Þjóðviljinn - 12.02.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.02.1963, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. febrúar 1963 ÞJOÐVILJINN StÐA 7 Enginn myndi trúa okkur ef við segðum, að Súezskurðurinn hefði verið til í hinu forna Eg- yptalandi. Næstum því allir vita, að þessi skurð- ur sem sameinar Miðjarðarhafið og Rauða haf- ið því fram með réttu, aórn Ferdinands de Less- eps á árunum 1859—’69. Samt getum við hald- ið því fram með réttu að svipaður skurður hafi verið til: Að vísu var hann ekki á sama stað — hann sameinaði Níl og Súezflóann . . . VERKVÍSINDI FORNOLD Dæmi um húsagerðarJist og verkvísindi fornaldarinnar: Hengigarðarnir i Babýlon. Aðrir skurðir Það var byrjað að byggja þennan skurð á sjöundu öld fyrir Kristsburð og lokjð við hann um 500 f. Kr. Skurður- inn er ekki notaður lengur. en það sem eftir er af honum sýnir að hann var ekki neitt smásmíði — breiddin var 45 metrar, dýptin 5 metrar og lengdin 180 km. í honum voru skipastiga-r. en þeir eru allir horfnir og við' vitum ekki hvernig gengið var frá þeim. Til samanburðar má þess geta, að núverandi Súezskurður er 120 m breiður, 12 m djúpur og 171 km langur. Við vitum lítið um það hvernig skurðurinn var notað- ur; hann var a. m.k. ek'ki eins þýðingarmikill og sá sem bar- izt var um 1956 — í fornöld voru ekki til olíuflutningar og og ekki heldur imperíalismi. Verzlunin milili Egyptalands og austurstrandar Afríku og Ind- lands fór ekki um þennan skurð, eini tilgangurinn virðist hafa verið að tengja Egypta- land og Arabí-us'kaga. Allavega var skurðurinn nauðsynlegur og það voru gerðair á honum vissar endurbætur, allt þar til hann hrundi saman á sjöundu öld e. Kr. En það kom brátt í ljós hve þýðing armiki 11 skurðurinn hafði verið og með vaxandi verzlunarviðskiptum miöaMa gerðus-t æ áleitnari hugmyndir u-m að koma upp nýjum skurði — þó ekki yrði svo af þvl fyrr en á 19. öld. Kóngar fornaldar byggðu all- marga skipaskurði. Állir voru grafnir af þrælum, sem nóg var af — en við skulum ekki láta okkur bre-gða við þá stað- reynd — það var í reynd vinnuafl þræla sem notað var við byggingu Súezskurðarins, verkamennirnir dóu í þúsunda- tali meðan á verkinu stóð — og er þó aðeins tæp öld síðan Persneski kóngurinn Xerxes lét árið 480 f. Kr. gerá skipa- skurð yfir Athos-eiðið í Gri'kk- landi ti’l að skip þyrftu ekki að leggja á sig krók umhverfis Athosfjall; — af þessum skurði er að vísu ekkert eftir nú. Frægar eru einnig hugmyndir fornmanna um að gera skurð yfir Korinþueiði. Neró Rómar- keisari dró upp mikla áætlun um verkið, kom því af stað og tók sjálfur f.vrstu skóflustung- una. en ekki tókst að ljúka skurðinum á stormasömum stjórnarárum hans. Það var ekki gert fyrr en 1893. En staður- inn og áætlunin eru í aðalatrið- um hin sömu og Neró hafði gert ráð fyrir. Vitar Þjóðir hins forna heims voru allar siglingaþjóðir — og það er því eðiilegt að snemma reyndu þær að koma sér upp vitum. Grikkir urðu fyrstir til; mjög snemma byggðu þeir eld- turn-a. en þeir eru löngu hrundir, og við vitum varla hv* þeir stóðu. Elzti viti sem við þekkjum er byggður um 280 f. Kr. Hann lá á eynni Faros fyrir utan borgina Alexandríu og var talinn eitt af furðuverk um heims. Hann var úr hvit- um marmara og um 170 m á hæð (með mikilli undirstöðu úr grjóti). Byggingarkostnaður hefur verið um 85 milljónir ísl. króna. Á hverju kvöldi var kveiktur eldur af trédrumbum í vftanum og ljósinu varpað langt út á haf með aðstoð risa- spegils. Farosvitinn stóð fram á 13. öld en þá hrundi hann saman í jarðskjálfta. Vatnsleiðslur Rómverjar voru mestir ve-rk- fræðingar fornmanna, en eftir að ríki þeirra hrundi gleymd- ust vísindi þeirra og uppfinn- ingarkáþ'ðlska kirkján áleit þær óguðlegar og andstæðar guðs vilja. Rómverjar byggðu langar og skilvísar vatnsleiðsl- ur og vökvuðu