Þjóðviljinn - 06.02.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.02.1963, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 6. febrúar 1963 ÞJÓÐVILJINN I ! ! i | ! fe ! Nú þegar íslenzkir ráðamenn hafa enn einu sinni hafnað þeirri hugmynd að kaupa skuttogara og hef ja allsherjarendur- nýjun togaraflotans, er ekki úr vegi að kynna sér hvernig aðrar þjóðir fara að nú. Við skulum t. d. líta á hvað Pólverjar eru að gera, en þeir hafa orðið að byggja fiskiflota sinn upp frá grunni. — Síðan getum við hugleitt möguleika okkar. <iniumi T____'* y.j P | 1 ,''X\ .»!> > .op^Q4 ' o « ■ B • o ~ o o O a o ... p •'"* ~y ! !< ilr.! iilf 'li i ; 1.............í *J TZ iJ lifl liíí ilíi |í ji'J. I f--Y- f-■-/ BIS verksmiðjutogarinn, sem Pólverjar ætla til veifia á norðlægum miðum. Auðvelt er að átta sig á hínum ýmsu hlutum og gerðum eftir Iýsingunni í greininni. Stóraukin ásókn á norðlæg mið en við hjökkum í samn farinu Pólverjar hafa allt til þessa dags ekki verið mikil fisk- veiðiþjóð. Á árunum milli heimsstyrjaidanna réði auð- vitað miklu, hve takmarkaðan aðgang þeir höfðu að sjó, að- eins „pólska hliðið“ svokall- aða sem þeir fengu eftir fyrri heimsstyrjöldina og var mjó tunga milli Þýzkalands og Austur-Prússlands. 1 hliðinu var aðeins ein meiriháttar haínarborg, þýzka fríhöfmn Danzig, en Pólverjar byggðu sér aðra borg skammt frá og nefndu hana Gdynia. Þá borg reistu þeir á árunum 1924— 1935, en i heimsstyrjöldinni síðari var hún lögð algerlega í rústir. Á styrjaldarárunum var eðlilega ekki um neinar fisk- veiðar að ræða frá pólskum höfnum, en árið 1936 veiddu Pólverjar 23.000 tonn af fiski og náðu því marki aftur árið 1946. Síðan hafa fiskveiðar þeirra stöðugt verið að aukast og árið 1958 veiddu þeir 128.000 tonn af fiski úr sjó og 17.000 tonn úr ám og vötnum. Frumstæður floti A fyrstu árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina voru fisk- veiðar Pólverja takmarkaðar við Eystrasaltið, og það var ekki fyrr en árið 1931. sem þeir hófu veiðar í Norðursjón- um. Þar veiddu þeir aðallega síld, sem þeir eru mjög gráð- ugir í, og metérið 1936 var 90% af aflanum síld, eða skyldur fiskur. Þegar siðari heimsstyrjöld- in brauzt út, var fiskifloti Pólverja mjög frumstæður og lítill að vöxtum. Þá áttu þeir 20 reknetabáta, 8 Norðursjáv- artogara, 160 kúttera og 700 litla mótorbáta og seglbáta, sem stunduðu veiðar í Eystra- salti. 1 sjálíu sér var þetta ekki óeðlilegt, þegar tekið er tillit til þess, að Pólland hefur frá aldaöðli verið landHúnað- ar- og iðnaðarland fyrst og fremst og aðgang að sjó fékk það ekki fyrr en eftir fyrri heimsstyrjöldina. Að heimsstyrjöldinni síðari lokinni tóku Pólverjar við landi sínu i rústum. Einu meiriháttar hafnarborgimar, Gdyma og Gdansk (Danzig), voru að heita má algerlega af- máðar af jörðinni, Stettin, sem lenti þeirra megin við Oder-Neisse línuna, mun hafa verið lítið betur farin. Ekki þarf að spyrja um afdrif flota þess, sem þeir þó áttu í styrj- aldarþyrjun. Uppbyggingin Pólverjum var það ljóst strax eftir stríðið, að þeir yrðu að keppa að því að verða sjálfum sér nógir með sjáv- arafla. Þeir hafa