Þjóðviljinn - 07.02.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.02.1963, Blaðsíða 4
SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Pimmtudagur 7. íebrúar 19P3 Næstkomandi laugardag hefst íslandsmótið í körfuknattleik, sem að þessu sinni verður fjöl- skrúðugt og mótað nokkrum nýmælum. 8 félög taka þátt í mótinu, þar af 3 utan Reykjavíkur. Þátttakendur eru um 300 í 30 liðum. Á Islandsmótinu í ár verður í fyrsta sinn tekin upp tvö- föld umferð í meistaraflokki karla, og má vænta þess að það geri keppnina líflegri og meira spennandi. I þessum flokki eru 5 lið: KFR, Ármann, KR og Iþróttafélag stúdenta. Iþrótta- félag Keflavíkurflugvallar tek- ur ekki þátt i mótinu að þessu sinni. Á laugardag verða þessir leikir í m.fl.: IS—KR og Ár- mann—KFR. Körfuknattleikur er orðm vinsæl íþrótt um allt land, og mjög útbreidd í skólum lands- ins. Að þessu sinni taka þrír utanbæjaraðilar þátt í mótinu: UMF Skallagrímur í Borgamesi sendir lið í J.. fl. karla og m.fl. kvenna. Héraðssambandið Skarphéðinn sendir lið í 1. f!. karla og Fimleikafélagið Björk í Hafnarfirði í 2. fL kvenna. Mejstaraflokksleikirnir verða á Hálogalandi og sömuleiðis flestir 1. fl.-leikimir, en hinir í íþróttahúsum félaganna og Háskólans. Leikir í 1. fl. og yngri flokkunum verða ekki háðir sömu kvöld og mei?t- araflokksleikimir. Nýir dómarar Nú er að Ijúka dómaranám- skeiði á vegum laga- og leik- reglnanefndar KKI. 10 piltar og ein stúlka hafa lokið skrif- legum prófum, og 5 piltar bæt- ast við á næstunni. Kennari var Guðjón Magnússon, Ár- manni. KKl stefnir að því að eignast einn alþjóðadómara, en slík próf fá menn ekki nema eftir námskeið hjá Alþjóða- körfuknattleikssambandinu (F IBA) sem haldin eru einu sinr.i á ári. Körfuknattleiksdómarar munu væntanlega stofna með sér félag á næstunni. keppnisfyrirkomulag - keppendur samhliða í svigi tveir Nú er á döfinni að efna til Evr- ópubikarkeppni í alpagreinum skíðaíþróttarinnar (svigi og bruni). Evrópubikarkeppnin er orð- in afar vinsæl í knattspymu, handknattleik og körfuknatt- leik. Til umræðu er einnig að efna til bikarkeppni í frjálsum íþróttum í Evrópu. Skíðakeppn- in er síðasta bikar-hugmyndin, sem við höfum heyrt getið um, en vel má vera að þetta haldi áfram. Það munu vera frönsku skíðasamtökin sem hafa borið fram tillöguna um skíða-bikar- keppni í Evrópu. Leggja þeir til að keppendur um bikarinn verði þessir: Alpalöndin — þ.e. Frakkland, Austurríki, Sviss, ítalía og Þýzkaland — og enn- fremur Sovétríkin Pólland, Tékkóslóvakía og svo Norður- löndin, sem sendi sameiginlegt lið til keppninnar. Þá er einn- ig verið að ræða um lands- keppni einstakra landa í þess- ari íþróttagrein. Þá eru skíðasamtökin í Ev- rópu að ræða nýtt fyrirkomulag í svigkeppni: Tveir keppendur leggja jafnsnemma af stað á tveim brautum, sem eru sem líkastar og liggja sem næst hvor annarri. Brautimar koma saman í endann þannig að lokahliðið er sameiginlegt fyrir báðar brautimar. 1 seinni umferðinni skipta keppendur um brautir. Fyrirkomulag þetta er eink- um ætlað fyrir undanrásir (sig- urvegarinn í umferðunum tveimur heldur áfram í næstu umferð). Einnig ætti þessi hátt- ur á svigkeppni að gera hana meira spennandi, og gefa bæði keppendum og áhorfendum gleggri samanburð. Iþróttaskólinn í Leipzig (Deutsche Schule fur Körp- erkultur) mun vera einn fremsti og nýtízkuleg- asti sinnar tegundar i Evrópu. Það var um haustið 1950, að skólinn hóf göngu sína og á þeim rúma áratug sem síðan er liðinn hefur skól- inn öðlazt frægð og viður- kenningu um