Þjóðviljinn - 05.02.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.02.1963, Blaðsíða 6
£ SfÐA ÞJÓÐVTLJINN Þriðjudagur 5. febrúar 1963. Fasist/sku ofbeldi métmæit Verwoerd-stjórnin í Suður-Afríku hefur ákveðið að hrúga svörtum íbúum landsins saman á svæði sem er um 13 prósent af landrými ríkisins. Samt sem áður eru negrarnir 78 próscnt af íbúafjöld- anum. Landsvæði þessu á síðan að stjóma sem nýlendu. Myndin sýnir fjöldafund ncgra í nánd við Höfðaborg. Þar létu þeir í ljós mótmæli sin gcgn þessu gcrræði fasistastjórnarinnar. Spanskt söngvasafn gert upptækt á Ítalíu — Helzti bókaútgef- andi landsins ákærður fyrir guðlast, klám og níð um Franco 1 fyrri viku birtust verðir k laga og réttar hins ítalska lýð- " veldis í bókaverzlunum um landið þvert og endilangt, en einkum kom lögreglan liðsterk í heimsókn til Einaudi-for- lagsins í Torino, mikilvirkasta bókaútgefanda á Italíu. Erindi lögregluþjónanna við útgef- andann og í bókaverzlanimar var að leggja í nafni ríkisins hald á söngvasafn á spönsku. Canti della nuova resistenza spagnola. Itölsk stjórnarvöid létu ekki við það sitja að taka í sína vörzlu sérhvert finnanlegt eintak bókarinnar. Þar á ofan voru útgefandinn. Giulio Einaudi, sonur fyrsta . forseta ítalska lýðveldisins, og H höfundar spanska söngva- " safnsins ákærðir fyrir guð- last, útbreiðslu klámrita og ærumeiðingar við þjóðhöfð- ingja framandi ríkis. ! I Einaudi bókaútgefandi (t.v.) á blaðamannafundi. Við hlið hans situr Liberovici, annar liöfundur spanska söngvasafnsins. ★ ★ ★ „Söngvar nýju, spönsku andspymuhreyfingarinnar“ ^ áttu sér frá öndverðu ævin- týralega sögu. Um mitt sum- ar 1961 komu höfundar bók- arinnar Sergio Liberovici og Michele Straniero, ásamt fimm félögum sínum til Spánar búnir smáfilmumynda- vélum og segulbandstækjum. Dýrmætasti hlutur í farangri þeirra var þó óásjálegur eld- spýtustokkur. Hver einasta eldspýta í stokknum hafði verið klofin að endilöngu og límd saman aftur. I sárið voru letruð nöfn og heimilis- föng spanskra andfasista, sem gestimir heimsóttu næstu vikumar á 6000 kílómetra ferðalagi um Spán. Með að- stoð þeirra sem skráðir voru á klofnu eldspýtumar tóku Liberovici og Straniero upp söngva á 3000 metra af segul- bandi, auk þess sem þeir ijós- mynduðu fjölda gamalla og nýrra handrita. Smyglari sem átti nafn sitt geymt á einni eldspýtunni kom síðan úr landi þessu einstæða safni, sem geymir álit söngelskrar. spanskrar alþýðu á yfirvöld- um sínum andlegum og ver- aldlegum. ★ ★ ★ Úrval safnsins birtist i bókinni sem nú hefur verið gerð upptæk með lögreglu- valdi, eftir að Francostjórn- inni mistókst að fá útgefand- ann til að fjarlægja hana af markaðinum. Þama er að finna baráttusöngva frá ár- um borgarastyrjaldarinnar á Spáni og þjóðvísur frá löng- um kúgunarárum sem á eftir fóm. I Ijóðin og lögin hefur spönsk alþýða lagt frelsis- drauma sína og hatrið á kúg- urunum. Með vopnum háðs og níðs er vegið að Franco og máttarstólpum veldis hans. herforingjunum, klerkastétt- inni og auðjöfrunum. Það var sízt ofmælt þegar Einaudi auglýsti