Þjóðviljinn - 03.02.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.02.1963, Blaðsíða 12
Heikuhæfí í Hvera ara i 1 haust eru liðin tíu ár frá því að byrjað var á byggSngu heilsuhælis Náttúrulækningafé- lags Islands í Hveragerði. Fyrsta fifanga byggingarinnar var lokið 1955 og þá var byrjaö að taka & mótí sjúklingum. Það ár var rúm fyrir 30 sjúklinga á hælinu, nt nú er þar rúm fyrir 80 og «nn er verlð að bæta við. I Gólfflötur allra bygginga hwl- fins er nú orðinn 2000 m2, en árunum 1960—1962 hafa verið byggð starfsmannahús, gróður- hús, sundlaug og geymsluhús. Bjúkraherbergin eru yfirleitt 2- 3 manna, en þó eru nokkrar I etnmenningsstofur og eftirspurn eftir þeim eykst stöðugt. Á hæðinni er lögð áherzla á hollt líferni og heilnæmt mat- aræði. Matur er allur úr jurta- ríkinu, nema egg, smjör ogmjólk. Bannvörur eru tóbak og áfengi, kjöt, hvítasykur og hvitt hveiti. Cskur og kaffi. Skéli hrundi og 102 Sétu QUITO 2/2 — Hundrað skóla- stúlkur og tvær nunnur létu líf- ið þegar gamall klausturskóli í Quito í Ecuador hrundi skyndi- lega í gærkvöld. . Alls . voru 450 nemendur og átta nunnur staddar í skólabygg- ingunni er slysið varð. Slökkvi- lið, lögregla og herlið vinna nú að því að ná særðum og dánum tmdan rústunum. Gigtarsjúklingar fá margþætta meðferð á hælinu, nudd, vatns- nudd, sjúkraleikfimi, leirböð, hveravatnsböð og ýmiskonar ljós- böð. Aðsókn að hælinu líefur farið stöðugt vaxandi og sl. ár voru þar 62 sjúklingar til jafnaðar á dng en dvalardagar voru alls 22529. Jónas Kristjánsson læknir var hvatamaður að því að hæli þetta var reist. Hann hafði sem kunn- ugt er óbilandi trú á lækninga mætti þeim, sem felst í íslenzk- um hveraleir og hveravatni. Hann var einnig aðalhvatamaður að stofnun Náttúrulæknmgafé- lagsins og taldi hann að stofn- un heilsuhælis, sem í senn ynni að lækningu sjúkdóma og leio- beindi um Ufnaðarhætti, sem gætu fyrirbyggt sjúkdóma, væri það áhrifamesta. sem hægt væri að gera í baráttunni gegn því böli sem af veikindum stafar. Yfirlæknir hælisins er nú Karl Jónsson gigtarsérfræðingur og kemur hann austur einu sinni í viku, en læknir hælisins er Högni Björnsson í Hveragerði, hann er daglega til viðtals á hælinu og sér um daglegar lækn- ingameðferðir. ' Sunnudagur 3. febrúar 1963 — 28. árgangur — 28. tölublað. írviiíV Cannarsholtí Haraldur A. Sígurðsson leikari og revíukóngur, er í kúr fyrir austan. Hann segist ætla að keppa í fjaðurvSgt þegar hann sleppur. Náttúru- lækningar geta gert krafta- verk. — (Ljósm. Þjóðv. G.O.). Hvolsvelli 2/2 — Klukkan hálf níu í gærmorgun kviknaði í ,í- búðarhúsi hjá Sandgræðslunni í Gunnarsholti og kviknaði út frá rafmagni hjá ungum hjónum í einu herbergi í risi hússins. Konan ásamt ungu barni slapp naumlega fáklædd á síðustu stundu vegna eldsins, sem æst- ist von bráðar. Vaknaði hún á síðustu stundu. Maðurinn heitir Sigurður Sveinbjörnsson og vinnur sem verkamaður hjá Sandgræðslunni. Hjónin misstu allar eigur sínar og rishæð hússins eyðilagðist og varð að rjúfa gat á þakið við slökkvistarf. Einnig urðu skemmd ir niðri í húsinu af vatni og reyk. Slökkvilið frá Hvolsvelli og Selfossi var kvatt á vettvang. tréSofasf ís- lenikum fón- lisfarmanni Eins og menn munu minnast kom brezka söngkonan Ruth Little