nú eignazt nokkuð mikla strandlengju, að vísu erfiða til hafnarfram- kvæmda, en engu að síður mun óhindraðri aðgang að sjó en áður var. Á móti þessu vegur svo, að þeir eru kreppt- ir inni við Eystrasaltið og tog- arar þeirra verða að sigla 3000—4500 mílur á fengsæl mið í Norður-Atlanzhafi. Því hef- ur sú stefna orðið ofan á, eins og hjá öðrum þjóðum, sem langt eiga að sækja, að þeir hafa upp í síðkastið lagt aðal- áherzluna á smíði fullkom- inna verksmiðjutogara, sem fullvinna og gernýta aflann um borð og þola langt úthald (70 daga eða meir). Reiknað er með, að árið 1975, verði lágmarksþörf pólsku þjóðarinnar fyrir fisk- meti 535.000 tonn, vegið uppúr sjó, en raunveruleg þöif, mið- að við að hver maður fái w Wfeuttogari af vestur-þýzkri gerð, búinn heitf rystitækjum. Eru þetta togaramir, sem okkur hcnta? nægju sína af fiski verði 815.000 tonn. Auðvitað er stefnt að því að íigin floti geti veitt sem stærstan hluta af þessj magni. cn að þ\í verður að gæta að Pólven ar byggja frá grunni, bæði hvað snertir reynslu og tækni og því varla von til að þeim takist þetta nema að litlu leyti. Þrjár gerðir verk- smiðjutogara Áætlun Pólverja um eigin veiðar á fjarlægum miðum, byggist á smíði skuttogara af þrem megingerðum: Verk- smiðjutogaranum B 15, sem ætlaður er til veiða í N-Atl- anzshafi; á miðunum við Grænland, Labrador og Ný- fundnaland; frystitogaranum B 18, sem ætlað er að veiða í Norðursjó og Mið- og Norð- ur-Atlanzhafi. Þá er minnsti togarinn, B 23 sem ætlaður er til síldveiða og þá aðallega í Norðursjó og Eystrasalti. Þróunin hjá Pólverjum er sem sagt sú sama og hjá öðr- um próteinhungruðum þjóðum — áherzla er lögð á fiskveið- ar og þá sérstaklega á veiðar á hinum norðlægu slóðum, þar sem þorskurinn og karf- inn ráða ríkjum. Og áherzlan er lögð á fullkomin skip og fullkomna vinnslu á sjó og af- kastageta þessara þjóða verð- ur æ meiri, enda markvisst stefnt að því og ekki nóg með þetta: frá og með árinu 1965 ætla Pólverjar að fara að koma sér upp flota móður- skipa, fljótandi fiskvinnslu- stöðva, veiðiskipa og frysti- skipa til flutninga og þessi floti á að vinna á enn fjar- lægari miðum en áður er get- ið, sennilega í Suður-Atlanz- hafi og Kyrrahafi. B15 verksmiðju- togarinn Nú, eftir að við Islendingar höfum slegið á frest að koma okkur upp þó ekki væri nema einum togara sambærilegum við þá sem að framan er lýst, væri gaman að líta nánar á einn þeirra og þá þann, sem ætlaður er þeim miðum. sem okkur eru kunnust af fjar- lægum miðum, þeim við Ný- fundnaland og Grænland. B 15 togarinn notar botn- troll (sem tekið er inn að aft- i an!). Honum er ætlað að veiða karfa og þorsk í Norður-Atl- anzshafi. Aflinn verður ým- ist flakaður og hraðfrystur um borð, eða frystúr hausaður og innanifarinn. Hann mun vinna fiskimjöl úr slógi og öðrum úrgangi og lýsi úr lif- ur. Stærð skipsins er 1250 tonn DW, full lengd 85.20 metrar, lengd milli lóðlína 75.00 metr- ar, dýpi frá aðalþilfari 7.10 m. og frá efri þiljum 9.75 m., meðalbreidd skipsins er 13.80 m. og djúprista 5.40 m. Hest- aflatala aðalvélar er 2.400 brezk og hraði í reynsluferð var 12.5 hnútar. 