Þjóðviljinn - 12.02.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.02.1963, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. febrúar 1Q63 g SlÐA Fullyrt í bandarískum blöðum: Islendingar beðnir að standa straum af kjarnavígbúnaði Síðustu dagana hafa bandarísk blöö hvaö eftir annað fullyrt aö Banda- ríkjastj. hafi snúiö sér til hinna Atlanzhafsbanda- lagsríkjanna — og þá væntanlega íslands — og farið fram á aö þau stæöu straum af sameiginlegum kjamorkuvígbúnaöi. Skulu ríkin annað hvort leggja til fé eöa mannafla. Upp- lýsingar margra blað- anna eru komnar frá sér- fræöingum sem þekktir eru fyrir varkárni og góö sam- bönd í Washington og því óhugsandi aö láta þær sem vind um eyru þjóta. Nefnd skipuö af Banda- ríkjaforseta hefur staöfest oröróminn aö verulegu leyti. Má því fastlega gera ráö fyrir aö nú standi yfir samningaviöræöur um máliö milli Bandaríkja- manna og ríkisstjórna hinna væntanlegu kjarn- orkuvelda — þar á meðal íslands. Sérlega athyglisverð er grein eftir Philip Geyelin sem birt- ist í bandaríska blaðinu Wall Street Journal. Eru þar höfð eftir ummæli þingmanna og annarra háttsettra ráðamanna í Bandaríkjunum. Greinin heit- ir USA og Evrópa og fjallar um stjórnmálafegar fyrirætl- anir Bandarílkjanna eftir síð- ustu tiltæki de Gaulles. í Mosku birti Samjatín skjöl um múmorð nazista í Hvítarússlandi. Sjónarvottum meinað um að vitna gegn nazistaböðlum I Koblenz í Vestur-Þýzkalandi hefur frá þv\ í október síðastliðnum verið haldinn réttur í máli tólf stríðsglæpamanna og eru SS-foringý arnir Heuser, Wilke og Schliegel fremstir í flokki Varla er annað unnt að segja en að réttarhöld þessi séu harla grunsamleg, þar sem vitnin eru flest meðsek glæpamönnunum en hinsvegar ei sjónarvottum og fórnarlömbum þeirra neitað um aðgang að réttarsalnum. Sovézk vitni fá ekki aðgang Um mál þetta var nýlega fjallað á blaðamannafundi í Moskvu. en sovézka og hvít- rússneska utanríkisráðuneytiö héldu hann í sameiningu. Skýrt var frá því að þess hefði verið farið á leit við vestur- þýzk yfirvöld að sovézkum lögmönnum yrði leyft að koma fram við réttarhöldin fyrir hönd hinna hvíltrússnesku fórn- arlamba glæpamannanna. Skyldu þeir leggja fram mikil- væg gögn varðandi glæpi sem hinir ákærðu frömdu í Hvíta- rússlandi er það var hernumið af Þjóðverjum. Þeirri bón Sov- étríkjanna neituðu Vestur- Þjóðverjar. Sömuleðis sóttu Sovétríkin um vegabréfsáritun fyrir fjöl- marga menn sam urðu sjónar- vottar að glæpum hinna á- kærðu. Var tilgangur þeirra að bera vitni í málinu. Enn hefur ekkert svar við þessu borizt frá_ Vestur-Þjóðverjum. Á blaðamannafundinum af- henti hvítrússneski utanríkis- ráðherrann vestur-þýzkum blaðamanni þykkt bindi af ljósmynduðum gögnum varðandi stríðsglæpina. Blaða- maðurinn mun koma þeim gognum áleiðis til réttarins í Koblenz. Þýzk vitni manndráparar í skjölum þessum er eikki aðeins fjallað um glæpi hinna ákærðu heldur er einnig skýrt frá fjöldamorðum sem framin voru af flestum hinna 100 vitna sem komið hafa fram við réttarhöldin. Vitnin hafa þveg- ið hendur sínar