hingað til lands fyrir ekömmu og söng hér á vegum Tónlistarfélagsins við góðar und- Irtektir, enda er hún talin ein hin efnilegasta af ungum söng- konum Breta. Söngkonan hefur nú nýverið opinberað trúlofun sína og er sá lukkulegi íslenzk- ur tónlistarmaður, Jósef Magn- ússon, flautuleikari í Sinfóníu- hljómsveitinni. Kynntust þau fyrst er hann var við nám í ffeutuleik við Guildhall School af Music fyrir hálfu fjórða ári. I frétt um þetta sem blaðið fékk sénda ásamt forsíðumyndinni af söngkonunni frá Keystone í Löndon segir að hjónavígslan muni fara fram í september og rrftmi Jósef þá flytjast til Lon- d^n* þar sem þau stofna heimili. Ifar éta hmú$ VjARSJÁ 2/2 — Hinn óveniu- niikli vetrarkuldi í Póllandi hef- uf orðið til þess m.a. að úlfar gérast nú nærgöngulir og ráðast inn í sveitaþorpin í stórum flokkum í leit að fæðu. í einu þorpinu drápu úlfar í nótt 20 faunda sem réðust að þeim. Félagshús verkamanna og sjórnanna Hér er útlitsteikning af framhliðinni (að Lind- argötu) á stórhýsi Dags- brúnar og Sjómannafé- lags Reykjavíkur að Lindargötu 9, eins ojf hún á að verða eftir gagngerar breytingar, sem nú er verið að gera á húsinu. — Sjá myndir og grein á forsíðu og 2. siðu. SUÐURHLID (aöUadargðtu) ALGEIRSBORG 2/2 — Tilkynnt var í Algeirs- borg í dag að rikis- stjórn Alsírs hefði sam- þykkt tillögu frá Mar- okkó um að utanríkis- ráðherrar Marokkó, Al- sírs og Túnis haldi fáð- stefnu í Rabat ll. febr- úar Það var utanríkisráð- herra Marokkó, Moham- ed Balafrej, sem bar fram tillöguna. Stílaði þýfínu er felagar hans stálu Alþýðubanda- lagsfolk s Ákveðið hefur verið að ann- aðhvert mánudagskvöld komi Alþýðubandalaíjsfólk í Hafn- árfirði saman til rabbfunda i ^JððtempIarahúsinu uppi þar Sem rætt verður um síjórn- máiin innanbæjar og utan. Húsið verður opnað kl. 8.30 Alþýðubandalagsfólk, fjöl- mennum í Góðtemplarahúsið annað kvöld. í fyrradag varð afgreiðslustúlka í verzluninni Kjólnum í Þing- holtsstræti vör við að strákur innan við fermingu var kominn inn i herbergi á bak við verzl- unina og var eitthvað að snuðra þar. Hafði hann komizt inn bak- dyramegin. Rak stúlkan dreng- inn út og læsti bakdyrunum. Rétt á eftir kom hún aftur inn í herbergið og sá þá drenginn standa í gluggakistunni að utan- verðu og hafði honum tekizt að krækja í tösku stúlkunnar með priki og draga hana til sín og var að tæma úr henni innihaldið. Stúlkan reyndi að ná í strákinn en hann komst undan og tveir drengir aðrir er með honum höfðu verið. Stúlkan kærði þegar til lög- reglunnar yfir þjófnaði þessum, en í töskunni voru um 3000 kr. í peningum og annað eins í á- vísunum og höfðu piltarnir hirt það allt saman. Nokkru síðar kom einn drengj- anna inn í verzlunina og skilaði stúlkunni ávísuninni og mestu af peningunum. Sagði drengurinn til nafns síns og sagðist hafa hitt hina piltana tvo af tilviljun skömmu áður. Hefðu þeir orðið hræddir er þeir sáu hve miklir peningar voru í töskunni og varð það að ráði, að hann tókst á hendur að skila peningunum aftur en þó hafði forsprakkinn eitthvað af þeim á brott með sér. Hefur pilturinn er skilaði peningunum sýnt með því lofs- verða framkomu. Forsprakkinn að þjófnaði þessum er hins vegar gamall kunningi lögreglunnar, þótt hann sé aðeins tólf ára