Þjóðviljinn - 05.02.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.02.1963, Blaðsíða 3
Eunnudagur 3. febrúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SlÐA Vinstri menn og fangelsaðir í Singapore SINGAPORE 4/2 — Yfírvöldán í Singapore hafa hafið umfangs- miklar ofsóknaraðgerðir gegn vinstri mönnum og verkalýðsleið- togum þar í landi. Á undanförn- um dögum hafa 107 slíkir verið handteknir en á sunnudaginn hélt Lee Kuan Yew forsætisráð- herra ræðu og barmaði sér yfir því að 18 medriháttar kommún- istaforingjar hefðu sloppið. Vinstri menn hafa stofnað með sér samfylkingu til að berjast gegn inngöngu Singapore og Mal- aya í svokallað Malasíu-sam- band, en í því eiga einnig að vera brezku yfirráðasvæðin á Bomeó, Brunei og Sarawak. Forsetinn hélt ræðu sína við heimkomu frá ráðstefnu í Kuala Lumpur, höfuðborg Malaya. Hann sagði að ekki væri í bígerð að banna stjórnmálaflokka hinna handteknu. Hann sagði einnig að í,hin kommúnistíska hætta“ væri ekki brotin á bak aftur þrátt fyrir handtökumar. Fyrirætlanimar um Malasíu- sambandið munu einnig hafa verið orsökin tij uppreisnarinn- ar á Brunei. I 37 tróðust undir og létu lífið SANTA CRUZ DE TENERIFE 4/2 — Á sunnudaginn lá við að ráðhúsið í borginni Granadilla a Kanaríeyjum hryndi til grunna. Af því varð þó ekki. Margt manna var statt í byggingunni og þegar tók að braka í henni greip um sig ótti og flúði hver sem fætur toguðu. Fjöldi manna tróðst undir á flóttanum og létu 37 lífið en meir en hundrað meiddust. Fólkið hafði komið til ráðhússins til að endurnýja pers- ónuskilríki sem allir Spánverjar verða að bera samkvæmt lögurn Franco-stjórnarinnar. Kennedy ráðgerir nýjar ofsóknir gegn Kúbu WASHINGTON 4/2 — Tvivegis hafa Bandaríkja- menn séð tilraunir sínar til að svipta Kubumenn sjálfstæði sínu fara út um þúfur. í fyrra sinnið gjörsigruðu eyjarskeggjar innrásarseggi frá Banda- ríkjunum og síðar tókst Sovétríkjunum að forða stórátökum eftir að bandarískur herskipafloti hafði hafið umsátur um eyna. Samt sem áður virðist Kennedy ekki af baki dottinn. I dag var tilkynnt í Washington að á morgun myndi forsetinn skýra frá „nýjum ráðstöf- unum til a&' takmarka siglingar hins frjálsa heims til Kúbu“. Fylgdi það sögunni að ráðstafanir þessar yrðu talsvert róttækari en þær sem gerðar voru fyrir fjórum mánuðum. í dag skýrðu Bandaríkin valdhöfum ýmissa ann- arra landa frá ráðstöfunum þessum en almenning- ur mun ekki fá vitneskju um þær fyrr en á morgun. Þingmaður einn úr húpi repúblikana sagði í dag að utanríkisráðuneytið bandaríska teldi sig hafa vissu fyrir því að á Kúbu væru enn tií staðar eld- flaugar ætlaðar til sóknar og hefðu 82—88 sovézk- ar flaugar verið sendar til Kúbu en ekki 40—42 eins og Bandaríkjamenn hefðu hingað til gert ráð fyrir. Frakkar semja vii Franco um hernaðarlegt samstarf MADRID 4/2 — Á sunnudags- kvöldið kom yfirmaður franska hersins, Charles Áilleret hers- höfðingl, til Madridar en þar mun hann dveljast I þrjá daga og ræða við spánska