söngvasafnið sem „einstæða samtímaheimild". bæði sem pólitískt skilríki og framlag til þjóðfræðarann- sókna á bókin sér vart nokkra hliðstæðu. ★ ★ ★ Andfasistasöngvamir komu út síðastliðið sumar, og í nóv- ember hófst Francostjómin handa að færa ritskoöun sína út til Italíu. Fyrst var lagt til atlögu gegn Einaudi, ein- um útgefandanna sem stofn- uðu og veita árlega Fo- mentor-bókmenntaverðlaunin. kennd við hótelið á Mallorca þar sem dómnefndin hefur komið saman undanfarin vor. Nú kunngerði Carlos Piquer, æðsti maður spanska upplýs- ingamálaráðuneytisins. að Ein- audi yrði alls ekki heimilað að heimsækja Maliorca né nokkum annan stað á Spáni nema hann innkallaði söngva- safnjð og léti eyðileggja upp- lagið. Einaudi svaraði með bréfi, þar sem hann fræddi falangistann um ýmis undir- stöðuatriði bókaútgáfu í lýð- frjálsu landi. ★ ★ ★ Einaudi lét aðra útgefendur sem að Fomentor-verðlaunun- um standa, svo sem Rowohlt í Þýzkalandi og Gallimard í Frakkiandi, vita hvernig kom- ið var, og ákváðu þeir að kenna verðlaunin áfram við sama hótelið, þótt nú yrði að veita þau á öðmm stað. En spanska stjómin leitaði nýrra ráða til að koma hinu háska- lega söngvasafni fyrir kattar- nef, og erindrekar Francos fengu skjóta og góða áheym hjá hinum kaþólsku valdhöf- um Italíu. Frjálsljmdi flokkur- inn á Italíu, sem Luigi heit- inn Einaudi var foringi fyrir áður en hann var kjörinn forseti, var á blómaskeiði sínu fremstur í baráttunni gegn afturhaldssömu kirkjuvaldi, og Giulio Einaudi hefur í út- gáfustarfsemi sinni haldið uppi merki frjálslyndis og fé- lagslegra umbóta. Franco og Fanfani eru hjartanlega sam- mála um að prentfrelsi slíks manns beri að skerða. M. T. Ó. Kvenprestar skyldaðir ti/ að lifa i einlifí Á prestastefnu evangeiísku kirkjunnar í Rínarlöndum var í síðustu viku samþykkt með miklum meirihluta að konur mættu gegna prestsembættum innan kirkjunnar, en þó með bví algera skilyrði að þær væru ógiftar. Gengju þær i hjóna- band yrðu þær að láta af prestsþjónustu. Þetta er í fyrsta sinn síðan Marteinn Lúter heitinn var uppi, að þýzkir mótmælendur krefjast einlífis af prestum sín- um. Lúter var ólíkt frjálslynd- ari í þeim efnum, en á hans tíma hefði það að vísu ekki komið til greina að konur fengju að vera prestar. önnur skilyrði eru sam- kvæmt samþykkt prestastefn- unnar sett fyrir því að konur geti gegnt prestastörfum. Þann- ig fá kvenprestar aðeins að þjóna þeim söfnuðum sem hafa fleiri en einn prest. Söfnuðum verður einnig heimilt að ákveða sjálfir hvort þeir kæra sig um að kona þjóni þeim. Að öðru leyti fá kvenprestamir sömu stöðu og starfsfélagar þeirra. ! í á tóminu Láta ekki undait ! 