Þjóðviljinn - 12.02.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.02.1963, Blaðsíða 8
 v g SlÐA ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 12. febrú'ar 1962 Skuttogarinn Tromsöy Fændur vorir Norðmenn, ger- ast nú ærið framkvæmdasamir í smíði skuttogara. 20. janúar sl. vav nýjasti skuttogarinn smíðaður í Noregi afhentur út- gerðarfélaginu, sem lét smiða hann. Skipasmíðastöðin Stord Verft sá um smíði skipsins. En sjálfur skipsskrokkurinn er smíðaður hjá Gravdal-skipa- smiðastöðinni. Eigandi togarans er fyrirtækið Tromsö Trálfisk A/S í Tomsöy í Norður-Noregi. Stærð togarans er þessi: Lengd 190 fet. Breidd á milli vanta 32.1 fet. Dýpt 20,10 fet að tog- þilfari, en 13,5 fet að höfuð- þilfari. Lestarrúm skipsins er 465 rúmmetrar. Togarinn hefur 1250 hestafia Deutz-djeselvél, og þar að auki tvær hjálpar- vélar. Togarinn er búinn skiptiskrúfu. Stýrisvél togarans er vökva- drifin svo og allar tilfæringar ofan þilja svo sem lokun á lest- arlúgum o.fl. Togvindan er hinsvegar drif- in með rafmagni og rafmagnið framleitt með rafmotor, sem er tengdur við aðalaflvél skipsins. Þá er einnig rafmótor tengdur hjálparvél sem framleiðir nægj- anlegt afl fyrir togvindurnar og hægt er að nota, sé það talið heppilegra. Togarinn er útbúinn öllum þeim fuilkomnustu fiskileitar- og öryggistækjum sem nú er völ á. Um borð í togaranum er véi sem framleiðir 3 smálestir af fersku vatni úr sjó á tveim sól- arhringum. Frá togþilfari fer fiskurinn niður um lúgu niður á vinnsluþilfarið. Á vinnsluþil- fari er allt klætt rneð aluminí- um, og öll skilrúm eru úr þeim málmi. Frá vinnsluþilfari geng- ur fiskurinn á færibandi í lest- ina til geymslu. Fisklest er vel einangruð, og þar á að halda jöfnu hitastigi, -r-2 gráður á cel- síus. Togarinn er byggður til að veiða fyrir frystihús og er. gert ráð fyrir, að hann verði 6—10 daga á veiðum og komi þá með fiskinn nýjan að landi. Skips- höfn togarans verður 28 menn. og búa þeir aliir í eins og 2ja manna herbergjum. M/s Tromsöy 1. gekk 13—14 mílur á vöku í reynsluferð. Þetta þykir fagurt skip sem menn gera sér miklar vonir um. Forstjóri togarafélagsins sagði við afhendingu skipsins, að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í fiskútgerð Norðmanna, þá setti að vera á því möguleikar að reka útgerð sem borgaði sig, og leiðin að því marki væri sú að fylgjast með og taka þátt í framþróun þessara mála í dag Norskt nýfiskverð i Sogni og Fjörðum Hinn 16. janúar sl. auglýsti Sogn og Fjordane Fiskarlag verð á nýjum fiski til sjómanna og útvegsmanna og er það þetta: Fyrir nýjan þorsk veiddan á línu eða í troll, norskar kr. 1.35 miðað við hausaðan og slægðan fisk. Þetta verður í íslenzkum krónum samkvæmt gengi 8.11. eða fiskur slægður með haus kr. 6.49. Fyrir netaþorsk norsk- ar kr. 1.30 eða í íslenzkum kr. 7.81. Slægður með haus, ísl. kr. 6.25. Verð á öðrum fisktegund- \r FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld um var í samræmi við þetta. Það var tekið fram að fiskurinn yrði að vera sæmilega góður og meðhöndlaður algjörlega i samræmi við norskar reglu- gerðir. Þá var það að síðustu tekið fram af hálfu samlagsins að þetta væri verð án allra uppbóta frá hendi ríkisins. Norðmenn senda frystitogara til V estur-Grænlands Þann 19. janúar sl. lét norski síld, sem fryst er með útflutn- ing fyrir augum. Þá koma síðustu verðflokk- arnir og þeir gilda jdir alla síld til söltunar og i reykingu, og þar er ýerðið þetta: Fyrir stórsíld norskar krónur 30.00. í íslenzk- um penjngum krónur 180,30 fyr- ir hverja 100 lítra og verð á vorsíld norskar krónur 27.00. 