Þjóðviljinn - 08.02.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.02.1963, Blaðsíða 6
? g SÍÐA ÞJOÐVILJINN Fostudagur 8. febrúiar 1963 Rætt um stjórnarsamvinnu mlSi kommúnista og krata Einn helzti forystumaöur finnskra sósíaldemókrata, Váinö Leskinen, íramkvæmdastjóri flokksins, sagði ný- lega aö flokkur hans yrði að vera reiðubúinn til sam- starfs við kommúnista í efnahags- og félagsmálum, og þykja þessi ummæli hans benda til þess að þáttaskil séu að verða 1 finnskum stjórnmálum. -§> segia sér fyrir Sænska stjórnin hefur vísað algerlega á bug tilmælum sem henni höfðu borizt frá stjórnum Bandaríbjanna og Vestur- Þýzkalands, scm fóru fram á að Svíar hættu útflutn'ingi á olíu- leiðslum til Sovétríkjanna. 1 , orðsendingum stjórna Bandaríkjanna og V-Þýzka- lands hafði verið á það bent að Atlanzhafsbandalagið hefði samþykkt að draga úr útflutn- ingi til Sovétríkjanna á rörum í olíuleiðslur og gefið í skyn að æskilegt væri að Svíar gerðu slíkt hið sama. í' svari sænsku stjórnarinnar segir að í þriggja ára við- skiptasamningi hennar við Sov- étríkin sé gert ráð fyrir útflutn- ingi frá Svíþjóð á slíkum leiðsl- um og telji sænska stjórnin enga ástæðu til að gera nokkr- ar breytingar á þeim samr.ingi. kmh og Gina í Tvær af frægustu kynbomb- um heimsins munu bráðlega sjást í sömu kvikmynd. Það eru Anita Ekberg og Gina Lollo- brigida sem leika saman í kú- rekamynd sem nýlega er byrj- að taka í Hollywood. spyr hvort ekki hræði þá spor- in úr öðrum löndum. Blaðið gerir sér vonir um stefnubreyt- ingu í sósíaldemókrataflokkn- um ekki síðar en að afloknu kjöri nýrrar flokksstjómar á sumri komanda. Báðir í stjórn Fréttaritarinn hefur eftir öðr- um heimildum, að fyrirhuguð samvinna kommúnista og sósí- aldemókrata miði að því að koma báðum flokkunum í ríkis- stjóm. Með samstarfi sínu við kommúnista vonist sósíaldemó- kratar til að sýna að lokið sé fjandskap þeirra í garð Sovét- ríkjanna, sem staðið hefur þeim fyrir þrifum, en kommúnistar geri sér vonir um að sósíal- demókratar komi sér úr póli- tískri einangrun. Flugher gegn BLÖÐ í Caracas, höfuðborg Venezúela, skýra frá því að í aðgerðum stjórnarhers- ins gegn skæruliðum Þjóð- frelsishreyfingarinnar að undanförnu hafi herflugvél- ar varpað sprengjum á stöðvar þeirra í Sierra del Toro, en það eru f.töll ' vesturhluta Iandsins. Sam- tímis var gerð stórskotahríð á stöðvar skæruliða. Nánari frásögn er ekki af þessum viðureignum, en sagt að stjórnarhcrinn hafi tekið 91 fanga. Váinö Leskinen Fréttaritari norska Dagblad- ets í Helsinki segir frá þessui og bætir því við að hinar auknu líkur á samstarfi komm- únista og sósíaldemókrata hafl mælzt illa fyrir í finnskum í- haldsblöðum, sem hafi varað sósíaldemókrata við afleiðing- um slíkrar samvinnu. Hægriblaðið Uusi Suomi segir það á allra vitorði að sósíal- demókratar ætli að taka upp nána samvinnu við kommúnista á vorþinginu og að þrálátur orðrómur gangi um, að þeir muni leita eftir aðstoð komm- únista til að komast í stjórn. Fremur samstarf við komm- únista en „lýðræðissinna" Blaðið segir að menn hafi þegar fengið forsmekkinn að slíku samstarfi á nýafstöðnu þingi. Hins vegar muni sam- vinnan verða önnur í reynd ef hún verður tekin upp á vinnu- markaðnum. Þar sé ekki hægt samtímis að vinna með komm- únistum og „lýðræðissinnum", einkum þar sem nú hafi verið stofnuð ný heildarsamtök sem vinna eigi gegn kommúnistum „í nafni lýðræðisins". Sósíal- demókratar verði að velja sér baráttufélaga og svo virðist nú sem þeir hafi kosið kommúnista fremur en andstæðinga þeirra. Vonast eftir stefnubreytingu Annað íhaldsblaðið, Hufud- stadbladet, hefur þungar á- hyggjur af sósíaldemókrötum og „Hætt við að deGaulie forseti sundri NATO" Hinn kunni bandaríski stjórn- málamaður Bernard Beruch, sem einkum er þekktur fyrir Beruch-áætiunina gegn kjarna- stríði frá 1946, gaf fyrir skömmu út yfirlýsingu þar sem hann segir að stefna de GauIIes Frakklandsforseta geti orsakað klofning í bandalagi vestur- vcldanna. Ilann gagnrýnir for- setann harðlega og segir meðal annars að allt bendi til þcss sð de Gaulle hafi til dæmis gleymt því að Bandaríkin hafi í tvcimur hcimsstyrjöidum forðað Frakklandi frá glötun. Segir hann að de Gaulle virð- ist álíta, að „Frakkland