Þjóðviljinn - 09.02.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.02.1963, Blaðsíða 12
bátarnir mínir róa í dag Skyldu Athafnasvið mikilla at- hafnamanna getur stundum víkkað og breikkað skyndi- lega og tekið á sig undarleg- ustu myndir. Litill kóngur eignast lítið þorp og ráðgast með það um áravís. Hann eignast allt í þorpinu og jörðina, loftið, húsaskjólið og atvinnutækin og sálimar fylgja meö í eins- konar kaupbæti. Föðurleg umhyggja myndast í kringum saumavélakaup og lóðaspursmál. Allt í einu eru slíkir menn kallaðir til hlut- deildar um stjóm landsins og gerast stjórnarmeðlimir í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sildarverksmiðju ríkisins og þaðan liggur leiðin til þess að stjórna heiminum, eignast hlutdeild í alþjóðlegu fjár- magni eins og Coldwater In- corporation í Bandaríkjunum og lítið þorp gleymist á hærri og víðari sviðum. Þennan dæmigerða feril hefur Sigurð- ur Ágústsson í Stykkishólmi. Verstöðvamar í kringum Stykkishólm eru nú að kafna undir atvinnu og allsstaðar er líf og f jör í tuskunum, f Stykkishólmi gerist hins- vegar sáralftið á athafnasvið- inu og hefur hin föðurlega útgerð legið í molum. Tveir bátar eru í eigu Sig- urðar Ágústssonar og heita Amfinnur og Svanur og er annar staddur í slipp á Akra- nesi og hinn hefur legið upp á punt í Stykkishólmi til skamms tíma. Hvorugur þessara báta var á síldarvertíð í sumar og enn- þá ekki hreyfzt í vetur og varla náði skápshöfn beggja að pissa í saltan sjó á siðustu ver- tíð. Það má segja, að útgerð- aráhugi Sjálfstæðisflokksins kristallist í þessari báglegu mynd. Bátamir afla ekki og þess vegna hefur frystihúsið á staðnum lítið að geraoger þó maðurinn nákunnugur frysti- húsarekstri. Vestur í Bandaríkjunum getur þó skotið upp kollinum rauðbirkinn maður í andliti og ábúðarmikill í sjón innan um fjármálajöfra heimsins i snoturri kokkteilveizlu og snú- ið sér til dæmis að gimsteina- klæddri og ríkri ekkju og horft íbygginn upp í loftið og sagt: „Skyldu bátamir mínir róa í dag“. Laugardagur 9. febrúar 1963 — 28. árgangur — 33. tölublað. Launatilboð ríkisstjórnarinnar Sumum dger- legu gleymt Q Tillögur ríkisstjómarinnar um launahækkun til opinberra starfsmanna hafa vakið mikla athygli og eru opinberir starfsmenn ihaldið sýnir íbúum Höfðaborgar hug sinn Á fundi borgarstjómar Reykjavíkur s.l. fimmtu- dag flutti Alfreð Gíslason eftirfarandi tillögu: „Borgarstjóm ákveður að láta reisa baðhús með kerlaugum og steypiböðum til sameiginlegra af- nota fyrir íbúa Höfðaborgar.“ Þessari sjálfsögðu tillögu vísaði íhaldsmeirihlut- inn frá á þeirri forsendu „að íbúunum væri ekki gerður neinn greiði með því að reisa slíkt baðhús“. Tillögur ræddur Mikil fundahöld eru nú að hefjast hjá samtökum opin- berra starfsmanna. Kjararáð hélt fund í gær til þess að ræða um tillögur ríkisstjóm- arinnar, og búizt er við að launamálanefnd komi saman um helgina, en í henni eiga sæti fulltrúar frá öllum fé- lögum innan B.S.R.B. Haraldur Steinþórsson, starfs- maður B.S.R.B., skýrði Þjóð- viljanum frá þessu í gær. Kvað hann skrifstofu B.S.R.B. þegar hafa haft sambönd við fjölmarga starfshópa innan samtakanna og virtust niður- stöður manna mjög á eina lund, að tillögur ríkisstjóm- arinnar væru algerlega óvið- unandi. Bruni í Kald> aðarnesi 1 fyrradag kviknaði í bragga, sem er áfastur við gamla íbúð- arhúsið í Kaldaðamesi og brann hann til kaldra kola. Með snarræði slökkvjliðsins á Selfossi tókst að bjarga íbúðar- húsinu, sem er tvílyft timbur- hús. f bragga þessum var matskáli. eldhús og svefnstaður verka- manna og var hann aðallega í notkun á sumrum. Eigandi Kaldaðarness er Jör- undur Brjmjólfsson fyrrverandi alþingismaður og býr hann þarna búi sínu í hárri elli. Tilfinnanlegt tjón varð þama á innanstokksmunum, sem voru lágt vátryggðir. Féll niður af vinnupallí Um klukkan 1.30 í gær varð það slys við húsið Meistaravelli 23-27 að vinnupallar biluðu ut- an á þriðju