með aðstoð þeirra þurra dali og sáu borg- um sínum fyrir rennandi vatni. í öllum baðhúsum þeirra var bæði kalt og heitt rennandi vatn. Margt hefur varðveizt aí af þessum mannvirkj-um, en mest í Suður-Frakklandi. í Pergamon í Litlu-Asíu var vatnsleiðsla þar sem vatnið rann síðustu 3 Vz km upp hæð undir átján loftþyngda þrýst- Jarðgöng Jarðgöng eru engan veginn uppfinning járnbrautaraldar. í fomöld voru grafin jarðgöng fyrir vatns-leiðslurnar, ef hæð eða fjöll urðu á veginum milli uppsprettu og borgar. Og það voru einnig grafin jarðgöng fyrir umferð fótgangandi manna og vagna — en þau voru að sjálfsögðu fremur smá. Það var ótrúlega erf-itt að grafa jarðgöng með hinum frumstæðu tækjum fornaldar — haka og meitli. Það var ekki fyrr en púðrið og dýna- mítið komu til sögu, að veru- legur skriður komst á slíkan gröft. Síminn Auðvitað þekktu menn ekki ti'l rafmagns í fornöld og gátu ekki náð firðsambandi með að- stoð þess. En engu að síður komu Rómverjar sér upp vold- ugu „símaneti“. sem gaf góða raun. Þeir sendu eldmerki og notuðu þá ákveðið stafróf nokkurskonar morse. Þeir byggðu fjöld-a turna með þjóð- vegum og yfir fjöll, og gátu á þann hátt komið fréttum á- leiðis á mjög fljótan hátt. Með- fram allri strönd Litlu-Asíu. Norður-Ameríku og Spánar voru reistar slíkar „turnleiðslur“. og þær brugðust mjög sjaldan. Miðstöðvarhitun Miðstöðvarhitun er enn hálf gerður lúxus á Italíu, þar eð loftslag er milt og kuldar ekki verulegir á veturna. En Róm- verjar fornaldarinnar notuðu cngu að síður allmikið mið- stöðvarhitun. einkum í baðhús- um sínum, en einnig í auð- ugra manna húsum. Miðstöðv- arhitun þeirra var snilldarleg uppgötvun. Hún minnir nokkuð á þau hitunarkerfi, sem við höfum kynnzt á seinustu tím- um. Eldstæðið (þar sem brennt var kolum) var í kjal'lara húss- ins, en inni í gólfinu og veggj- unum var fyrir komið heilu leiðslukerfi, sem heita loftið streymdi um. Bæði gólf og veggir voru þaktir þunnum steinplötum og leiðslum kom- ið fyrir undir þeim. Nú á tím- um hafa menn aftur snúið sér að þeirri aðferð að hita upp góJfið í stað þess að hita með ofnum, sem senda heita loftið upp undir þak meðan gólfið heOzt kalt. Glergerð Rómverjar sér í það í kringum Kristsburð. Um það leyti var sú list nýfundin upp að blása glært gler — áður hafði allt gler verið grænt eða bláleitt. Frá Róm dreifðist gler- framleiðslan til Gallíu og Þýzkalands, en á þjóðflutninga- tímanum þegar rutl komst á Evrópu. gleymdist þessi list — það var aðeins í Feneyjum að glergerðarmenn héldu áfram störfum allar miðaldir. Rómverjar voru þeir fyrstu, sem byrjuðu að nota gluggagler. Miðjarðarhafsmenn þurftu að vísu lítið á því að halda — menn höfðu opna glpgga eða réttara sagt dyr, sem stóðu oft- ast opnar. En í Pompei sem var ..eyðilögð. .af gosi úr Vesú- vius á fyrstu öld eftir Krist, hafa menn fundið litla glugga með glerrúðum. 1 Ostia hafa menn fundið rúður sem eru næstum því eins stórar og við notum nú. Það væri heldurekki hægt að ímynda sér hin risa- stóru baðhús forna-ldarinnar og upphitun þeirra án glugga. gerð úr fílabeini. Ef menn vildu vita hrvað timanum leið, ýttu þeir á fjöður sem skaut upp litlum fílabeinstitt; síðan lásu menn tímann af skuggan- um sem féll af honum á úr- skífuna. Einnig voru vatnsúr mikið notuð — i réttarhöldum höfðu ákærandi. verjandi og dórnari ákveðinn ræðutíma, sem vatnsúrin sögðu til um. Einnig skulu nefndar hinar stóru opinberu klukkur, en af þeim var „turn vindanna" í Aþenu þekktastur. Hann var áttstrendur og tólf metra hár. Á hverja hlið voru uppteiknað- ir helztu vindamir. Lítil stytta sýndi vindáttina. Fyrir utan tuminn var sólúr og inni í honum vatnsúr. 