Þjóðviljinn - 10.02.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.02.1963, Blaðsíða 1
Sunnudagur 10. febrúar 1963 — 28. árgangur — 34. tölublað. Brýnasfa verkefni íslenzks afvinnulifs í matvælaframleiðslu fullvinnsla íslenzkra hráefna • Á síðasta ári nam sjávarafli íslendinga rúmum 800 þús. tonnum, og er það um 33% aukning frá því sem verið hefur undanfarin ár, en þá hefur aflinn verið 500—600 þús. tonn. • Unnt er að margfalda verðmæti þessa afla með fullvinnslu innan- lands og skapa þannig grundvöll fyrir stórbætt lífskjör almennings. • Fullvinnsla innlendra hráefna til matvælaframleiðslu er því brýn- asta verkefnið, sem framundan er í íslenzku atvinnulífi. Á þetta benti Einar Olgeirs- son í raeðu sinni á Alþingi sl. mánudag, er rætt var um frum- varp hans um áætlunarráð. Sósíalistaflokkurinn og Alþýðu- bandalagið hafa um langt ára- bil barizt fyrir þeirri stefnu í atvinnumálum og flutt á Al- þingi frumvörp, sem miða að því að koma á fullvinnslu sjáv- arafla og landbúnaðarafurða innanlands. í 5.—6. hefti tíma- ritsins Réttar í sumar skrifaði Einar Olgeirsson m.a. grein er hann nefnir „Nokkur úrræði okkar“. Þar er enn ítrekuð nauð- syn þess að koma heildarstjórn á þjóðarbúskap íslendinga með því höfuðtakmarki, að „einbeita sér að því að koma á sem mestri fullvinnslu sjávarafurða og land- búnaðarafurða og annarra hrá- efna og afurða íslenzkra með það fyrir augum, að þjóðin megi4>síld. verða iðnaðarþjóð, er flytur framlciðslu sína fullunna úr landi. Samtímis skal efla þá at- vinnuvegi, er fyrir eru, og stuðla að uppkomu nýrra atvinnutækja, er ætla má að hafii heilbrigðan grundvöll“. Alhliða uppbygging innlendrar framleiðslu Til þess að ná þessu marki eru nauðsynlegar eftirfarandi ráðstafanir í íslenzku atvinnu- lífi: — fullnýtt sé afkastageta þeirra framleiðslutækja, svo sem skipa, hraðfrystihúsa o.fl., sem til eru, — komið verði upp víða um iand niðursuðu- og niðurlagn- ingarverksmiðjum fyrir fisk og r" | Limbó I Einnig er bent á fleiri atriði í umræddri grein Einars eins og t.d. meiri fullvinnslu land- búnaðarafurða, t.d. ullarinnar, aukin fiskrækt, efling skipa- smíða innanlands og áframhald- andi rafvæðing landsins. 33% framleiðslu- aukning s.l. ár Þegar litið er á þróun at- vinnulífsins undanfarin ár, sést bezt réttmæti þessarar stefnu. 1 ræðu sinni á Alþingi sL mánu- dag minnti Einar Olgeirsson á, að undanfarin ár hafa Islend- ingar aflað 500—600 þúsund tonna af fiski, en sl. ár komst aflinn í fyrsta skipti yfir 800 þúsund tonn, en það er um 33% aukn- ing framleiðshmnar, og skapar jafnframt grundvöll fyrir stór- Limbó er nýjasta nýtt hjá unglingun- um í höfu'ðstaðnum þótt margir festi- valfarar muni kannast við það frá heimsmótuniim. Ekki kemur mönn- limbó dans eða þrótt, en frá upp- runa þess er sagt á 8. síðu blaðsins í dag. Stúlkan sem þarna dansar limbó af mikilli list heitir Lára Arnórsdóttir, 15 ára og nemandi í Vogaskólanum. Áskorun Eftirfarandi tillaga var samþykkt ein- róma á fundi i Starfsmannafélagi Hiafnarfj. í gær: „Fundur haldinn