Þjóðviljinn - 07.02.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.02.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. febrúar 1963 Barnaleikvellir séu uppeldisstofnanir í gær bauð Aðalsteinn Halls- son skólastjóri fréttamönnum að sjá kvikmyndir sem hann hcfur látið gera af leikvallastarfsemi en hann hefur gengizt fyrir ýmsum nýjungum á því sviði cinkum varðandi notkun leiktækja. Aðalsteinn skýrði fréttamönn- Vinningar í Happ- í gær var dregið í 10. fl. Happdrættis D.A.S. um 100 vinn- inga og féllu vinningar þannig: 3ja herb. íbúð Ljósh. 22, I. hæð (C) tilbúin undir tréverk kom á nr. 2281. Umboð Hafnar- fjörður. 2ja herb. íbúð Ljósh. 22, I. hæð (B) tilbúin undir tré- verk kom á nr. 37067. Umboð Keflavík. Opel Rekord fólksbif- reið kom á nr. 14683. Umboð Að- alumboð. Austin 7 fólksbifreið kom á nr. 13211. Umboð Akur- eyri. Volkswagen fólksbifreið kom á nr. 18795. Umboð Aðal- umboð. Eftirtalin númer hlutu húsbún- að fyrir kr. 10.000.00 hvert: 10458, 13359, 19728, 26120, 27803, 39377, 40948, 41998, 49635. 58395. Eftirtalin númer hlutu hús- búnað fyrir kr. 5.000.00 hvert: 24, 1061, 1272, 3028, 3688, 4524, 4630, 5818, 6886, 7035, 7856. 9492, 9505, 9599, 10390, 10830, 11518, 12751, 13167, 15844, 16235. 16470, 16568, 19415. 19794. 20152. 20456. 20488. 21775, 25150, 25214. 26204, 26698, 26773. 27082, 28539. 30968, 32624, 33969, 34660. 34172. 34740, 35328, 35376. 36201. 37874. 38495, 39015, 40052, 40377. 41172. 42331, 42432, 43974. 44350, 45312. 45643, 45705, 45794, 47112, 47219. 48532, 49407, 49419, 49130. 49462. 52671, 52747, 53193. 53463, 55690, 55693, 56288. 60179. 60197. 60688, 60821, 61028,. 61510, 61670 62262, 62794, 63578, 64065. 64894. (Birt án ábyrgðar). unum svo frá, að hann hefði lengi haft áhuga á þessu máli. Árið 1947 beitti hann sér fyrir gerð harnaleikvalla á Suðureyri við Súgandaf jörð og vakti sá völl- ur sérstaka athygli fyrir hin fjöl- breytilegu leiktæki sem þar voru sett upp. Síðar var Aðalsteinn fenginn til þess að setja upp tæki á barnaleikvöllinn í Ytri Njarðvík og starfaði hann við völlinn í tvö ár. Lét hann þá taka kvikmynd af vellinum og starfseminni og sýndi hana á nokkrum stöðum fyrir fimm ár- um. Árið 1957 hafði Aðalsteinn svo forgöngu um að koma upp leikvelli að Búðum í Fáskrúðs- firði og í fyrrasumar lét hann taka kvikmynd af beim velli. Er það Viggó Nathanaelss., sem gert hefur þessar leikvallamyndir. Aðalsteinn er nú í ársleyfi frá kennslu og hyggst hann sýna þessar leikvallamyndir ásamt fleiri myndum bæði hér í Rvik og úti um land. Hefur hann þeg- ar sýnt á tíu stöðum úti á landi en í dag byrjar hann sýningar hér í Reykjavík og verða þær í Tjamarbæ klukkan 15 og 17. Síð- ar mun hann sýna myndimar í Skátaheimilinu og víðar. Það sem mest vekur athygli í þessum leikvallamyndum Aðal- steins eru hin fjölbreytilegu leik- tæki sem hann hefur látið setia upp á völlunum. Em bar einkum áberandi ýmiskonar tæki til leik- fimiiðkana við hæfi bama. og segir Aðalsteinn að bamaleik- vellir búnir slíkum tækjum eigi að geta bætt mikið upp þann til- finnanlega skort sem er á leik- fimisölum við barnaskólana. Seg- ir hann einnig að það sé hug- mynd sín, að bamaleikvellimir verði einskonar uppeldisstofnanir yfir sumartímann. en til bess að svo megi verða þarf að sjálfsögðu hæfur leiðbejnandj að annast gæzlu vallanna. Tæki þessi eru hins vegar tiltölulega ódýr, kosta varla meira en 40 þús. krónur. And- varpið Þótt stjómarblöðin séu sleg- in harmj eftir málalokjn í samningunum um Efnahags- bandalag Evrópu