Þjóðviljinn - 10.02.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.02.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 10. febrúar 1963 í» J ÓÐ VIL JINN SÍÐA 3 Aluminium - Ódýrt - Gott Sléttar plötur 1x2 metrar Þykkt 0.6 mm. Þykkt 1.0 mm. Þykkt 1.2 mm. Þykkt 1.5 mm. kr. 74,15 fermetri kr. 117,00 fermetri ' kr. 137,00 fermetri kr. 172,00 fermetri Prófílar - Rör -Stengur Hamraðar plötur 60 x 280 cm kr. 282.— platan. Laugavegi 178 Sími 38000 Sím virkjanemar Landssíminn getur tekið nokkra nemendur í símvirkj- un (síma- og radíótækni). Umsækjendur skulu hafa lok- ið gagnfræðaprófi eða öðru hliðstæðu prófi og vera fullra 17 ára. Gera má ráð fyrir að umsækjendur verði prófaðir { dönsku, ensku og reikningi. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist póst- og símamálastjóminni fyrir 25. febrúar 1963. Nánari upplýsingar fást í síma 11000. Byltingarmenn segjast hafa skotið Kassem og mág hans BEIRUT 9/2. — 1 morgun höfðu byltingarmennirn'ir í Irak höfuð- borgina algjörlega á sínu valdi. Hinsvegar hafa ekki fengizt ör- uggar sannanir um afdrif Kass- ems forsætisráðherra. Segja bylt- ingarmenn að hann hafi fundizt með Iífi í rústum byggingar land- varnaráðuneytisins og hafi hann verið skotinn. Á hinn bóginn fullyrðir útvarpið í ísrael að hann sé enn á Iífi og undirbúi gagnsókn gegn uppreisnarmönn- um. Arabalönd Viðurkcnna stjórnina Nokkrar ríkisstjómir hafa við- urkennt stjóm byltingarmanna. Þar á meðal eru ríkisstjómimar í Egyptalandi, Jemen, Alsír og Kuwait. Er viðurkenning Nass- ers talin vera enn ein sönnun- in á samstöðu hans og uppreisn- armannanna. Samkvæmt fréttum frá AFP- Sængur Endumýjum gömlu sængum- ar, eigum dún- og fiður- held ver. Dún- og fiðurhreinsun Kirkjuteig 29, sími 33301. fréttastofunni mun Srft'étstjórnin hafa í hyggju að viðurkenna hina nýju valdhafa í Irak bráðlega. Hinsvegar munu vesturveldin ekkert hafa ákveðið í þeim efn- um. Samkvæmt tilkynningum frá byltingarmönnunum hafa þeir tekið um 600 hermenn úr liði Kassems til fanga. Enn er ekki vitað með vissu hve margir hafa látið lífið eða særzt í átök- unum í gær. Utvarpið í Bagdad hefur skorað á alla lækna í borg- inni að taka þegar til starfa á sjúkrahúsunum. Er það talið þenda til þess að enn ríki ekki fullkomin ró í borginni. Fregn- ir hafa borizt um átök og spreng- ingar í Bagdad en þær fréttir eru ekki staðfestar. Aref þakkar Nasser Bagdad-útvarpið skýrði frá þvi í dag að herforingjar sem Kass- em setti af hafi aftur tekið við stöðu innan hersins. Nöfn 24 slíkra manna voru nefnd. Utvarpið flutti Nasser Egypta- landsforseta kveðju frá Aref, hinum nýskipaða forseta í Irak Þakkar Aref Nasser fyrir drengi- legan stuðning. Með skömmu millibili skorar útvarpið á þegnana að vinna með lögreglunni og hemum við að berja niður andstöðu gegn byltingunni. Útvarpið minnir á að útgöngubannið sé enn í gildi en allir séu frjálsir ferða ti1 vinnustaða og fá þeir sem á þurfa að halda sérstök vegabréf í þessu skyni. Frá Amman þerast þær frétt- ir að yfirvöldin í Jórdan hafi herlið sitt reiðubúið til átaka. Hefur Hussein konungur haldið margar ráðstefnur með ráðherr- um sínum og herforingjum um gang mála í Irak. Kassem skotinn Kaíró-útvarpið skýrði frá þvi í dag að Kassem forsætisráðherra hafi verið tekin af lífi. Var Bag- dad-útvarpið borið fyrir þessari frétt. Samkvæmt henni var Kassem skotinn ásamt mági sín- um Fadel Abbasbod Mehdawi, en hann var yfirmaður herréttar- ins, sem dæmdl menn þá, sem þátt tóku í hinni misheppnuðu uppreisn gegn Kasscm árið 1958. Kaíró-blaðið AI Ahgam sagði í dag, að byltingin í írak sé mik- ið áfall fyrir stjómarvöldin í Sýrlandi og Jórdan. Blaðið Alg- umhouria l'llyrðið að með bylt- ingunni sé bundinn endir á ítök vesturveldanna í Mið-Asíulönd- um og áníðsla þeirra á Aröbum. Afturhaldsstjómimar munu líða undir lok, segir blaðið. Til sölu Vegagerð ríkisins hefiur ákveðið að selja nokkrar bifreið- ar ökufærar og óökufærar. Einnig rafsuðuvél, vökva- krana og kranabifreið. — Tæki þessi verða til sýnis i birgðageymslu Vegagerðar ríkisins við Grafarvog frá kl. 1—4 n.k. mánudag og þriðjudag. Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora Ránargötu 18, fyrir kl. 2 e.h. miðviku- daginn 13. febrúar. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS. Framkvœmdastiórasiarf Framkvæmdastjórastarfið við Kjötbúð Siglufjarðar, Siglu- firði er laust til umsóknar nú þegar. Umsóknir, ásamt kaupkröfum og upplýsingum um fyrri störf sendist til Kaupfélagsstjóra Kf. Austur-Skagfirðinga, Hofsósi. Geirmundar Jónssonar, eða starfmannastjóra Sambands ísl. samvinnufélaga, Jóns Amþórssonar Mýtt í Dimmalimm Kínverskar postulínsvörur (antik) KERTASTJAKAR „Pung che“ tímabilið. VASAR „Tao kwang“ tímabilið DISKAR „Tao kwang“ tímabilið SKÁLAR „Tao kwang“ tímabilið DIMMALIMM Aðalstræti 9, 2. hæð HEFI FLUTT verkstæði mitt úr Tryggvagötu 6 í Verbúð 4. KONRÁÐ GÍSLASON kompásasmiður, sími 15475. Heildverzlunin Hekla h.f., sími 11275, t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.