Þjóðviljinn - 12.02.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.02.1963, Blaðsíða 12
Renndi á grunn í bezfa veðri Bolungavík 11/3. — Sá atburður varð hér laust eftir hádegið, að brezkur togari kom siglandi framhjá hafnargarðinum og stefndi inná svokallaðan Sand. Hann renndi þar á grunn og stóð fastur í u.þ b. hálfa klukku- stund. Þegar þetta gerðist var bezta veður, logn og heiðskírt, en skio- stjóri mun hafa mistekið sig á Bolungavík og Hnífsdal. Hann var á leið inná Isafjörð og var búinn að panta lóðsinn og hélt að hann væri að beygja inn flóann. Skipið komst á flot af eigin rammleik og hélt áfram ferðinni til Isafjarðar. Víni ogsígerettum stolið úr Erik Siv Sl. laugardagsmorgun varð þess vart. að búið var að brjóta upp klefa í danska flutninga- skipinu Erik Siv og stela öllum tollvamingi skipsins sem þar var geymdur. Voru það 23 flösk- ur af sterkum vínum, viskíi, gini, rommi og líkjörum svo og 55 flöskur af léttum vínum. þar með taldir 3 brúsar af rauðvíni. Einnig var stolið 15 þúsund síg- arettum. Skipið kom til Reykjavíkur 7. febrúar sl. og var tollvamingur- inn þá innsiglaður. Fór skipið sama dag til Keflavíkur og kom aftur hingað til Reykjavíkur seint sl. föstudagskvöld. Erfitt var að komast að klefanum þar sem vínið og sígarettumar voru geymdar, því að troðast þurfti framhjá ullarböllum er voru á dekkinu. Höfðu þjófamir m.a. vélt um dós með hvítri máln- ingu og stigið ofan í málning- una. Mál þetta er í athugun hjá rannsóknarlögreglunni Seldu í Þriðjudagur 12. febrúar 1963 — 28. árgangur — 35. tölublað. Lögbrot um helgina: Þjófarnir stálu úr jarðýtum mmm______h........ j| Ueykvískur sauðfjárbóndi, Kristján Þorsteinsson, gefur kindunum sínum brauð. (Ljósm. Þjóðv. A. ^ Fjáreigendur í Reykjavíkj uggandi um framtíðina I Tveir togarar seldu afla sinn í Grimsby í gær. Sigurður seldi 191 tonn fyrir 13,452 stpd. og Apríl seldi 141 tonn fyrir 9551 pund. Bretlandi k ______________________I Þrír menn meiðast | ......................! valt Volkswagenbifreið með fjór- þ Um mönnum á Sandskeiði og " meiddist ejn stúlka talsvert mik- Þ ið og önnur stúlka og ökumað- Jl rninn hlutu einnig nokkur g meiðsli. Bifreiðin er talin ger- eyðilögð. Bjfreiðin var að koma að austan er ökumaðurinn missti yald á henni í beygju efst á Sandskeiðinu; mun bifreiðin hafa verið á mikilli ferð og rann hún út af vegin-um og fór nokkrar veltur áður en hún stöðvaðist. Stúljca sem sat í framsætinu hjá bílstjóranum. Hrafnhildur Gísladóttir Baugs- Vegi 5, kastaðist út úr bílnum og meiddist mikið á höfði. baki og skrámaðist víðar. Ökumað- urjnn. Sigurgeir Gunnarsson að nafni hlaut höfuðhögg og heila- hristing og stúlka er sat í aft- ursætinu meiddist einnig lítils- háttar ®n piltur er einnig sat í aftursætinu slapp ómeiddur. Bifreiðin sem var nýleg. Volks- wagen frá Almennu bilaleig- únni. var gersamlega saman- klesst og talin alveg eyðilögð. Fjáreigendafélag Reykjavík- ÍL ur mun hafa verið stofnað ár- sf ið 1923 og er það því að verða k 40 ára um þessar mundir. Að- " alhvatamaðurinn að stofnun E þess var Maggi Júlíus Magnús J