Þjóðviljinn - 03.02.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.02.1963, Blaðsíða 10
10 SIBA - ÞJOÐVILJINN '-, Sunnudagur 3. íebrúar 1963 GWEN BRISTOW: I HAMINGJU vörulestirnar komu, voru húsin hvítköikuð til heiðurs komu- mönnum. Milli húsanna við enda torgs- ins var kirkja með breiðu klukknaportj og við torgið nqrð- anvert var löng, lág bygging með súlum og bogum. Það var höll landstjórans, þar sem Armijo digri átti heima. Á sjétb- unni umhverfis bæinn voru 'brúnir skókassar á víð og dreif. Þar bjó fólk sem var of fátækt 5a of makrátt til að kalka hús- Handan við þau voru bú- garðar og þar voru stórar iijarðir sauða og geita. Engin teygðu úr sér í noTðurátt. milli þeirra voru vatnsskurðir sem glitruðu í sólinni ein,s og silfur- þræðir og handan við slétturn- ar risu fjöllin afiiur. Luke færði þeim kistu úr farangursvagninum. Oliver fór í hvíta skyrtu og svört föt, settd 'lípp háan silkihatt. fór í gljá- íægða skó og setti á sig svarta geitaskinnshanzka. Garnet fór í mynztraðan musselínskjól, setti á sig stráhatt með blómum og bleikum böndum, fór í hvíta sokka og svört geitarskinnsstíg- vél með silkibryddingum. Þau settust upp í vagninn. Luke var búinn að bursta rykið úr sætun- Um os fága málmstengurnar sem báru þakið uppi, og svq óku þau inn í Santa Fe. Heimamenn voru löngu búnir að koma auga á lestina. Nú var fjölmenni á götunum, fólk í þúsundatali og allir tjölduðu því "þem til var — karlmennirnir voru í útsaumuðum jökkum og stígvélum með silfursporum, stúlkurnar í skrautlegum kjól- um úr silki og bómull. Indíán- ar sem komnir voru til borgar- innar til að verzla. voru með viðhafnarmálningu og ullará- breiður yfir sér. Indíánarnir stóðu aftast í hópnum og horfðu þögulir á, meðan allir hinir hrópuðu húrra og fögnuðu ákaft þegar lestin þokaðist áfram. Kaupmennirnir veifuðu háum höttum og hneigðu sig eins og þeir væru sigurvegarar í stríði. Á eftir þeim komu vagnamir brakandi Qg riðandi. I Hús Senors Silva stóð hjá torginu. Það var fjögur herbergi 6g gangur aðskildi þau tvö og Wö. Á hverju sumri þrengdi fjölskyldan sér inn í tvö af herbergjunum og eftirlét Oliver hin tvö. Fjöiskyldan samanstóð af senor og senoru Silva og yngstu börnunum þeirra tvejm- Ur, stúlkum á aldrinum þrettán og fjórtán ára. Eldri börnin voru gift og flutt að heiman óg þess vegna gat Silvafjölskyldan auk- : ið tekjur sínar með þvf að leigja , kaupmanni hluta af húsinu. Húsbóndinn var glæsilegur í " rauðum jakka og bláum buxum og -kvenfólkið var i rósóttum bómullarkjóluni, flegnum á háls- inn, með víðum pilsum sem voru svo stutt að öklarnir sáust. Þær hneigðu sig og buktuðu og brostu Qg töluðu með hljómfögrum rödd- um og Garnet brosti líka með- an Oliver túlkaði orð þeirra. Þau voru himinlifandi yfir því að Don Olivero skyldi hafa með sér eiginkonu í ár. Þau horfðu á hana forvitnisaugum, smá- telpurnar og mamman réttu fram ákafar hendurnar til að strjúka hin framandlegu föt hennar. Oliver svaraði hundruðum spurninga, og Garnet skammaðist sín næstum fyrir að skilja ekki hvað sagt var. Hún sá Oliver hlæja og hrista höfuðið þegar hann svaraði einhverju, sem sen- ora Silva spurði um. — Hvað er hún að segja Oli- ver? — Hún er að spyrja, hvort þú eigir von á barni. Garnet tók andköf yfir þess- um ósköpum. — Drottinn minn! — Oliver. skilur hún hvað ég segi? — Ekki eitt orð. — En af hverju er hún svona ósvífin? . — Hún er %kki ósvifin. vina mín. Gift kona er alltaf spurð að. þessu fyrst^aí öjlu. Það yæri ókurteisi að spyrja ekki um það. Senoran strauk handlegginn á