1 slenzkum peningum krónur S2.27 fyrir 100 lítra af síld. 'ekið er fram að þetta sé al- ^jört lágmarksverð viðvíkjandi öllum flokkum. fyrir ítalskt útgerðarfélag, sem l einnig er ætlað að hraðfrysta ! aflann. Þar sem um ekki stærri j skip er að ræða en þetta, þa: er hér að öllum líkindum um i heilfrystingu að ræða. þó ekkert , sé um það framtekið í fregn- ! um. Smáskuttogaranum „Reine du GoIfe“ Ég sagði frá því hér í þætt- inum í vetur að Kanadamenn héfðu þá nýlokið við smíði á Alþjóðasambandið mótmælir ofsóknum gegn verkalýðssam- tökunum íArgentínu frysti- og verksmiðjutogarinn Longva úr höfn í Álasundi og var ferðinni heitið á fiskimiðin við Vestur-Grænland. Af þessu tilefni áttu norskir blaðameno viðtal við forstjóra og eigendur skipsins Jo|jn ,, Longva. sem sagði að nú væri mikil og góð veiði á miðunum við Vestur- Grænland. Stórsíldar- og vor- síldarverð í Noregi Stórsíldarverð í bræðslu, norskar kr. 19,20 fyrir hverja 100 lítra. I ísl. kr. samkvæmt gengi 115.39. Fyrir vorsíld norskar kr. 17.20 fyrir 100 lítra. í ísl. peningum samkvæmt gengi kr. 103.37. Fyrir stórsíld til ísunar og frystingar í beitu, norskar kr. 33.00 fyrir 100 lítra. í fsl. pen- ingum kr. 198.33 fyrir 100 lítra af síld. Verð á vorsíld til notk- unar norskar kr. 30.00. I ísl peningum kr. 180.30 fyrir 100 lítra af síld. Verð til niður- suðu fyrir stósíld norskar kr. 32.00. 1 ísl. peningum krónur 192.32 fyrir hverja 100 lítra af síld. Verð á vorsíld til sömu nota norskar krónur 29.00. 1 ísl. peningum kr. 174.29. Sama verð og í þessum síð- asttöldu flokkum gildir um alla Skuttogarinn Tromsöy I. Fiskveiðar ísraelsmanna Fiskafli Isráeismanna hefur vaxið úr 10.000 smáiestum 1957 í 17.000 smálestir 1962. Þá hafa verið gerðar ráðstafanir til að auka þetta magn nú á yfir- standandi ári. Af veiddu fiski- magni eru sögð 1300 smálestir úr Getsemane-vatni en hitt skiptist á 16 fiskiskip sem stundað hafa veiðar á Rauða- hafi, Miðjarðarhafi, og Atlanz- hafi, og fiskitjarnir þar sem fiskur er ræktaður í allstórum stíl. Frosin íslenzk ýsuflök til Hull Samkvæmt enskum heimiid-^. um hefur fyrirtækið W. A. Crockford Ltd. í Hull gert samning um kaup á ýsuflökum af linuýsu fyrir 50.000 sterlings- pund frá Islandi og á fyrsta sendingin að afhendast í febrú- armánuði af keyptu magni. ítalir auka við ^ískiflotann Fyrir áramótín voru sagðir í byggingu á Italíu fjórir togarar. hver 600 lestir. Þessi skip eiga að útbúast með tvöföldum frystikerfum. 1 fyrsta lagi frystikerfi sem frystir 20 smé lestir á sólarhring við H-40 gr á Celsíus. I öðru lagi frystkerí fyrir geymslulest. þar sem fisk- urinn verður geymdur við -^25 gróður á celsíus. Þá ér sagt eiít 1000 smálesta skip í smíðum litlum skuttogara byggðum eftir teikningu frá Aukra Bruk í Noregi. Þetta er dvergtogari, aðeins 84 feta Iangur. Nú hafa borizt frengir af því hvernig þessi litli skuttogari hefur reynzt við veiðar. Þegar síðast fréttist hafði „Reine du Golfe“ farið tvær stuttar veiðiferðir. I fyrri ferðinni var togarinn 68 klukkustundir að veiðum og gerði á þeim tíma 34 höl og var aflinn 65 smálestir. I síðari veiðiferðinni var togarinn 101 klukkustund að veiðum og tók jafnmörg höl og í fyrri veiði- ferð