Þjóðviljinn - 05.02.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.02.1963, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVILJINN SlÐA 7 Þriðjudagur 5. febrúar 1963 :....................■ Hrísey. Fjöllin austan Eyjaíjarðar í baksýn. HRÍSEY Hrisey hillir upp í mynni Eyjafjarðar. Við skulum biðja Jón Ás- geirSson, formann Verkalýðs- félags Hríseyjar að fraeða okk- ur ofurlítið um þessa byggð. — Á hverju grundvallast byggðin í Hrísey, Jón? — Hún byggist aðallega á sjávarafla. — Hve margt fólk iifir í Hrísey, og hefur íbúum fjölg- að eða fækkað undanfarið? — Ibúar munu vera milli 170 og 180. íbúafjöldinn hefur staðið í stað á undanfömum órum, en líklegt, að þejm muni fjölga á næstunni. — Hvað hefur þú til marlcs um það? — Útgerðin er vaxandi. — Er miikil útgerð? — Það eru orðnir nokkuð margir bátar, miðað við íbúa- fjöldann. Þilfai-sbátar eru nú orðnir 12 og auk þeirra nokkr- ar rrjllur, svo bátar eru alls kringum 20. Stærrj bátum hef- ur fjölgað undanfarið. — Hafa Hríseyingar aflað vel? — Já, það er oft skínandi góður afli, sérstaklega hafa trillurnar aflað vel í sumar. — Á hvaða mið sækja Hrís- eyingar? — Veiðarnar stunda menn aðallega í Eyjafirði, úti af hon- um og austur undir Flatey. Stærri bátarnir halda sig að- allega við Grímsey og Flatey. — Hvað gera menn við afl- ann? — Aflinn er lagður inn i frystihúsið en nokkuð salta menn sjólfir. Það er naumast hægt að anna aflanum á sumr- in vegna fólksfæðar. Ungir menn eru á sjó, og svo er starfandi síldarsöltunarstöð. — Afköst frystihússins hjá ykkur? — Þau eru um 16 tonn á sólarhring. — Saltið þið miikið af súld í Hrísey? — í fyrra var söltun með meira móti og voru sa-ltaðar 6 þús. tunnur. í sumar vax salt- að í um 7000 tunnur. — Nokkur bræðsla? — Það er þarna beinamjöls- verksmiðja sem hefur braett. úrganginn frá söltunjnni. Hún er ákaflega lítil og algeirlega ófullnægjandi því skip sem leggja upp síld þama þurfa að leita annað með úrgang- inn. Þetta eru gömul verkfæri, pressan raunar gamall ösku- haugamatur. En 6 eða 7 bátar lögðu þama upp. — Enginn geymir fyrir bræðslusild? — Það var steypt þró í fyrrahaust þar sem hægt er að geyma nokkur hundmð mál. Lifrarbræðsla er þarna, og það lýsi sem unnið er þama er allt tappað á tunnur. — Mjölgeymsla? — Það er varla hægt að segja að mjölgeyms'la sé ti'l. en notuð hefur verið gömul ver- búð, allavega ófullnægjandi. Mjölið er geymt víðsvegar um eyna eftir því sem húsnæði fæst. Síðan nýi kaupfélagsstjórinn, Jóhannes Kristjánsson. kom virðist vera að koma meira llíf í þetta, hann virðist vilja end- urbæta margt. Nú hefur t.d. kaupfélagið byrjað á byggingu nýs verzlunarhúss og öðru húsi fyrir kaupfélagsstjórann. — En hvað um aðrar bygg- ingar? — Á s.l. sumri voru 5 íbúðir í smíðum, sem Hríseyingar eru að byggja. — Hvernig er afkoman? — Afkoman er yfiríeitt sæmileg, eftir því sem genist, en afkoman byggist á því hve fólkið vinnUr mikla eftir- og næturvinnu, því raunverulega falla úr 3—4 veta*armánuðir. sem ekkert er að gera. — Hvemig er félagslífið? — Félagsheimili er ekkert, aðeins gamalt þinghús, sem ekki er lengur boðlegt til fundarhalda, en fundir eru samt haldnir þar, þvi ekki er í neitt annað hús að venda. Félagslífið er þvi lítið; vegaa Utarlega á miðjum Eyjafirði liggur Hrísey. Þar hafa löngum búið dugandi sjómenn, og svo er enn. Byggðin er öll í þorpi suð- vestan á eynni. Strandferðabáturinn Drangur kemur þar við á ferðum sínum út og inn Eyjafjörð, svo ekki er beint bægt að segja, að Hríseyingar séu einangraðir. Þarna búa innan við 300 menn. Hvernig er að lifa á slíkri ey? Hver eru viðfangsefni og baráttumál fólksins? húsleysis. Skemmtikraftar eru engir í eyjunni, og mjög erfitt að fá skemmtikrafta að. — Ekkert leiksvið til og eng- itn leikstarfsemi? — Leiksvið er í fundarhús- inu, en allavaga ófuilnægj- andi. Leikfélag hefur ekkert starfað sem slíkt, en kvenfé- lagið hefur sýnt lejkrit. Félagið hefur safnað töluverðu fé í sundlaugarbyggingu — sund- laug sem verið hefur í smíðum í 13 ár. — Hverj'ir standa að þessari sundlaiugarbyggingu? — Byggingin er á vegum hreppsins. en kvenfélagið hef- ur til þessa liagt fram mest af peningum