Þjóðviljinn - 10.02.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.02.1963, Blaðsíða 2
O SÍÐA L» ÞJÓÐVILJÍNN Sunnudagur 10. febrúar 1963 Suburla ndssfbo Fylgt úr hlaði Stjórn kjördæmisráðs Alþýöubandalagsins í Suðurlandskjördæmi hefur í samráði við rit- stjórn Þjóðviljans ákveðið að fá sérstaka síðu í blaðinu, þar sem birtar verða fréttir úr kjördæm- inu, greinar um málefni þess og fleira. Fyrsta Suðurlandssíðan hefur göngu sína í dag og er svo ráð fyrir gert, að hún birtist í blaðinu fram- vegis hálfsmánaðarlega, annan hvern miðvikudag. Okkur er það ljóst, að Suðurlandssíðan á líf sitt algerlega komið undir áhugasömum stuðnings- mönnum Alþýðubandalagsins í kjördæminu, þar sem við treystum á, að þeir sendi síðunni efni til birtingar. Stjórnin vill því heita á alla, sem þykir nokkurs vert um tilraun þessa að veita henni stuðning sinn með því að senda síðunni okkar sem allra fjölþættast efni, bæði fréttnæmt og fróðlegt, úr fortíð og nútíð og um framtíðarfyr' ætlanir. Myndir eru einnig sérstaklega vel þegnar til þess aö lífga upp á útlit síðunnar. Við heitum á alla þá sem bera hag og heill síns byggðarlags fyrir brjósti að bregðast nú vel við og setja fram skýrt og skorinort, hvað gengið hafi úrhendis á liönum árum og hvernig bezt veröi bætt fyrir gamlar syndir. Hér er tækifæri til þess að koma áhugamálum sínum á framfæri og vekja á þeim athygli. Hér skapast nýir mögu- leikar fyrir almenning í kjördæminu til þess að samhæfa krafta sína til baráttu og sóknar fyrir bættum kjörum; möguleikar til þess að knýja á um framkvæmdir ýmissa mála, sem valdhafarnir hafa látið liggja hjá garði og vilja hafa sem hljóð- ast um. Þó hér verði að sjálfsögðu fyrst og fremst fjall- aö um þau málefni, sem varða Suðurlandskjör- dæmi og fólkið, sem þar býr, viljum við vona að fleiri njóti góðs af og ekki þá sízt þeir, sem þar eiga til bernskustöðva að telja, en eru nú búsettir annars staðar. Þá væri vel, ef fréttir „að heiman“ mættu verða til þess að styrkja átthagaböndin. Stjórn kjördæmisráðs Alþýöubandalagsips í Suðurlandskjördæmi Bergþór Finnbogason Sigur&ur Stefánsson Björgvin Salómonsson. Leikfél. Vestmannaeyja fær2,5 m. kr. byggingarstyrk hátur á sjó Nú er þó svo ástatt, að þetta | leiikíélag hefur í rauninni hvergi ! höfði sínu að að halla. þar eð | allt samkomuhúsnæði staðarins „Bæjarstjórn Vestmannaeyja i er fyrst og fremst notað til ann- heitir Lcikfélagi Vestmannaeyia arra þarfa en leikstarfsemi. I 2,5 milljón króna byggingarstyrk, Um margra mánaða skeið að! l>esS að koma hér upp leik- undanförnu hefur Leikfélagið i hstar" og hlJomie.kasal, er tryggt leitað samstarfs við bæjarstjórn- verðI’ að menn.ngarfelog bæjar- ina um útvegun húsnæðis fyrir í ins og viðurkenndir aðkomnir starfsemi sína, en árangur varð hs^;™^_fr hé„f_1v,iía_ffna 01 lengst af enginn, enda ók bæj- arstjóri sér sífellit undan öllum raunhæfum lausnum málsins, j Fé þetta greiðir bæjarsjóður með endalausu skrafi um at-1 af höndum eftir því, sem fjár- hugun og öflun frekari upplýs- veiting í fjárhagsáætlun ákveð- inga. | ur hverju sinni og að fullu inn- Fyrir fundi bæjarstjómar an tíu ára’ aldrei örar en Vestmannaeyja hinn 25. jan. s.l. sem nemur afol,num by&ffingar samkomuhalds, að. Þetta er „Hvítingur", 8 lesta súðbyrðingur, sem Gunnar Marcl smíðaði í Dráttarbraut Vestmannaeyja fyrir Jón Gunnlaugsson á Gjábakka. „Hvitingur" fór á flot hinn 26. janúar sl. lá erindi Leikfélagsins um þetta mái. Ekki var það ætlun bæjar- stjórans að ta-ka jákvætt undir það þar fre-mur en fyrni daginn. En allir fjórir bæjarfulltrúar minnihlutans (Sigurður Stefáns- Upplýsingahornið Hér á síðunni munu af og til verða birtar ýmsar almennar upplýsingar varðandi byggðir Suðurlands. Ekki er þess kostur að verja til þessa miklu lesrými hverju sinni og verður þess freistað að iforðast af fremsta megni málalengingar í þessu sambandi og verður uppistaðan þvi skýrslur um staðreyndir. Karl Guðjónsson hefur tekið að sér að sjá um þetta upplýsingahorn og kveðst hann munu leita fanga um efni þessi í opinber heimildar- gögn. í dag er fjallað um fjárveitingar til vega á Suðurlandi á yfirstandandi ári. Heimild: Fjár- lög fyrir árið 1963. Til nýbyggingar þjóðvega eru þessar upp- hæðir veittar úr ríkissióði: Þús. kr. Suðurlandsvegur hjá Vík í Mýrdal ........ 