hefur samt skroppið upp úr þeim fróð- legt andvarp. Þau hafa öll sagt með gleðihreimi að nú verði þó ekki hægt að nota Efnahagsbandalagsmálið í þingkosningunum í sumar. Þannig kemur í ljós að ritstj. þessara blaða hafa haft slæma samvizku og á meðan verður ekkj sagt. að þeir séu sam- vizkulausir. Vind- haninn Gaman hefur verið að fylgj- ast með afstöðu Framsóknar- forustunnar til Efnahags- bandalagsins. Eftir því sem líkumar hafa minnkað á því að Bretar gerðust aðilar hef- ur andstaða Tímans farið vaxandi, og eftir að Frakkar bundu endi á samningatil- raunirnar hefur afstaða blaðs- ins orðið gallhörð. Sú hefur ekki alltaf verið raunin. Um miðjan ágúst 1961 spurði ríkisstjórnin fulltrúa allra helztu fjöldasamtaka á Islandi hvort sækja ætti um inngöngu í bandalagið, og gll- ir Framsóknarmenn serr. spurðir vom svöruðu játandi. þar á meðal hinir mestu á- hrifamenn, eins og fuiitr' SIS. 20. ágúst skrifaði Tím- inn forystugrein um bandalag- ið og sagði að þótt full aðild kynni að vera hæpin fyrir Is- lendinga væru fleiri kostir tii: „Það er hins vegar hægt að verða aðili að Efnahagsbanda- laginu, án þess að gerast full- gildur aðili. Sáttmáli þess ger- ir ráð fyrir svonefndum auka- aðiljum. Slík ríki gera samn- inga við bandalagið um viss gagnkvæm réttindi, aðallega varðandi tolla. Grikkland hef- ur þegar samið um slíka aukaaðild að bandalaginu.“ Síðan varð það afstaða Fram- sóknarflokksins um langt skeið að íslendingar ættu að sækja um aukaaðild. Um þær mundir var Tímanum illa við öll skrif gegn þátttöku íslands, en þau ^-'rtust þá einvörðungu í Þjóð / mum. 27. ágúst 1961 sagði Tíminn til að mynda: „Þjóðviljinn sér allt svart í þessu sambandi .. Skrif eins og þessi eru ekki heppileg um jafn stórt vandamál .. Til bess að farsæl lausn náist. þarf að reyna að halda þessu máli ofán og utan við pólitísk- ar illdeilur.“ Framsóknarflokkurinn fylgdi þannig aukaaðild Islands með- an hann hélt að sú stefna myndi sigra. — og vildi forð- ast illdeilur. Hann snerist gegn aukaaðild begar hann sá að ekki yrði af henni um sinn — og vildi magna ill— deilur. Hann getur átt eftir að snúast margsinnis enn í þessu máli sem öðrum. Vindhaninn ræður ekki stefnu stormanna, heldur sýnir hana. — Austri. Aðalfundur fulltrúaráðsins í Reykjavík ólöglegur Eins og frá er skýrt á forsíðu blaðsins gengu milli 60 og 70 fulltrúar af aðalfundi FuIItrúaráðs verkalýðsfélaganna í gærkvöld til þess að mót- mæla lögbrotum og yfirtroðslum íhalds og krata, en Jón Sigurðsson úrskurðaði fulltrúa Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur hafa full réttindi í ráð- inu, þvert ofan í reglugerð ráðsins og lög Alþýðu- sambandsins. Eftir að Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, hafði mót- mælt þessum úrskurði og bent á, að fundurinn væri því ólöglegur. ef haldið yrði fast við úr- skurð Jóns Sigurðssonar, tók til máls Guðmundur Garðarsson, formaður VR. Guðmundur hélt því fram, að fulltrúum VR hefðu verið veitt full réttindi á þingi ASl með því að kjósa einn félagsmann VR sem varamann í miðstjóm sambandsins. Tók Jón Sigurðs- son undir þessa skoðun. Eðvarð Sigurðsson benti á, að samkvæmt lögum Alþýðusam- bandsins væri hvaða fullgildur íélagsmaður í félagi innan ASl sem væri, kjörgengur í sambands-1 stjórn. Væri því ólíku saman að jafna, þar sem hér væri um að ræða einn fulltrúa verzlunar- manna á þingi ASÍ. Fulltrúaráðið hefði sjálft ekkert úrskurðarvald um réttindi þeirra, heldur væri það í höndum Alþýðusambands- ins, þings þess eða