Garnet og sagði eitthvað. Oliver þýddi orð hennar: — Hún segir að Þú skulir ekki taka það nærri þér. Þú ert ung og hraustleg og þú verðir áreið- anlega bráðum barnshafandi. Garnet vonaði að hún hefði ekki roðnað, en hún var þó hrædd um að svo væri. Hún von- aði að hún myndi eignast börn, en hún var fegin því að auka ekki á vandræði ferðalagsins með því að verða ófrísk undir eins. Það hafði verið ein ástæðan til þess að móðir hennar grét í brúðkaupinu, það vissi hún. Paulína hafði verið hrædd um að Garnet myndi uppgötva, að hún væri bamshafandi einhvers staðar í þessu skelfilega ferða- lagi. En hún hafði ekki orðið vör við slík einkenni enn. Hún sneri sér aftur að Oliver, sem túlkaði. — Senora Silva segíst ekki haf a vitað að hún myndi hafa þann heiður að hýsa hefðarfrú, en hún voni að herbergin séu jafn- vistleg og þú eigir að venjast. Þau eru það reyndar ekki, en þau eru hrein og notaleg. Nú spyr hún hvort þú sért svöng. — Því get ég svarað! sagði Garnet feginsamlega. sneri sér að senoru Silva og sagði með áherzlu: — Si, si. senora! Tengo habbre — gracias. Allt Silvafólkið hló og talaði í senn og Garnet spurði Oliver: — Hvernig á ég að segja að mig langi í bað? — Þú getur beðið um agua caliente, það þýðir heitt vatn. Ég skal segja þeim það. Senoran kinkaði kolli og gaf dætrunum fyrirmæli. Telpurnar hlupu af stað og Oliver leiddi Garnet inn í herbergin, sem þau áttu að búa í. í herbergjunum voru kalkað- ir veggir. Á veggjunum allt í kring í axlarhæð, héngu bóm- ullarteppi með sterkum mynztr- um. Oliver sagði að þau væru til þess að kalkið eyðilegði ekki fötin. Engir stólar voru inni, en á tvo vegu í báðum herbergj- unum'-voru innbyggðir bekkir og í þeim margir púðar. f öðru herberginu var borð, í hinu rúm. í svefnherberginu var þvottafat og leirkanna við end- ann á einum bekknum og í báð- um herbergjunum héngu speglar á vegg. Gólfið var úr troðnum leir Qg á því teppi með ofnu mynzstri í svörtu og hvítu. Yf- ir rúmið var breitt teppi sQn leit eins út og gólfábreiðurnar. Gamet þreifaði á ullarteppinu. Það var dásamlega létt og mjúkt — Heldurðu að þú kunnir við þig héma? spurði Oliver. — Já, áreiðanlega. Hugsaðu þér, að í kvöld sofnum við í al- mennilegu rúmi og fyrst getum við þvegið okkur úr heitu vatni! Ég er næstum búin að gleyma hvemig heitt vatn er. Það er munaður, Oliver. Þú getur sagt þeim að ég hafi sag{ þetta. En svo leit hún dálítið undrandi í kringum sig og hann spurði: — Að hverju ertu að leita? — Húsgögnunum. Notar þetta fólk ekki stóla eða fataskápa eða neitt þess háttar? — Ekki nema auðkýfi-ngar. Tré- /nunir eru sjaldgæfir her. — En hér er heilmikill skóg- t;r. — Aðeins víðir. Hann er fal- Iegur en gagnslítill. Alltof mjúk- ur. — Ég skil. Garnet tók af sér hattinn. — Hér er dásamlega svalt. Oliver leiddi hana að glugg- anum og hún sá að útveggurinn var þriggja feta þykkur. Hann sagði henni, að það væri til þess að. halda ^húsunum ,. köldum á sumrin og hlýjum á vetuma. í báðum herbergjanum voru lítil egglaga eldstæði. byggð inn í hornin. En eldiviður var dýr. Víðir var Hka lélegur eldivið- ur. Við varð að höggva uppi í hlíðunum og flytja hann á smá- ösnum sem kallaðir voru burro. Húsin voru höfð svo traust- byggð að fólk þyrfti ekki hita nema um háveturinn. í gluggunum voru þykkir tré- hlerar í stiaðinn fyrir gler. Þeg- ar hlýtt var í veðri eíns og nú var hægt að hafa þá opna allan tímann, vegna þess að þeir vissu ekki að gðtunni. heldur að litlum garði bakvið húsið. Herbergið með borðinu í — sem Garnet þóttist vita að kalla mætti