110 Meðallands- og Landbrotsvegur ........... 250 Holtsvegur á Síðu ....................... 100 Suðurlandsvegur í Eldhrauni ............. 150 Rangárvallaiviegur efri ................. 150 Suðurlandsvegur hjá Affallsbrú ......... 200 Út-Landeyjavegur ........................ 50 Landvegur .............................. 200 Gunnarsholtsvegur ...................... 50 Ásvegur 150 Vaiilarvegur .......................... 40 Móeiðarhvolsvegur .................... 15 Árbæjarvegur ........................... 165 Suðurlandsvegur um Selfoss ............ 150 Laugardalsvegur ........................ 260 Sólheimarvegur .......................... 35 Grafningsvegur .......................... 75 Laugarvatnsvegur ..................... 150 Reykjavegur .......................... 130 Gullfossvegur .......................... 150 Þingvallavegur ........................ 200 Stokkseyrarvegur ........................ 50 Auk þess eru veittar 5.4 millj. kr. á fjárlög- um til samgöngubóta á landi. Úr þeirri upp- hæð fær Suðurland að sjállfsögðu eitthvert fé. Enn hefur ekkii verið ákveðið hvað mikið, né heildur íl hvaða vegi það rennur. Fé til almenns viðhalds þjóðvega er sér á parti og ekki með- talið í þessum uppl- eðum. Austurvegur fær sérstaka fjárveitingu, 2 miiillj. kr. af benzmskatti. kostnaði. Fjárveiting þessi er bundin því skilyrði. að bæjarstjóm Vest- mannaeyja samþykki fyrirkomu- lag byggingarinnar, hugsanlegan sameignarsamning Leikfélagsins við aðra aðila, er að bygging- unni kunna að standa, og að eignarhlutur Leikfélagsins í fyr- irhugaðri húscign falli til bæj- arfclagsins, ef Leikfélagið hættir störfum. Um framlag þetta verði gerð- ur nánari samningur milli Leik- félagsins og bæjarstjórnai-innar á grundvclli þessarar samþ. og vcrði þar m.a. kveðið á um beztu-kjara rétt allra leik- og tónlistarfélaga bæjarins um notkun hússins. Tjllaga þessj var samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum (atkvæð- um tillögumannanna fjögurra og Gísla Gíslasonar S.). Leikfélagið leitar nú eftir sa-m- starfi við Oddfellowregluna í Eyjum um eignarhald á sam- komusal í byggingu, sem fyrir- hu-guð er við Sólhlið, en Odd- felliowar hafa keypt þar hús- eignina Litla-Hvamm til að tryggja sér þarna nothæfa sam- komuhússlóð. Og er þess nú að vænta að úr rætist um húsnæði fyrir menningarfélög Eyjanna áður en langt líður. Leikfélag Vestmannaeyja hefur fengið loforð fyrir 2,5 milljón króna byggingarstyrk frá bæjar- sjóði Vestmannaeyja til þess að koma upp húsnæði fyrir starfsemi sína, en leikfélagið hefur löngum verið á hrakhólum í þessum efnum. Leikfélag Vestmannaeyja erlson og Kai'l Guðjóns-son Alþbl., rösklega hálfrar aldar gamalt, cnj Sigurgeir Kristjánsson F., og vitað er að - leiksýpipgar hafa Magnús Magnússon Alþfl.) báru tíkazt í Eyjum um hundrað ,ára skeið. þá fram eftirfarandii tiUögu til lausnar húsnæðisvandamáls Leikféliagsins og annarra menn- ingarf élaga V estmannaey j abæj - ar: eigi forgangsrétt Eiríkur Þorsteinsson, Lang- holtsvegi 158, verður borinn til moldar í Fossvogi á morgun. Eiríkur var fæddur að Sand- felli í öræfum 10. júlí 1893 og lézt 2. þ.m. Eiríkur var Skaft- fellingur að ætterni, sonur Þor- bjargar Eiríksdóttur og Þor- stelns Þorsteinssonar. Harm ólst upp á Skaftafelli í öræfum. Á æskuárum Eiríks var ekkert skólakerfi komið á laggimar en hann naut þeiri-ar fræðslu sem þá tíðkaðist að veita börnum