hæð hússins og féllu niður. Á pöllunum voru tveir menn að vinnu og féll annar þeirra niður með pöllunum. Var hann fluttur í slysavarðstofuna. Hafði hann fengið áverka á and- lit og kvartaði um eymsli í baki. f stuttri framsöguræðu fyrir tillögunni minnti Alfreð á að það þætti sjálfsagður hlutur núorðið að hverri íbúð fylgdi bað og sama hefði raunar gilt fyrir 23 árum er Höfðaborgaríbúðimar voru reistar. Þáverandi meirihluti í bæjarstjórn taldi þó ekki á- stæðu til að veita íbúum Höfða- borgar þessi sjálfsögðu heilbrigð- is- og hreinlætisskilyrði. íbúðir þessar áttu upphaflega aðeins að vera bráðabirgðahús- næði fyrir fátækt fólk og hús- næðislaust en þær eru ennþá í notkun eftir 23 ár, þótt þær séu að ýmsu leyti í flokki heilsu- spillandi húsnæðis, sagði Alfreð. Hefur íhaldsmeirihlutinn í borg- arstjóm tvívegis vísað frá á síð- ustu áram tillögum um að taka þessar íbúðir úr notkun smátt og smátt og er ekki annað að sjá en þær verði enn í notkun í næstu framtíð. Alfreð benti á, að Höfðaborg væri á okkar mælikvarða stórt fátækrahverfi, því að þar væru a.m.k. 100 íbúðir með nokkrum hundruðum íbúða eða álíka mörg um og í litlu þorpi. í tillögu sinni væri aðeins farið fram á að borg- in gerði litla úrbót á aðbúnaði þeirra sem þar eiga heima og yrðu þessar framkvæmdir ekki talin mikil fórn af hálfu bæjar- félagsins. Borgarstjóri hafði orð fyrir meirihlutanum og lýsti því-oem sinni skoðun að fbúum Höfða- borgar væri ekki gerður neinn greiði með því að reisa slíkt baðhús fyrir þá. Taldi hann að það myndi kosta 800 þúsund til 1 milljón króna og væri nær að verja því fé til þess að reisa íbúðir. Sagði hann að íbúar Höfðaborgar gætu notað Baðhús Reykjavíkur eða böðin í Hafnar- búðum og Sundlaugunum, sem hvergi nærri væru fullnotuð, en þó viðurkenndi hann, að erfitt NÝJU DEHII 8/2. Indverski fíjrsætisráðherrann Jawaharlal Nehru lýsti því yfir i dag að heimsmynd'in eins og hún hefði litið út í kalda stríðinu væri nú að breytast, og hefði sýnt sig að hlutleysisstcfna Indvcrja hefði verið rctt. Sagði hann að þjóð sín yrði a* fas* virt þessa stefnu. væri fyrir lasburða fólk að sækja þangað. Þá sagði hann, að Höfða- borgaríbúðimar væra notaðar til þess að rýma braggana og yrðu væntanlega lagðar niður er þeim hefði verið útrýmt. Taldi hann tillögu Alfreðs algerlega óþarfa og flutti frávísunartillögu við hana. Alfreð talaði aftur og sagði að borgarstjóri hefði ekki fært fram nein haldbær rök fyrir því að vísa tillögunni frá og væri slík afgreiðsla til vansæmdar. Kvaðst hann hafa haldið að borgar- stjómarmeirihlutanum væri orð- ið það Ijóst að það væri til skammar fyrir borgina að hafa hundrað heilsuspillandi íbúða eins og Höfðaborg, Pólana og Bjamarborg í eigu sinni en það væri ekki að sjá af ræðu borgar- stjóra að svo væri. Spurði hann borgarstjóra, hve lengi borgar- stjómarmeirihlutinn hyggðist láta Höfðaborgaríbúðimar standa sem mannabústaði og hvort nokkrar ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess að útrýma þeim. Hafði borgarstjóri ekki nein frekari svör á reiðum höndum en þau að þær yrðu teknar úr notkun þegar bröggunum hefði verið út- rýmt, en það hefur staðið fyrir íhaldinu til þessa og gerir enn. Að umræðunum loknum var frávísun borgarstjóra samþykkt með átta atkvæðum gegn fimm, Óskar sat hjá. Uobert B. Moui almennt mjög óánægðir með, hve skammt þar er gengið til móts við kröfur þeirra. Stöku starfshópar fá að vísu dálitlar leiðréttingat sinna mála samkvæmt tillögum þessum en öðrum virðist hins veg- ar gersamlega gleymt eða þeir ekki virtir þess að kröfum þeirra sé að neinu sinnt. Sem einstakt dæmi um þetta skal það nefnt, að i gær var Þjóðviljanum bent á eftirfarandi atriði: £ Tollritarar I. stigs, verzlunarskólamenntaðir með 3—10 ára starfsaldur að baki ættu samkvæmt launatillögum ríkisstjórnarinnar að fá kr. 6800.00 í mánaðarlaun. Núverandi kaup þeirra er hins vegar kr. 6783.00 á mánuði. Hækkunin