Þjóðviljinn - 06.02.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.02.1963, Blaðsíða 5
? Miðvikudagur 6. febrúar 1963 ÞJÓÐVILJINN Færa þarf smíði físki- skipa inn / iandið ÞINCSIÁ ÞJÓÐVILIANS Hannibal Valdimarsson hefur lagt fram eftirfarandi til- lögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gera hið bráðasta hvers konar ráðstafanir, sem þörf er á, bceði með útvegun nægilegs lánsfjár, tœknilegs undirbúnings, skipulagningar starfsins og á annan hátt, til þess að smíði fiskiskipa fœrist inn i landið. Sérstaklega skal allra úrrœða leitað til þess, að hér hefjist smíði stálskipa frá 70—250 tonna stærð í svo stór- um stíl, að fullnœgji þörf þjóðarinnar.“ hafa stór skörð verið höggvin í fiskiskipaflotann. Lengi megn- um við því ekki halda að okk- ur höndum. Við þurfum að nota tímann vel, því að verkefnið er stórt og aðkallandi, ekki aðeins sem gjaldeyrismál, heldur einn- ig sem metnaðarmál og sjálf- stæðismál. íslendingar eiga að smíða fiskiskip sín sjálfir. Á þessu sérstaka sviði verða þeir a.m.k. að vera orðnir sjálfum sér nóg- ir, áður en mörg ár eru liðin“ Hannibal Valdjmarsson Tillögunni fylgir eftirfarandi greinargerð frá flutningsmanni: „Það verður með engu móti talið vansalaust, að fiskveiði- þjóð eins og fslendingar skuli að langmestu leyti láta aðrar þjóðir smíða fiskiskip sín. Á þessu sviði verða íslendjng- ar að setja sér það takmark að verða sjálfum sér n.ógir hið allra fyrsta. Og að því marki verður að stefna föstum og á- kveðnum skrefum. Öhætt er að fullyrða, að yfirgnæfandi meiri hluti fiskiskipa okkar, . sem byggð eru úr tré og eru 40 lestir eða stærri, séu smíðuð er- lendis. Jafnvíst er þó hitt, að þau fiskiskip, sem byggð hafa verið í íslenzkum skipasmíðastöðvum, hafa í hvivetna reynzt jafngóð hinum erlendu og þó á ýmsan hátt betri. En þrátt fyrir þessa góðu reynslu höfum við haldið áfram að flytja inn fullgerð fiskiskip úr tré. en íslenzk tré- skipasmíði sífellt átt í vök að verjast og síður en svo tekið æskilegum eða eðlilegum vexti. Svo erfitt hefur innlenda skipasmíðin átt uppdráttar, að hlutur hennar í viðhaldi og aukningu fiskiskipaflotans hef- ur síður en svo farið vaxandi hin síðari ár, þegar smíði smærri báta er undanskilin.... Um þessar mundir munu Is- lendingar eiga um 680 þilfars- skip undir 100 rúmlestum, alls 23577 rúmlestir, — enn fremur 111 fiskiskip yfir 100 rúmlestir, samtals 18257 rúmlestir. auk togaranna, sem nú eru 47 og eru alls um 32800 rúmlestir. Þannig er fiskifloti lands- manna þá 840 skip, samtals um 74630 rúmlestir. Óskynsamlegt er að reikna með hærri meðalaldri fiski- skipa en 20 árum. Kemur þá i ljós, að við þurfum a.m.k. 40 skip á ári aðeins til viðhalds flotanum, og þyrftum við því að byggja 45—50 skip árlega. sam- tals um 4000—4500 brúttólestir. Samkvæmt því, sem áður var sagt, er það því aðeins fimmti hlutinn af árlegri þörf okkar. sem nú er verið að byggja í ís- lenzkum skipasmíðastöðvum. Þetta getur ekki talizt glæsi- legt. En þegar miðað er við reynsl- una, verður að teljast ólíklegt. að skipasmíðin færist inn í landið af sjálfu sér. Sú aðstaða. sem ætla má. að ríkið burfi að veita til þess að þróunin fær- ist í rétta átt, er í fyrsta lagi útvegun lánsfjár, i annan stað að hafa hönd í bagga um tækni legan