Þjóðviljinn - 12.02.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.02.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 12.' febrúar 1963' sitt af hverju ir Enska knattspyrnufeiagið „Manchester United“ varð að greiða sem svarar 6,6 millj- ónum ísl. króna fyrir skozka landsliðsmanninn Pat Crer- and frá „Glasgow Celtic“. Þetta er haesta upphæð sem nokkru sinni hefur verið gxeidd fyrr skozkan knatt- spymumann. Cerand, sem er 23 ára gamall, hefur 11 sinn- um leikið í landsliði Skot- lands. í liði Manch. United mun hann leika aftur með einum gömlum félaga sínum úr skozka landsliðinu — h* e. Denis Uaw, sem nú er hæst verðlagður allra knattspyrnu- manna á Englandi. ★ Ungverski Evrópumeistar- inn í millivigt, Laszlo Papp, varði titil sinn gegn Bretanum George Aldridge s.l. miðviku- dag í Vínarborg. Papp sigraði á rothöggi i 15. lotu. Papp er orðinn 36 ára gamall. Hann hefur keppt 22 sinnum sem atvinnumaður, og sigrað jafn- oft. Áður vann hann þrisvar sinnum gullverðlaun á olym- píuleikunum sem áhugamaður. Aldridge er 27 ára gamall. —O— + í átta-Iiða-undanúrslitum bikarliða í Evrópukeppninni sigraði júgóslafneska liðið O.F.K. Belgrad ítalska liðið Napolj með 2:0. Leikurinn fór fram í Belgrad, en seinni lcikttr þessára liða verður í Napoli 20. marz. w $ ★ . Nordmbnn unnu Svía með 190 Stigum gegn 122 í lands- keppni í skautahlaupi um síð- ustu helgi. Þetta er stærsti sigur Norðmanna yfir Svíum á þessu sviði eftir heimsstyrj- öldiná. I fyrra sigruðu Svíar með 36 stiga mun. Beztum árangri náði Svíinn Ivar Nils- son 184,074 stig 2. Knut Jo- hannesson Noregi), 3. Johnny Nilson (Svíþjóð). —O— ★ Batndaríski hástökkvarinn John Thomas sigraði heims- meistarann Valeri Brumel frá Sovétríkjunum á innanhúss- mótí í Los Angeles um helg- ina. Báðir stukku 2.14 m, en Thomas þurfti færri tilraunir. Nýsjálendingurinn Peter Snell beið fyrsta ósigur sinn í mílu- hlaupí síðan 1960. Jim Grelle (USA) sigraði á 4:04,7 mínút- um, en Snell hljóp á 4:06,4 mín. 1 kúluvarpi sigraði Gary Gubner — 19,68 m., 2) O. Brian — 18,81 m. 1 langstökki sigraði Ter Ovanesian (Sovét- ríkin) — 8,00., 2. Ralph Bost- on — 7,96 m. Stangarstökk vann Brian Stemberg — 4.88 m., 2) I. Rose 4,77 m., 3) Jang — 4.67 metra. —O— ★ Sjouke Dijkst frá Hollendi sigraði i listhlaupi kvenna á skautum á Evrópumeistara- mótinu í Búdapest. Þetta er í fjórða sinn í röð sem hún vinnur þennan titil. 1 fyrra varð hún heimsmeistari í sömu grein. Sjouke er aðeins 20 ára. ★ Bandaríski spretthlauparinn Robert Hayes jafnaði heims- metið í 200 m. hlaupi — 20,5. sek. á innanhússmóti í Port of Spain í Trinidad sl. sunnu- dag. ★ Króatíska knattspyrnusam- bandið í Júgóslavíu hefur sett keppnisbann á 67 leikmenn í félögum deildarkeppninnar á Zagreb-svæðinu. I lögreglu- skýrslu um . málið segir að þessir leikmenn hafi þegiö samtals 2 milljónir dinara í mútur til bess að „hagræða" úrslitunum í vissum leikjum, sem þeir tóku þátt í. 1 síðasta mánuði voru 33 knattspymu- menn dæmdir í ævilangt keppnisbann fyrir samskonar brot. ★ Fulltrúar olympíunefnda Austur- og Vestur-Þýzkalands hafa náð samkomulagi um að bæði iöndin sendi sameigin- legt lið til næstu olympíu- leika, bæði vetrar- og sumar- leikanna. Samkomulagið náð- ist á fundi í Lausanne (Sviss) sem stjórnað var af forseta Alþjóða - olympíunefndarinn- ar, Avery Brundage. —O— ★ Brezka meistaraliðið „Ev- erton“ hefur keypt leikmenn fyrir 36 milljónir króna til að styrkja liðið. Nýjustu kaupin