Þjóðviljinn - 05.02.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.02.1963, Blaðsíða 2
I 2 SIÐA ÞJÓÐVILJINN Þriðjudaffur 5. febrúar 1963. Frjálst val eða valdboð Um innheimtukerfi útvarpsins A laugardagirm var, hinn 2. febrúar, birtist hér í blaðinu ritsmíð eftir herra Baldvin Þ. Kristjánsson um innheimtukerfi Ríkisútvarpsins, og fer þar sem oft vill, að dómgreindin er í harla litlu slagtogi með fyrir- ganginum. Greinin, sem er víð- ast mjög feitletruð og prýdd upphrépunarmerkjum á eftir hverri málsgrein, gengur út á það, að núverandi innheimtu- kerfi sé „fyrir neðan allar hell- ur“, „lágkúrulegt og mann- skemmandi", „hnípið í aumingja- skap 6Ínum“, forráðamenn út- varpsins „hrein fífl í skænj sviðsljósi almenningsálits", og lagt er til að menn greiði fyrxr útvarpsnot sín með beinurn sköttum, sem hann segir að Helgi Hjörvar hafi fundið upp: „Látum útvarpsgjaldið verða persónugjald á hvem gjaldbaer- an mann — rétt eins og kirkju- garðsgjaldið — og innheimtast með einni viðbótarlínu á þing- gjaldsseðlinum". Þar sem ég undirritaður er flulltrúi Alþýðubandalagsins í út- varpsráði, sem hefur rætt mál þetta mjög að undanfömu, tel ég mér skylt að gera nokkra grein fyrir því, og ekki sízt til þess að firra menn skoðunar- myndun á svo hæpnum grund- relli sem grein hr. Baldvins Þ. Kristjánssonar er. Tillögur um nefskatt i stað Sfnotagjalda hafa oft komið fram á undanfömum árum og Dú síðast í álitsgerð endurskoð- mardeildar fjármálaráðuneytis- Ins. Þar er það lagt til, að beinn ikattur verði lagður á alla á tldrinum 21 tíl 67 ára, en þó þannig, að hjón greiði einfalt Upp- lausnarstefna í Morgunblaðinu á laugar- daginn er enn endurtekin ein skringjlegasta kenningin sem stjórnarblöðin telja sér henta að flíka fyrir almenningi. Blaðið segir m.a. í forustu- grein: „Vinstri stjórnin varð sjálföauð á miðju kjörtíma- bili vegna þess að hana brast manndóm til þess að segja þjóðinni sannleikann um á- hrif kapphlaupsins milli kaup- gjalds og verðlags. Hún átti heldur engin sameiginleg úrræði til þess að standa gegn voðanum. Viðreisnar- stjómin hefUr haft allt ann- an hátt á. Hún hefur sagt þjóðinni sannleikann o.g hún hefur einnig haft manndóm til þess að gera nauðsynlegar gagnráðstafanir gegn upp- lausnarstefnunni." Hverjar eru staðreyndimar? í tíð vinstri stjórnarinnar haekkaði vísitalan — gamla vísitalan — úr 185 stigum í 220 stig, eða um 19%. Engu að síður hélt kaupgjaldið svo gjald. Verði sá skattur innheimt- ur með öðrum þinggjöldum, og er á það bent, að innheimtu- kostnaður myndi lækka allveru- lega með því móti. Við það myndi gjaldendum fjölga úr 49.388, miðað við árið 1961, upp í ca. 60.292, miðað við síðasta íullkomna manntal, og mætti nefnskatturinn því vera um 20% lægri en afnotagjaldið er nú, til þess að skila sömu heild- arupphæð. Ennfremur er ráð fyrir því gert, að fjöldi gjald- enda ykist árlega sem næst um 1600, en til samanburðar niá geta þess að gjaldendum fjölg- aði ekki nema nokkuð á 8. hundrað árið 1960—’61, þó án þess nokkuð sérstakt væri að gert. f fljótu bragði má þetta þvi sýnast rakin leið, enda segist Baldvin Þ. Kristjánsson engan hafa fyrirhitt sem telji nefskatt- inn ekki fortakslaust sjálfsagðan og spyr, hve lengi eigi „að halda áfram að skemmta skrattanum með því að halda vitleysunni og ranglætinu við“. Þrátt fyrir bamslegt grunleysi greinarhöfundarins hafa slík mái samt þá leiðinlegu áráttu að sýna á sér tvær hliðar, og þær jafnvel ekki aðeins svarta og bvíta. Ýmislegt mælir með breytingunni, en þó sýnist mér þyngri rök hníga gegn henni, að minnsta kosti eins og tillög- umar liggja nú fyrir. Skal hér drepið á nokkur hin helztu. 