Þjóðviljinn - 05.02.1963, Síða 1

Þjóðviljinn - 05.02.1963, Síða 1
 -■>: ý:::;: WSÍiííyÍiíií § augum Þrið.iudagur 5. febrúar 1963. — 28. árgangur — 29. ölublað Togarasjó- manns saknað Mun hafa fallið útbyrðis af skipi sínu Ungs Færeyings, Leifs Mohr frá Fuglafirði, er nú saknað og talið er að hann hafj fallið út- byrðis af togaranum Jóni Þor- lákssyni, sem nú er á leið til Englands með afla. Togarinn hafði verið á veiðum fyrir Bretlandsmarkað og kom við hér í Reykjavík á útleið. Héðan var lagt af stað kl. 4 á laugardag, en á sunnudaginn var Leifs saknað um borð í skipinu. Talíð er að hann hafi verið um borð þegar skipið fór, en enginn minnist þess að hafa séð hann á útleiðinni, svo slysið hlýtur að hafa orðið rétt eftir að látið var úr hðfn. Veik von er til að hann hafi orðið eftir í landi og skjóti upp einhversstaðar, en hann hefur ekki komið heim til sín og ekki á Herkastalann. Leifur er 25 ára og ókvaentur. HRÍSEY Afkoman byggist á því hve fólkið vinnur mikla eftir- og næfur- yinnu, segir Jón Ásgeirs- son, formaður Verkalýðs- félags Hríseyjar, — en það er viðtal við hann á 7. síðu blaðsins í dag. Beið bana í Vestra Horni Orustuvöllurj fyrir20áruin| Um þessar mundir eru ” liðin 20 ár síðan orustan b um Stalíngrad á Volgu- V bökkum stóð sem hæst og ■ af því tilefni birtir Þjóð- ðj viljinn þessar j.vær mynd- H ir frá borginni. Á mynd- ^ inni til vinstri sést mið- B hluti Stalíngradborgar, eins £ og þar var umliorfs á ár- inu 1943, en til hægri er k mynd af miðborginni eins Sj og hún lítur út í dag — |fe og ber nú heitið Volgograd. 3 Ungur bandarískur flugmaður, starfsmaður við Radarstöð banda ríska hernámsliðsins £ Stokksnesi meiddist í f jallgöngu á sunnudag og var iátinn áður en hjálp barst. Höfðu tvéir Bandaríkjamenn, starfsmenn við Radarstöðina lagt upp klukkan tvö á sunnudag f fjailgöngu í Vesfra-Homi. Hvass. viðri var mikið og frost hart, en þurrviðri. Höfðu þeir verið alllengi burtu, þegar annar kom til byggða all- mikið meiddur og höfðu báðir hrapað og annar orðið ófaer af meiðslum. Sá sem minna var meiddur reyndi að bera félaga sinn til byggða en gafst loks upp og fór eftir hjálp. Um hálf önnur klukkustund mun hafa liðið frá þvi hann Kauphækkun í Borgarnesi Sorgames 4/2 — Náðst hefur samkomulag milii Verkalýðsfé- lags Borgamess og vinnuveit- enda á staðnum um fimm prósent hækkun á tíma og vikukaupi frá 24. janúar og mánaðarkaupi frá síðastliðnum mánaðarmót- um. Ennfremur verður greitt heigidagakaup á alla hafnarvinnu eftir hádegi á laugardögum. Samningar eru lausir eftir sem áður. Þá má geta þess, að rnenn eru teldur að jafna sig eftir kosn- ingarnar í Verkalýðsfélaginu og ’r það vel. skildi við félaga sinn unz hjálp barst. Var Bandaríkjamaðurinn þá látinn. Læknir telur að kuldi og þreyta hafi orðið honum að bana. Féll af hest- i J kvöld hentj það slys í L Hveragerði, að þýzk hjúkr- ^ unarkona féll af liestbaki k og höfuðkúpubrotnaði. Var B hún þegar flutt að Landa- b koti og gert að sámm henn- J ar um nó.ttina og var hún Bj ekki komin til meðvitnndar