miðstiómar. Alþýðusambandsþing hefði sam- þykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða, að fulltrúar VR skyldu eiga setu á þinginu með málfrelsi og tillögurétti, en að öðru leyti hefði málinu verið skot.ið til miðstjórnar ASÍ til úr- skurðar. Þar til sá dómur mið- stjómar Alþýðusambandsins um meðliroaskrár LÍV væri genginn, væru ákvarðanir sambandsþings einar í fullu gildi. Óskar Hallgrímsson hélt því fram, að ef réttindi til setu í cáð- inu væra takmörkuð við full- gilda fulltrúa á Alþýðusambands- þingi, bryti það í bága við lög sambandsins, þar sem það þrengdi þau! Eðvarð Sigurðsson tók þá enn til máls, og sagði að samkvæmt lögum ASf gætu að sjálfsögðii ekki aðrir menn átt sæti í FuII- trúaráðinu með fullum réttiml- um en þeir, sem jafnframt hefðn setið þing Alþýðusambandsins með fullum réttindum. Kjarni málsins væri sá, að hér ætti aö veita mönnum atkvæðisrétt, sem ekki hefðu hann samkvæmt lög- um ASf og reglum Fulltrúaráðs- ins, Gerðir slíks fundar væru ó- löglegar og þeir sem tækju þátt í afgreiðslu mála á slíkum fundi gerðust meðsekir um lögbrol. Þar sem haldið væri fast við úr- skurð formanns um atkvæðis- rétt fulltrúa VR, mundi hann ekki taka þátt í störfum fund- anins og ganga af fundi og skor- aði hann á aðra fulltrúa að gera hið sama. Helmingur löglegra fulltrúa gekk af fundi Sæti í fulltrúaráðinu eiga um 150 löglega kjömir fulltrúar. A fundinum vora mættir milli 130 og 140 fulltrúar fyrir utan verzl- unarmenn, en milli 60 og 70 fulltrúar gengu af fundi eða um helmingur löglegra fulltrúa sem fyrr segir . Það er skýrt tekið fram í reglugerð Fulltrúaráðsins að þeir einir sem era fullgildir fulltrúar á síðasta Alþýðusambandsþingi eigi rétt til setu og atkvæðis- réttar i Fulltrúaráði verkalýðs- félaganna í Reykjavík. Fulltrúar Verzlunarmannafé- lags Reykjavíloir fengu ekki full réttindi á þingi Alþýðu- sambandsins í haust, heldur var þcim einungis leyft að sitja þing- ið með málfrelsi og tillögurétti. Það er því skýlaust brot á reglu- gerð Fulltrúaráðsins að taka þessa fulltrúa Verzlunarmanna- félagsins inn í Fulltrúaráðið sem fullgilda meðlimi þes& Þetta mun einnig vera alveg fordæmalaust. Hafi fulltrúi ekki fengið kjörbréf sitt samþykkt á Alþýðusambandsþingl, hefur al- drei komið til mála að hann fengi setu í Fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna, enda er það í fullu samræmi við reglur ráðs- ins. ★ Þrír fundir á fjórum árum Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík lét áður fyrr veru- lega til sín taka, boðaði saman fulltrúa félaganna í Reykjavík um ýmis mál, hélt uppi nokkru fræðslu- og menningarstarfi, var lifandi þáttur í alþýðusamtökum bæjarins. Frá því að núverandi stjómar- samsteypa, undir formennsku Jóns Sigurðssonar tók við stjórn Fulltrúaráðsins, hefur þar hvílt á öllu dauð hönd aðgerðarleysis og framtaksleysis. Hann tók við formennskunni á aðalfundi 1959. Næst var haldinn aðalfundur tveimur árum síðar, á árinu 1961. Síðan var ráðið tilneytt að halda fund veturinn 1962 til að kjósa 1. maínefnd. Aðalfundurinn sem haldinn var í gær er því þriðji •fundur Fulltrúaráðs verkalýðsins í Reykjavík frá því Jón Sigurðs- son varð þar formaður, en hann hefur nú Guðjón Sigurðsson sem varaformann! ★ Ekki mátti mótmæla kjaraskerðingu Þannig hefur dauð hönd í- halds- og kratasamsteypunnar legið á Fulltrúaráðinu. Hvað sem á hefur gengið í kjaramálum eða öðrum hagsmunamálum alþýð- unnar hefur ekkert til bess heyrzt, það hefur ekki talið á- stæðu til að mótmæla neinni á- rás á kjörin eða