Þjóðviljinn - 12.02.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.02.1963, Blaðsíða 3
i>riðjudagur 12. febrúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SlÐA 3 Adenauer vill ekki „sósíalistískt ísland í EBE Segist nú óttast sósíal- istíska þróun í Evrópu BONN 11/2 — Enn einu sinni hefur Adenauer, kanzlari Vestur-Þýzkalands, gefið í skyn að ís- land sé meðal þeirra landa sem áhuga hafa á aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Taldi hann það með „sósíalistískum“ löndum sem sæktust eft- ir aðild og kvaðst óttast þróun í sósíalistíska átt í Evrópu ef þessum löndum yrði hleypt í banda- lagið. Þessi umæli Adenauers eru höfð eftir landvamaráðherra Vestur-Þýzkalands, Kai-Uwe von Hassel, og hafa vakið mikla gremju á Norðurlöndum og hafa sendiherrar Noregs og Danmerk- ur í Bonn beðið um viðtal við ráð- herrann í kvöld og munu þá krefjast skýrjnga á máljnu sam- kvæmt fyrirmælum ríkisstjóma sinna. Von Hassel vitnaði í ummæli Adenauers í ræðu sem hann hélt á lokuðum fundi Kristilega demókrataflokksins í Slésvík- Holstein fyrir utan Hamborg 27. janúar sl. (daginn áður.en slitn- aði uppúr viðræðunum í Bruss- el). Ræddi hann þar um vænt- anlega aðild Bretlands að Efna- hagsbandalaginu og hvað mælti með því að hvað á móti að það og önnur Evrópulönd eins og t.d. Danmörk og Noregur fengju að- ild að bandalaginu. Ræða hans var dregin saman og birt af fréttaþjónustu flolcks- ins í takmörkuðu upplagi að þvi er segir í blaðafregnum um mál- ið. Sósíaldemókratar komust hins vegar yfir ræðuna og lýstu því yfir að orð Hassels gæfu á- stæðu til að óttast um framtíð, bandalagsins. Ríkisstjórn Ölafs Thors sósíalistísk! Blöð sem eru hlynnt sósíal- demókrötum hafa birt ræðu von Hassels og segir þar orðrétt: „Kanzlarinn (Adenauer) segir: Hvemig mun þróunin verða í Evrópu? Hvernig mun pólitísk mynd Evrópu verða? Við höfum þegar sósíalistíska Danmörku, sósíaiistískan Noreg sósíalist- ískt Island og kannski mun Bretlandi einnig verða stjórnað af sósíalistum. Hin sósíalistíska Svíþjóð er hlutlaus og sama er að segja um Finnland. Enginn veit nú hvað verður um hægri og vjnstri á Ííalíu þegar frá líð- ur. Kanzlarinn óttast þannig að fái öll hin Evrópulöndin aðild, muni sósíalismi skyndilega ráða þróuninni í allri Evrópu, - sósíal- ismi með hlutleysissjónarmið í grundvallaratriðum. Samkvæmt sömu heimild sagði von Hassel ennfremur að dr. Adenauer mundi styðja aðild Breta ef mögulegt væri að gera það án afleiðinga — án þess að Noregur og Danmörk og öll hin fylgdu á eftir. Á laugardaginn slógu vestur- þýzk blöð upp fréttinni um um- mæli von Hassels og var hann þegar sama dag kallaður fyrir lokaðan flokksfund í Kiel. 1 yf- irlýsingu sem síðan var send út var lögð áherzla á að flokksdeild héraðsins styddi aðild Bretlands, Noregs og Danmerkur að Efna- hagsbandalaginu, en hins vegar voru ekki bornar til baka þær skoðanir Adenauers sem von Hassel hafði lýst. Það var held- ur ekki gert í yfirlýsingu sem landvarnaráðuneytið sendi frá sér um málið á laugardagskvöld. Hins