í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar 9. febr. 1963 telur til- lögur ríkisstjórnar- innar um kjör op- inberra starfs- manna svo fjar- stæðukenndar og neikvæðar að þær feli í sér beina lít- ilsvirðingu við op- inbera starfsmenn og skorar á Kjara- ráð að standa fast á framkomnum til- llögum sínum um kjör opinberra etarfsmanna,” bætta afkomu almennings, ef rétt er á haldið. Af þessum 800 þús. tonnum voru rúmlega 400 þúsund tonn síldarafli, sem er mun dýrmæt- ari til vinnslu en t.d. þorskur, En einungis 40—50 tonn af síld- araflanum var verkað í salt, — eða rétt rúmlega einn tiundi hluti, — hitt fór allt í bræðslu. Fullnýting sjávar- aflans fyrsta skrefið Sú stórfellda tæknilega breyt- ing, sem orðið hefur í fiskveið- um okkar og þá einkum síld- veiðunum kallar á iðnvæðingu i matvælaframleiðslunni. Með því mætti ekki einungis stórauka síldarsöltun og framleiðslu á flakaðri síld og hraðfrystri, sem til þessa hefur verið flutt hálí- unnin úr landi. Brýnasta verk- efnið er að^ koma upp niður- iagingar- og niðursuðuverk- smiðjum fyrir síld og aðrar fisk- tegundir. Sú tilraun, sem gerð hefur verið á Siglufirði með fullviiiinslu síldar sýnir að við gctum verið fyllilega samkeppn- isfærir á því sviði. En síldin er talin bæði ljúffengari og kraft- meiri fæða en allar kjöttegund- ir, að undanskildu svínakjöti. Brýnustu verkefni íslenzks atvinnulífs Einar Olgeirsson benti að lok- um á, að það væri nú brýnna en nokkru sinni fyrr allan þann tíma, sem Sósíalistaflokkurinn og Alþýðubandalagið hafa barizt fyrir því, að sú stefna yrði tek- in upp í íslenzku atvinnulííi að fullvinna hráefnin innanlands, að fara mn á þessar brautir. En það er óhjákvæmilegt að ríkið hafi forgöngu um fram- kvæmd þessarar stefnu. Þær tillögur, sem felast í frumvarp- inu um áætlunarráð, fela því jafnframt í sér brýnustu verkefni sem við biasa í íslenzku at- vinnulífi í dag. ! Hér verða ( \ smlðuð 5 j stélskip Myndin hér að ofan er af Stálskipasmiðjunni hj. í Kópavogi, en það er nýtt fyrirtæki, sem í framtíð- inni mun taka að sér að smíða stálskip. stór og smá eða allt að 200 tonna. í húsinu hér að ofan mun verða hægt að smiða 200 tonna skip. Þetta mun vera önnur stálskipasmiðjan ut- an Reykjavíkur, en hin er við Arnarvog. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Þjóðarframleiésla vex-raunverulegt kaup lackkar Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra skrifar í gær grein í Alþýðublaðið um „laun og lífs- kjör“. ítrekar hann þar enn þá kenningu að „árlegur vöxtur þjóðarframleiðslu Islendinga hafi undanfarið verið 4% og jafngild- ir það því að framleiðsla hvers einstaklings hafi vaxið árlega Fyrírlestur um frið- samlega sambúð Orðsending til félaga í Eeykja- víkurdeild MÍR: I dag flytur sendiherra Sovétríkjanna A. Alexandrov fyrirlestur á vegum Reykjavíkurdeildar MlR í MlR- salnum í Þingholtsstræti 27 ki. 5 s.d. Fyrirlesturinn fjallar um meginreglur friðsamlegrar sambúðar í utanríkis- isstefnu Ráðstjómarríkjanna. Fé- lagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Kosningu í Múrara- félaginu