Þjóðviljinn - 05.02.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.02.1963, Blaðsíða 12
Afmælishótíð Mó/s og Menningar A sunnudagskvöld var haldin á Hótel Borg árshátíð bók- menntafélagsins Máls og menn- ingar, og var hún sérstaklega helguð 25 ára afmæli féiagsins. Hátíðin hófst á því að formað- ur félagsins, Kristinn E. Andr- ésson, fiutti ræðu. Hann kom víða við: rakti þá atburði í sögu síð- asta aldarfjórðungs sem helzt hafa sett mark sitt á starfsemi Máls og menningar, stefnu henn- ar; gerði grein fyrir starfi fé- lagsins 'og þýðingu þess fyrir al- þýðuhreyfingu og þjóðfélagsbar- áttu, ræddi um sigra félagsins og erfiðleika þess og hvatti til nýrra átaka, nýrrar sóknar. Jó- hannes úr Kötlum las úr Óljóð- um sínum — en þau voru ein- mitt sú bók sem hvað mesta at- hygli hefur vakið af þeim sem út komu í afmælisútgáfu Máls og menningar, Brynjólfur Jó- hannesson leikari las upp og Kristinn Hallsson söng nokkur lög. Ennfremur flutti Sverrir Kristjánsson snjallt ávarp um hin miklu leiðindi viðreisnar- þjóðfélagsins og hlutverk Máls og menningar í þvflíku umhverfi. Verður ávarp Sverris birt hér 1 blaðinu á fimmtudaginn kemur. Pressuleikur Annað kvöld verður háður kapplejkur í handknattleik milli liðs, sem landsliðsnefnd hefur valið og liðs, sem íþróttafrétta- ritarar hafa valið. Leikurinn hefst kl. 8.15 að Hálogalndi. í landsliðinu eru þessir menn: Hjalti Einarssctn FH. Karl M. Jónsson Haukum. Ragnar Jóns- son FH. Kristján Stefánsson FH, Karl Jóhannsson KR, Karl Benediktsson Fram, Rósmundur Jónsson Viking og Matthias Ás- geirsson ÍR f pressuliðinu eru þessir: Guð- jón Ólafsson KR, Guðmundur Gústafsson Þrótti. Hilmar Ólafs- son Fram. Pétur Bjarnason Vík- ing. Guðjón Jónsson Fram, Sig- urður Dagsson Val Hermann Samúelsson ÍR. Sigurður Hauks- son Víking, Viðar Símonarson Haukum og Reynir Ólafsson KR. Hvass var hann og kaldur gSH^'&É Þriðjudegttr 5. febrúar 1963 — 28. árgangur. — 29. tölublað. Á sunnudaginn var auglýst í útvarpinn efflr 14 ára pilti, sem hafði farið að heiman á hádegi á föstudag í vinnu sína, en far- ið þaðan kl. 5 og ekki sézt síð- an. Tilkynningin um hvarf pilts- ins var lesin öðru hvoru I sunnu. dagsútvarpinu og loks seint um kvöldið kom tilkynning um að hann væri fundinn heili á húfi. Saga drengsins er { stuttu máli á þá leið, að hann fékk kaupið sitt útborgað á vinnu- stað á föstudaginn. fór síðan á flakk og kom víða við. Mest mun han'n hafa haldið sig í kvikmyndahúsunum. aila aðfara. nótt laugardagsins ráfaði hann um bæinn. Á laugardaginn skrapp hann í hringferð með Akraborginni og lagði sig þar um borð. Síðdegis á laugardag kom hann aftur til Reykjavíikur og fór 1 bíó. Næstu nótt svaf hann á hóteli. Sunnudagurinn var enn notaður til bíóferða og þann dag var aðstoðar hjálpar- sveitar skáta í Hafnarfirði leit- að. Að ráði lögreglunnar setti hjálparsveitin vörð í öll kvifc- myndahús og klukkan langt gengin í níu á sunnudagskvöidið kom söguhetja vor útúr Hafnar- fjarðarbíói í flasið á leitar- mönnum. Barnagaman í Háskólabíói 1 ->, | sunnudögum Hann var bæði hvass og kald- ur í gær þótt sólskin væri á, enda var fólk yfirleitt kulda- lega búið, karlmennimir úlpu- klæddir með hettur upp yfir höfuð og kvenfólkið dúðað löng- um, þykkum treflum og veitti sannarlega