92ja manna áhöfn er á skipinu. Togaranum er skipt með 6 vatnsþéttum skilrúmum og hann er búinn tvöföldum botni stafnanna á milli. I botninum eru dieselolíugeym- ar, svartolíu- og smurolíu- geymar, ennfremur kjölfesta og ferskvatnsgeymar. Einnig eru olíu- og vatnsgeymar í síðutönkum og neyzluvatn í forpikknum og afturpikknum. Olíu og vatnsgeymana i botn- inum er líka hægt að nota undir kjölfestu. Aftast, undir aðalþilfari, er stýrisvélarkjall- arinn og netalestin, en gúanó- ið og aftari frystilestamar eru milli afturpikka og vélar- rúms, sem er því sem næst miðskips. 1 vélarrúminu er, auk aðal- vélar, kyndirúm fyrir lifrar- bræðslu, fiskimjölsverksmiðju og aðra upphitun, — einnig frystivélar. Framan við vél- arrúmið eru frystilestar nr. 1 og 2. Hver lest um sig er bú- in færiböndum, eða lyftum og sérstakri lúgu og aftan við veiðarfærageymsluna á aðal- þilfari er grútarhúsið og lýs- isgeymamir. Ennfremur eru þar flökunarsalir með sjálf- virkum vélum og aðgerðar- bekkir, einnig útbúnaður til að hraðfrysta og pakka fisk- blokkum. Beggja vegna við vélar- reisnina (keisinn) og allt frammí stefni eru íbúðir og einkaathafnasvæði áhafnar- innar. Fremst er þvottahús og geymsla fyrir þurrkað grænmeti og kartöflur, einnig frystigeymslur fyrir kjöt. grænmeti, mjólkurvömr og á- vexti. 1 yfirbyggingunni á efra þilfari eru, talið aftan frá: verkstæði, geymslur og þurrk- herbergi, þá íbúðir yfirmanna og fremst eldhús og búr. Á bátaþiljum er aftast vinduhús, þá sjúkrahús og skipsapótek, loftskeytaklefi, kortaklefi og stjórnpallur. Þá eru þar einnig klefar fyrir rafgeyma og símamiðstöð. Skipið er útbúið með lyftur- um, bómumöstrum, bómum og rafknúnum vindum. Skipið getur tekið vatns-, vista- og olíuforða til 70 daga, enda er þvi ætlað að vinna fyrst og fremst á miðum sem liggja 3000—4500 mílur frá heimahöfn. Frystikerfi skipsins getur afkastað 30 tonnum af hrað- frystum fiski á sólarhring, en einnig knýja frystivélamar kælikerfin í vistageymslunni, frystiklefum, þremur fisklest- um og skelísvél. Vinnslusalir afkasta að meðaltali 30 tonn- um á sólarhring, en geta far- ið uppí 50 tonn á sólarhring. Þar er hráefnisgeymsla, að- gerðarborð, færibönd, sem flytja þorskinn að hausingar- og flökunarvélum og þaðan í roðflettingarvélar. Þá er ann- að færiband fyrir miðlungs- stóran þorsk. Vinnsla karfans fer fram á svipaðan hátt. Þá er enn eitt færiband fyrir fisk, sem er heilfrystur. Þá eru þarna pökkunarborð og flutningskerfi. Úr úrgangi vinnur fiski- mjölsverksmiðja, sem getur afkastað 25 tonnum á sólar- hring. Sérstök lest er fyrir fiskimjölið og geymar fyrir olíuna. Öheprúleg fyrir okkur? Eins og ljóst er af lýsing- unni hér að framan, eru hér á ferðinni einhver fullkomn- ustu og bezt búnu fiskiskip, sem nú þekkjast Nú er aug- ljóst að í framtíðinni verður mikil ásókn skipa sem þessara hingað á norðlægar slóðir. Af- kasta- og úthaldsgeta þeirra er miklu meiri en þekkzt hef- ur fram á síðustu ár og hætt er við að hin litlu og tiltölu- lega ófullkomnu skip okkar Framhald á 10. síðu -tT>A ^ I I ! \ A ! i i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.