ð t gærkvöldi. Stúlkan heitir RQsemarie ^ Kunzt og hefur starfað sem k hjúkrunarkona á Heilsu- hæljnu í Hveragerði frá því i október og var ráðin til eins árs. Seinni hluta laugardags ^ reið hún út með systur ■ sinni og var óvön hestum J og voru þær nýskildar að I skiptum og átti Rosemaiie h að teyma hest sinn heim í I hesthús. En hún hefur sennilega . gert tilraun til þess að | komast á bak. Fannst hún Jí liggjandi meðvitimdarlaus ■ rétt við þjóðveginn vestan JJ við Eden, sem margir kann-B ast við. J Þrátt fyrir kuldann og beljandann í gær var fólki bjart f augum f sólskinfnu um hádaginn og sumir skyggðu hönd fyrir augu eins og konan á myndinni. Það sér á að daginn er farúð að Iengja iií' muna og skammdegið að missa völdin þótt enn sé vetur í bæ | og verði enn um sinn. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.) að láta fhaldið stjórna bænum Verkamennirnir, sem sögðu upp vinnu hjá Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar í mótmælaskyni við uppsögn Markúsar Jónssonar verkstjóra, ganga enn atvinnulaus- ir, uppsögn þessi réð sem kunnugt er úrsli'tum um samstarfsslit íhalds og Framsóknar í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar. Verkamennirnir sýna mikinn félagsþroska og fórnfýsi, því víst er eng- inn leikur að ganga at- vinnulaus í því dýrtíðar- flóði sem ríkissfjómin hefur skapað. En engan bilbug er á verkamönn- um þessum að finna. Þeir spyrja aðeins og það með nokkrum rétti: Hvenær skyldi Alþýðuflokkurinn hafa tíma til að halda fund og hvort mun hann ætla að láta íhaldið stjórna áfram eða hafa manndóm í sér til að mynda nýjan meirihluta í bæ'jarstjórninni, er he'f- ur vinsamleg samskipti við verkalýðssamtökin? Meinlaus miðsvetrar is Það sló óhug á menn um helgina, þegar fréttir bárust frá vitaverðinum á Hom- bjargsvita, að hafís væri að verða landfastur við Hom og sæist ekki út fyrir ísbreiðuna. Þetta reyndist þó minna en á horfðist og samkvæmt upp- lýsingum frá varðskipinu AI- bert um eftirmiðdaginn í gær, sem sigldi frá Isafjaröardjúpi og norður fyrir Hom, þá varð hann var við smáíshrafl á sigl- ingaleið út af Aðalvdc og einn- ig sáust jakar á stangli sex sjómilur út frá Rit á leiðinni frá Straumnesi að Homi. Hins vegar var töluvert fe- hrafl átta sjómílur út a£ KælavíkurbjargL En enginn fe sást fyrir austan Hom. Gömlu mennimir orðuðu þetta svo.: Miðsvetrarís er að meina- lausu. Bátur strandar í Súgandafirði © Súgandafirði, 4/2 — Mb. Gylfi frá Rauðuvík, leigubátur gerðtu: út frá Suðureyri, strandaði um fjögurleytið á sunnudagsmorguni á Klöppum framundan Staðardal í Súgandafirði. Var komið tveggj* klukkustunda útfall er strandið varð. Fjórir menn er á bátnum voru komust í land á gúmbjörgunarbát. © Varðskipið Albert kom á strandstaðinn kl. 13.30 og tókst að koma bátnum á flot eftir tvo tíma. Sjór var ládauður og stiltt veður. Strákjölur fór undan bátnum en ekki hafa fundizt fleirí skemmdir. Hann fór til fsafjarðar í morgun til frekari athugunar og aðgerðar. — Guðsteinn.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.