af manndráp- um þessum með því að vílsa til þess að þau hafi verið framin samkvæmt fyrirskipunum. Slík röksemdafærðsla hefur löngum verið skálkaskjól vestur- þýzkra nazistaböðla. Skjdlin sýna að hinir ákærðu gáfu sjálfir þessar fyrirskipanir eða höfðu frjálsar hendur tii að ákveða örlög fómalamba sinna. Á stríðsárunum myrtu Þjóð- verjar 1,409,225 Hvítrússa. Hin- ir ákæröir í Koblenz hafa tug- þúsundir þcssara morða á sam- vizkunni. Móðir hennar og syst- kini skotin Á blaðamannafundinum kom fram fólk sem varð sjónarvott- ar að manndrápum nazista. Þar á meðal var kvenlæknir að nafnið Gendelevitj. Hún er fró Minsk en á stríðsárunum bjó hún í Gyðingahverfinu í Slutsk. Hún sagði frá því er Wilke og aðrir ákærðir eyddu hverf- inu með því að kveikja i því og fetu alla Gyðingana brenna inni. Af tilviljun brann hús foreldra hennar ekki. Næsta morgun reyndi fjölskyldan að komast undan. Fyrst freistuðu móðir hennar, systir og bróð- ir gæfunnar. Menn Wilkes stöðvuðu þau. Bfóðirinn reyndi Höfuðpaur stríðsglæpamann- anna, NATÓ-hershöfðinginn Heusjnger. að flýja og féll fyrir byssu- kúlum nazistanna. Móðirin og systirin voru neyddar til að leggjast á grúfu og voru síð- an drepnar með vélbyssuskot- hríð. Hún sjálf og faðir henn- ar flýðu um nóttina, leituðu skjóls hjá ókunnugum og kom- ust loks til skæruliðanna sem börðust gegn Þjóðverjum. Höfuðpaurinn er N ÁTÓ-hershöfðingi Maður eftir mann stóð upp og lýsti glæpunum sem framd- ir voru af ákærðum og vitn- um við réttarhöldin í Iíoblenz. Oft var nefnt nafn þess manns. scm ber aðalábyrgð á glæpun- um, cn það er sá, er Himlcr fól sérstaklega að stjórna út rýmingu Hvítrússa. Maður sá heitir Heusinger. Hann er nú einn af æðstu hcrshöfðingjum NATÓs og hefur fengið það hlutverk að vernda írelsi og Iýðræði Atlanzhafslandanna, þar á meðal íslands. Krókur á móti bragði de Gaulles De Gaulle hefur sem kunn- ugt er lýst því yfir að Frakk- ar ætli að koma sér upp eigin kjamorkuher. í grein Geyelins er því haldið fram að Banda- rikjastjórn hyggist bregðast við þessu með því að fá öll NATÓ-ríkin — nema Frakk- land — til að eiga hlut að séi- stökum kjamorkuher fyrir bandafegið. Skulu hin einstöku ríki leggja mannafla eða fé til vígbúnaðarins. — Fulltrúar ríkisstjórnarinn- ar fullyrða, að ítalir Vestur- Þjóðverjar og Belgar hafi lýst yfir velþóknun sinni á áætlun- unum, segir í Wall Street Jour- nal. Sömufeiðis hafa verið hafnar viðræður við önnur NATÓ-ríki til þess að ganga úr skugga um J hve ríkum mæli þau vilja leggja fé og mann- a£la til Pólaris-eldflauga - og Pólariskafbáta. Kafbátarnir eiga að vera í umsjá NATÓ- herstjómarinnar. en þó munu Bandaríkjamenn taka allar lokaákvarðanir. Engin óskhyggja Það er athyglisvert, að shk grein birtist í Wall Street Journal. Blaðið hefur til þessa haldið því fram að Bandaríkja- menn eigi ekki að deila kjarn- orkuhemum með öðrum lönd- um. Sameiginlegur NATÓ- kjarnorkuher er því örugglega ekki blaðinu að skapi. Það er ekki Wall Street-mál- gagnið eitt sem skýrt hefur frá þessum fyriræt'liunum. Þeim hefur verið