vegar reyndi von Hassel síðdegis á sunnudag, eftir að fréttirnar höfðu valdið mikilli gremju meðal ráðamanna í Kaupmannahöfn og Osló, að bera ummæli kanzlarans til baka og segja að fréttirnar af Slésvík- Holstei.n fundinum væru rangar og segðu aðeins hálfan sann- leikann. Stórkostleg uppljóstrun Vesturþýzk blöð halda áfram að skrifa um málið í dag og seg- ir blaðið Neue Rheinzeitung sem er talið styðja sósíaldemókrata að ummæli Adenauers séu stór- kostleg uppljóstrun. þrátt fyrir mótbárurnar sem síðar hafa komið fram. Það sem hingað til hafa verið óljósar ágizkanir, hefur nú verið staðfest af Kai- Uwe von Halles landvarnaráð- MOSKVA 11/2 — f gær birt- ist grein í Pravda þar sem Kommúnistaflokkur Sovét- ríkjanna lýsir yfir að hann sé þess fylgjandi að haldinn verði fundur allra kommún- istaflokkanna til að binda endi á innbyrðis deilumál. Flokkurinn segist ennfremur vera fús til að halda tvíhliða fundi æðstu manna eða annarra hvenær sem er, hafi aðrir flokk- ar áhuga á því. Hann segir að nauðsynlegt sé að binda endi á þær deilur sem nú séu fyrir hendi. Nauðsyn einingar alþjóða- verklýðshreyfingarinnar á grund- velli marx-leninisma sé ekki minni nú en áður BEIRUT 11/2 — Lausafregn- ir frá írak benda til þess að uppreisnarráðið undir stjórn Abdels Salam Aref ofursta hafi enn ekki náð öllu land- inu á sitt vald að fullu þó að útvarpið í Bagdad segi að allt sé með kyrrum kjör- um. 1 Beirut þykir aftaka fjögurra háttsettra liðsforingja í Bagdad í morgun benda til þess að upp- reisnarráðið hafi ekki náð full- um tökum á stjóm landsins. Fréttaritari Reuters, Keith Deves, sem kom til Beirut í morgun með skotsár á fæti, skýrði svo frá að enn væri barizt víðs vegar á báðum bökkum árinn- ar Tigris í Bagdad. Deves sagði ennfremur að nýju valdhafamir væru nú í óða önn herra. Sé þetta rétt hafa nú í fyrsta sinn jnní umræðumar um Evrópu verið dregin pólitísk sjónarmið og það verður ekki til að ýt.a undir einingu Vest- urlanda, segir í blaðinu. Óháða blaðið Der Mitlag í Dússeldorf segir að eins og bú- ast mátti við hafi fréttimar um afstöðu Adenauers vakið mfkla athygli og beizkju í Danmörku og Noregi. Eftir viðræðumar í Brussel varð þeim sem sækja um aðild að EBE það Ijóst nð þjóðarhagsmunir í París hafa úrslitaáhri.f á sameiningu Evr- ópulandanna og nú fá þessi lönd þar að auki að reyna að í Bonn eru það þröngir flokks- pólitískir hagsmunir sem mestu ráða um afstöðuna. Það skiptir engu máli hvort það eru íhalds- menn eða sósíalistar sem stjórna félagi Evrópulandanna, segir Der Mittag. Þá segir að ástæða sé til að fagna yfirlýsingu í Peking-blað inu Dagblaði alþýðunnar þar sem segir að kínverskir komm- únistar séu búnir til þess að gera ásamt öðrum kommúnista- flokkum allt sem hægt er til að bæta sambúð kommúnista- flokkanna og styrkja eininguna svo að hægt sé að skapa nauð- synlegan grundvöll fyrir fund bræðraflokkanna. Mikils er vænzt af þessari yf- irlýsingu sovézka flokksins sem litið er á sem skref í átt til samkomulags við Kínverja um fund allra