ekki af. Og hér kem- ur skemmtileg götumynd þessu til staðfestingar fyrir þá sem inni hafa setið og ekki hætt sér út í sveitasæJuna. (Ejm. Þj. A.K.) Á sunnudaginn voru tefldar tvær fyrstu umferðirnar í úr- slitakeppni meistaraflokks á Skákþingi Reykjavíkur. í I. um- ferð fóru leikar svo að Ingi R. Jóhannsson vann Jón Hálfdán- arson, Jón Kristinsson vann Jónas Þorvaldsson, Friðrik Ólafs- son og Sigurður Jónsson gerðu jafntefli og sömuleiðis Bjöm Þorsteinsson og Júlíus Loftsson. 1 annarri umferð vann Ingi Bjöm, Friðirk vann Jón Hálf- Ógœffir s. I. tvœr vikur I frétt frá Fiskifélaginu segir, að ógæftir hafi hamlað síldveið- unum sl. tvær vikur. Veiðiveður var aðeins 4-5 daga af þeim tíma. Þá daga bámst á land 56.839 tunnur síldar og er heildaraflinn þá orðinn 1.164.554 uppmældar tunnur, en var á sama tíma í fyrra 880.891 tunna. Hæstu veiðistöðvarnar eru nú þessar: Reykjavík með 394.168 tunnur, Keflavík 189.384, Akra- nes 177,804, Hafnarfjörður 129. 768 og Vestmannaeyjar 114.956. Fjórir hæstu bátamir eru: Víð- ir II með 27.050, Haraldur 25.261, Hafrún 24.683 og Halldór Jóns- son með 22.217 tunnur. dánarson, Jón Kristinsson vann Júlíus Loftsson og Jónas vann Sigurð Jónsson. Að loknum tveim umferðum eru þeir Ingi og Jón Kristinsson efstir með tvo vinninga hvor, Friðrik er þriðji með lVa vinn- ing, Jónas fjórði með 1, Bjöm, Júlíus og Sigurður hafa % hver og Jón Hálfdánarson engan. 1 kvöld verður þriðja umferð tefld í Snorrasal og eigast þar við Ingi og Friðrik, Jón Krist- insson og Björn, Sigurður og Júlíus, Jón Hálfdánarson og Jón- as og hafa þeir fyrrtöldu hvítt. Piltur slasast á Siglufirði Spilakvöld hjá Sésíalistafé- ICépavogs N.k. föstudagskvöld kl. 8.30 efnir Sósíalistafélag Kópavogs til annars spilakvöldsins á þessum vetri í Þinghóli. Spiluð verður félagsvist og veitt góð kvöldverð- laun auk þess sem heildarverð- laun fyrir veturinn verða veiít síðar. Þá mun Valdimar Lárus- son leikari annast skemmtiatrið'. Sósíalistar í Kópavogi ættu að athuga það í tíma að ráðstafa ekki kvöldinu til annars heldur mæta á félagsvistina. Siglufirði — 4/2 — Eftir hádegi á Iaugardag fóru þrír ungir drengir í fjailgöngu hér fyrir ofan bæinn og voru komnir að svoncfndum Gimbraklettum, þeg- ar tveir misstu fótanna og runnu niður hjambreiðuna. Annar piltanna slasaðist það alvarlega, að hann missti með- vitund. Heitir hann Sigurjón Gunniaugsson og er sex ára gam- all. Fólk varð fljótlega vart við slysið og kom lögregla og lækn- ir á vettvang og fluttu dreng- inn á sjúkrahús. Hann reyndist hvergi brotinn, ekki til meðvitundar fyrr en í nótt. Líðan hans er góð eftir at- vikum. Hinir kappamir eru 5 ára og 8 ára og urðu býsna skelkaðir en annar er bróðjr Sigurjóns. Hannes. ÆFR en hlaut sár á höfði og komst an 5-7 síðdegis. Skrifstofan er opin frá klukk- an tíu til tólf árdegis og klukk- Forstöðumenn Háskólabíós köll- uðu blaðamenn á sinn fund í gær og skýrðu þeim frá því, að á- kveðið hefði verið að gera til- raun mcð barnaskcmmtanir á sem komi í stað venjulegrar bíósýningar kl. 3. Eins og allir vita hafa bíóin barnasýningar kl. 3 á sunnudög- um og eru myndimar sem sýnd- ar eru mjög misjafnar, og marg- ar orðnar gamlar. Því höfum við ákveðið, sagði Friðfinnur Ólafs- son forstjóri, að efna til