lýst í blöðum sem bæði eru hliðholl Kennedy — svo sem St. Louis Post Dis- patch og Pittsburgh Gazette — og óvinsamleg forsetanum — svo sem Chicago Tribune og Los Angelas Times. í rauninni ræða nú öll bandarísk blöð um það hvort NATÓ-ríkin öll eigi að verða kjarnorkuiveldi. Opinber staðfesting Ummæli blaðanna hafa nú nýtega verið staðfest af nefnd sem Kennedy hefur skipað, en meðal annarra meðlima hennar er öldungadeildarmaðurinn WiHiata Fulbright. Nefndin gagnrýnir harðlega „einangrunartilhneigingamar" í Efnahagsbandalaginu. Hún stingur meðal annars upp á því að NATÓ-nííkin — án Frakka ef þeir vilja ekki vera með — taki upp miklu nán- ari hemaðarsamvinnu en ver- ið hefur. Samvitnna þessi á meðal annars að vera fóligin í því að öll NATÓ-ríkin leggi mannafla og fé til sameigin- verða því að öllum líkindum iegs kjamorkuhers. íslendingar beðnir um fjárhagslegan stuðn- ing þar sem við höfum hvorki yfir kjarnorkusérfræðingum né herliði að ráða. Getum við neitað? v Eins og bandarísku blöðin segja eru viðræður um mál þetta hafnar. Við getum því ekki látið hjá líða að spyrja: Hefur verið vakið máls á þvil við íslenzku ríkisstjórnina að við íslendingar stæðum straum af fyrirhuguðum kjarnorkuvig- búnaði? Og ef við eram slíku fráhverfir, gætum við neitað því samkvæmt reglum Atlanz-1 hafsbandalagsins? ABIDJAN 9/2 — Yíirvöldjn á Fílabeinsströndinni tilkynntu í dag að mörg hundruð menn hefðu verið handteknir vegna fyrirætlana um að steypa stjórninni. Þrír ráðherrar eru meðal þeirra handteknu. 400 sjóm 300 200 100 0 || I ! w ! I Þversnið af kuldaskilum við Nýfundnaland kl. 19 24 jan- úar 1963. Skýringar í Iesmáli. KULDASKIL Stundum er í veðurfregn- um talað um kuldaskil og hitaskil, en með því er átt við þau mörk, þar sem kalt eða hlýtt lofthaf er að ryðja sér til rúms. Fljótt á litið skyldi mað- ur halda, að skil lofthafanna yrðu óglögg, hlýja og kalda loftið blandist saman á mörk- unum. Þetta reynist ekki svo, og hafa margir leitað skýr- inga á því. Athugum nú, hvað við græðum á því að fá skýrstu hjá Loftleiðaflugmanni, Pálma Sigurðssyni, sem flaug gegn- um mjög skörp kuldaskil fyr- ir skömmu og gerði á þeim ýtarlegar athuganir. Við hugsum okkur, að teikningin sé þverskurður al gufuhvolfinu á hluta flugleið- arinnar, skammt suðvestur af Nýfundnalandi. Við horfum á þverskurðinn úr suðaustri og sjáum á strikalínunm, hvemig vélin flaug gegnum skilin frá norðaustri til suð- vesturs, fyrst í 10.000 feta hæð, síðan í 8000 fetum, eftir að efra borð skýjanna lækk- aði. Fyrst var vélin í nær sam- felldum skýjamekki, sem ská- strikaður er á teikningunm. Telur Pálmi, að hann hafi náð 25.000 feta hæð. I mekkin- um voru vænir bólstrar, ea þynnri móða á milli. Bólstr- amir og skúrimar, sem þeim fylgdu, komu greinilega fram í ratsjá vélarinnar eins og hvítir flekkir. Þama hefur því verið breytilegt uppstreymi, enda var kvika mikil á flug- inu, vélin tók dýfur og hækk- aði flugið á víxl. Frostið var mjög jafnt í skýjunum, eitt stig, og kramur snjór slett- ist á vélina, festi þó lítt á henni. Niðri við