þarfn- ist ckki lengur Bandaríkjanna og að eining vesturveldanna sé ekki Iengur neitt skilyrði fyrir friði“. Beruch segir að með því að varna Bretum inngöngu í Efnahagsbandalagið séu Frakk- að þjóna eigingjörnum einka- hagsmunum. Sömulciðis hafi Frakkar um árabil Iátið undir höfuð leggjast að sinna skyld- um sínum gagnvart Atlanzhafs- bandalaginu. Kjamavigbúnaði mótmælt á fundum á landamærum Akveðiö hefur verið, að í ár eins og undanfanin ár verði farin mikiil hópganga í Danmörku til að mótmæla kjarnavígbúnaöi. Páskagangan hefur áður verið farin um Sjáland og henni lokið í Kaupmannahöfn, en að þessu sinni verður gengið suður Jótland allt til vesturþýzku landamæranna, en sams konar ganga verður farin i Vest- ur-Þýzkalandi og norður að Iandamærunum og munu göngumar mætast þar og fundir verða haldnir báðum megin landamæranna. Kjarnorlkudauðinn enn 40 létust úr geislunarveiki í Hiroshima á síðasta ári! Stjórn sjúkrahúsanna í Hiroshima hefur tilkynnt að á árinu 1962 hafi látizt fjörutíu manns á spítölum borgarinnar og í Nagasaki af völdum sjúkdóma, sem þeir tóku þegar kjarnorkusprengjunum var varpað á borgirnar í ágúst 1945. í skýrslu spílalastjórnar er | bent á mikla aukningu krabba- meins meðal bess fóiks sem varð fyrir geisiunum frá kjarnasprengingunum. Síðustu átta árín hefur má! verið rekið fyrir héraðsdóm- stólnum í Tokíó vegna kröfu um skaðabætur til handa fórn- arlömbunum í Hiroshima og Nagasaki. Síðast þegar málið var tekið fyrir, lýsti prófessor Kaoru Yasui, sérfræðingur í alþjóða- rétti, yfir því, að sprengjuárás- imar á borgimar tvær hafi ver- ið glæpur sem ekki heföi átt sér neitt fordæmi í sögu mann- kynsins og að ábyrgðin á þeim glæp, sem kostað hafi líf hundruð þúsunda, hvíli á herð- um Bandarík j ast j ómar, sem fyrirskipað hafi árásimar. Japansstjórn skyldug að greiða skaðabætur En þar sem í friðarsamningi 'im sem stjórn Japans gerði San Francisco við Bandarík- n og önnur vesturveldi eru á- kvæði, þar sem hún fellur frá öllum kröfum um skaðabætur af hálfu óvinaríkjanna í stríð- inu, ber henni skylda til að greiða þeim skaðabætur senn eiga um sárt að binda vegne kjarnorkuárásanna. f heil átta ár hefur dómstóii- inn fjallað um þetta mál, sagði prófessor Yasui, án þess að komast að nokkurri niðurstöðu, þótt ekki verði efazt um rétt- inæti skaðabótakröfunnar. Engu að síður frestaði dóm- stóllinn því einnig í þetta sinn að kveða upp úrskurð f málinu. Baruch harmar einnig að de Gaulle skilur ekki að öryggi Frakklands er ekki komið und- ir þvi að landið fái sinn eigin kjarnorkuher heldur hinu að öllum kjarnorkuvígbúnaði verði haldið í skefjum. Ilinn aldni stjómmálamaðijr heldur því fram að ef Frakkar fái kjarnavopn muni það hafa keðjuverkun í för með sér. Þeg- ar þeir fá kjamavopn, hví skyldu Þjóðverjar ekki-fá þau? Og þegar Þjóðverjar hafa þau, hvers vegna ekki ítalirnir? Hann telur að flestar þjóðir geti orðið sér úti um slík vopn ef þær beita sér að því af al- efli. „Höldum kjamorkukapp- hlaupinu áfram og við getum hætt að binda nokkrar vonir við framtíðina“, segir Baruch i lok yfirlýsingarinnar og skorar á alla aðila að reyna að koma vitinu fyrir de Gaulle. Fyrir skömmu setti Wells óperan I London Sadler á svið óperuna um borgina „Maha- gonny“ cftir Bert Brccht og Kurt Weiil. Er þetta í fyrsta sinn sem það fræga verk er sýnt óstytt í Bretlandi. f iokaatriðinu er brugðið upp myndum af nokkrum hinna „miklu manna“ heimsmál- anna. Óperan um „Maha- gonny“ var frumsýnd árið 1930 í Leipzig og varð naz- istum tilefni til uppþots. Chile framselur Nazistahershöfðinginn fyrr- verandi Walter Herman Eauff er staddur í Chile en í Vestur- Þýzkalandi hefur hann verið á- kærður fyrir að hafa myrt 90.000 Gyðinga í stríðinu. Vest- ur-Þjóðverjar hafa beðið um að fá hann framseldan en yfir- völdin í Chile neita að verða við þeirri bón. Ríkissaksóknari Chile hefur neitað framsalskröfunni á þeirri forsendu að framsalafresturinn sé 15 ár og þau séu nú liðin. Rauff var handtekinn i Punto Arenas 4. desember í fyrra. Hæstirétturinn í Chile mun að öllum líkindum fjalla um mál hans. . er ejn aðalstjarn- an í kvikmyndinni Jacques Demy (,,LoIa“) er að vinna að þessa stundina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.