12 mílna kröfunni \ THORSHAVN 2/2 — Þriggja t manna færeysk sendjnefnd undir ■ forystu Hákon Djurhuus fer á J þriðjudag til Kaupmannahafnar | til að semja við dönsku ríkis- J stjómina um fiskveiðilögsögu H Færeyja. k Djurhuus lögmaður skýrði frá | því í dag að að undanförnu fck hefðu færeyska landstjómin og ríkisstjórn Danmerkur skipzt á bréfum um málið og héidi land- J stjómin fast við kröfu lögþings- ins um að fiskveiðilögsagan verði 12 sjómílur með sömu grunnlínurr1. Lengi fram eftir öidum trúðu menn þeirrj kenningu Aristótelesar, að náttúran hefði viðbjóð á tóminu. Þeir sáu og fundu, að hún fylltj hverja smugu með einhverju efni, lofti. ef ekki vildi bet- ur. Ef lofti er dælt út úr öðrum enda pípu. sogast það inn um hinn endann, og liggi sá endi niður í vatn, dregst það iíka upp í pipuna. Fyrir meira en 100 árum gaf Hið íslenzka bókmennta- félag út eðlisfræði i íslenzkri þýðingu eftir sr. Magnús Grímssoin. Við skulum nú líta á kaflann um það, þegar menn fundu skýringuna á þessu ó- geði á tómleikanum. „Einu sinni, segii- sagan, var fjarskahá dæla (Pumpe) reist upp í garði nokkrum hjá Flór- ens. En þegar farið var að reyna hana féllu allir í undran yfir því. að þeir sáu að vatn- ið komst aldrei meira en 32 feta hátt í dælustólpanum. Enginn vissi hvað til þessa mundi koma og menn stóðu uppi ráðalausir. Lengi voru menn að velta þessu fyrir sér. og á endanum fóru þeir til Galíleís, sem var uppi á fyrra hluta 16. aldar, og var þá mjög frægur orðinn í náttúru. íræðinni. Honum var nú sagt frá þessum óvænta viðburði, og spurður um hvað til mundi koma. Galíleí var raunar áður kominn á þá áætlan, að bæði þessí atburður með dæluna og margir aðrir væru einungis komnir undir þýngd loptsins. en hann var þó ekki búinn að gjöra sér glögga hugmynd um bað. hvemig því væri háttað. Hann svaraði þess vegna á bá leið: að viðbjóður nátt- úrunnar á tóminu (horror vaeui) væri takmarkaður. Skömmu síðar dó hann. Læri- sveini hans Toricelli, sem þá tók við kennaraembættinu ept- ir hann, datt sú heppilega hugsun í hug: að ef það sama afl, sem Iyptir vatninu 32 fcta hátt í dælustólpaniun, beitti sér á kvikasilfur, þá yrði það að lyptast um einn þrcttánda eða fjórtánda part af þeirri hæð í pípunni. Tori- celli fór nú að gjöra til- raunir eptir þessari hugmynd sinni. Hann tók 3 feta lánga glerpípu. sem var opin í ann- an endann. fyllti hana með kvikasilfur og hélt svo fíng- urgóminum yfir opið, og setti hana á þann endann niður í ker með kvikasilfri í. Að því búnu tók hann fíngurini) frá opinu og þá kom það fram, sem hann hafði ætlað. Kvikasilfrið lækkaði raunar í pípunni undir eins og hann tók fíngur- inn frá opi hennar, en þó aldrei meira en það. að Það náði 28 þumlúnga hátt upp eptir pípunni. En 28 þumlúngar margfaldaðir með efnisþúnga kvikasilfursins 13% verða 378 þumlúngar, eða nærri því 32 fet. Toricelli hafði þannig rudt hinn mikla veg, og nú var hver tilraunin iátin reka aðra. Sé hið ókunna afl, eins og Galíleí hefir, ef til vill, ráðið i. í raun og veru fólg- ið í þýngd loptsins, þá sagði Toricelli, hlýtur og kvikasilfr- ið í pípunni að vera lægra uppi á háum fjöllum. Þessi ályktun reyndist einnig rétt; því meðan að Paskal, sem Toricelli hafði borið þetta undir. var á leiðinni upp á 3000 feta hátt fjall, þá sá hann. að kvikasilfursstöpull- inn í glerpípunni lækkaði alltaf smátt og smátt. og efst uppi á fjallinu var hann tæpra 25 þumlúnga hár. Þannig var það þá sannað: að það væri ckki viðbjóður á tóminu, eins og Aristóteles hafði fo:rðum sagt, heldur afl Ioptsþrýstíngarinnar, sem hélt vatninu 32 feta hátt upp f dælusíólpanum.