jörð var þama rigning og 8 stiga hiti, sunnan hvassviðri. Skyndilega kom vélin út úr skýjamekkinum. Kom þá í Ijós, að jaðar hans hallaðist frá norðaustri til suðvesturs. I flughæð var annars algei- iega heiðríkt, en fyrir neð- an, fyrst á eftir mekkinum, sást skýjaruðningur lítill, tættur mjög af vindi. Það vakti athygli Pálma. að fyrstu 20 sjómílurnar eft- ir að komið var úr skýja- mekkinum, hélzt hitinn aiger- Veöriö Skriðuíöll granda borpum í Grikklandi AÞENU 9/2 — í dag féll skrjða á þorp eitt í Mið-Grikklandi og færðist það i kaf. íbúamir höfðu fyrr í vikunnj verið flúttir til annars þorps. Þetta er þriðja þorpið í Grikklandj sem orðið ' hefur skriðuföllum að bráð frá því um miðjan janúar. lega óbreyttur, — 1 stig, en á þessum slóðum var búizt við mjög kólnandi lofti. En eftir þetta hlýja belti bak við mökkinn fór að kólna gífurlega ört, fyrst í 5 stiga ffost, síðan í 10, 15 og 20 stig, allt á um 100 sjómílna leið. Það er af. vindinum að segja, að í hlýja loftinu, í skýjunum og fyrst á eftir, var gífurlegt sunnanveður 100—115 hnúta hraði, en það eru um 200 kílómetrar á klukkustund. En um leið og hitinn tók að lækka, fór vind- urinn að breyta mjög ört um stefnu og átt, og varð fljór- lega suðvestlægur, um 70 hnútar, eða 130 kílómetrar á klukkustund. Merkilegt fyr- irbæri var það, að eftir frem- ur þægilegt flug í hlýja belt- inu fyrst á eftir skýjamekk- inum, upphófst mjög mikil kvika í loftinu, um leið og hitinn lækkaði. Hefur hún eflaust stafað af því, hvað vindurinn var að breytast ört í þessari vindröst. Þess varð líka vart, að flughraði miðað við loftið minnkaði, og sá Pálmi ekki aðra skýringu á því en að niðurstreymi lofts hefði verið á þessu be’.ti. Nú er það vitað, að niður- streymi loftsins hitar það, samanber hnúkaþeyinn í Skaftafellssýslum í norðanátt Kann því að vera að þama sé skýringin á hinu heiðríka og hlýja belti á eftir skýja- mekkinum, og á því, hvað kuldaskilin á eftir voru skörp. Eins og áður segir var nær heiðskírt belti fyrst á eftir skýjamekkinum, nema hvað nokkrar skýjatægjur voru fyr- ir neðan flugvélina. En síðan tók við skýjabakki, samfelld- ur að sjá og náði upp í 7000 feta hæð. Athuganir við jörð sýndu, að þar var vestlæg átt, fyrst rigning og lágskýj- að, en síðan snjókoma á breiðu belti. Síðan tóku ský- in að greiðast sundur. Kuldaskil þau, sem hér hefur verið lýst, lágu frá suðri til norðurs skammt suðvestur af Nýfundnalandi og voru á hreyfingu norðaustur. Þau lágu suður frá mjög djúpri og kröftugri lægð yfir Lárens-flóa, og eru einhver hin skörpustu, sem sézt hafa á kortum okkar um langan tíma. Þessi nákvæma skýrsla Pálma Sigurðssonar er þvl mjög athyglisverð, og flug- mönnum gott fordæmi. Páll Bergþórsson. Tony Curtis kvænist býzkri stúlku LAS VEGAS 9/2 — Bandaríski kvikmyndaleikarinn Tony Curtis kvæntjst í dag 18 ára gam- alli þýzkri stúlku. Chrjstine Kaufmann Ourtis er 37 ára að aldri og var áðúr kvæntur kvikmyndalejkkonunnj Janet Lejgh. Þau skjidu í júlímán- uði í fyrra. * t i 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.