ráða- menn um hernaðarsamvinnu milli Frakka og Spánverja. Þetta er í annað sinn á skömm- um tíma sem háttsettur franskur ráðamaður heimsækir Spán, en nú fyrir nokkrum dögum var Roger Frey innanríkisráðherra staddur í Madrid og ræddi við spánska stjómmálamenn. Telja margir að Franco ætli að not- færa sér klofninginn i V-Evrópu vegna útskúfunar Breta úr EBE sér til framdráttar og fylgjast því með samskiptum Frakka og Spánverja af miklum áhuga. Margt bendír og tii þess að 22 próseni Frakka gegn brezkri aðild PARIS 4/2 — Skoðanakönnun fór fram í Frakklandi skömmu eftir að de Gaulle forseti lýsti yfir andstöðu sinni gegn aðild Breta að EBE. Kom þá í ljós að aðeins 22 prósent Frakkavoru fylgjandi forsetanum í þessu máli. 35 prósent þeirra sem spurðir voru kváðust vera fylgjandi brezkri aðild en 43 tóku ekki afstöðu til málsins. de Gaulle ætli að tryggja sér fylgi Francos á Spáni og Sal- azars í Portúgal. Yfirmaður portúgalska herráðsins, Luis de Camara-Pina hershöfðingi, kom á sunnudag til Parísar í opinbera heimsókn og mun dveijast þar £ vlkutíma, Mun hann meðal annars ræða við Pierre Messmer hermálaráð- hcrra. Heræfingar og kjarnorkutilraunir 1 dag ræddi Ailleret herráðs- foringi við Munos Grandes en hann er varaforsætisráðherra Spánar og yfirmaður herráðsins. Ennfremur stjómuðu hershöfð- ingjamir tveir umræðum franskra og spánskra herforingja um aukna hemaðarsamvinnu Frakka og Spánverja. Auk þess hefur Ailleret rætt við Martin Alonso hermálaráðherra. Hemaðarsérfræðingar í Madrid telja líklegt að samvinnu Ff-akka og Spánverja verði fólgin í sam- eiginlegum æfingum flugherja og flota landanna tveggja. Enn- frpmur telja þeir ekki óhugs- andi a.ð Frakkar láti Franco í té flutningatæki ýmis og kopta. Blaðið Ya í Madrid sagði á sunnudaginn að Frakkar hefðu að öllum likindnm áhuga á að fá að setja upp kjamorkutilraunastöð í spánsku Sahara þar sem fyrr- verandi tilraunasvæði þeirra f Sahara er nú undir stjóm Alsírbúa. — Spánska Sahara getur orðið fyrsta flokks athugana- og tíl- raunasvæði fyrir el dflaugarvopn, segir blaðið. Ennfremur; — Þeg- ar við tölum um vestrið, þá edg- um við ekki aðeins við Banda- ríkin, heldur einnig Frakkland, sem nýverjð hefur misst til- raunasvseði sitt í Reggane í al- sírsku Sahara. Frakka mun van- haga um nýtt tilraunasvæði ef þeir ætla sér að koma sér upp eigin kjamavopnum. Því er Spánn með úran sitt og frábaera iandfræðilega legu orðinn mjög mikUvægur í hemaðarlegu til- liti. Æf ' bliidflug og laLzl á aðia flugvél BEIRUT 4/2 — Tyrkneska her- flugvélin sem rakst á farþega- fiugvél frá Líbanon yfir miðbora Ankara á föstudaginn með þeim afleiðingum að 81 maður lét líf- ið var í blindflugsæfingu þegar slysið varð. Frá þessu segir i skýrslu frá nefndinni sem falið var að rannsaka slysið. • BANGKOK — Töframaður nokkur í Thailandi sem var að sýna listir sínar sl. mánudag, lét grafa aðstoðarmann sinn í þriggja metra djúpa gröf og hélt því fram að manninum yrði ekki meint af. Þegar að- stoðarmaðurinn var grafinn upp hálftíma síðar var hann dauður og verður nú töframað- urinn ákærður fyrir morð. seg- ir lögreglan í Bangkok. nBTiSfi Stærsta róðstefna S. Þ. ræiir tæ&nihjálp vii vanþróuð lönd Háhýsi í Stokkhélmi GENF 4/2 — f dag kom saman í Genf fjölmennasta ráðstefna sem lialdjn hefur verið á veg- um Sameinuðu þjóðanna. 