1. Með gjaldabreytingunni yrði frjáls valréttur manna afnuminn. Menn yrðu að greiða útvarps- gjald, hvort sem þeir kærðu sig um þjónustu þess eða ekki, og væri þar óneitanlega um að vel í við verðlagið, að þeg- ar vinstristjómjn fór frá var kaupmáttur tímakaupsins hærri on hann hefur nokkru Sinni verið hériendis. fyrr og sjðar. í tið núverandi stjómar hefur vísitalan fyrir vorur og þjónustu — samkvæmt nýja grundvellinum — hækkað úr 100 stigum í 145 stig. eða um hvorki meira né minna en 45%. Dýrtið hefur þannig magnazt meira en tvöfalt hraðar en í tíð vinstristjóm- arinnar. En ,,manndómurinn“ »r þá væntanlega í því fólg- inn að kaupið hefur dregizt langt aftur úr verðlaginu. og kaupmáttur tímakaupsins hef- ur aldrei verið læsri en nú. hvorki fyrr né síðar. Það má vissulega áfellast vinstristjórnina fyrir bað að hún hafi ekki haft hemil é verðbólgunni En þeir áfellis- dómar geta ekki komið frá ríkisstjóm sem hefur sett óða. verðbólgu i staðinn og lagt á bað alla áherzlu að láta hana bitna einhliða á launafóiki, — AustrJ. ræöa skerðingu persónufrelsis sem mjög er varhugaverð og á sér enn ekki neina hliðstæðu í íslenzkum skattalögum. Menn eiga að geta sagt upp útvarps- afnotum sínum rétt eins og dag- blöðum, enda eru (að ég vil segja guði sé lof) árlega nokkur brögð að því. 2. Þá er athugandi hvemig beinn útvarpsskattur kæmi nið- ur á heimilum. Allflest greiddu að vísu aðeins einfaldan skatt. en samkvæmt manntali yrðu þau samt æði mörg sem yrðu að greiða tvöfaldan og allt upp í sexfaldan skatt, og þá ein- mitt frekast þau heimili sem þyngsta byrði bera fyrir, t.d. þar sem böm enu við framhalds- nám, foreldri eða foreldrar hjóna á heimili, þ.e. innan elli- launaaldurs, og þá ekki sízt sveitaheimili, þar sem 3—5 skattþegar em iðulega skrifað- ir á manntali. Þannig yrði eitt heimili í mörgum tilvikum að greiða fjórfalt gjald (á annað þúsund krónur) miðað við ann- að sem byggi þó við betri efna- hag, og það fyrir nákvæmlega sömu afnot. Það er slíkt fyrir- komulag sem Baldvin Þ. Krist- jánsson kallar „réttlæti" og „sanngimi“. Raunar tekur hann dæmi um óréttlætið sem nú ríki, „þegar fátækur maður, sem komizt hefur yfir bílskrifli og bátsgarm”, greiði „þrefalt gjald á við peningamanninn, sem hef- ur 12 hátalara frá lúxusgrammó- fóninum í höllinni sinni!“ Raun- sæið í röksemdafærslunni er ó- neitanlega orðið nokkuð broslegt, þegar gert er ráð fyrir fátækl- ingnum með bæði bil og bát, en lúxusgreifinn naumast talinn eiga reiðhjólsdruslu til þess aö komast á kontórinn. Nefnt ó- réttlæti birtist ennfremur í þvi, að Bíla-Steindór borgar nú 69 afnotagjöld, en þyrfti samkvæmt réttlætiskenningunni aðeins að borga eitt, — og S.Í.S. ekkert! 3. Mikill hluti afnotagjaldanna sem nú er greiddur er einmiít þannig til kominn. Stórar stofn- anir, jafnt atvinnu-, þjónustu- sem verzlunaifyrirtæki, nota ofí mörg útvarpstæki, og virðist mér ekki nema eðlilegt að þau greiði fyrir þá þjónustu sem þau láta starfsfólki sínu þannig í té (þótt ég persónulega telji það hrein- lega mannskemmandi að láta útvarp síknt og heilagt dynja yfir fólki á vinnustöðum). Sam- kvæmt tillögum þeim sem fyrir liggja, myndu öll slík gjöld falla niður og leggjast á skattskylda einstaklinga í staðinn. Efnalítii heimili yrðu með öðrum orðum að greiða fyrir útvarpsnot millj- ónafyrirtækja. Nú er að sjálfsögðu finnanleg leið til