undirbúning og skipu- lagningu framkvæmdanna. Hér er m.a. átt við það. að ríkið hlutist til um, að skipasmíða- stöðvar rísi í öllum landshlut- um. — að erlent efni í ákveðna tölu skipa sé keypt í einu lagi og þar með á hagstæðara verði en ella. t.d. af landssmiðjunni — að hafa stjórn á því. að all- ar skipasmíðastöðvamar smíð’ ekki sams konar skip og bann- ig e.t.v flejri. ef börf væri fyr ir af þeirri stærð og gerð. er önnur vantaði. Alveg sérstaklega mundi verr þörf opinberrar fjárhagsaðstoð- ar við uppbyggingu stöðva til byggingar stálskipa og tækni- legrar aöstoðar og skipulags i því sambandi. Hér á landi hafa nú verið byggð þrjú stálskip Smíði dráttarbátsins Magna (184 lestir) var lokið á árinu 1955, smíði varðskipsins Alberts á árinu 1957 (201 lest), og nú eftir áramótin var 130 lesta stálskipi rennt af stokkunum hjá Stálsmiðjunni. Hér er fyrst tveggja ára bil milli Magna og Alberts, og síð- an liðu 6 ár, þar til þriðja skip- ið bættist við. Hins vegar er sjálfsagt þörf fyrir ein 12—15 skip á ári frá 70—250 lesta. Á þessu sviði erum við því miklu verr á vegi staddir en með smíði tréskipanna, og er það að vonum. En samt höfum við einnig á þessu sviði stigið fyrstu og erfiðustu sporin. Reynsla er fengin fyrir því, að íslendingar geta smíðað góð og vönduð stálskip, sem fyllilega standast samanburð við erlend skip að gæðum. Og íslenzkir iðnaðarmenn hafa þegar sýnt það og sannað, að þeir hafa næga kunnáttu til að smíða fiskiskip úr stáli. Allt bendir til þess, að það. sem vanti, sé öðru fremur fjár- magn og gott skipulag. Með þessari þingsályktunar- tillögu er til þess ætlazt. að ríkisstjómin láti begar rann- saka. hvað því veldur, að skipa- smíði innanlands tekur ekki vexti og viðgangi, og lagt er til, að þegar slíkri rannsókn er lokið, geri ríkisstjórnin hið bráðasta hvers konar ráðstafan- ir, sem þörf er á, bæði um út- vegun nauðsynlegs lánsfjár. tæknilegs undirbúnings og stuðli á sérhvem hátt að því. að smíði fiskiskipa færist inn í landið. Áherzla er á það lögð. að allra úrræða verði leitað til eflingar innlendrar stálskipa- smíði í svo stórum stíl að full- nægi þörf þjóðarinnar að nokkrum árum liðnum. Auðvitað verður þetta ekki gert í einu vetfangi, og gott að geta farið hægt og sígandi af stað. Við erum svo heppnir. aö mikið hefur verið keypt af nýj- um og góðum skipum inn í landið hin síðari ár. En nú hef- ur mjög dregið úr skipakaup- um. og tvo seinustu veturna Rætt um framleiðslu- ráð landbúnaðarins Allmiklar umdæður urðu i gær um frumvarp Björns Páls. sonar (F) um breytingu á lög- unum um framleiðsluráð Iand- búnaðarins en frumvarpið gerir ráð fyrir breyttum regl- um um útreikning tekna bónd- ans, einkum að bví er varðar breytingar á stærð meðalbús. Flutningsmaður f.vlgdi frum- varpinu úr hlaði, og kvaðst hann hafa komizt að þeirri nið. urstöðu að tekj- ur bænda hefðu á árinu 1960 verið um 20% lægr; en verð- lassgrundvöll- urinn gerir ráð fyrir. ef trúa mætti tölum beim. sem við- skiptamálaráðherra. Gylfi Þ Gislason hefðj nýlega birt á A'hingi um meðaltekiur beirra stétta. sem kaup bóndans mið- ast við. Taldi Biörn að bessi skekkjg stafnðj af því. að sex manna nefndin. sem reiknar út grundvöll landbúnaðaraf- urða. hafi yfirleitt reiknað framleiðslumagn búvara of mikið og