið ár- ""a af blnij onlpherg til hec<; 1 r,risa nútíma verbúðir á þeím s; p. - •-•-•„fij, er mest? Framhald á 10 cfa-j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.