læknir, sem á sínum tíma byggði á Klömbrum. ? Nú hafa heyrzt um það R raddir, að banna beri kvik- B fjárbald í borgarlandinu. Því - er haldið fram af kvikfjár- andstæðingum. að féð geri usla í görðum og ýrnsan annan ó- skunda og sé tiþ trafala í umferðinni. Þá sé af því ó- þrifnaður og vafasamt hvort k eigendur þess hafi aðstöðu til " að búa svo að því að dýra- verndunarlögum sé fullnægt- Stjóm Fjáreigendafélagsins kvaddi fréttamenn á sinn fund fyrir helgina og útskýrði sjónarmið sitt. f félaginu eru nú 142 félagar og flestir þeirra eiga fé. Algengasta fjártala félagsmanna er 10 — 15 kindur. en þó eru innan borgarmarkanna stórbú með uppí 500 fjár. Alls munu nú vera um 3400 kindur í eigu félagsmanna, en voru á árinu 1962 3700. Flestir sauðfjáreigendur í Reykjavík bafa kindurnar sér til dægrastyttjngar. Margir eru gamlir sveitamenn og hafa rollumar sér til afþrey- ingar í ellinni og mörgum er svo farið að þeir kjósa heldur að fara út í fjárhús og gefa rollurium og rabba við þær, heldur en fara í bíó eða leikhús. Fyrir 4 árum var félaginu úthlutað nokkrum hektörum lands inn við Breiðholtsveg og þar hefur risið nokkur fjárborg, en félagið hefur þá aðstöðu ekki nema i eitt ár enn, þar eð upphaflegur samn. ingur var til 5 ára. Flestir hinna smærri fjáreigenda hafa fé sitt á þessum stað. Félagsmenn vilja ekki á nokkurn hátt' skaða samborg- ara sína með fjárhaldi sínu. eða verða þeim til ama á ann- an hátt. Þeir eru fylgjandi öll- um skynsamlegum leiðum iil þess að þetta megi verða En anriað mál er það. að bð að fjárhald yrði bannað í Reykjavík. er engin trygging fengjn fyrir að ekki yrði um ágang búfjár að ræða eftjr sem áður. í kringum okkur er nefnilega stundaður mikill , búskapur og sauðfé úr ná- grenninu flækist iðulega hing- að til borgarinnar. Því gera sauðfjáreigendur það að til- lögu sinni, að borgarlandið verði girt af með girðingu úr Grafarvogi uppí Heiðmörk, en fjáreigendur í Reykjavík fáj að hafa sínar rollur í friði, svo framarlega sem þeir uppfylli viss skilyrði, sem sett kunna að verða. Formaður félagsins kvað þess misskilnings bafa gætt hjá ýmsum, að félagsmenn gætu fráleitt átt nægilegt fóð- ur handa fé sínu. Þessu væri þó þveröfugt farið. og gæti fóðureftirlitsmaður borgar- innar borið um það. Þá kvað stjómin það há starfsemi fél.agsmannia nokk- uð. hvað landið sem þeir hafa til afnota er lítið. Það er sem sé ekki gott að bafa margt fé á litlum bletti, þessvegna byrftu þeir að fá meira og betra athafnasvæði. M'argt af fólki því, sem nú hefur kindur hér í Reykja- vík er roskið fólk, sem ekki getur lifað á ellistyrknum og hefur kindumar sér til pen- ingalegs léttis. en eins og fyrr er sagt eru nokkrir, sem stunda sauðfjárræktina s«m tómstundagaman eingöngu. Víst er að þetta fólk myndi missa mikið ef frá þvi væri tekin ánægjan af skepnuhald- inu og ættu bæð{ borgarvf- irvöldin og Dýraverndunarfé- lagið að athuga vel allar aðr- ar leiðir áður en þessir aðilar beita sér fyrir banni á sauð- fjárhaldi. — G.O. Blaðið hefur fengið þær upp- lýsingar frá lögreglunni í Hafn- arfirði að um 'helgina hafi þjóf- ar