ejnnig hafi verðið til bænda i mörgum tilfellum verið lægra en gert er ráð fyrir í verðlagsgrundvellinum. — Að lokum sagði. Björn. að bað væri að siáifsögðu á valdi núveran.di stmrnarf’okka. bvort frumvarn betta næði fTam að ganga en hann teldi rét.t fyrir bá að athuga málin vandlega. áður en beir legðust gevn þessu frumvami. — enda hefði hann alltaf viliað hessari stiórn vei og oft eefið benni heilræði! Gylfi Þ GísLson (Alþfl.) við akintamálaráðberra taldj, að RP hefði farið með rangt má! varðand’ útreiknine á tekjum bænda. í annan stað hefði hann Þingfundir í gær Fumdir voru i gær i báðum deildum Alþingis. f efri deild var aðeins eitt mál á dagskrá. sala eyðijarðarinnar Litlagerð- is í Grýtubakkahrcppi og fylgdi flutningsmaður, Karl Kristjáns. son þvi úr hlaði, en síðan var frumvarpinu vísað til annarr- ar umræðu og nefndar. NEÐRl DEILD Einar Ingimundarson (íh.) hafði framsögu af hálfu nefnd- ar um frumvörp um landsdóm og ráðherraábyr.gð. Nefndin lagði til að frumvörpin yrðu samþykkt og var málunum vísað til þriðju umræðu án frekarj umræðna. Gunnar Gísalson (í) fylgdi úr hlaði frumvarpi um heimild til sölu á jörðinni Utanverðu- nes í Rípurhreppi Málinu var vísað til annarrar umræðu oe rpfndar. Björn Pálsson (F) fylgdi úi blaði frumvarpj um breytingu á lögum um framleiðsluráð 'andbúnaðarins, og urðu nokkr ar umræður um það mál. Einar Olgeirsson lauk ræðu únni i umræðunum um áætl- unrráð ríkisins, og verður hennar nánar getiÖ síðar. talið lögin um framleiðsluráð- ið óhagstæð bændum og í hin.n staðinn talið fram- kvæmd sex- mannanefndar- innar á þeim svo ábótavant, að hún hefði svipt bændur allt að 30% af réttmætum tekjum þeirra. Hann teldi nægilegt að benda á. að þessi lög væru sett með ráði forystumanna bænda og fullt samkomulag hefði orðið undan- farið um verðlagsgrundvöllinn. og væri ekkj trúiegt. að full- irúar bænda hefðu samþykkt hann ágreiningslaust. ef það væri rétt. sem BP héldi fram. En Gylfi kvaðst álita, að aðrir þættir þessarar löggjaf- ar þyrftu endursko:ðunar vjð. og væri það einkum varðandi útflut.ningsuppbætur á búvör- ur. Nefndi hann sem dæmi. að útflutningsuppbætur á eina vörutegund s.I. ár. undanrennu- duft. hefði numið að jafnaði breföldu söluverði vörunnar er- lendis Verðmætj útflutnings hefði numið 2,9 millj. króna, en útflutningsbætur hefðu num- ið 8 4 mihjónum króna. eða um 287%. Nauðsvnlegt væri að gera á þessu breytingar og væri æskilegt að nefnd sú sem fengi þetta mál til meðferðar athugaði einnig þessa hlið þess. Tngólfur .Tónsson (f). land- búnaðarráðherra. kvaðst vilja upplýsa. að nefnd ynni nú að endurskoðun laganna Um fram- leiðsluráðið. en endurskoðun beirra væri allflókið mál. Hann taldi fúllyrðingu BP um tekj- ur bænda eng- an veginn geta staðizt. og myndi hann hafa mislesið tölur eða ekki notað sam- bærilegar tölur t.il samanburð , ar. Sexmanna- nefndin hlyti að miða við þann raunhæfasta grundvöl! og upp- ’ýsingar, sem fyrir lægju á bverjum t.