1 fomöld voru einnig fundnar upp hinar svokölluðu mynd- klukkur. Þær vom svo gerðar að hverja stund þegar klukkan sló, kom liítil fígúra út úr smá- húsi og dansaði — og var sér- stök fSgúra fyrir Jwerja stund dagsins. Blöð Blaðaútgáfa var mjög fátæk- lieg í fomöld, þótt menn hefðu alla möguleika á að láta hana þróast — þó ekki gæti það orðið í prentuðu formi. í Róm komu sarnt sem áður út nokk- ur einkablöð og stórt dagblað, Acta diuma (Atburðir dags- ins), sem Julíus Cæsar stofnaði árið 59 fyrir Krist. Því miður hefur ekkert eintak af Acta diurna varðveitzt. En það er nefnt í bókum og minningum. og við vitum allvel hvað í því stóð. Það skýrði frá ríkisimái- um, ferðalögum embættis- manna, opinbemm byggingar- framkvæmdum, öilu sem gerð- ist í keisarahölllinni, og ýmsum smáatburðum dagsins, þ. á m. fjölskyldufréttum. Efnið var þannig í stómm dráttum það sama og í dagblöðum nú. Ferðalög Egyptar kunnu að framleiða gler; — elzta glerblásaraflask- an sem við þekkjum fannst í gröf egypzks faraós og er frá 1400 f. Kr. Af Egyptum lærðu Fönikíumenn síðan listina; þeir gættu leyndarmálsins mjög vendilega, en samt kræktu Klukkur Anaximandros frá Míletos fann upp sólúr, sem vel væri hægt að nota enn þann dag í dag. Sólúr vom mjög algeng í fornöld, og það voru einnig til litil sólúr sem hægt var að bera með sér. Þau vom Menn gætu kannske haldið að ferðalög hefðu verið sér- staklega erfið í fomöld. er menn vom jámbrautarlausir, bilalausir og flugvéialausir. Menn trúa því lika yfirleitt, að fornmenn hafi mjög sjaldan lagt á sig ferðalög. En það er öðru nær. Við vitum af graf- steini yfir verksmiðjueiganda einn í Hierapolis í Litlu-Asíu, þar sem sagt er frá því að hann hafi 72 sinnum farið í verzlunarferðir til ítalíu. Mik- ill sægur fólks hefur lýst ferð- um sínum. Og svefnvagna þekktu menn fyrir 2100 árum. Farartæki fornaldar vom oft klunnaleg, en samt aHþægileg til ferðalaga. Beztir voru vagn- ar Rómverja — það er sagt að menn hafi i þeim skrifað og Framhald á 8. síðu. Hörður Bergmann: Á AÐ FLYTJA13 ÁRA BEKKIYFIRIBARNA- SKÓLANA? Þrcttán ára gamlir nemendur í 1. bckk Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Myndiin var tekin í kennslustofu s.l laugardag. (Ljósm. Þjóðv. AJG). Hafinn er áróður fyrir því í blöðum, að fyrsti bekkur gagnfræðaskólanna verði flutt- ur yfir í barnaskóla. Þrír skóla- menn og einn sálfræðingui hafa látið þessa skoðun í ljós í Tímanum, ennfremur Sigurð- ur A. Magnússon í Lesbók Morgunblaðsins. Rökin, sem færð eru fyrir þessari breyi- ingu em einkum þau, að hún mundi heppilegri fyrir andlega líðan nemendanna. vama því. að þeim fyndist þau orðin full- orðin óþarflega fljótt og stuðla þannig að betri aga á þessu aldursskeiði. Hér er um þsð margþætt og þýðingarmikið mál að ræða, að full ástæða er til að ræða það nánar, frá fleiri en einu sjónarmiði. Raunar er harla einkennilegt. að nú skuli allt í einu farið að fitja uppá þessari breytingj. Ekki eru liðin nema rúmleg3 fjögur ár síðan menntamála- ráðherra skipaði nefnd „til bess að athuga núgildand: fræðslukerfi og framkvæmd þess og gera tillögur um breyt- ingar á framkvæmd núgildandi laga eða á lagasetningunní sjálfri eftir því, sem ástæða virðist til“. í nefndinni áttu sæti fulltrúar aUra helzti aðila, sem hafa með fræðslu mál í landinu að gera, ríkis valds, sveitar- og bæjarfélaga samtaka kennara á öllum stig um og ennfremur fulltrúar allr, stj ómmálaf lokkanna. Nefndii skilaði áliti 1959 og þar segi svo um það mál, sem hér e á dagskrá (2. gr. samþykkta skólanefndar um skólakeri bamaskóla og gagnfræðaskólal „Nefndin telur ekki ástæðu tl að breyta ákvæðum gildand Iaga um flutning nemenda miL skólastiga eftir aldri”. Og greinargerð fyrir þessum li, segir svo: „Nefndin bar þett. atriði undir tvo sérfræðingí þá Benedikt Tómasson skóla yfirlækni og dr. Brodda Jc hannesson og voru þeir sam mála um, að engin sérstök nátt Framhald á 10. síðu J t Á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.