voru Alex Scott frá Glasgow Rangers, en hann kostaði 4.8 milljónir króna. —O— ★ Cassius Clay er nú kominn í annað sæti í röðinni um áskorendaréttinn á heims- meistararann í hnefaleikum, Sonny Liston. Fyrsta áskor- endarétt hefur fyrrv. heims- meistari Floyd Patterson. Það er Alþjóða-hnefaleikasam- bandið sem ákveður þessa röð. Svíinn Ingemar Johans- son er nú kominn í þriðja sætið, en var í öðru í síðasta mánuði. Hinn 13. marz n.k. keppir Clay við fimmta mann- inn á áskorendalistanum, Doug Jones, í Madison Square Gard- en í New York. Listi alþjóða- sambandsjns um þungavigtar. mennina er þannig: Meistari Sonny Liston. Áskorendur: 1) Floy'd Pátterson. 2) Cassius Clay, 3) Ingemar Johansson, 4) Cleveland Williams (USA), 5) Doug Jones (USA) 6 Biliy Daniels (England), 7) Henry Cooper (England), 8) Roger Rischer (USA), 9) Zora Folley (USA, 10) Franco de Piccoli (Italíu). —O— ★ Ein frægasta skíðagöngu- keppni heims — Vasagangan — fer fram fyrstu helgi í marz. Nær því 4000 keppend- ur eru skráðir að þessu sinm, og hafa þeir aldrei verið fleiri. í fyrra voru 2160 þátttakend- ur, en 1997 komu f mark. Keppendur í ár eru frá sjö löndum: Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Danmörku, Italíu, Englandi og Þýzkalandi. —o— ★ Bandaríski hnefaleikarinn Emile Griffith mun verja heimsmeistaratitil sinn í velti- vigt gegn brezka meistaran- um Cliff Curvis í júnímánuði. Griffith sigraði nýlega danska meistarann Christiansen á rot- höggi. Fortune Gordien spáir: um næstu Forlune Gordien var ejtt sinn beztj kringlukastarj heirns. Bandaríkjamaðurinn Fortune Gordien var allsráðandi í kringlukasti fyrir ca. 10 árum. Árið 1949 setti hann fyrst heimsmet — 56.46 m. og batt þar með enda á Iangan heims- meistaraferil ftalans Consolini. Gordien bætti heimsmetið nokkrum sinnum, og komst á tihdinn 1953 með því að kasta ! I íslandsmótið hafi^ Góð byrjun Ármanns á körfuknattleiksmótinu Fyrstl leikur mótsins í m.fl. karla var milli ls og KR. Leik- urinn var jafn í byrjun, enKR gjörsigraði stúdenta í seinni hélfleik (Ljósm. Bj. Bj.). Innanhússæfíngar í golfí í LaugardaI f gær, mánudag, hófust ( innanhússæfingar í golfi á vegum Golfklúbbs Reykjavíkur ! • leikfimisal undir áhorfenda- pöllum Laugardalsvallarins. | Kqmið verður fyrir netum til j að slá í, og verður þeim sem ' vilja veitt tilsögn. Allir klúbb- j meðlimir eru hvattir til að not- ; færa sér þessa æfingatíma, en ■ utanfélagsmenn eru einnig vel- komnir, meðan húsrúm leyfir Eftir æfingar geta fenr ið sér hressandi bað’ .' ',aðn um eða brugðið sér í Sund- laugarnar. Fyrst um sinn verða tímar þrisvar í viku: mánudaga kl. 5.10— 6.50, miövikudaga klukkan 5.10— 6 og föstudaga klukkan 6- 6.50. Kennarar verða: mánudaga Óttar Yngvason, sími 16398 og Pétur Björnsson sími 18704; miðvikudaga: Þorvaldur Ás- geirsson, sími 11073 og föstu- daga: Ólafur Bjarki Ragnars- son, sími 23142. 12. íslandsmótið í körfuknattleik hófst s. 1. laugardag á Háloga- landi. Mótið var sett af Boga Þorsteinssyni, for- manni KKÍ. Um 300 keppendur eru á mót- inu. A laugardagskvöldið voru tvejr leikar í meistaraflokki karla, annar milli fS . pg KR og hinn milli Ármanns og KFR. íþróttafélag stúdenta kom til leiks með bæði eldri ög yngri leikmenn. Lið KR var að mestu skipað hinum ungu leikmönn- um, sem fram komu á Reykja- víkurmótinu s.l. haust. Stúd- entar tóku forystuna í upphafi og stóðu sig sæmilega i fyrri hálfleik. Vöm KR-inga var góð en sjálfir voru þeir ekkj