íma — Þá kom ráð herrann einnig' inn á kjör bænda almennt og taldi að bau væru sízt verri nú en áð- vir. og væri það álit beirra hænda sem hann hefði talað víð að afkoman faeri batnandi. Biörn Pálsson tók aftur máls og mótmælti nokkrvim at- riðum í raeðu landbúnaðarráð berra. Kvaðst bann geta ^tað- 'ð við allar tölur sem hann befði farið með og bað ráð- berrann að skrifa bað btá sér. Bændur segðu sér iíka að aldrei hefði verið verra að búa “n nú. og vær orsakanna fyrst og fremst að leita i þeim miklu verðhækkunvim sem orðið hefðu síðust-1 ár og ofurþunga vaxtaokursins. *úÐA Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Hvar er ráðizt á garðinn það er orðin alkunn staðreynd í íslenzkum verkalýðsmálum að forsprakkar Sjálfstæðis- flokksins lærðu það af nazistaflokknum þýzka að afturhaldssamur flokkur gæti sem bezt látizt vera „verkalýðsflokkur“ meðan hann væri að ná völdum í verkalýðsfélögum. Allt frá þeim tíma hefur verið sagt í íhaldsáróðrinum að það boði mikla sælu fyrir verkalýðsfélag að fá íhalds- stjórn. Þróttarbílstjórum er sagf að þeir fái frekar atvinnu hjá borginni og borgarfyrirtækj- um í Reykjavík, ef þeir kjósi íhaldið. Að öðrum er hvíslað að þeim muni færðar á silfurdiski kjarabætur án verkfalla og fórna, að afvinnu- rekendur verði miklu viðráðanlegri og sann- gjarnari ef þeir eigi við íhaldsstjórn að semja en ef það séu vondir kommúnistar. En hvað kenna nýlegar staðreyndir um þennan íhalds- áróður? ^lþýðuflokkurinn hefur leitt íhaldið með sér til stjómar í stærsta sjómannafélagi landsins, Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, og í hinu svonefnda Sjómannasambandi íslands, sem að vísu vanfar mikið á að sé almennt samband íslenzkra sjó- manna. Eftir áróðrinum ættu þessi stéttarsam- tök íslenzkra sjómanna að njóta sérstakrar vel- vildar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og at- vinnurekendasamtaka sem heita má að séu und- ir einræðisstjórn Sjálfstæðisflokksins. En svo vill til, að einmitf á síðastliðnu ári voru það samtök sjómanna og sjómannakjörin sem íhaldið í rík- isstjórn og vinnuveitendasamtökum valdi til að ráðast á af slíku blygðunarleysi, að þess eru fá dæmi í sögu íslenzkra verkalýðsmála. íhaldinu í Félagi íslenzkra botnvörpuskipaeigenda var att af stað til árásar á vökulögin, og lét þá hótun fylgja til Alþingis að yrðu ekki vökulögin a’f- numin í núverandi mynd gæti það kostað að togaraútgerð skyldi lögð niður á íslandi! Og síð- an var togarasjómönnum haldið í verkfalli sem stóð 131 dag, meðan F.Í.B. reyndi að framkvæma hótun sína og hindra eðlilegustu lagfæringar á kjarasamningum togaramanna. Og svo hófust kjaraskerðingarárásir hinnar ofstæku íhalds- klíku í Landssambandi íslenzkra útvegsmanna á kjör sjómanna á síldveiðum, og ríkisstjórnin hnykkti á með gerðardómshneykslinu. Enn var ráðizt á garðinn þar sem fyrir var sambræðslu- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins á verkalýðsfélögum. Og nú síðast er afturhaldið í samtökum atvinnurekenda að reyna að níðast á iðnverkafólkinu í Iðju, og neita því um 'nk bráðabirgðahækkun á kaupi sem aðrir hafa knílð fram. Jjannig er reynslan af íhaldsstjórn í verkalýðs- félögum. Þannig er farið að gagnvart þeim sem verið hafa svo skammsýnir og skilnings- sljóir á velferðarmál sín að láta afturhaldið ná tökum á verkalýðsfélögunum. Þannig eru efnd loforðin um kjarabætur án verkfalla við sjó- menn, við iðnverkafólkið. Þannig er framkvæmt vígorð íhaldsins ov '’^’^anTiq• Stétt með stétt“, þegar til alvörunnar kemur. — s. í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.