Þjóðviljinn - 10.02.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.02.1963, Blaðsíða 6
 g SlÐA ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. febrúar 1963 Tuttugu ár liðin frá úrsfítaorustu heimsstyrjaldarinnar s vegna stöðvuðum ýzka herínn Viðtal við Sjúíkoff marskálk, sem stjórnaði vörn Stalíngrads Fyrlr tuttugu árum, 2. febrúar 1943 klukkan 16, sendi yfirmaður sov- ézku herjanna á Donvígstöðvunum, Rokossovskí hershöfðingi, Stalín eft- irfarandi símskeyti: „í samræmi við fyrirskipanir yðar hafa hersveitirnar á Donvígstöðvunum gersigrað og gereytt óvinahernum við Stalíngrad. Þar sem hinu umkringda óvinaliði hefur verið tortímt, er lokið vopnaviðskipt- um í Stalíngrad og umhverfi hennar“. Tveimur dögum áður hafði von Paulus marskálkur gefizt upp fyrir sovéthernum í kjallara verzlunarhúss- ins Univermag í Stalíngrad, en von Manstein reynt að bjarga sér á flótta í áttina til Donfljóts með leifar fjórða skriðdrekahersins. Orustunni um Stalíngrad sem staöiö haföi frá því í lok ágústmánaðar 1942 fram í lok janúar 1943 var lokiö. Þjóöverjar höfðu misst í henni samtals yfir 300.000 manns, vopn og önnur hergögn tveggja herja, sjötta hersins og fjóröa skriödrekahersins og þar höfðu aðrar sextán herdeildir úrvalsliös feriö í súginn. Af hinu innikróaða liði höfðu 100.000 verið teknir hönd- um, þaraf 2500 herforingjar, 23 hershöföingjar og einn marskálkur. Hundruö flugvéla nazista voru skotin nið- ur þá fimm mánuöi sem bardagarnir stóöu. í rústum borgarinnar fundust lík 147.000 Þjóöverja og 47.000 sovézkra hermanna. í fyrsta sinn frá upphafi stríösins voru hersveitir Hitlers komnar á undanhald. Þáttaskil voru oröin. Stal íngrad sem Hitler ætlaöi aö veröa gröf síðustu vona Sovéts, varð í staðinn upphaf ósigurs Þriðja ríkisins. Orustan um Stalíngrad hafði í rauninnii hafizt þegar í mið.i- um ágúst, þagar hersveiti r Hitlers höfðu brotið á bak aft- ur andstöðu sovéthersins við Don og hófu sókn sína áleiðis tiil Volgu. 12. septamber fóru þeir Ere- ménko hershöfðingi, yfirmaður hersins við Staiíngrad, og Krústjoff hershöfðingi. fulltrúi í stríðsráðinu þar, eftir tilvisun yfiherstjómafinnar fram á það við Vassili Sjúílkoff hershöfð- ingja, að hann tæki við stjóm 62. herdeildarinnar. og fólu honum jafnframt að verja Stal- íngrad til hinzta manns. Tveimur dögum siíðar hófu Þjóðverjar ofsalega sókn í átt til Stalíngrad og tefldu fram beztu herdeildum sínum, 500 skriðdrekum, 400 flugvélum og um þúsund fallbyssum. Sveit- ir úr skriðdrekaher þeirra sóttu fram þar til þær áttu aðeins eftir 800 metra að aðal- stöðvum stjórnar 62. herdeild- arinnar. öðmm tókst að kom- ast að fljótsbakkanum um stundarsakir. Þær voru hrakt- ar aftur, en hófu gagnsókn daginn eftir og þannig gekk það í 143 daga án nokkurs af- láts. Hinir sovézku hermenn og óbreyttu borgarar sem stóð- ust þessar árásir og börðust stræti úr stræti. hús úr húsi, dag og nótt í þessari mestu orustu veraldarsögunnar höfðu að vígorði: „Hinum megin Volgu er okkur ekk'i búið land.