2.100 sérfræðingar frá 87 löndum sitja ráðstefnuna og munu þcir ræða nm það á hvem hátt van- þróuðu löndunum verðnr bezt veitt tæknileg og vísindaleg að- stoð. Um þriðjungur þeirra 1.837 skjala sem lögð verða fyrir ráð- stefnuna fjaliar um landbúnaðar- mál. Ráðstefnan mun standa týl 20. febrúar og mun kosta um 86 milljónir króna. Vonir standa til að ráðstefnan leggi grundvöll- inn að sérstakri stofnun sem starfi að því að samræma tækni- Spienging í sendháði BRUSSEL 4/2 — Sprengja sprakk í júgóslavneska sendi- ráðinu í Brussel í dag. Bygging- in skemmdist talsvert við spreng- inguna, m. a. brotnuðu margar rúður. Enginn maður meiddist. lega og vísindalega aðstoð við vanþróuðu löndin. Tækni í þágu friðarins Indverski prófessorinn Man- eklal Thacker er forseti ráð- stefnunnarv Gert hafði verið ráð fyrir að Ú Þant framkvæmda- stjóri yrði viðstaddur opnunina en af því gat þó ekki orðið. f dag var lesin upp orðsending Ú Þants til ráðstefnunnar þar sem segir að vísindin séu eitt sterk- asta afl vorra tíma. Þau hafi til þessa mest verjð notuð tfl hernaðar og væri sarinarlega tími kominn til þess að þau yrðu notuð í þágu friðarins. Kvaðst framkvæmdastjórinn vonast til þess að ráðstefnan kæmi að nokkru gagni í þessum efnum og kannaði nýjar leiðir. Heillaóskir frá Krústjoff og Kennedy Meðal þeirra ríkja sem eiga fulltrúa á ráðstefnunni eru Sov- étríkin, Bretland og Bandarík- in. Bæði Krústjoff og Kennedy sendu ráðstefnunni heillaóskir sínar. í orðsendingu Krústjoffs segir meðal annars; — Til þessa hefur of lítið ver- ið um það að vísindum og tækni sé beitt til að braða efnahags- legri og þjóðfélagslegri fram- þróun í þeim löndum sem hafa öðlast sjálfstæði á síðustu tim- um. Sovétríkin munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hraða framþróuninni í þess- um löndum. Ég óska þess af öllu hjarta að fulltrúunum á ráðstefnunnj auðnist að leysa verkefni sín vel af hendi. f orðsendingu Kennedys segir að nú sé frábært tækifæri til þess að beita tækniþekkingu iðnaðarlandanna í þágu þeirra landa sem orðið hafa aftur úr. Hinn indverski forseti ráð- stefnunnar hélt í dag ræðu og lagði tjl að stofnuð yrði sér- stök nefnd á vegum Sameinuðu bjóðanna jjl að aðstoða hin van- bróuðu ríki og skyldi sú nefnd koma sama,n með stuttu milli- bili I Stokkhólmi eru margar fagrar byggingar gamlar og nýjar. in sýnir röð háhýsa við Hötorget þar í borg. Skyndisala á Ijósatsekjum I Við förum strax / RAFGUT Gerið hagkvæm kaup á loftljósum. borð- lömpum, veggljósum, standlömpum og skrautlömpum. Allt nýtízku vörur. RAFGLIT HAFNARSTRÆTI 15. Yerziið vii þá sem auglýsa í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.