ör- uggir upp við körfu andstæð- inganna. Fyrri hálfleikur var því mjög iafn og lauk með 21:19 fyrir K.R. 1 síðara hálfleik réðu KR- ingar lögum og lofum. Úthald stúdenta var á þrotum og hæfni sumra leikmanna tæplega sýn- ingarhæf í meistaraflokki. f liði stúdenta var enginp öðrum skárri, en í KR-liðinu voru snjallastir þeir Jón Ólafsson, Guttormur Ólafsson og Einar Bollason. Lokastaðan var stórsigur fyrir KR — 59:35. í heild var leik- urinn lélegur, og nýting körfu- skota hefur ekki náð mörgum prósentum. Ármann — KFR Síðari leikur kvöldsins var miklu tilþrifameiri, enda miklu betri lið á vellinum. Leikurinn var lengst af mjög jafn, í hléi var staðan 30:27 fyrir Ármann. Ármenningar sýndu á köflum mjög góðan leik og ágæta tækni. Liðið er skipað reyndum og góðum leikmönnum, t.d. Davið Helgasyni og Birgi Birg- is, en einnig ungum mönnum og efnilegum. Hörður Kristins- son vakti mesta athygli fyrir frábært skotöryggi, en körfu- hæfni hefur alltaf verið veik- asta hlið íslenzkra körfuknatt- leiksmanna. KFR-liðið hefur einnig góðum mönnum á að skipa, og var Einar Matthíasson styrkasta stoðin eins og oft áður. í seinni hálfleik náðu Ár- menningar algjörlega undirtök- unum, og dró stöðugt í sund- ur með liðunum. Úrslitin urðu stórsigur Ármanns — 60:47. 59.28 m. Það met stóð óhaggað til 1959 er Pálverjinn Piat- kowski kom til sögunnar. Gordien iðkar enn kringlukast, og kastaði t.d. 57.50 m. árið 1961, þá fertugur að aldri. Fyrir skömmu var verið . að heiðra nokkrar frjálsíþrótta- kempur í Los Angeles, og á fundi með þeim lét Gordien í ljós álit sitt um framtíð kringlukastsins. „Innan 25 ára munum við lifa þá tíma að beztu afreks- menn kasta kriglunni 65 metra. Eftir 50 ár, þ.e. einhverntíma á árinu 2012, verður heimsmet- ið orðið 75 metrar. Og ef við lítum lengra fram í tímann, þá sjáum við fram á að áhorfend- ur munu verða vitni, að kringlukasti yfir 90 metra á frjálsíþróttamótum. Grundvöllur þessa álits míns er sú staðreynd, að þjálfunar- ta^kiji fleygir stöðugt fram, og til frjálsíþrótta munu veljast stærri menn og sterkari. Við megum meira að segja eiga von á því að heimsmethafinn 1982 — eftir 20 ár — brosi góðlát- lega þégar hann lítur á afreka- skrána okkar 1962.“ Sem sagt: Það er víst óhætt að fara að huga að stækkun íþróttavalla, því hvað verður heimsmetið í spjótkasti þegar kringlukastsmetið verður kom- ið yfir 90 metra? Handknattleiksmótið r . Ursfít i yngrí flokkunum Um helgina fóru fram marg- ir leikir í yngri flokkum og i 1. fl. á Handknattleiksmeist- aramóti Islands. Leikirnir voru háðir í Valsheimilinu, KR-hús- inu og Hálogalandi. Úrslit urðu þessi: 1. fl. karla (a-riðlll): Þróttur—KR 12:8 Víkingur—-Haukar 9:5 Ármann—KR 11:10 Þróttur—Haukar 12:8 1. H. karla (b-rið'ill): Fram—FH 15:14 Valur—ÍR 14:3. 2. fl. kvenna (a-rlöill’ FH—Valur ■Ut Víkingur—ÍBK 16:4 2. fl. kvenna (b-riðill). Breiðablik—Fram 6:4 Ármann—KR 11:5. 2. fl. karla (a-riðill): Fram—IBK 16:15 ÍA gaf leik gegn Val 2. fl. karla (b-riðill): Víkingur—FH 10:10 K^—Haukar 19:14. 3. fl. karla (a-riðill): KR—Breiðablik 14:6 FH—Haukar 8:7 3. fl. karla (b-riðill): ÍR—Þróttur 18:Í2 Fram—Ármann 10:3. TRILLUBÁTUR — BÁTIVÉL Til sölu er trillubátur tæb 2 tonn með 5—7 ha. Sóló véi. Einnig cr tii sölu á sama stað 7—9 ha. Sleipnir báta- vél. — Góðir greiðsluskilmái- ar. Uppl. í síma 22851. v^ wpqk oumuNmo l)&giurujcáœ.t7,yym Sími 23970 INNHEIMTA löo fræ. g/diró' iíp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.