flokkanna til að ræða deilumálin. í dag höfðu enn ekki birzt nein ummæli né svör við grein- inni í Pravda í dagblöðum í Pek- ing. að handtaka stuðningsmenn Kassems og einnig færi fram á- köf leit að kommúnistum. Út- göngubannið gildir enn og fólk þorir ekki að yfirgefa heimili sín. Útvarpið í Bagdad sagði í kvöld að allt væri nú að kom- ast í eðlilegt horf í landinu. Flugvellimir hafa verið opnaðir og kennsla hefur að nýju haf- izt í skólum og háskólum Út- varpið bar til baka fréttir um að byltingunni væri enn veitt mótspyrna. Það sagði að liðsfor- ingjarnir sem voru teknir af lífi í morgun hefðu verið landráða- menn og striðsglæpamenn og unnið gegn réttindum alþýðunn- ar. Alls hafa nú 19 þjóðir viður- kennt byltingarstjómina í Irak og meðal þeirra átta landa sem gerðu það í dag em Bandaríkin, Sovétríkin, Bretland og Vestur- Þýzkaland. Sovézki kommúnistaflokkurinn: Fund tíl að ræða deilumál fíokkanna Uppreisnin í írak Óljóst hvort allt landið er sigrað ! I s ! ] ! Undanfarin ár hafa augu manna um allan heim hvað eftir annað beinzt að lönduijum fyrir botni Mið- jarðarhafs, enda hefur loft þar oft verið lævi blandið og þaðan borizt mikil tíðindi. Engan þarf að undra þótt gengið hafi á ýmsu í þessum löndum; óvíða em fólgin meiri auðæfi í jörðu en þar, en fáar þjóðir fátækari en þær sem þau byggja. Flestar hafa þær til skamms tíma lot- ið erlendum drottnurum og innlendir harðstjórar þeirra alræmdir fyrir grimmd og miskunnarleysi. Þegar við það bætist að þjóðir þessar eiga sér langa sögu og mikla for- tíð — í löndum þeirra stóð ein af vöggum siðmexmingarinnar — var ekki við því að búast að þær gætu til lengdar unað ömurlegum hag sfnum á öld hinna mi'klu þjóðfrelsishreyfö inga. Sumarið 1956 bauð byltingar- stjóm Nassers í Egypta- landi auðvaldsheiminum byrg- inn með þjóðnýtingu Súez- skurðarins. Sú ráðstöfun og lok Súezstríðsins með sigri Egypta, lyftu undir þjóðfrelsis- hreyfingamar í nágrannalönd- unum. Það sumar hóf Abdel Karim el Kassem, hershöfð- ingi í íraska hemum, undir- búning að byltingu þeirri sem steypti af stóli einum auð- sveipnasta erindreka hins al- þjóðlega auðvalds í þessum löndum, Nuri es Said, og lyfti honum sjálfum í valdastól. Byltingin hafði verið vél und- irbúin og Kassem kunni að gripa tækifærið þegar það gafst. Sumarið 1958 höfðu ver- ið innanlandsóeirðir í Ldban- on og í Jórdaníu stóð Hussein konungur, leppur Breta, hö!l- um fæti. Einvaldur Iraks, Nuri es Said, gaf þá Kassem hershöfðingja sínum, sem hann gmnaði ekki um græsku, fyrirmæli um að fara með her manns til aðstoðar Huss- ein og halda síðan til Beiruts í Líbanon til að bæla niður þjóðfrelsishrevfinguna þar. Kassem fór fram á og fékk miklu meira lið en honum hafði verið ætlað og þessu liði sneri hann gegn hinn: hötuðu einvaldsstjóm síns eigin lands og varð fátt um varnir af hennar hálfu. Nurj es Said reyndi að laumast burt úr landi klæddur kven- mannsfötum, en kennsl voru borin á hann og hlaut hann sviplegan dauðdaga. Nú hefur Kassem sætt sömu örlögum. Enn hafa aðeins