yrði því aðeins 1.9 prómiUi eða kr. 13.00 á mánuði. Innheimtumaður tollstjóra hefur nú kr. 5858.00 á mánuði en myndi samkvæmt tillögunum fá kr. 5750.00 eða lækka í launum um kr. 108.00 á mánuði sem samsvarar 1.9% kauprýrnun. I þessu tilfelli er einniig miðað við þriggja til tíu ára starfsaldur. Aðulfundur VBSF Þróttur huldinn sl. sunnudug Alexandrof Sendiherra flyt- ur fyrirlestur A. Alexandrof, sendiherra Sov- étríkjanna á Islandi, flytur fyr- irlestur á morgun, sunnudag, um meginreglur friðsamlegrar sam- búðar í utanríkisstefnu Sovétríkj- anna. Fyrirlestur þessi er haldinn á vegum Menningartengsla Islands og Sovétríkjanna og hefst klukk- an 5 síðdegis í fundarsalnum Þingholtsstræti 27. Bandaríkin hefna sín á Ceylon WASHINGTON 8/2. Bandaríkja- stjóm hefur ákveðið að stöðva alla efnahagsaðstoð við Ceylon. Ástæðan er sögð sú að Ceylon- búar hafa ekki greitt bandarísk- um auðhringjum skaðabætur fyr- ir eignir ýmsar sem þeir hafa lagt halda á. I fyrra þjónýtti Ceylonstjórn 83 olíustöðvar sem vora í eign bandarísku olíufé- laganna ESSO og Caltex. Síð- an hafa átt sér stað samninga- viðræður milli deiluaðila en eng- an árangur borið. Sunnudaginn 3. febrúar s. 1. var hald'inn aðalfundur VBSF Þróttar í Reykjavík. Formaður félagsins, Einar ög- mundsson flutti skýrslu stjómar og kom þar m.a. fram að á ár- inu hafði félaginu verið úthlut- að lóð við Borgartún undir fram- tíðaraðsetur fyrir starfsemi sína. Era byrjunarframkvæmdir fyrir- hugaðar á vori komarjda. Skuld- laus eign félagsins var um s. 1. áramót kr. 1.263.792.98 og hafði aukizt á árinu um kr. 246.696.08. A fundinum var lýst stjómar- kjöri en stjómarkosning fór fram dagana 26-27. janúar og tóku þátt í henni 98,4% félagsmanna Nú- Búnaðarþing sett í dag 1 dag klukkan 10.30 árdegis verður Búnaðarþing sett í Góð- templarahúsinu og hafa fulltrúar utan af landi verið að koma til bæjarins síðustu daga. Reikning- ar félagsins frá fyrra ári og fjár- hagsáætlun næsta árs verður fyrst til umræðu. Nokkrar breyt- ingar hafa verið á vali fulltrúa frá síðasta þingi og ný andlit munu sjást á þingbekkjum. verandi stjóm skipa eftirtaldir menn: Formaður Einar ögmundssom varaformaður Ásgrímur Gíslason, ritari Gunnar S. Guðmundsson( gjaldkeri Bragi Kristjánsson, meðstjómandi Ari Agnarsson. — Varastjóm: Guðmundur Kr. Jós- efsson og Baldur Karlsson. Ný kjörbúð á Húsavík Húsavík í gær. — Tíðarfar í jan- úar var ágætt og afli sæmilegur eftir því sem hér gerjst á þessum árstíma, en veður hefur verið rysjótt í febrúar og afli fremur tregur enda ekki farið eins langt út og áður. Heilsufar hefur ver- ið sæmilegt og mislingar þó nokkuð útbreiddir og komið harðast niður á bömum, en hafa þó ekki reynzt mannskæðir. K.Þ. opnaði síðastliðinn laugardag járn- og glervöruverzlun eftir gagngerar endurbætur og er hún rekin með kjörbúðarsiiiði og hin vistlegasta. Áætlað er að breyta aðalverzlunum félagsins f þetta horf og kemur þannig til við- bótar nýlendu- og kjötbúð. Rauðmagi er lítillega farinn að veiðast og bætir Húsvíkingum matarlyst. — Bubbi. Bundurikjumenn skiptu um hernúmsstjóru á Islundi Bandaríska hernámsliðið á Is- landi hefur tilkynnt, að núver- andi yfirmaður liðsins Róbert B. Moore aðmíráll verði leystur frá störfum í næsta mánuði, 16. marz n.k., en við starfi hernámsstjór- ans taki Paul D. Buie aðmíráll, sá sem var fyrir flotadeild þeirri. er hingað kom í fyrrasumar. Róbert B. Moore, sem verið hefur hemámsstjóri á íslandi síðan á árinu 1961, mun taka við yfirstjórn flotadeildar á vestan- verðu Kyrrahafi, er hann held- ur héðan. Eftirmaður hans, Paul D. Buie, er 53 ára gamall og hefur verið í bandaríska flotan- um frá tvítugsaldri. Hann barð- ist á Kyrrahafsvígstöðvunum t heimsstyrjöldinni síðustu; hlaut margvísleg heiðursmerki fyrir framgöngu sína, segir í frétt sem Þjóðviljanum hefur bnrwt ,,m hemámsstjóraskiptin. Paul D. Buie

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.