Þjóðviljinn - 08.02.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.02.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. febrúar 1963 átti fullt i fangi með pressuliðið Þessi síðasta „genei- alprufa" landsliðsins fyrir Frakklands- og Spánarför tókst nokkuð vel, þó að ekki skildi liðin nema 2 mörk, og að síðari hálfleikur væri jafn. Leikurinn var oft vel leikinn, í hon- um mikill hraði cg varnarleikur sterkur. Það var ,þó galli að lands- liðið skyldl ekki geta verið skipað öllum þeim mönnum sem fara eiga. Sumar styttur liðsins vantaði, eins og H.ialta, Gunnlaug. Ingólf og Pétur Antonsson, en lasleiki hindraði þátttöku þeirra í þessinn leik. Það hefði einmitt verið gott fyrir liðið að vera allt saman móti eins sterku liði og blaða- liðið var. Þessi jafni leikur seg- ir okkur líka, að hægt er að velja tvö lið, eða beztu 11 og næst beztu 11. og á þeim verð- ur harla lítiH munur. Sannar það ,að við höfum stóran an hóp góðra handknattleiks- manna, sem náð hafa góðum tökum á handknatttei'knum. Það er líka gleðiefni að ungu mennirnir sem eru á uppleið, fylgja þeim eldri fast eftir og má í því sambandi benda á. að Judosýning - judokvikmynd Judo-deild GlímUfélaffsins Ármanns efnir til judo-sýning- ar í Tjamarbæ um helgina. Elnnig verður sýnd kvikmynd um frægasta juðokappa heims, Mifume frá Japan, en hann hefur gráðuna 10 dan, og hefur enginn náff lengra i íþróttinni. Þá verður einnig sýnd kvik- mynd af heimsmeistarakeppn- jnni í hnefaleikum milli Inge- mars Johannson og Floyd Patt- erson. Hér er því um að ræða mjög góða og athyglisverðar kvik- myndir, og judo-sýningu og ættu allir íþróttaunnendur að leggja leið sína í Tjarnarbæ um helgina. Sýningar verða sem hér segir: í dag, föstudag. kl. 5 og 7 s.d. laugard., kl. 5. 7 og 9. sunnudag kl. 5. utan úr heimi 'ir Tékkar unnu Bandaríkja- menn — 10:3 — í landsleik í íshokkí í fyrrakvöld. Keppn- In var háð í Prag. Áhorfend- ur voru 18.500. ýk- Sovézkir frjálsíþróttamcnn fá að herða sig í margri Ings olympíuieikunum 1964. harðri keppni til undirbún- Sovézk íþróttasamtök munu í sumar senda íbróttafólk á meira en 400 alþjóöleg í- þróttamót þar sem verða keppendur frá um 70 lönd- um. Höfuðþátturinn í þess- um undirbúningi verður í .,prufu-olympíuleikunum“ í Tókíó á hausti komanda. Þar mun u»nt)» stór hópur sovézks frjálsíþróttafólks. þarna kepptu 3 úr unglinga- landsiiðinu, og sýndu mjög góðan leik, sérstaklega hvað snerti samleik og knattmeð- ferð, en það eru þejr Sigurður Hauksson. Viðar Sílmonarson og Sigurður Dagsson. Þetta landslið sem þama lék hafði aldrei þá yfirburði sem það í rauninni átti að hafa. Að vísu varði Guðmundur Gúst- afsson í markinu mjög vel, en hann er einn hlekkurinn í lið- inu. Gangur leiksins Blaðaliðið byrjaði á því að skora þrjú fyrstu mörkin og voru það fyrstu þrjú skotin sem komu í leiknum. Landsliðið jafnar á 3:3 og eftir það er landsliðið yfirleitt með 1—3 mörk yfir, og í hálf- leik stóðu leikar 12:10 fyrir landsliðið. Síðari hálfleikur var jafn að mörkum. og rétt fyrir leikslok tókst blaðaliðinu að jafna 21: 21. en leiknum laiuk með sigri landsliðsins 24:22, og gat mun- urinn naumast minni verið. En eins og fyrr segir var leikur- inn á köflum skemmtilegur og oft sýnd tilþrif sem lofa góðu. Það er líka slæmt að ekki skuli vera hægt að leika í stærra húsi undirbúningsleik undir landskeppnina úti, þar sem leikið verður í stórum húsum. Má gera ráð fyrir að í stóru húsi hefðu hinir leik- reyndu menn notið sín betur. Þeir sem skoruðu fyrir lands- liðið voru: Kristján 5. Öm. Birgir og Karl Jóhannsson, 4 hver. Ragnar og Einar 3 hvor og Rósmundur 1. Fyrir blaða- liðið skoruðu Guðjón 5, Reyn- ir og Hermann 4 hvor. Sigurð- ur Einar 3, Viðar og Sigurður Hauksson 2 hvor og Pétur og Sigurður Dagsson 1 hvor. Dómari var Magnús Péturs- son og dæmdi vel og af mynd- ugleik. Lið kvennanna no. 1 vann 13:11 Þessi kvennaleikur var frá upphafi jafn og tvísýnn. og bað skal sagt stúlkunum til verðugs