borizt óljósar og mótsagna- kenndar fréttir af því sem gerzt hefur í Irak síðustu daga. Ljóst er þó að höfuð- paurinn í samsæri herforingj- anna sem bundu enda á stjómarferil Kassems var Ar- ef ofursti, náinn samstarfs- maður hans í byltingunni 1958, sem nú hefur tekið við forsetatign í landinu. Sambúð þeirra var brösótt frá upphafi. Aref hafði eftir byltinguna tekið við einni mestu valda- stöðu landsins, stöðu innan- ríkisráðherra, en Kassem neyddi hann til að segja af sér þegar í október 1958. Per- sónuleg valdastreita hefur sjálfsagt átt þátt í vinslitum þeirra, en meira máli skiptu andstæð sjónarmið þeirra gagnvart Egyptalandi og pan- arabisma Nassers. Aref var eindreginn stuðningsmaður hugmyndar Nassers um hið Stórarabíska ríki, um samein- ingu allra arabaþjóða í eina ríkisheild undir forystu Eg- ypta. Kassem var henni and- vígur, þótt hann hefði kjör- orð arabismans mjög á vör- um, a.m.k. meðan hann var að festa sig í sessi. Hann leit á Nasser fremur sem keppinaut en bandamann og komu þar enn fram alda- og reyndar ár- þús. gamlar væringar ríkjanna við Efrat og Níl. Aref var rek- inn úr landi en fékk fyrir dúsu sendiherraembætti í Bonn (það er e.t.v. ekki til- viljun að Vestur-Þýzkaland varð einna fyrst allra landa utan arabaheimsins til að „Lýður, bíð ei lausnarans " viðurkenna nýju stjómina í Bagdad). Hann neitaði fyrst að fara úr landi og kom síðan aftur mjög fljótlega og í heimildarleysi úr útlegðinni, var þá leiddur fyrir dómstól, dæmdur til dauða, en náðaður á þriggja ára afmæli bylting- arinnar 14. júlí 1961. Síðan hefur hann verið í stofufang- elsi í Bagdad, en stofudyr- anna augsýnilega ekki verið mjög vandiega gætt. ^^06110 Arefs að bylting- unni nú tekur af allan vafa um að hún er runnin undan rifjum panaraba. Við- Fyrirrennarinn Kassem brögðin í Kaíró strax fyrsta dag byltingarinnar leiddu það reyndar þegar í ljós. „Segja má að byltingin í Bagdad aé í rauninni egypzk bylting", var haft eftir talsmanni Arftakinn Aref stjómarinnar í Kaíró strax á föstudaginn. „Byltingin hefur aðeins eitt markmið: samein- ingu Egyptalands og lraks“. Þetta meginmarkmið var þó ekki nefnt beinlínis í fyrsta boðskap hins nýja byltingar- ráðs. Þar var aðeins tekið fram að „bundinn hefði verið endi á stjóm þjóðníðingsins Abdel Kassems, stjórn sem hafði sundrað þjóðinni, gert að engu mannréttindin sem tryggð voru í stjómarskránni. ofsótt saklausa borgara, rekið hníf í bak hinnar arabísku þjóðfrelsishreyfingar, verið þrándur í framfaragötu írösku þjóðarinnar .. Byltingin setur sér þau höfuðmarkmið að koma aftur á einingu þjóðar- innar og hefja lög og rétt að nýju til virðingar“. Lýst var yfir stuðningi við allar þjóð- frelsishreyfingar araba og við baráttu allra þjóða gegn heimsvaldastefnunni. Um leið var hinum erlendu olíufélög- um lofað að ekki myndi hrófl- að við umsömdum réttindum þeirra. „Þjóðbyltingarráðið vill mynda stjóm sem styðst við þjóðina alla og setur sér það mark að framkvæma stefnumið byltingarinnar 1958“, var sagt í boðskapnum. Fréttaritarar