“ Páll Bergþórsson. Bandalög Sovétríkjanna og Frakklands, Kína og USA! Atburðir síðustu daga benda eindregið til þess að bandalögin í heiminum séu að riðlast, þar á meðal skiptingin milli austurs og vesturs sem verið hefur við Iýði undanfarin fimmtán ár Bandaríkjamenn kvarta: „Andúð gegn USA magnast í Evrópu" — And-ameríkanismi í nýrri mynd er að gripa um sig í Frakklandi, jafnframt þvi sem de Gaulle reynir að uppræta öll bandarísk áhrif í Vestur- Evrópu. Þetta gat nýlega að lesa í bandaríska tímaritinu U.S. News and World Itcport. — Þessi and-ameríkanisnn gerir æ meir vart við sig í greinum blaða og tímarita og ennfremur — oft undir rós — í einkasamtölum milli hátt- settra manna. Bæði góðvild og markmið Bandaríkjanna eru dregin í efa, segir blaðið. Grein þessi ber fyrirsögnina: í Frakklandi — hvíslbarátta gegn Bandaríkjunum — og ein- staka hávær hróp. 1 undirfyrir- sögn segir að gagnrýni á Bandaríkin magnist stöðugt í Frakklandi og að ekki þurfi neina að líta í dagblöðin til þess að sjá, hvað Frakkar hugsi. 1 greininni er sérstaklega getið um að franska vikublaðið Candidc hafi nýlega ritað um „grun um leynisamninga milli Moskvu og Washington“. Cand- ide spyr: Hver gerir sér leik að því að semja leynilega við Sov- étríkin. Og svarar sér sjálft: Kennedy forseti. Ennfremur segir frá því að „sérstaklega aðsópsmikil grein hafi nýlega birzt í dagblaðinu Combat“. Greinin fjallaði um síðustu ráðstefnu NATÖ-for- sprakkanna og segir Combat að bandaríski aðstoðarutanríkis- ráðherrann George Ball hafi lagt á það áherzlu að sjá hin- um víðfeðma öryggishring fyr- ir fallbyssufóðri, en bak við þann hring geta Bandaríkja- menn haldið áfram að liggja í siðferðilegum og menningar- legum dvala sínum“. með Varsjárbandalaginu og NATÓ. Margir spámenn láta til sín heyra um þessar mundir og reyna að segja fyrir um hvern- íg mál þessi muni þróast. Bandaríska blaðið Chrlstian Science Monitor heldur því fram að de Gaulle muni að öll- um líkindum lciða fransk- þýzka bandalagið út úr vcstur- blokkinni og taka upp annars konar samskipti við Sovétrikin en verið hafa. Aðrar aflciðingar þessarar umbyltingar geta orðið sættir milli Washington og Peking, hversu ótrúlegt scm það kann að hljóma, segir blaðið og slær því föstu að úr því að banda- lögin eru tckin að riðlast þá sé allt á hvcrfanda hveli. I Washington og London er allt gert til að stöðva þessa þróun. Samt sem áður verðum við að hverfa allt til síðustu aldamóta til að finna þess dæmi að bandalög þjóða hafi verið svo mjög á reiki sem nú. Þá slitu Bretar hinu gamla bandalagi sínu við Rússa og tóku upp samvinnu við Frakka. Ef slíkt gerist nú vcrða þau valdahlutföll í hciminum sem við þekkjum úr sögunni. segir hið bandaríska blað að Iokum. KATMAMDU. — Nýlega lézt elzti maðurinn i Nepal og var hann 137 ára að aldri. Hann taldi langlífi sitt stafa af reglusemi. i I I t i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.