til hússins. — Ekkert ungmennafélag? — Nei, ungmennafélag hefur ekki verið til, í mörg ár a.m.k. En það mun hafa verið til í- þróttafélag. — Engin stjómmálafélög? — Nei stjómmálafélög eru engin til í Hrísey. — Og em þá engin önnur félagasamtök? — Jú. slysavamafélag er tiL — Ekkert lestrarfélag — engar bækur? — Jú, lestrarfélag er til, eða bókasafn, og það allgott, og ,bækur eru mikið notaðar. Það er til húsa í bamaskólanum, sem er sæmilega góð bygging, nema leikfimisal vantar enn. —■ Og svo er verkalýðsélag, sem þú ert formaður fyrir. Hve fjölimennt er það? — Það eru nú um 90 manns í því, — en voru 56 eða 57 þegar ég tók við formennsk- unnd. og var spáð illu fyrir því þegar útgerðarmennimir viku úr því, en það urðu þeir vitanlega að gera, þar sem þeir eru atvinnurekendur og semja sem slíkir um kaup og kjör fólksins í verkalýðsfélag- inu. — Og hvarnig eru svo kjör- in? — Það er sama kaup og á Akureyri, en ýmsar endurbæt- ur vantar í samningana. Síld- arkjarasamningar eru þeir sömu og á Siglufirði. — Þú sagðir áðan að bátum fjölgaði — er höfnin góð? — Hafnarbryggjan er ónýt. Stauramir undir henni eru ó- nýtir, en dekkið er gott. — Ætlið þið kannski að byggja nýja höfn? — Vitamálaskrifstofan hefur gert áætliun um nýja bryggju. sem kostar um 1 millj. kr. En fjárframlag Alþingis til bryggj- unnar er loforð fyrir hálfri milljón króna, — en gallinn er sá að svona bryggjur er alls ekki hægt að byggja nema ljúka við hana i einum áfanga. Það em heldur engir mögu- ieikar fyrir svo marga báta sem nú eru að athafna sig þar vegna þess hve mikill sandur er fynir innan bryggjuna. Það er því nauðsynlegt þagar ný brygga verður byggða, að dæla sandinum upp og auka þannig athafnarými við bryggjuna. Ný bryggja er það sem allt veltur á í Hrísey. Allt byggist upp á fiski — nema á ytri hluta eyjunnar. — Á hverju byggiet tilveran þar? — Fyrir nokkrum árum brann Yztibær. Bóndinn fór í burtu og hreppurinn hafnaði for- kaupsrétti — og nær jörðin þó yfir hehning eyj arinnar. Yztli- bær var þvi seldur. Kaupand- inn var heildsali í Reykjavík. — Ekki býr hann þarna? — Nei. fyrsta verk hans var að setja girðingu þvert yf'ir eyna. Hann hefur síðan sett töliuvert af trjáplöntum niður þama og ætlar að hafa þama trjárækt. Svo elur hann upp æðarkollur. Dúntekja er nú lítil þar, en mun hafa verið mikjl fyrjr mörgum árum, en síðan minnkað, sökum skeyt- ingarleysás. Og niú drepur rottan im’gana. — Rottan? — Já, það er rotta um aila eyna og er mikil plága á vetr- um. — Og gerið þið ekkert til að losna við þá plágu? — Jú, það var eitrað fyrir hana, en það þar ekki tálLætl- aðan árangur, svo enn veður rotta um alla eyna. — Nú, þið hafið rottuplágu og ónýta bryggju, — kannske fleirj vandamál? — Eitt mesta vandamálið hjá okkur er vatnið, eða réttara sagt vatnsleysið. Brunnamir eru þanmig staðsettir að t.d. í norðanrokinu mikla á s.L vetri gekk sjór í þá. Vatnsveitukerf- ið er allt ónýtt. Rannsókn hef- ur farið fram á vatninu og fólkinu ráðlagt að drekka ekki vatn nema soðið. vegna gerla í þvá. — Hafjð þið ekkj áhuga fyrir að fá betra vatm? — Það mun flestra állt —• nema þá hreppsnefndarinmar að leita verði eftir betra vatnL — Já, þannig var viðhorfið á s.L vori, en gerðist ekkert S málinu á s.l. sumri? — Það var leitað til sérfræð- inga um jarðboranir, en þeir töldu nær vonlaust að vatn myndii fást í eynmi með jarð- borunum. Þeir lögðu til að grafnir yrðu brunnar. Með því að grafa marga brunna á eynnþ tengja á miili þeirra og dæla í þró töldu þeir að hægt myndi að fá sæmilegt magn af vatnL — Og hvað líður því verki? — Það var grafinn eimn bmnnur og byrjað á öðrum, en engar leiðslur lagðar að þeim. Enn býr fólkið því við gömlu brunnana sem sjóninn fór í. Meirihluti vatnsveitu- nefndar virðist hafa harla lit- inn áhuga fyrir vatni. J. B. „Hafnarbryggjan er ónýt. Staurarnir undir hcnni ónýtir en dekk- ið gott. Ný bryggja er það sem allt veltur á hjá okkur í Ilrísey". — Alþingi hefur heitið fé fyrir HÁLFRI bryggju — en nýja bryggju er ekki hægt að gera nema í einum áfanga. m Rætt við Jón Asgeirsson form. Verkaiýðsféll Hríseyjar i 4 I 4 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.