á heimilum í öræfum, og mun það vegarnesti er hann hlaut á æskuárunum hafa reynzt hon- um drjúgt, einkum sá félags- og samhjálpar-andi er hann vandist sem óskráðum lögum. Ungur mun hann hafa farið til sjós á vetrum og alfarinn fór hann úr öræfum 24ra ára og litlu síðar giftist hann eft- irlifandi konu sinni, Ingigerði Þorsteinsdóttur frá Hrafntóft- um í Rangárvallasýslu. Þan settust að í Keflavík; varð þeim fjögurra barna auðið, og eru þrjú lifandi. Ekki festi Eiríkur yndi I Keflavík, mun hafa þótt félags- andi á lágu stigi á þeim stað. Hingað til Reykjavíkur fluttist hann 1927 og gekk þá þegar í Dagsbrún og tók þegar þátt £ félagsstörfum og baráttumálum Dagsbi'únar og reyndist bar giftudrjúgur liðsmaður. Hann var einn þeirra liðsmanna sem Dagsbrún á gengi sitt mest að þakka. Á þeim árum varð hann að gjalda afstöðu sinnar i Dags- brún og róttækni í skoðunum, en engum mun hafa verið fjarri en Eiríki að láta slíkt hrekja sig frá þeirri stefnu er hann taldi rétta. Eiríkur var Islendingur í þess orðs beztu merkingu og vildi ekki afsala til neinnar þjóðar efnahagslegu né stjórnarfars- legu sjálfstæði Islands. I við- .tali sem...birtist við hann í Þjððviíjántim 'á 1 s.l: áútnri' þar sem m.a. er rætt um Varð- berg, félag það er m.a. var ætl- -að það hlutverk að vinna að því að leggja Island undir Efnahagsbandalagið taldi hann að sú efnahagslega yfirdrottn- un sem þar væri stefnt að yfir smáþjóðum mundi aldrei stand- ast lengi og sagði m.a.: „Maður á aldrei að vera svartsýnn. Það lengir lífið að vera bjartsýnn. Heimurinn vitkast, og við, al- menningur á íslandi líka. Stríðshótanir, efnahagsþving- anir, arðrán, yfirgangur og kúg- un nær aldrei tökum á heimin- um til lengdar. Það hrynur. Það getur vel verið að ég verði bú- inn að setja upp tærnar þá, en það verður samt ekki langt þangað til, — sannaðu það“. Vinnufélögum sínum verður Eiríkur lengi minnisstæður vegna óvenju skarpra gáfna og víðsýni. Það kom bezt fram í hópi vinnufélaga hve víðlesinn og minnugur hann var, enda var hann mjög vinsæll á vinnustað, skemmtinn og glað- vær og hafði sérstakt lag á því að koma vinnufélögum sín- um í gott skap þegar erfiðast var og mest á reyndi. Ejríki Þorsteinssynj getum við bezt þakkað samfylgdina með auknu starfi fyrir stefnu hans, fyrir málstað alþýðunnar. Vinur. a Um hádegi í fyrradag varð eldur laus í verkstæði á vist- heimilinu á Litla Hrauni og brann það tiil kaldra kola. Tjón varð á bifreið, verk- færum og innanstokksmunum. Vistmenn gengu vasklega að siiökkvistarfi auk slökkviliðs frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Sel- fossi og tókst að verja nærliggj- andi hús. Verkstæðið var vá- tryggt. Þá kviknaði á dögunum í Fiskimjölsverksmiðjunni á Eyrar- baikka og einnig brann í Kald- aðarnesi. Hefur verið eldasamt á þessum slóðum. síðus.tu daga. Sendið Suðurlands- siðunni efni Efni til birtingar á Suður- Iandssíðunni má senda til stjórnarmeðlima í kjördæma- ráði Alþýðubandalags'ins eða beint til Þjóðviljans, merkt: Suðurlandssíðan, c/o Þjóðvilj- inn, Iteykjavík. SilU ÍIÍIIISTAl LAUGAVEGI 18^- SÍMI 1 9113 ÍBOÐ öskast 5—6 herb. ibúð á hæð með allt sér óskast í skjptum fyrir raðhús. Einbýljshús óskast á íögr- um stað. Mikil útborgun. HÖFUM KAUPENDUR að flestum stærðum jbúða. Miklar útborganir. Einnig kaupanda að rað- húsj. Mjkil útborgun, TIL SÖLU 4 herb. hæð i Högunum. 3 herb. íbúð í Norðurmýrj. 2 herb. ný risíbúð 70 ferm. i Gerðunum. í ÖLAFSVÍK 3 herb. stór og glæsileg ný íbúð á neðrj hæð í tví- býlishúsi, allt sér *— Laus nú þegar. mjög hagkvæm- ir skilmálar ef samið er strax AKRANES Til sölu 5 herb. mjög góð íbúð, laus nú þegar. Verð og útborgun mjög hag- kvæmt. Einnig 2 herb. íbúð á jarð- hæð með góðum. kjörum. Hafið samband við okkur ef þið þurfið að selja eða kaupa fasteigruir. » 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.