þess að láta fyrirtæki greiða einhvem viðbótarskatt vegna útvarpsnota, t.d. eitt gjaid á hverja fimm starfsmenn, en þá komum við að hinu sama og áður, að valfrelsið er af- numið og fyrirtækjum gert að greiða útvarpsgjald, hvort sem nokkurt tæki er á vinnustaðnum eða ekki, hvort sem viðkom- andi starfsfólk og vinnuveit- andi kæra sig um að hafa út- varp eða ekki. Það er ekki að- eins að sanngimin i slíku sé næsta vafasöm, heldur tel ég það menningarlega óæskilegt að ýta undir þann ósið. að enginn skuli handtak vinna nema með eyrun full af útvarpsglymjanda. 4. Með því að breyta afnota- Björn Th. Björnsson gjöldunum í beinan nefskatt, er mjög hætt við því að fljótt sæi fyrir endann á fjárhagslegu sjálf- stæði útvarpsins, en í því felst um leið visst menningarlegt sjálfstæði, og ég tel það ekki trúnaðarerindi mitt í útvarps- ráði að stuðla að afnámi þess. Þróun útvarpsins er það lífs- nauðsyn að geta myndað eigin sjóði, en þegar gjöldin til þess væru öll komin í ríkishlöðuna, er meira en líklegt að þeir sem skammta á garðann í hinu op- inbera fjárhúsi færu að velta vöngum yfir tuggunni. Útvarp- inu yrði þá úthlutað af opin- beru, sameiginlegu fé, og ekki lengur litið á nefskattinn sem beinar tekjur þess. Sú hætta vof- ir að minnsta kosti beint yfir. 5. Mikið er nú talað um ís lenzkt sjónvarp, þótt mönnum sýnist það mál á ýmsan veg. Tvennt er þó gefið í því efni: að sjónvarpsrekstur verði hafinn hér og að sú starfsemi verði deild útvarpsins. Opinber stað- festing á því liggur þegar fyr- ir. Sé innheimtudeild útvarps- ins lögð niður og þarmeð horfið frá allri viðtækjaskráningu, svo sem Baldvin Þ. Kristjánsson viU svo ólmur og spamaðarnefndin leggur til, hvernig á þá að afla tekna, þegar að sjónvarpsrekstr- inum kemur? Á þá að stofna nýja innheimtudeild, taka upp sérstaka skráningu sjónvarps- tækja og heimta afnotagjöld, eða eiga menn líka að borga beinan — og þá væntanlega þungan — sjónvarpsskatt, hvort sem þeir eiga tæki eða kæra sig nokkum skapaðan hlut um að eignast það? Réttlætlskenningin hlýtur að segja: Nýja línu á þinggjalds- seðilinn! — því hitt, að hverfa aftur til sama kerfis og nú er, væri næstum því of vitlaust tii þess að nokkur gæti haldið þvi fram. Hér hef ég þá drepið á nokk- ur þau atriði sem mæla gegn almennum útvarpsskatti. Með honum mælir hinsvegar tvennt: í fyrra lagi það, að innheimtu- kostnaður lækkaði um nokkur prósent af gjaldinu, og í síðara lagi það, að ekki þurfi lengur að hvetja menn til þess einfalda heiðarleika að greiða fyrir þjón- ustu sem þeir þiggja. Fjölgun litlu transistor-tækjanna gerir mönnum að vísu auðveldara en áður að skjóta sér undan gjaldi, einkum með því að nota þau ó- skrásett í bifreiðum og á vinnu- stöðum, en að sjálfsögðu eru slík taeki gjaldfrjáls á heímilvm, þar sem skráð tæki er fyrir. Þo ber ég ekki mikinn kvíðboga út- varpsins vegna í þessu efni; ég held að vinsældir útvarpsins og trúnaður manna muni reynast þar næg trygging. Nú liggur það fyrir, að hækka þarf tekjur útvarps- ins, m. a. vegna hækkaðra starfslauna á þessu ári og æ dýrari dagskrár. Einfaldasta ráð- ið, og það sem lengst hefur ver- ið notað, er að hækka afnota- gjöld þeirra sem standa heiðar- lega í skilum og láta þá þannig greiða fyrir hina. sem vilja raunar notfæra sér útvarpið, en hirða ekki um að leggja neinn skerf til. Eru það „ólög“ að hvetja það fólk til þess að greiða sitt gjald í stað þess að íþyngja hinum enn meir? Með því er ekki aðeins skírskotað til sann- gimi manna, heldur þjóðfélags- legs