segja að bylt- ingarmönnum hafi lítSX mótspyma verið veitt og svo virðist sem almenningur sé á þeirra bandi. Varla ér ástæða til að rengja þær frásagnir og þegar í gær hafði hin nýja stjóm hlotið viðurkenningu stórveldanna í austri og vestri auk arabaríkjanna flestra. Bandaríkjastjóm mun ekki að þessu sinni telja ástæðu til að senda leðurhálsa sína til Líb- anons eins og hún gerði sum- arið 1958, þegar um skeið virtist sem byltingarloginn frá Bagdad myndi kveikja bál í nágrannalöndunum. Fréttir um að byltingarmenn geri sér sérstakt far um að ganga á milli bols og höfuðs á komm- únistum eða mönnum sem svo em kallaðir hafa ekki aftrað sovétstjóminni frá að veita stjóm þeirra viðurkenningu. Hún fer þar eftir sinni föstu reglu að skipta sér ekki af innanlandsmálum hinna ný- frjálsu ríkja, eins og vinsam- legt samband hennar við hina andkommúnistísku stjóm Nassers ber með sér. Hins vegar má telja að haldi hinir nýju ráðamenn tryggð við fomar hugsjónir sínar um sameiningu arabaríkjanna undir forystu Egyptalands muni brátt draga til tíðinda í nágrannaríkjunum Líbanorij Sýrlandi, Jórdaníu og Saudi- Arabíu, en í öllum þessum löndum á panarabisminn sér sterkar rætur. Þeirri spumingu er ósvarað hvað hafi valdið því að Kassem forseti var svo rúinn að vinum og fylgismönnum sem raun bar vitni — að- • eins hálfu fimmta ári eftir að öll þjóðinn hyllti hann sem lausnara lands og lýðs. Eng- inn vafi er á því að Kassem átti geysilegum vinsældum að fagna fyrst í stað. Alþýða manna, ánauðugir bændur, arðrsendir verkamenn og hin unga þjóðrækna kynslóð menntamanna, gerði sér mikl- ar vonir um að nýir tímar færu í hönd. Það kom hins vegar fljótt í Ijós að Kassem óttaðist öll fjöldasamtök. Hvert af öðru vom þau leyst upp. Fyrst þeir flokkar sem hliðhollir vom náinni sam- vinnu við Egyptaland, en síð- an kom röðin að hvers konar ömm samtökum almenningSj og þá líka kommúnistaflokkn- um. Kassem leyfði að visu eins konar löggiltan „komm- únistaflokk“ sem fékk að starfa og gefa út blöð í blóra við hinn eiginlega marxistíska verkalýðsflokk sem ofsóttur var með öllum tiltækum ráð- um lögregluríkisins. Kassem mistókst einnig algerlega að leysa vandamál hins fjöl- menna þjóðarbrots Kúrda í norðurhluta landsins og kom- ast að samköulagi við Barz- hani, leiðtoga þeirra. Þeir hafa átt í látlausu borgarastríði við her stjómarinnar í Bagdad síðan um haustið 1961. Hinar björtu vonir byltingarinnar 1958 höfðu bmgðizt; Annars vpgar tortrygginn einvaldur, hins vegar vonsvikin alþýða. Engu skal um það spáð hvort Aref ofursta og félögum hans verður betur ágengt en Kassem fyrirrennara þeirra að láta vonir þjóðar sinnar rætast Hin arabíska þjóðemisstefna er alþýðu þessara landa tvíeggjað sverð og bylt- ing sem er gerð að tilhlutan herforingjaklíku sem styðst ekki við samtakamátt fjöld- ans hefur ekki þótt vænleg til hagsbóta fyrir alþýðu manna. Hér eiga enn við sem svo oft áður orðin: „Lýður bíð ei lausnarans, leys þig sjálfur!" ás. < i 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.