“ 4. febrúar 1943 ávarpaði Krústjoff hershöfðingi með Sjúíkoff sér við hlið hermenn og óbreyta borgara, sem kom- izt höfðu lífs af, á aðaltorgi 12. febrúar n.k. fæddist skammt frá Túla í Moskvuhér- aði. Hann ber enn í öllu fari sínu svip bóndans, einn þeirra sögufrægu herforingja sem komu úr sveitum Rússlands í byltingunnii og fengið hafa allan sinn þroska undir sovét- stjórn. Hann gerðist sjálfboðaliði í Rauða hemum átján ára gam- all, herfylkisstjóri varð hann niítján ára, fyrst í baráttu við hvítiliða Koltsjaks, síðan á pólsku vígstöðvunum. Hann Sjúíkoff. Æðstaráði þeirra, en þrátt fyr- ir allar vegtyllur er hann maður yfirlætislaus, hreinn og beinn. Við spyrjum hann: „Hvernig stóð á því að sókn Þjóðverja stöðvaðist við Stalíngrad, en ekki annars staðar? Einmitt þá, en hvorki fyrr né síðar? Hvaða hierstjórnarbrögðum var beitt tiT þess að við Stalíngrd réðust úrslit síðari heimsstyrjaldar- innar?“ Sverrir Kristjánsson: Rœður og riss ...víst er um það. að í þessari bók er meira af skáldlegum tilþrif- um en í öllu ævistarfi ýmissa þeirra manna sem íslendingar hafa látið komast upp með að kalla sig skáld.“ Jónas Árnason (Þjóðviljinn) Verð ób. kr. 200,00. ib. kr. 240,00. HEIMSKRINGLA Myndin er tekin í affalstöðvum 62. herdeildarinnar scm bar hita og þunga varnarinnar í Stal- íngrad. Frá vinstri: Krylenko liershöfffingi, formaður herdeildarráffsins, Sjúíkoff hershöfffingi síff- ar marskálkur, yfirforingi herdeildarinnar, Gúrkoff hershöfðingi og Itodintséff hcrshöfðingi. Fyrri Stalingrads, meðan tugir þús- unda þýzkra fanga, særðra og aðframkominna, héldu yfir ís- inn á Volgu. Þetta gerðist fyrir tuttugu árum. Þessa dagana þegar minnzt er sigursins við Staliin- grad fórum við fram á og fengum viðtal við einn höf- uðsmið sigursins yfir berjum nazista. Vassili Sjúíkoff. mar- skálkur Sovétríkjanna, fyrsti varalandvarnaráðherra og yf- irmaður sovézka landhersins. tók á móti okkur í skrifstofu sinni. Sjúíkoff sem verður 63 ára gekk í kommúnJistaflokkinn 1920 og lauk við nám í her- skólsanum fáum árum eftir lok b orgarastríðsins. Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst var hann staddur íl Kína, þá hernaðarráðunautur Sjang Kajséks. Hann var kvaddur heim í maí 1942, var útnefndur herstjóri og tók þátt í vamar- baráttunni á Donsteppunum, sem seinkaði framsókn Þjóð- verja og gerði kleift að undir- búa varnir Stalíngrads. Hann tók þátt í allri orustunni um Stalíngrad. Árið 1945 fór hann fyrir her sínum yfir Vislu og Odru og hélt áfram til Berlínar. Tvisvar sínnum hefur hann verið sæmdur titlinum Hetja Sovétríkjanna. fjórum sinnum Lenílnorðunni, fjórum sinnum orðu Rauða fánans, þrivegis Súvorofforðunni og öðrum heiðurspeningum, hann er fuli- trúi í miðstjórn Kommúnista- flokks Sovétríkjanna og í Sjúikoff lætur aftur augun aindartak, eins og til að skerpa minnáð og svarar siiíðan: „Orustan um Stalíngrad hófst sumarið 1942 og stóð í sex mánuði. Allt fram að þessu höfðu herir okkar haldið und- an. Þeir höfðu greitt óvininum mörg högg, en ekkert sem úr- slitum gat