og aflinn var 71 smálest. I báðum veiðiferðunum var 1/6 hluti aflans þorskur en hitt karfi. Sagt er að útgerðarfélag togarans sé mjög ánægt með þessa byrjun. Hinn 26. jan. sendi Louis Sajlant, aðalritari Alþjóðasam- bandsins, WFTU. eftirfarandi skeyti til Jose Maria Guido for- seta Argentínu: Alþjóðasambandið mótmæhr harðlega þeirri öldu fangeis- ana, pyndinga, lögregluaðgerða og húsrannsókna gegn meðlim- um verkalýðssamtakanna og öðrum lýðræðissinnum. sem nú gengur yfir Argentínu. Fjöldahandtökur forystu- manna og annarra meðlima verkalýðssamtakanna, sem hóp-^ um saman hafa verið sendir til fangabúðanna í Puerto Deseado hafa ekki farið fram- hjá Alþjóðasambandinu, hvarf verkalýðsleiðtogans Felipe Vall- ese ásamt því gerræði að loka skrifstofum Efnaiðnaðarsam- bandsins. Félags matvælaiðn- aðarmanna og Félags starfs- manna í aflstöðvum, hefur vak- ið megna andúð Alþjóðasam- bandsins. Þessar aðgerðir eru alvarlegt brot gegn réttindum verkalýðs- samtakanna og almennum lýð- réttindum og frekleg árás á almenn mannréttindi. Hætta við ferð til Frakklands LONDON 7/2 — Margrét prins- essa og maður hennar Snowdon lávarður hafa að ráðum brezku ríkisstjórnarinnar aflýst fyrir- hugaðri ferð sinni til Parisar. Talsmaður brezku krúnunnar sagði að ástæðan væri sú, að ekki þætti ráðlegt að Margrét færi úr landi meðan Elísabet Bretadrottning er erlendis, en talið er að versnandi sambúð I Breta og Frakka sé hin raun- 1 verulega ástæða. WASHINGTON 7/2 — Land- varnaráðherra Bandaríkjanna, j Robert Macnamara, sagði á blaðamannafundi í gærkvöld að hann fyrir sitt leyti væri þess fullviss, að öll sovézk árásarvopn hefðu verið flutt burt frá Kúbu og að engin fleiri slík vopn hefðu verið flutt inn. I nafni hinna 120 milljóna meðlima sinna krefst Alþjóða- sambadið að þessum aðgerðum verði tafarlaust hætt. Sérstak lega krefst það að, hinum fangelsðuðu verkamönnum verði tafarlaust sleppt úr haldi og öllum ofsóknaraðgerðum fangelsuðu verkamönnum hætt og að hún fái að starfa óhindruð í samræmi við þær skuldbindingar er ríkisstjóm Argentínu hefur undirgengizt við Sameinuðu þjóðirnar. Eftirlitssvæði Öral — Biskaya MINNEAPOLIS 7/2 — Lauris Norstad hershöfðingi, fyrrver- andi yfirmaður herja Nató í Evrópu, lagði í gærkvöldi til að komið yrði á fót evrópsku eft- irlitssvæði frú Uralfjöllum í Sovétríkjunum suður að Biskaya- flóa til að koma í veg fyrir óvæntar árásir. Þetta þyrfti ekki að hafa í för rneð sér að dregið yrði úr her- eða vopnabúnaði, sagði Norstad. Hann bar þessa tillögu fram í ræðu sem hann hélt í Verzlunarráði Minneapolis. Verkvísindi Framhad af 7. síðu. hraðritað, en það þýðir að hristingur hefur verið ákaflega lítill. Það er líka ekki ó- skemmtileg staðreynd. að túr- istabisnessinn var þegar til i fornöld; það voru jafnvel til fyrirtæki sem framleiddu minjagripi handa ferðamönn- um. í Aþenu seldu menn til dæmis mikið af myndum af gyðjunni PaHas Aþenu, og í Efesos myndir af frægasta húsi borgiarinnar — Artemismuster- inu. Það voru líka til handbæk- ur fyrir ferðamenn. sem sögðu frá því hvað ýmsir staðir hefðu upp á að bjóða, hvar var hægt að gista, hvar bezt að éta, og hvaða vegi menn skyldu fara til að sjá þá staði sem hver menntaður maður yrði að þekkja eitthvað til! U T S A L A U T S A L A Á teppabútum*Gó& vara lást verö AXMINSTER SkiphoSti21 $ími 24676 4 l í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.