gert sér mjög títt um ýmsar stórvirkar vélar og stolið úr þeim miklu af verkfærum og ýmsum útbúnaði. Við Leirvogstungu í Mosfells- sveit eru geymdar vélar frá Vegagerð ríkisins. Þaðan var stolið tveim luktum, rafgeymi, smurolíubrúsum og miklu af ýmiskonar verkfærum Hjá Straumi fyrir sunnan Hafnar- fjörð var stolið úr jarðýtu tveim 12 volta rafgeymum (150 ampere), topplyklasetti og rúllu af raf- magnsvír. Hafði þjófurinn brot- ist inn um þak þessarar ýtu 1 Hvassahrauni var stolið úr tveim jarðýtum. Úr annarri var stolið áhaldakassa og kenndi þar margra grasa: þar er horf- inn slaghamar, topplyklasett, rör- tengur, tveir skiftilyklar, stjörnu- lyklar og fleira — voru sum þessarra verkfæra máluð í gul- um lit. tlr hinni jarðýtunni var stolið nýrri rafmagnsþurrku og ennfremur einum 8 tommu skiftilykli. Við þessar ýtur höfðu þjófamir haft þá aðferð að skrúfa húnana af hurðum þeirra. Verðmæti þýfisins skiftir að sjálfsögðu þúsundum króna því hér er um mörg dýr verkfæri að ræða. Enn hefur ekkert upp- lýstst í málinu. Rafmogn fór of öllu veifu- kerfi Sogsvirkiunarinnar Laust eftir kl. 16 í gær fór rafmagn af öilu veitukerfi Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Sogs. virkjunarinnar og komst það ekki í lag aftur fyrr en eftir um 20 mínútur. Orsök þessarar rafmagnstrufl- unar var sú. að jarðstrengur er ljggur frá spennisiöðinni við Flliðaár að línunni fyrir Á- burðarverksmiðjuna bilaði. Hafði bessi-bilun svona víðtækar af- !eiðingar vegna þess að öryggis- tæki sem eiga að geta einangr- að bilunina virkuðu ekki, Er Ekki er hægt að fullnægja lóðaumsóknunum IfwftMtrinlrfr FÍ í kvSW Ferðafélag fslands heldur kvöldvöku í Sjálfstæðishúsinu í kvöld. þriðjudaginn 12. febrúar kl. 8.30. Til skemmtunar verður lit- myndasýning af íslenzkum gróðri Og blómum. Hákon Bjamason skógræktarstjóri hefur tekið myndimar og skýrir þær. Enn- fremur verður myndagetraun og dans. Á fundi borgarstjómar Reykja- víkur sl. fimmtudag svaraði borgarstjóri, Geir Hallgrímsson fyrirspurnum um lóðaumsóknir og lóðaúthlutun frá Bimi Guð- mundssyni borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins. Samkvæmt upplýsingum borg- arstjóra liggja nú fyrir óafgreidd- ar umsóknir um lóðir undir 200 einbýlishús, 188 tvíbýlishús, "8 raðhús og 75 stigahús í fjöl- býlishúsum. Gera þetta samtals 1204 íbúðir, þ.e. 200 í einbýlis- húsum, 376 í tvíbýlishúsum, 28 í raðhúsum og 600 í fjölbýlis- húsum. Þá liggja fyrir umsóknir um lóðir undir 17 verzlunarhús og 86 lóðir undir iðnaðarhúsnæði, vörugeymslur og skrifstofuhús. Varðandi lóðaúthlutunina gaf borgarstjóri þær upplýsingar, að hægt yrði að úthluta fyrstu lóð- unum undir íbúðarhúsnæði í þessum mánuði en á næstu þrem mánuðum yrði hægt að úthluta lóðum undir 600 íbúðir og því til viðbótar yrði hægt að út- hluta lóðum undir 200 íbúðir fyrir haustið. Sagði borgarstjóri, að af þessum tölum væri ljóst, að ekki yrði hægt að fullnægja eftirspurninni eftir lóðum á næsta sumri, þótt gera mætti ráð fyrir að ekki myndu allir sem sótt hefðu um lóðir ætla ®ð nýta þær á þessu sumri. Þá gat hann þess að verið væri