siðgæðis, og því hafa íslend- ingar enn ekki týnt, þrátt fyrir allt. Hið mikla aðstreymi nýrra gjaldenda til útvarpsins nú síð- ustu dagana sannar það bezt, og ég held að það sé víðsfjarri „níð- angurslegu ranglæti", þótt fólk sé kurteislega minnt á skyldu sína við samborgarana. Að minnsta kosti finnst mér það ó- líkt geðugra en opinbert vald- boð. Björn Th. Björnsson. Æðalfundur slysa- varnadeildarinnar Ingolfs í Rvík Aðalfundur slysavarnadeildar- innar Ingólfs var haldinn í húsi Slysavamafélagsins við Granda- garð sunnud. 27. jan. sl. í upp- hafi fundar var minnzt þeirra sem farizt höfðu af slysförum á árinu 1962 en þeir voru 54, en auk þess höfðu orðið 9 dauða- slys í janúar 1963. Formaður rakti helztu starf- semi deildarinnar á liðnu ári en hún átti 10 ára afmæli 15. febrú - ar 1962. Á árinu afhenti deildin Slysavarnafélaginu 100 þús. krón- ur og voru það rúmlega allár árstekjumar og minnkuðu sjóð- ir hennar því nokkuð á árinu. Var framlagið haft sérstaklega rausnarlegt í tilefni afmælis deildarinnar. Formaður deildarinnar var kjörinn sr. Öskar J. Þorláksson en aðrir í stjóm eru Jón G. Jóns- son gjaldkeri, Baldur Jónsson, Láms Þorsteinsson og Jóhannes Briem. Styrkur til há- skólanáms íFinit- landi næsta vetur Finnsk stjómarvöld hafa á- kveðið að veita íslendingi styrk til háskólanáms eða rannsókna- starfa í Finnlandi námsárið 1963 —1964. Styrkurinn veitist til 8 mánaða dvalar og nemur 400 eða 500 finnskum nýmörkum á mán- uði, eftir því hvort um er að ræða nám eða rannsóknir. Til greina getur komið að skipta styrknum milli tveggja umsækj- enda, þannig að hvor um sig hljóti styrk til fjögurra mánaða dvalar í Finnlandi. Ætlazt er tii þess, að öðru jöfnu, að sá sern styrk hlýtur til náms, hafi stund- að a. m. k. tveggja ára háskóla- nám á íslandi. Tveir styrkir til háskélanáms í Frakklandi Ríkisstjórn Frakklands býður fram tvo styrki handa íslend- ingum til háskólanáms í Frakk- landi námsárið 1963—1964. Styrk- imir nema hvor um sig 430 ný- frönkum á mánuði, en auk þess greiðir franska ríkisstjómin heim- för styrkþega. Skilyrði til styrk- veitingar er, að umsækjendur hafi til að bera góða kunnáttu í frönsku, og þurfa þeir að vera i-eiðubúnir að ganga undir próf til að sýna fram á að svo sé. Ætlazt er til þess, að öðru jöfnu, að umsækjendur um styrkina séu yngri en 30 ára. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, eigi síðar en 26. febrúar n.k., og fylgi staðfest af- rit prófskírteina, svo og með- mæli. Umsóknareyðublöð fást 1 menntamáláráðuneytinu og hjá sendiráðum íslands erlendis. Gleymið ekki að mynda bantið siim PJlllSTAl LAUGAVEGi 18^- SIMI 19113 TIL SÖLU 6 herb. íbúð í vesturborg- inni, góð kjör. 6 herb. ný og glæslleg íbúð í Laugamesi. 5 herb. góð íbúð í Hlíð- unum. 3 herb. íbúð i vesturborg- inni. 3 herb. íbúð í Hlíðunum. 3 herb. íbúð í Kópavogi, beztu kjör. 'í herb. íbúð í austurborg- inni. 3 herb. íbúðir í smíðum undir tréverk útb. k.r 130 þúsund. 4 — 5 herb. íbúðir í smíð- um á bezta framtíðarstað borgarinnar. Einbýlishús í Gerðunum. HÖFUM KAUPENDUR 5 — 6 herb. íbúð á hæð með allt sér. óskast. mik- 11 útborgun. 1 hcrb góð íbúð óskast. 3taðgreiðsla ef óskað er. f herb íbúðir í nýjum og eldri húsum. miklar ú.t- borganir. ■’ herb. íbúðir óskast nú begar, mjklar útborganjr ^afið samband við okkur ef þið burfið selja eða kaupa fasteignir. UTSALA - BÚTASALA Útsala á teppadreglum mikil verðlœkkun TEPPI h.f. Austurstræti 22 Síml 14190 (

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.