bama- skemmtana með nokkuð nýstár- legu sniði. Láms Pálsson hefur tekið að sér að stjóma þessum skemmtunum og einnig verða okkur til aðstoðar fóstrur bama- heimilanna — og er ída Ingólfs dóttir, forstöðukona í Steinahh'ð, fyrir þeim. Skemmtanir þessar munu hefj- ast klukkan tvö á sunnudögum. Tíu fóstrur munu taka við böm- unum í anddyrinu, fylgja þeim í sahnn, leiðbeina þeim, dreifasér meðal þeirra í salnum og sitja hjá þeim meðan á skemmtun stendur. Fóstmmar munu stjóma söng og er ætlazt til að krakk- amir taki undir, en síðan munu verða ýmis skemmtiatriði. A fyrstu skemmtuninni sem haldin verður næstkomandi sunnudag munu skátar sýna varðeld, krökk- unum verða sagðar sögur, stutt kvikmynd verður sýnd. Dagskrá- in verður auðvitað breytileg, en fonnið það sama. Til að forðast troðning og — eins og Láms Pálsson sagði — til að gefa krökkunum tíma til að hlakka til, verða aðgöngumið- ar seldir á föstudögum og laug- ardögum. Verð miðanna veröur 25 krónur. Þessar skemmtanir em fyrst og fremst ætlaðar bömum á aldr- inum 4 —10 ára. Það má telja óþarft að fuhorðnir séu í fylgd með bömunum þvi fóstmr ann- ast þau allan tímann, sem fyrr segir. Og tóku þeir sem að skemmtununum standa þó fram, að ef einhver þarf endilega að fylgja bömunum, þá er betra að það séu foreldramir en ekki eldri systkini. Einnig var þess getið — og ekki má heldur gleyma því, að sælgæti verður ekki selt á staðnum. Ef vel tekst til munu shkar skemmtanir haldnar á hverjura sunnudegi yfir vetrarmánuðina. Verða þær nefndar „Bamagam- an í Háskólabíói“. Félagsfandur ÆFR Félagsfundur verður haldinn f ÆFR fimmtudaginn 7. febrúar kiukkan níu síðdegis í félags- hcimilinu í Tjarnargötu 20. Fundarefni: 1. Brynjólfur Bjamason flytur erindi: Um sósí- alisma. 2. Félagsmál. 3. önnur mál. Stjórn ÆFR. Lætur Gylfi auðmýkja sig Enn hefur Gylfi Þ. Gísla- son ekki fengizt til að standa við skuldbindingar sínar við kennara, en þær skuldbind- ingar hafði ráðherrann undir- gengizt með erindisbréfi sem hann gaf sjálfur út í fyrra. Ástæðan til vanefndanna er sú að Gylfi hafði ekki rætt við fjármálaráðuneytið um nauðsynleg fjárframlög til þess að hægt væri að haga greiðslum til kennara í sam- ræmi við ákvæði erindis- bréfsins. Á sama tíma og Gylfi undirritaði hátíðleg lof- orð láðist honum að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að standa við loforðin, og er það í samræmi við ýmsa aðra sýndarmennsku í embættis- =törfum hans. Ef eðlileg samvinna væri ’onan ríkisstjórnarinnar hefði erið auðvelt að ráða fram úr þessum vanda. En fjármála- ráðuneytið mun ekki hafa neinn áhuga á því að leysa vanda Gylfa; það telur að hann hafi farið út fyrir verksvið sitt með því að und- irgangast upp á sitt eindæmi skuldbindingar sem hafa í för með sér auknar greiðsl- ur úr ríkissjóði. Og Gunnari Thoroddsen mun ósárt um bað þótt Gylfi Þ. Gíslason sé auðmýktur hæfilega löngu fyrir kosningar. Lætur Gylfi Þ. Gíslason auðmýkja sig þannig? Bregzt hann þeim hátíðlegu loforð- um sem hann gaf í erindis- bréfi sínu til kennara á s.l. ári? Fari svo, hljóta kenn- arar og aðrir sem samskipti bafa við menntamálaráð- herra að krefjast þess að öll loforð hans verði eftir- leiðis staðfest af ríkisstjóm- inni í heild. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.