hróss að þær börðust allan tímann og létu ekkert á sig fá. Hitf er svo annað mál. að kvennaknattleikurinn hjá okk- ur í dag er ekki nálægt því eins góður og hann var fyrir tveimur árum, og ekki seinna vænna að fara að þjappa stúlk- unum saman fyrir þau átök sem þeirra bíða í sumar og næsta sumar. Því miður hefur komið svo ótrúlega stórt skarð í bann glæsilega hóp sem tók bátt i Norðurlandamótinu síðast, að kalla má að byggja verði landsliðið upp frá grunni. Ekki er að efa að enn eru til marg- ar ungar efnilegar stúlkur. sem með hörku æfingum ættu að ári liðnu, eða hálfu öðru. að geta orðið vel liðtækar. Eins og fyrr segir var leik- urinn jafn og var 8 sinnum jafntefli, svo að segja má að stjóm HSÍ bekki sitt fólk! í liði 1 voru bað fyrst og fremst þær Sigríður Sigurðardóttir og Sylvía Hallsteinsdóttir, sem at- hygli vöktu og líka Sigrún Ingólfsdóttir. Annars virtist lið no. 2 falla betur saman og vera jafnara. Þó voru það Liselotte. Ása, Díana og Sigrún Guðmundsdóttir. sem vöktu helzt athygli. Þær sem skoruðu fyrir lið 1 voru: Sigríður Sigurðardóttir 8. Sigrún Ingólfsdóttir 3, Steia- unn Hauksdóttir og Sylvía Hallsteinsdóttir. 1 hvor. Fyrir lið 2 skoruðu: Elín Guðmundsdóttir 3. Díana, Sig- rún Guðm. og Liselotte 2 hver og Ása Jörgensdóttir 1 Dómari var Daníel Benja- mínsson og dæmdi yfirleitt vel. Um hand- í kvöid fara fram tveir leikir í meistaraflokki karla, og geta báðir orðið skemmti- legir og jafnir. Fyrst og fremst mun athyglin beinast að leik Víkinga og Fram, og mun flestum þá í minni að Víkingar sigruðu Fram í fyrri umferðinni. Nú er eftir að vita hvort Víkingum tekst að endurtaka það afrek. Annars hefur Fram gengið oft illa með Víkinga, og ein- hvern veginn ekki náð réttum tökum á þeim. Gera má ráð fyrir að Fram hugsi sér að láta Víkinga ekki koma að sér óvörum, og víst er að þá mega beir vara sig á Fram eins og liðið cr í dag. En leikurinn getur orðið skemmtilegur, og þótt Fram hafi mciri sigurmöguleika, er aldrei að vita hvað skeður þegar Víkingar eru annars- vegar. Dómari verður Magnús Pétursson Tekst Þrótti að hefna tapsins fyrir KR í fyrri Umferð? Síðari leikurinn í kvöld er á milli KR og Þróttar, og getur það orðið tvísýnn leik- ur, ef Þróttarar Ieggja sig verulega fram. Þeir hafa náð við og við góðum leikköflum, en það er alltaf eins og þá vanti herzlumuninn. KR átti heldur slappan leik móti ÍR, en vantaði þá að vísu menn sem vanir eru að leika í lið- inu. Ekki er að efa að KR- insrarnir berjast fyrir báðum stigunum, og ætti að vera hægt að fullyrða bað sama um Þrótt. Það barf bví ekki að vera öruggt að Þróttur tapi. og varla verður það með miklum mun. KR vann síðast með 30:21. Dómari verður Sveinn Krist- iánsson. Undraefnið er kamið á markaðinn SEGULMAGNAÐ SALTVERJANDI VATNSFRÁHRINDANDI RYÐSTÖÐVANDI RYÐVERJANDI Myndin sýnir að flestar þjóðir hins vestr æna heims hafa teldð undraefnið TECTYL í þjónus tu sina. RYÐVARNARST ÖÐ FYRIR BÍLA Til ryðvamanna notum við undraefnið T E C T Y L sem verið hefur hemaðarleyndarmál bandarísku hemaðaryfirvaldanna undanfarin 25 ár, en hefur nú nýlega verið sett á hinn almenna markað. T E C T Y L FER NÚ STÓRKOSTLEGA SIGURFÖR UM ALLAN HEIM Flestar stærstu bílasmiðjur heimsins, svo sem General M„:ors, Ford Motor Ccmpany, og fleiri hafa þegar tekið ryðvamarefnið T E C T Y L í þjóniustu sína, svo og hemaðar- yfirvöld flestra Evrópuríkja. auk Bandarikjanna. Svíar áætla að ryð- og saltskemmdir kosti hvem bíleiganda um kr. 10.00 á dag að meðaltali. Miðað við sama meðaltal má því fullyrða að RYBSKEMMDIR KOSTA ISLENZKA BlLEI GENDUR UM KRÓNUR 95.000,00 ÁRLEGA Þessi tala er þó mun hærri hér á landi. Það er því sízt of djúpt tekið í árinni að segja að TECTYL RYDVÖRN BORGAR SIG UPP Á TÆPU HÁLFU ÁRI HÖFUM FULLKOMNUSTU TÆlKI TIL HREINSUNAR OG RYÐVARNAR Á BlLUM j RYÐVÖRN Grensásveai 18 Sími: 19945. .j Einkaumboð á islandi fyrir VALVOLINE OIL COMPANY, U.S.A. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.