samtökin eða talið sér rétt að gera nokkra samþykkt um þau mál eða önn- ur. Eina lífsmarkið frá stjómarliði Jóns Sigurðssonar í Fulltrúaráð- inu má segja að hafi verið það, þegar þessi samfylking var orð- in í minni hluta í 1. maínefnd- inni í fyrra var stjórn Fulltrúa- ráðsins notuð til þess að taka fundarstaðinn. Lækjartorg. af 1. maínefndinni, og ágreiningsefnið var það að ekki mátti minnast á né mótmæla verðhækkunum og kjaraskerðingum 1. maí, slíkt hefði kunnað að móðga ríkis- stjórnina! ★ 1700 í mat, 1300 i fundar- störf! Eitt dæmi um „starf“ Full- trúaráðsins undir stjóm þeirra Jóns Sigurðssonar og Guðjóns Sigurðssonar, sést á því, að á síðastliðinu ári var stjóm ráðsins svo rausnarleg að bjóða sjálfri sér í mat á Glaumbæ. Slíkt er ekkert athugavert í sjálfu sér og heldur ekki þó maturinn kostaði Fulltrúaráðið 1700 krónur. Hitt er athyglisvert til samanburðar að kostnaður ráðsins af fundar- starfsemi þetta sama ár var ekki nema 1300 krónur! Þannig eiga alþýðusamtökin að starfa að dómi íhaldsins og Jóns Sigurðssonar. Fræðslustarfsemi hefur engin verið. Afskipti af kjaramálum eða almennum mál- um verkalýðshreyfingarinnar hafa engin verið. Fundarstarf- semi hefur verið laklega það sem reglur ráðsins kveða á um, að minnsta kosti einn fundur á ári. Ekkert lífsmark hefur verið með ráðinu, nema að það hefur haft skrifstofu þar sem nokkur verka- lýðsfélög hafa bækistöð, en starf allt er þar unnið af starfsmann- inum. Þannig era afrek Jóns Sigurðssonar og íhaldsins í Full- trúaráði verkalýðsfélaganna í R- vík. Til þessa vilja þeir ná völd- um í alþýðusamtökunum. og hafa nú bætt gráu ofan á svart með lögleysum og ofbeldi. Gylfi Þ. Framhald af 1. síðu. ara, og ná þau ákvæðl að sjálfsögðu til starfa sem unnin eru utan þess vinnu- tíma sem ákveðinn er í er- indisbréfinu. ir Ákvæðin um yfir- vinnugreiðslur til kennara hafa vcrið samþykkt form- lega af Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráðherra. Hér er því ekki um að ræða neinar nýjar kröfur og samninga, heldur það eitt að ráðherrann standi við sín eigin loforð. I rauninni segir Alþýðu- blaðið í grein sinni í gser að ekkert sé að marka lof- orð Gylfa Þ. Gíslasonar og hátíðleg plögg sem hann undirritar eigin hendi. Ef- laust er það rétt lýsing a manninum Gylfa Þ. Gísla- syni, En kennarar munu að sjálfsögðu krefjast þess að embættið standi við þau loforð sem gefin eru út á vegum þess. SOI PJOilSTAl LAUGAVEGI 18®: SIMI 1 9113 íboð oskast Höfum kaupendur að 4 herb. góðri íbúð nú þegar. Staðgreiðsla ef óskað er. HÖFUM KAUPENDUR að 2—3 herb. íbúð- um. Mikil útborgun. TIL SÖLU 2 herb. ný íbúð í austurborginni. 3 herb. nýleg íbúð í vesturborginni. 3 herb. íbúð 1 aust- urborginni. 7 3 herb. íbúð í Kópa- vogi. 4 herb. íbúð í smíð- um hjá byggingafé- lagi. Selst á kostnað- arverði. Fullgerð fyr- ir vorið. 6 herb. ný og glæsi- leg íbúð í Laugar- nesi. Lítið einbýlishús á eignarlóð við Bjarg- arstíg. Einbýlishús í Smá- íbúðahverfi. 2—3 herb. íbúðir í smíðum. 4—5 herb. íbúðir í smíðum. Hafið samband við okkur ef þið þurfið að selja eða kaupa fasteignir. 1 Halldór Kristinsson Gullsmiöur — Simi 16979. KAUPMENN - KAUPFÉLÖG FRAMLEIÐENDUR Fyrirliggjandi úrval af falleum blússu- og kjólaefnum. Kr. Þorvaldsson & Co heildverzlun — Grettisgötu 6. — Sími 24730 og 24478. - KAUPFÉLÖG ; FRAMLEIÐENDUR Fyrirliggjandi fallegt úrval af kjóla-, pilsa- og buxna terylene. Kr. Þorvaldsson & Co heildverzlun — Grettisgötu 6. — Sími 24730 og 24478.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.