heim allan fyr- ir starf sitt og framlag í þágj íþróttavisinda. Þróun skólans á þessurn stutta tíma er næsta ótrúleg, sérstaklega þegar hafðar eru í huga allir þeir margvíslegu erfiðleikar sem skólinn átti við að etja fyrstu árin. Skól- inn varð að sætta sig við lé- legt húsnæði og slæman að- búnað, þvi skiljanlega var á þessum tíma hvergi að finna ákjósanlegt húsnæði fynr slíkan skóla. Flest þau í- þróttamannvirki sem glatt höfðu augu gesta Hitlers voru nú rústir einar og ekki var arfur nazismans á sviði í- þróttafræða sérlega glæsileg- ur. Má því segja að skólinn hafi, hvað íþróttafræði snert- ir, byrjað með hendur tómar og orðið að fikra sig áfram við sköpun nýrra fræða i samræmi við kröfur tímans. Nú nokkrum árum síðar er skólinn til húsa í mikilli og fagurri byggingu, þar sem námsskilyrði eru með full- komnasta móti og skólinn er orðinn einhver mesta mið- stöð í íþróttavísindum í alln Evrópu. Hin öra þróun skól- ans verður ef til vill einna bezt skýrð með þvf að bera saman fjölda nemenda og kennara í upphafi og nú. Haustið 1950 hófu 96 ung- menni nám við skólann og kennarar voru þá fjórtán talsins, i dag eru nemendur um 2500 og kennarar hátt á þriðja hundrað. Ör vöxtur Augljóst má vera að slíkur skóli er mikill aflgjafi fyrir íþróttahreyfinguna og reynd- ar má segja að skólinn sé nokkurs konar „íþróttahjarta" lýðveldisins, svo mikið er hlutverk hans. Það er ekki einungis, að á hverju vori yfirgefi skólann stór hópur vel menntaðra íþróttakennara er svo dreifa úr sér um allt lýðveldið, — í skóla, verk- smiðjur, hvíldarheimili og til íþróttafélaga, heldur er hann sú miðstöð sem stöðugt miði- ar íþróttahreyfingunni því nýjasta sem uppi er hverju sinni. Á vegum skólans starf- ar fjöldi sérfræðinga við rannsóknir á sviði líkams- mennta. Árangurinn af þess- um rannsóknum gefur svo skólinn út og getur hver sem er gert sér í hugarlund hversu mikilvægur slíkur fróðleikur er fyrir alla þá er fást við íþróttir og íþróttakennslu. Litlu mikilvægari er sú deild við skólann, sem annst þýð- ingar úr erlendum íþrótta- bókum og tímaritum. Einnig þessar þýðingar gefur skól- inn út, a.m.k. þær merkileg- ustu, en aðrar þýðingar get- ur hver og einn fengið lán- aðar eða lesið þær á bóka- safni skólans sem er eitt stærsta íþróttabókasafn i heimi. 1 námunda við skólann og í nánu sambandi við hann er íþróttaleikvangur, mjög rúmgóður fyrir 100 þús. íþróttaskólinn í Leipzig Ingimar Jónsson er ungur Akureyringur, sem stundað hefur nám við íþróttaháskólann í Leip- zig í rúm þrjú ár. Ingimar hefur getið sér gott orð sem frjálsíþróttamaður hér heima, og einnig er hann vel þekktur fyrir ágætan árangur í skákíþróttinni. Ingimar hefur ritað þessa grein um skóla sinn fyrir íþróttasíðuna, og væntan- lega munu birtast eftir hann fleiri greinar um íþróttamál hér á síðunni á næstunni. manns. Þessi leikvangur var að mestu byggður í sjáfboða- vinnu af íbúum Leipzigborgar. Umhverfis hann eru margir leikyellir fyrir knattleiki og frjálsíþróttir sem íþróttaskól- inn hefur til afnota. Skólastarfið Ferðamenn skoða gjaman þessi fögru íþróttamannvirki margar og kennslufögin eru. Deildir þessar sjá svo um kennsluna sem fer fram í fyrirlestrum og verklegri kennslu. Sérhver deild hefur sínar kennslustofur og salar- útbúnaður er stöðugt fynr hendi. I skólanum eru þrír fyrirlestrasalir sem taka sam- tals 1000 manns í sæti, níu íþróttasalir fyrir allar höfuð- íþróttagreinamar: fimleika, unn á sérstöku hæfnisprófi í íþróttum. Sérhver nemandi fær samkvæmt námsstyrkja- kerfi landsins