dagstofu til aðgreining- ar frá svefnherberginu — var með dyrum sem opnuðust út í sund sem lá frá götunni og skildi hús þeirra frá nágrannahúsinu. Þau gátu tekið á móti gestum án þess að ónáða Silvafjöl- skylduna. Oliver og Senor Silva hiálpuð- ust að því að draga inn fata- kistur þeirra. Dætumar komu með könnur með heitu vatni. Þær fóru tregar út úr herberg- inu aftur og Oliver sagði við Garnet: — Það er bezt þú takir upp línið í dag og þú skalt ekki verða hissa þótt þær rannsaki hverja einustu spjör í krók og kring. Þú ert ekki fyrsta banda- rísfca konan sesii þær sjá — stundum eru kaupmenn með kom- ur sínar með sér — en þú ert sú fyrsta sem hefur átt heima hjá þeim. og þær eru að rifna af forvitni eftir að vita í hverju þú ert undir þessum skrýtna kjól. Garnet hló og sagði að það gerði ekki mikið fil- Þegar þau voru búin að klæða sig aftur, fóru þau fram í her- bergið með borðinu. Senora Silva og dætur hennar báru fram rauð og blá leirföt með ó- venjulegum mat sem ilmaði af kryddi. Garnet settist á bekk- inn og Oliver rétti henni fat með flötum, kringlóttum kök- um sem minntu á pönnukökur.,, Hún tók upp gaffalinn. — Nei, nei. sagði Oliver. — Sjáðu. Hann tók eina pönnukökuna með fingrunum og rúllaði henni upp. — Hvað er þetta eiginlega? spurði hún. — Tortillur. Brauð staðarins. Gert úr maís og mjog ljúffengt. Hún reyndi að rúlla upp sinni köku líka. Tortijlan var heit og mjög bragðgóð. Senora Silva fyllti disk hennar af jafningi sem gerður var úr kindakjöti, lauk, baunum og chili-pipar. Hún skenkti rauðvíni úr flösku. Jafningurinn var mjög kryddað- ur og í fyrstu sveið Garnet í tunguna, en hún var svo svöng að hún sinnti því engu. Vinið var Ijómandi gott. Oliver sagði henni að allir drykkju vín með öllum máltíðum. börmin líka. Og svo mætti hún ekki biðja um vatn fyrr en hún væri búin að borða. Það væri ókurteisi. Senora Silva tæki það svo sem gesti hennar þætti maturinn vondur og vildi hreinsa bragð- ið úr munninum Þau luku við kjötréttinn og ost og skál með vínþrúgum. Ost- urinn var mjög sterkur Qg bragð- ið sérkennilegt, en eftir fyrstu munnbitana þótti henni hann býsna góður. ÞrúguTnar voru þær beztu sem hún hafði nokk- urn tíma bragðað. — Er þetta veizlumatur, eða borðum við svona á hverjum degi? spurðí hún Oliver. — Svona borðum við á hverj- um degi. Og á morgnanna færðu þykkt, sterkt súkkulaði inn i svefnherþergið þitt. Gamet stundi af hrifningu. — Morgunverð í rúmið! Eftir allar þessar vikur sem hún hafði orðið að fara á fætur í dögun án þess að fá vott né þurrt. — Oliver, segðu henni að mat- urinn hafi verið dásamlegur. og mér líði svo vel héma að ég geti ekki lýst því, en ég von- ist til að læra svo mikið í spænsku að ég geti sagt henni það sjálf. Oliver túlkaði. Senora Silva brosti og hneigði sig og sagði hqnum að unga konan hans væri elskuleg og hún óskaði þeim SKOTTA ¦H \ i Walt Distiey Producttou* World BighU Reaervad Nú ætti þráðum sjómönnum að lítast á mig. © Klng Fe*tnr«« Syadlcate, Ine., 1962. World rights rcservcd. — Láttu mig vita, þegar myndin byrjar. Minning Sveinn Bjarnason frá Neskaupstað Mig setti hljóða, er ég heyrði að Sve^nn Bjamason væri dá- inn, hefði orðið bráðkvaddur á heimleið frá vinnu siinni þann 26. jan. sl. Við slíkar fréttir finnst manni bilið skammt milli lífs og dauða. AUir Nqrðfirðingar þekktu Svein í Tungu, þann glaðlynda og góða dreng. Sveinn var fæddur í Norðfirði 30. maí 1927, sonur sæmdarhjónanna Bjarna Sveinssonar frá Við- firði og Guðrúnar Friðbjörns- dóttur, ættaðri af Fljótsdals- héraði. Hann var 