gamall. Var hann m.a. nýlega tekinn fyrir innbrot í Nýja bíó og voru þá tveir aðrir piltar með honum. Sagði Tómas, að lögreglan ætti nú í vandræðum með nokkra pilta á hans reki. Heimili þeirra væru búin að gefasi upp á að hafa eftirlit með þeim og ekki væri hægt að koma þeim neitt burt úr bænum, þar sem eina heimilið sem til er fyrir vand- ræðabörn, Breiðuvíkurheimilið tekur ekki á móti neinum börn- um til dvalar í vetur þar sem nú er unnið að endurbyggingu þess. Orslitakeppni Skákþingsins hefsf í dag 1 dag klukkan 2 e.h. hefst úrslitakeppni í meistaraflokki Skákþings Reykjavíkur í Snorrasal við Laugaveg. Dregið hefur verið um töfluröð keppenda og verður hún þessi: 1. Júlíus Loftsson 2. Jón Kristinsson eða Magnús Sólmundars. 3. Sigurður Jónsson 4. Jón Hálfdánarson 5. Ingi R. Jóhannsson 6. Friðrik Ólafsson 7. Jónas Þorvaldsson 8. Björn Þorsteinsson. Eins og kunnugt er var keppt í þrem riðlum í undan- rásum og komust tveir efstu menn úr hverjum riðli í úr- slitakeppnina ásamt þeim Friðriki Olafssyni og Inga R. Jóhannssyni. Þeir Jón Krist- insson og Magnús Sólmundar- son urðu jafnir í sínum riðli og áttu þeir að keppa til úr- slita i gær um sætið í aðal- keppninni. önnur umferð verður tefld annað kvöld klukkan átta á sama stað. ressa •HLW II Norræna húsið Á fundi menntamálaráðherra Norðurlanda sem haldinn var í Stokkhólmi 30. janúar sl. var til umræðu hið svonefnda Nor- ræna bús sem ráðgert er að reisa í Reykjavík og á að verða miðstöð norrænnar samvinnu á íslandi. Samþykkti fundurinn einróma að koma síofnun þess- ari á fót os kaus nefnð skipaða einum fulltrúa frá hver.iu landi til þess að sjá um bygg- ingarframkvæmdir. EWnig sam- þykkti fundurinn reglur um skipulag stofnunarinnar. Það eru norrænu félögin sem tóku mál þetta fyrst upp og var kosin undirbúningsnefnd árið 1961 skipuð Bent A. Koch rit- stjóra frá Danimörku, frú Ker- stin Sönnerlind frá Svíþjóð, ungfrú Heleme Andersen frá Noregi og dr. Þórði Kr. Þórðar- synii frá íslandi. Samdi nefndin skýrsiiu um málið sem lögð var fyrir þing Norðurlandaráðs í Helsinki í fyrra. Lagði Norður- landaráð til að málinu yrði hrundið 1 framkvæmd og starf- aðd nefndin áfram að undirbún- inigi þess. Ákveðið var á fundi mennta- málaráðherríiniia aS Danmörk, Finniand, Noregur og Svíþjóð skuli skipta á milli sín að greiða stofnkostnað stofnunarinnar, en ísiiand leggja fram^ókeypis lóð undir bygginguna. Á Svíþjóð að greiða 2/5 hluta stofnkostnaðar- ins en hin löndin þrjú V3 hvert. Reksturskositnaður verður greiddur af öllum löndunum sameigiinlega efflár nánari &- kvörðun síðar. Á íislenzka ríkis- stjóniin að hafa eftirlit með rekstri stofnunarinnar með höndum. Stjórn Norræna hússins verð- ur skipuð 7 mönnum og sfaipar mennitamálaráðuneyti hvers lands einn fulltrúa í hana en einn verður tilnefndar af Há- skó'la íslands. íslenzku fulltrú- arnir þrír skipa framkvæmda- nefnd stofntm-arinnar. Ráðiiinn veröiir sérstakur forstjóri stofn- unarinnar. Stofnkostnaður við Norræna húsið er áætfeður 10.5 miljónir íslenzkra króna fyrir utan lóð og kostnað við samkeppni sem fram á að faira um gerð hússitns meðail norrænna húsameistara. Arlegur reksturskostnaður er á- ætlaður 1.2 milij. M. kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.