námsstyrk, sem er frá 190—280 mörk (2000— 3000 ísl. kr.) á mánuði. Af þessu greiðir nemandi um 89 mörk fyrir mat í mötuneyti skólans á mánuði og 10 mörk fyrir húsnæði í heimavist. Skólagjöld eru engin. Byggingu íþróttaskólans er Á þessari mynd sést hluti af íþróttaskólanum i Leipzig Hinn stóri og giæsiiegi frjáisíþrótta- og knattieikjasalur skólans og Leipzigbúar sýna þau gjarnan gestum sínum, því þeir eru stoltir af þeim. Ti! dæmis komu á árunum 1957—1961 um hundrað þús- und manns til þess að skoða íþróttaskólann og óhætt er að segja, að tæplega líði sá dagur að ekki sé einhver ferðamannahópurinn þar á ferðinni og oft margir á dag. Starfsfyrirkomulag skólans er með þeim þætti, að honum er skipt niður í deildir, eins judo, hnefaleika, glímu, lyftingar, skylmingar, leik- fimi, Barnaleikfimi og sá stærsti fyrir frjálsíþróttir og knattleiki. Fyrir vetraríþróct- irnar á skólinn skíðaskála uppi í fjöllum, og einnig á hann róðra- og útilegumiðstöð fyr- ir norðan Berlín. Námskjör Inntökuskilyrði í skólann er stúdentspróf og góð eink- sína. ekki enn fulllokið, sl. haust var ný 150 m löng álma tek- ^ in í notkun en verið er að fe byggja aðra svipaða. Skólinn 3 mun því breyta mjög um út- lit á næstu árum. En eins og af ofanskrifuðu má sjá er skólinn gott dæmi um þann gífurlega stuðning sem íþróttahreyfingin á að fagna af hálfu ríkisins og sýnir að stjórnarvöldin meta og virða k. þýðingu íþrótta fyrir þegna i ótrúlegt afrek ★ Það afrek, sem mesta at- hygli hefur vakið í íþrótta- heiminum undanfarið, er inn- anhúss-heimsmet finnska stangarstökkvarjnn Penti Nikula — 5.10 m. Metið var sett innanhúss í Lath'i s.l. sunnudag. Nikula er fyrstur manna til að fara yfir „draumalínuna“ þ.e. 5 metra í stangarstökki, og hann lét sig ekki muna um að bæta heimsmetið um 15 sentimetra í þetta sinn. Fyrir nokkrum nöirum verði Formósumaður- inn Jang alla forviða með því að stökkva 4.95 metra. Það var einum cm. betra en met Nikula utanhúss en áður hafði Jang ekki stokkið hærra en 4.44 metra. Hann er kunn- ur tugþrautarmaður, og varð nr. 2 í þeirri grein á síðustu olympíuleikjum. I Lathi stökk Nikula 5.10 m. í fyrstu tilraun og var hátt yfir ránn'i. Nikula fer til Bandaríkjanna 20. þ.m. til keppni á mörgum innan- hússmótum. Hann er 23 ára og leikfimiskennari að atvinnu skíða - skotfimi ★ Heimsmeistarakeppni í skíða-skotfimi fór fram á ol- ii/tutii d I3ÐU CIl 1111111» oLlll stóðu fastir í svaðinu á knatt- spymuskónum. Myndin er tek- in í Ieik Swindon og-Luton i 2. deild fyrir skömmu. Swind- on-menn skutu Lutoii-mönn- um ref fyrir rass (og kncttin- um tvisvar í mark) rpeð þvi að leika í körfuboltaskóm. 1 hléinu náðu Luton-menn sér í strigaskó, en allt kom fyr- ir ekki. Swindon sigraði — 2:0. Myndin er tefcinn knötturinn þýtur hjá Luton. í markið ympíusvæðinu Scefield við Innsbruck í Austurríki um síðustu helgi. Sovézkar og finnskar skíða-skyttur höfðu yfirburði í þessari keppni Sigurvegari varð Vladimir Melanjin (Sovét.) 2. Ty ; (Finnl.) 3. Posti (Finni). J svcitakeppni urðu úrslit þcssi: 1. Sovétríkin, 2. Finnland, 3 Noregur, 4. Svíþjóð 5. Pólland, 6 Austurriki. skaflar á vellinurr Það er leikið í snjókrapiinu a brezkum knattspyrnuvöllum um þessar mundir. Leikmenn eru sagðir líkastir því sem þeir hefðu dottið í mykjuhaug eftir Ieikina, þegar völlurinn hefur sporazt upp og leikmcnn vaða eðjuna upp undir hné. Einhverjir snjallir náungai fundu upp á því að leika i körfuknattleiksskóm við þess- sitt af hver|u

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.