iýkurídag 1 gær hófst kosning stjómar í Múrarafélagi Reykjavíkur og heldur hún áfram í dag kl. 1—10 e.h. Fer kosningin fram í skrifstofu félagsins að Freyju- götu 27. I kjöri eru tveir listar: A-listi, listi fráfarandi stjórnar. og er Einar Jónsson þar í for- mannsæti, B-listi, listi vinstn manna. Listi vinstri manna er þannig skipaður. Ragnar Hansen for- maður, Halldór Ásmundsson varaformaður, Bergsteinn Jóns- son ritari, Anton Gunnarsson gjaldkeri félagssjóðs og Iiafsteinn Sigurjónsson gjaldkeri styrktar- sjóða. Varastjórn: Jón Guðna- Gunnar Sigurbjömsson og Sal- var Kristjánsson. Trúnaðar- mannaráð: Matthías Jónsson, Svavar Vémundsson, Stefán Jónsson, Svavar Benediktsson, Sveinn Þorsteinsson og Eggert Kjartansson. Til vara: Höskuld- ur Þorsteinsson, Guðbrandur i Guðjónsson og Guðjón Benedikts- sos r. Vinstri menn! Fylkið ykkur fast um B-listann og sækið kosninguna vel! j Kjaradeilu | BSRB vísað I semiara í gær kl. 2 e. h. héldu Kjararáð BSRB og samn- inganefnd ríkisstjórnarinn- ar fund með sér og náffist ekkert samkomulag á fund- inum. Var ákveffið aff vísa deilunni þegar til sátta- semjara ríkisins. r m mt aii !■ iiiiin ■! m 1 í um 2%. Kenningar um að hægt sé að tryggja meiri kauphækk- un en 2% á ári „geta varia verið ætlaðar fólki, sem talið er vel gefið og vel menntað". Þessari athugasemd beinir ráð- herrann væntanlega til opin- berra starfsmanna, en hann er nýbúinn að leggja fram tillög- ur sem hann kveður jafngilda 15—16% meðalhækkun á kaupi þeirra og hækkun til einstakra starfshópa sem hann telur nema allt upp í 60%. I kenningu sinni virðist ráð- herrann þeirrar skoðunar að heildartekjum þjóðfélagsins sé réttilega skipt milli þegnanna og þar verði engu um þokað. En látum þá skoðun „jafnaðar- mannsins" liggja milli hluta og tökum tölur hans gildar að öðru leyti einnig. Samkvæmt þeim hefði þá raunverulegt kaup fyrir hverja vinnueiningu átt að geta hækkað um 2% á ári undanfarin 15 ár, þannig að kaupmáttur tímakaupsins lækkað um 30% á ^ærri nú en hann var 1947. Aliir vita að sú hefur ekki orðið raun- in, heldur hefur kaupmáttur timakaupsins lækkað um 30% tímakaupsins væri meira en 30% hærri nú en hann var 1947. All- ir vita, að sú hefur ekki orðið raunin, heldur hefur kaupmátt- ur tímakaupsins lækkað uni 30% á þessu tímabili. Almenn- ingur hefur orðið að tryggja sér hlut af sívaxandi þjóðarfram- leiðslu með því að leggja á sig miklu meira erfiði en nokkru sinni fyrr. Þessari herfilegu öfugþróun er hægt að breyta án þess að farið sé út fyrir þannrammasemþjóð- arframleiðslan markar. En til þess þarf þjóðfélagslegar ráðstaf- anir sem íhaldsmaðurinn Gylfi Þ. Gíslason spyrnir klaufum gegn.______________________ Fjárhagsáætlun Vest- mannaeyja 1963 Bæjarstjómin í Eyjum hefur nýlega gengið frá fjárhagsáætl- un ársins 1963. Heildarupphæð áætlunarinnar nemur 20,7 milljónum króna. Útsvör og aðstöðugjöld nema 16,3 míiffljónum króna. en það er 18,2% hækkun frá fyrra ári. Hækkun þessi stafar af al- meninri hækkun dýrtliðar. «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.