Þjóðviljinn - 07.02.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.02.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. febrúar 1963 ÞJÓÐTXLJINN SÍÐA 3 Eftir afskipti Bandaríkjastjórnar: Samþykkt vantraust á stjórn Diefenbakers OTTAWA 6/2 — í gærkvöld var samþykkt van- traus-tstillaga á stjórn Diefenbakers forsætisráð- herra Kanada og var þing rofið í dag og sam- þykkt að nýjar kosningar fari fram í byrjun apríl. Miklar deilur hafa staðið um landvamamál á Kan- adaþingi síðustu daga eftir afskipti Bandaríkj- anna s.I. föstudag þegar Dean Rusk utanríkisráð- herra lýsti því yfir að Kanada og þar með Norð- ur-Ameríka væri í rauninni vamarlaust meðan Kanadastjórn neitaði að taka við kjarnahleðslum í eldflaugar sínar. Diefenbaker forsætisráðherra ásakaði Bandaríkjastjóm fyrir frekleg afskipti af innanríkis- málum Kanada, en á mánudag sagði vamarmálaráðherra Kan- ada, Douglas Harkness, af sér embætti vegna ósamkomulags við Diefenbaker um kjama- hleðslurnar. Kvaðst hann alltaf hafa viljað að Kanada tæki til- boði Bandaríkjanna um kjarna- hleðslur í eldflaugar sínar og búizt við að svo yrði gert, en þar sem Diefenbaker forsætis- ráðherra hefði nú opinberlega lýst yfir andstöðu sinni við það, sagðist Harkness ekki lengur geta verið í ríkisstjórninni. Vantrauststillagan á ' stjórn Diefenbakers var samþykkt. á Kanadaþingi í gærkvöld með 142 atkvæðum gegn 111. Hún var borin fram ,af Sósíalkredit flokknum og greiddu stjóraar- andstöðuflokkarnir, Frjálslyndi flokkurinn og Nýi demókrata- flokkurinn henni atkvæði. Stjórn Diefenbakers var minnihlutastjóm íhaldsflokks- ins, en naut stuðnings Sósíal- kredit flokksins. íhaldsflokkur- inn hafði 115 þingsæti en Sós- íalkredit flokkurinn 30, Nýi demókrataflokkurinn 19 og Frjálslyndi flokkurinn 99. Vantrauststillaga Sósíalkredit- flokksins var breytingartillaga aðalleiðtoga hans, Roberts Thompsons, við vantrauststillögu sem forystumaður Frjálslynda flokksins, Lester Pearson hafði borið fram áður. en andstöðu- flokkamir þrír gátu ekki kom- ið sér saman um. Vantrauststillögur á stiórn Finnlands HELSINKI 6/2. — Sósíaldemó- kratar og kommúnistar lögðu í dag fram hvorir sína vantrausts- tillöguna á ríkisstjórn Karjala- inens við umræður um laun skógarhöggsmanna og laun í at- vinnubótavinnu. Það voru sósíaldemókratar sem höfðu borið fram fyrirspurn um málið og varð Karjalainen forsætisráðherra fyrir svörum. Hann hélt því fram að stjórn- in hefði þegar gert allt sem í hennar valdi stæði til að bæta launakjör skógarhöggsmanna. Allt logar nú í verkföllum lagt hafa niður vinnu eru starfs- menn banka og tryggingastofn- ana, verkamenn í byggingaiðn- aðinum, flutningaverkamenn og sjómenn á dráttarbátum og ís- brjótum. Mörg fleiri starfs- manna- og verkamannafélög hafa boðað verkföll á næstunni, Miklar deilur urðu á finnska þinginu í gærkvöld og var bú- izt við að umræður stæðu frarn á nótt, en ekki var gert ráð fyrir að vantraustið á stjómina yrði samþykkt þar sem stjórnar- flokkamir hafa til samans 112 þingsæti, en kommúnistar og í Finnlandi og meðal þeirra semsósíaldemókratar 85. Sovétstjóm mun ekki þoh þýzk kjarnorkuvopn f dag gekk Djefenbaker for- sætisráðherra á fund Geo-rge Vanier landsstjóna og bað hann að rjúfa Kanadaþjng. Stjórn Djefenbakers hefur verið vjð völd síðan árið 1957. Nýjar kosningar