ráðið. En svo allt í einu, nærri því óskiljanlega. létu hersveitir okkar ekki lengur undan síga. Þær stöðvuðust þarna við Volgu, tvö þúsund kílómetra frá sovézku landamærunum og létu ekkert á sig fá. heldur sigruðu hverja úrvalshersveit- ina af annarri, sem Þjóðverjar sendu gegn Stalíngrad. Á þess- ari stundu urðu þáttaskil í síð- ari heimsstyrjöldinni og r-eynd- ar allri mannkynssögunni. Montgomery marskálkur er beirrar skoðunar að úrslitahíð n'ðari heimsstyrjaldarjnnar hafi staðið í Norður-Afríku, við E1 Alamein, en mér virðast ekki haldbær rök fyrir því sjónar- miði. Þér munuð skilja að Hitler var miklu mikilvægara brauð Úkraínu, olía Kákasus og lið- veizla Japans og Tyrklands í stríðinu gegn Sovétríkjunum heldur en sandur Norður-Afr- íku. Það var reyndar einmitt af þessum sökum sem öllum úvalsherdeiildum Þjóðverja var beitt gegn Stalingrad. Og rétt er, að hér vaknar spurningin: Hvernig stóð á því að okkur tókst að stöðva óvin- inn við Stalíngrad en ekki á einhverjum öðrum stað? Marg- ir herforingjar. erlendir sem innlendir, halda því fram að herstjórn okkar hafi hér rið- ið baggamuninn. Styrkleikar beiggja hafi verið rétt reiknað- ir. hersveitum okkar rétt niður skipað, sóknaráfangar þeirra rétt áætlaðir og allt hafi þetta ráðið sigri okkar. En í þessu felst að allar fyrri herstjómar- óætlanir okkar hafi verið rang- ar, að hersveitum okkar hafi áður verið illa stjórnað. En þetta er ekki rétt. Við vitum að einnig áður en viðureignin hófst við Volgu höfðu verið teiknar laukréttar ákvarðanir, samdar óaðfinnanlegar áætlan- ir, svo að allar nálamar voru á sínum rétta stað á kortinu. En þetta nægði ekki. Nálar okkar brotnuðu undan sóknar- þunga þýzku herjanna og á- kvarðanir okkar komust aldrei lengra en á pappírinn. En við Volgu var hins vegar staðið við það sem sagt var fyrir um í herstjórnaráætlun- unum. Hvers vegna? Það er spumingin sem svara þarf frá sjónarmiði sögunnar. Eg tel að þessi þáttaskil hafi orðið við Volgu vegna þess að flokkur okkar sagði við her- mennina og alla sovézku þjóð- ina án nokkurra undanbragða þann sannleika sem varð að segja: „Annaðhvort stöðvum við óvininn við Volgu eða við förum óbætanieigar hrakfarir sem leiða munu af sér sigur fasismans. Yfir Volgu getum við ekki farið. Þegar stefnu- miðið er Ijóst, þá er einnig staðið við þær áætlianir. sem gerðar eru til að ná því. Her- menn og ilbúar Staliíngrads lögðu þá fram allt, sem þejr máttu til að tortíma stríðsvél nazista. í hinni löngu viður- eign komu á hverjum degi fram nýjar og nýjar hugmynd- ir um hvernig baráttuni skyldi bezt háttað og þær rugluðu þýzku herstjórnina í ríminu og gerðu að emgu fullkomnar áætlanir þýzku herforingjanna. Til dæmis veit enginn að vígorðið: „Hinum megin Volgu er okkur ekki búið land“, var ekki mælt af vörum herstjóra okkar, heldur var það komið frá óþreyttum hérmanni. úr- valsskyttunni V'assili Saitséff, borga-ra í Stalímgi-nd tmr Sem hann býr enn ' dag.“ Framhald á 10. síðu. i I 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.