7. í röðinni af 8 börnum þeirra hjóna og jafnframt eini sonurinn. Þau hjón hafa átt barnajáni að fagna, öll börnin komizt upp og getið sér hið bezta orð og borið góðu uppe}di..yitni \ hvivetna. Systurnar eru alíar giftar og búsettar á ýmsum stöðum á landinu. Sveinm er fyrsta bamið, sem þau verða að sjá á bak, ðe^ns 35 ára gömlum. Ungur hóf Sveinn nám í skipasmíði við Dráttarbrautina í Neskaupstað. Hnn átti ekki langt að sækja það að vera hagur i höndum, því allir Norð- firðingar vita, að hamarinn hef- ur ldrei verið langt frá Bjarna í Tungu. Á þessum árum vann maðurinn minn um tíma með Sveini og hann hefur sagt mér að á vinnustað hafi Sveinn komið sér mjög vel, bæði ver- ið duglegur og handlaginn, og svo átti hann þessa .léttu lund og var fljótur að sjá það skop- lega í tílverunni. Minningar þær, sem ég á um Svein frá þessum liðnu árum eru á sama veg, hvort sem þær eru frá <:W::W:::: Framhald af 7. síðu. Að endingu þetta. öryggiseftirlit ríkisins þarf að hafa meira og betra eftir- ht með frystihúsum í landinu en nú er og fylgjast með að eðlileg endurbót fari fram á þeim húsplássum sem ætluð eru sem verbúðir. Þá verða heil- brigðisyfirvöld að gefa út hæfn- isvottorð um að staðimir upp- fylli lágmarkskröfur sem gera verður til vinnupláss og heim- ilis vertíðarfólks. Ennfremur þurfa heildarsamtök verkalýðs- ins að fylgjast með þessum málum gaumgæfilega og lög- gjöfinni. Sé um að ræða gömui lög eða reglugerðir verður að endurskoða þær reglur á raun- hæfan hátt. Vertíðarfólkið, kjami hinn- ar uppvaxandi kynslóðar í landinu, fólkið sem bjargar verðmætunum fyrir þjóðarbúið, á ekki að verða fyrir vonbrigð- um. Það má ekki meta það minna en dauðan þorskinn eða úrganginn úr fiskafurðum. Páll Helgason. þeim tíma þegar við varam, samtíða í Æskulýðslylkingurinij eða þegar Þróttarfélagar fárri í skíðaferð í Oddsdal, alltaf var Sveinn hinn glaði og góði fé- lagi. Eftir að Svejnn lauk við iðn- nám sitt, var hann um tíma i>Já systrum sínum, fyrst á Húsa- vík og síðan í Hatoarfirði, en bangað mun hann hafa koinið 1952 og dvaldist þar til dauða- dags. f Hafnarfirði vann hann lengst af í skipasmíðastöðinni Dröfn h.f. utan tvö síðustu árin. að hann vann við húsa- smíði. Eftirlifandi konu sinní Mar- íu Hjálmarsdóttirr kvæntist Sveinn svo. 14. maí 1954. Ég kynntist ekkj konu hans, en það segja mér allir, sem kunn- ugastir eru, að þar hafi Sveinin hlotið sitt stóra „happ" í líf- inu. Þeim varð íjögurra bama auðið, tveir synir og tvær dæt- ur. Auk þess átti Sveinn eina stjúpdóttur, sem hann unni sem sínum eigin börnum. Þau hjón- in byrjuðu fljótlega að byggja sér hús að Köldukinn 30. Það getur orðið býsna erfitt efna. litlum manni að koma þaki yf- ir höfuðið á sér á okkar arin- ars góða landi. Frístundirnar vilja verða íáar og í öfugu hlutfalli við erfiðið. Með dugn- aði og samstilltu átaki tekst margt og þau hjón voru löngu flutt í húsið sitt og hamingjan virtist brosa við þeim. En allt er í heiminum hverfult. Sveinn kemur ekki oftar til fjölskyldu sinnar að Köldukinn 30. Yfir því heimili grúfir nú sorgin og hlutskipti Maríu er erfitt með börain beirra fimm, öll undir f ermingaraldri, það yngsta aðeins 9 mánaða gam- alt. I _ Sár harmur er og kveðinn að öðmm vandamönnum Sveins, öldruðum foreldrum, systrum og tengdaforeldrum. en dýrmæt er þeim og verður minningin um góðan dreng. Útför Sveins vérður gerð frá Fossvogskirkju á morgun (mánudag). Við -sendum ást- vinum hans öllum dýpstu sam- úðarkveðjur. Anna JónsddtQr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.