verða haldnar 8. eða 15. apríl. Sovét vill selja Indverjum vopn NÝJU DELHl 6/2 — Sovétrík- in hafa boðið Indverjum flug- skeyti sem skotið er af landi og önnur vamarvopn, var upp- lýst af góðum heimildum í Nýju Delhi í dag. Einnig var sagt að þegar hefðu verið sendar fjórar sovézkar herflugvélar af gerðinni MIG-21 til Indlands. Gert er ráð fyrir að tilboð Sovétríkjanna verði rætt nánar þegar sovézki landvamaráð- herrann R. Malínovskí kemur vjð í Nýju Delhi á leiðinni heim frá Indónesíu. Landvamaráð- herra Indlands hefur boðið hon- um að dveljast í Nýju Delhi nokkra daga. Siglingar til Kúbu Bandaríkin hóta refsiaðgerðum Bonn París Madríd öxullinn Hernaðarsamstarf Franco-De Gaulle MADRID 6/2 — í dag lauk í Madrid þriggja daga við- ræðum franskra og spænskra herforingja og samkvæmt áreiðanlegum heimildum hef- ur náðst samkomulag um umfangsmikla hernaðarsam- vinnu milli Frakklands og Spánar. Yfirmaður herforingjaráðs Frakka, Ailleret hershöfðingi, var fyrir frönsku samninganefnd- inni, en formaður þeirra spönsku var varaforsætisráðherra Spán- ar, Munoz Grandes hershöfðingi. Undirbúnar hafa verið fjórar sameiginlegar sjóheræfingar og fjölmargar sameiginlegar æfingar flugherja landanna þegar á þessu ári, segir í fréttum frá Madrid. Einnig er búizt viö að Frakkar fái vissar undan- þágur í sambandi við landanir flugvéla og fái að hafa birgða- stöðvar á Spáni eða á Kanarí- eyjum. Ekki mun þó vera ætl- unin að Frakkar fái eigin flug- velli á Spáni. Með þesssari hemaðarsam- vinnu Frakka og Spánverja hef- ur nú komizt á öxull milli Bonn, Parisar og Madrid og munu framvegis verða haldnir fundir franskra og spænskra herfor- ingja með stuttu millibili, en þeir verða þó ekki fastskipaðir eins og fundir Frakka og Þjóð- verja um hemaðarsamvinnu. Abdel Krim látinn CAIRO 6/2 — Marokkanski þjóðernisleiðtoginn, prinsinn Ab- dul Karem A1 Khataby, sem gekk undir nafninu Abdel Krim, lézt í dag úr hjartaslagi. Hann varð 81 .árs. Abdel Krim stóð framarlega í flokki í baráttunni gegn Frökk- um í Marokkó á þriðja tug aldarinnar. Hann varð landflótta árið 1926 og hefur búið í Egypta- landi síðan 1947. Kennedy Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að skip sem sigldu til Kúbu fengju ekki að flytja neina farma á veg- um Bandaríkjastjómar. — Farmur Bandaríkjastjómar teljast vörur sem stjómin greiðir fyrir og þá einnig þær sem hún sendir til ann- arra landa í sambandi við efnahagsaðstoð sína við þau. Ákvörðun þessi gildir fyrir öll skip sem hafa komið til hafnar á Kúbu frá, 1. janúar þ.á., nema útgerðin tryggi að þau verði ekki notuð til slíkra ferða hér eftir. Þetta nær þó aðeins til þeirra skipa sem komið hafa til Kúbu, en ekki annarra skipa sömu út- gerðar. Þessar refsiaðgerðir Banda- ríkjastjómar em miklu vægari en þær sem hótað hafði verið sl. haust «5n var þá frestað. Þó segir í tilkynningu Kennedys að vel geti verið að strangari reglur verði settar ef nauðsyn þykir. Þær aðgerðir sem Bandaríkja- stjóm hótaði í haust voru á þá leið að ef skip einhvers lands leyfði sér að flytja vömr frá sósíalistaríkjunum til Kúbu, myndi öllum skipum sem sigldu undir sama flaggi neitað um hvers kyns afgreiðslu í banda- rískum höfnum. Opinbera tilkynningin sem send var út í dag um aðgerðim- ar gegn Kúbu er svohljóðandi: „Hvíta húsið tilkynnir að gerð- ar hafi verið ráðstafanir til að tryggja að farmur sem greiddur er af Bandarikjunum verði ekki sendur frá landinu með útlend- um skipum sem sigla á Kúbu. Viðkomandi ráðuneyti og stjómarskrifstofur hafa fengið tilkynningu um að leyfa ekki fermingu slíks flutnings á skip sem komið hafa í höfn á Kúbu eftir 1. janúar 1963, nema eig- andi skipsins setji viðunandi tryggingu fyrir að ekkert skip sem hann ræður yfir taki þátt í siglingum á Kúbu hér eftir“. Vegna yfirvofandi aðgerða Bandaríkjanna hefur þegar dreg- ið allmjög úr skipaflutningum vestrænna ríkja til Kúbu en á sama tima hafa sósíalistísku rík- in stóraukið siglingar sínar þangað. Verkföll á ftalíu RÓM 6/2 — Verkföll fjölmennra starfsstétta standa nú yfir á Ital- íu. Sjúkrahúslæknar, hjúkrunar- konur, verkfræðingar og arki- tektar hófu verkfall í dag og skortur á sígarettum og salti er nú yfirvofandi á Italiu þar sem verkamenn í einkasölum rikisins á tóbaki og salti hafa lagt ni&ur vinnu, Verkfall verkfræðinga, arki- tekta og sjúkrahússtarfsfólks mun standa tvo til þrjá daga og krefst það fyrst og fremst bættra vinnuskilyrða. Verkamenn í tó- baksverksmiðjunum og hjá salt- einkasölunni hafa þegar verið í verkfalli nokkrar vikur. Vanfraust á Bretastjórn LONDON 6/2 — Nokkrjr þing- menn brezka Verkamannaflokks- ins lögðu í dag fram vantrausts- tillögu á ríkissfjómina eftir vrð- ræðumar í Brussel. f tillögunni, sem óskað er eft- ir að verði afgreidd sem fyrst, segir að neðri deildin efist um að ríkisstjóminni sé kleift að vekja þjóðina til skilnings á því hversu áríðandi sé að mæta af- leiðingum viðræðuslitanna í Bmssel með viðeigandi aðgerðum. PARlS 6/2 — Sovézka ríkisstjóm- in sagði í orðsendingu til rílcis- stjóma Frakklands og Vestur- Þýzkalands í gær að ef vestur- þýzki herinn yrði búinn kjam- orkuvopnum myndi það leiða til þess að ástandið í Evrópu stór- versnaði, enda miðaði samningur Frakka og Vesturþjóðverja að því að auka spennuna í alþjóða- málum og grafa undan friði og öryggi einkum í Evrópu. 1 orðsendingunni er bent á að Sovétstjórnin myndi líta á þetta sem ógnun við sig og þeg- ar gera þær ráðstafanir sem hún teldi nauðsynlegar. Einnig er bent á að ef vesturþýzki her- inn fengi kjarnorlcuvopn, væri það freklegt brot á samningum ina síðari um að útrýma þýzkri hervaldastefnu og nazisma. Sovétríkin muni ekki hika við að nota þau réttindi sem þeim hafi hlotnazt vegna sigurs síns b yfir Þýzkalandi, sigurs sem J kostað hafi þau milljónir manns- lífa til að koma í veg fyrir að leyfð verði stofnun nýs þýzks árásarhers. Ef franska stjómin óskar eft- ir að tengja frönsku og þýzku þjóðirnar vináttuböndum be: henni að hafa það hugfast að ríkin í Þýzkalandi eru nú tvö og ætti að styðja tilraunir Sov- étríkjanna til að fá gerðan frið- arsamning við Þýzkaland og, koma þannig á eðlilegu ástandi bandamanna eftir heimsstyrjöld- í V-Berlín, segir ennfremur. <§níineníal Hinir heimsþekktu hjólbarðar Sterkír - Endingargóðir CONTINENTAL — hjólbarði hinna vandlátu. CONTINENTAL á allar bílategundir. CONTINENTAL ávallt fyrirliggjandi í öllum stærðum. CONTINENTAL snjóhjólbarðar. Reynið CONTINENTAL og sanníærizt um gæðin. Sendum um allt land. Gúmmívinnustofan hJ. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 18955. Auglýsiö í Þjóðviljanum i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.