að und- irbúa svœði undir 1000 lóðir í Fossvogi og annað í Selási og ætti eitthvað af þeim lóðum að verða til í ár, en þær væru ekki taldar með í tölum þeim er hann hefði gefið upp. Að lokum gat þess, að vonir stæðu til þess að hægt yrði að full- nægja lóðaeftirspurninni á næsta ári. Björn Guðmundsson þakkaði svörin og kvað það brennandi spursmál, að unnt reyndist að úthluta byggingarlóðum fyrir vorið. Guðmundur Vigfússon tók' í sama streng. Einnig óskaði hann nánari upplýsinga um það, hvar þær lóðir væru, sem gert væri ráð fyrir að úthluta í vor og sumar. Borgarstjóri svaraði því til, að i sumar við Háaleitisbraut yrði hægt að úthluta lóðum undir 336 íbúðir, við Kleppsveg lóðum undir 85—100 íbúðir, við Laugarás undir 48 íbúðir (háhýsi), við Hálogaland undir 30 íbúðir (há- hýsi eða raðhús), þá væri hægt að úthluta einstökum lóðum hér og hvar um bæinn undir 30—40 íbúðir og loks lóðum undir 3 blokkir með samtals 72 íbúðum við Kaplaskjólsveg, í Hlíðunum og í Safamýri. Þetta gerði alls um 600 íbúðir sem hægt yrði að úthluta lóðum undir á næstu 3 mánuðum. I haust yrði svo hægt að úthluta lóðum undir 200 íbúðir við Elliðaárvog. Guðmundur Vigfússon kvaðst vona að þessar upplýsingar borgarstjóra fengju staðizt reynsl- una. Benti hann m a. á að sam- kvæmt nýlegri skipulagssam- þykkt hefðu íbúðimar við Háa- leitisveg ekki átt að vera nema 208 í stað 336 sem borgarstjóri taldi og spurði hvemig á þess- ari fjölgun stæði. Einnig benti hann á fleiri atriði kynnu ari fjölgun stæði. f fjórðu umferð á Skákbingi Reykjavíkur vann Friðrik Ólafs- son Bjöm Þorsteinsson og Júlíus Loftsson vann Jón Hálfdánarson. Hjnar skákirnar fóru í bið. Sig- urður Jónsson á öllu betra gegn Jóni Kristinssyni en þó nægir það líklega varla til vinnings. Skák Inga R og Jónasar Þor- valdssonar er mjög tvísýn, Jón- as á skiptamun yfir gegn peði en Ingi hefur nokkuð góða stöðu. Eftjr þessar f.iórar umferðir er staðan þessi: 1. Friðrik 3 v„ 2. Ingi 2% og 1 bið. 3. Jón Kristinsson 2 og 1 bið. 4. Júlíus 2. 5 Bjöm 1%, 6.—7. Jónas og Sig'irður 1 og 1 bið. 8. .Tón Hálf- dánarson 1. Fimmta umferð verður tefld í kvöld kl. 8 í Snorrasal o.g tefla þessir saman; Friðrik og Jónas, Ingi og Júlíus Jón Hálfdánar- son og Jón Kristinsson. Sigurð- ur og Biöm. Þeir fyrrtöldu hafa hvítt. Biðskákir úr 4 og 5. um- ferð verða tefldar á fimmtu- dagskvöld ekki ljóst hvernig á því hefur staðið. þvi tækin voru reynd í haust og voru þá í fullkommi lagi og einnig voru þau reynd í gær eftir að gert hafði ver- ið við bilunina og fannst þá ekkert athugavert við þau. Eininjj á Ikureyri Framhald af 1. síðu sem hefðu verið á dagskrá. f fundarlok flutti svo nýkjör- inn formaður, Bjöm Jónsson. á- varp og lýsti ánægju sinni með það spor. sem hefðj verið stig- ið og hvatti félaga til góðrar samstöðu um kjaramálin og á sviði mennjngarmála, sem nauð- synlegt væri. að verkalýðsfélög- in gerðu meira af en hingað til. Þau tvö félög. sem runnu saman i eitt eiga sér merkilega forsögu og hafa um langt ána- bil haft forystu í verkalýðsmál- um á Akureyri. Verkakvennafélagið Eining var stofnað 15. febrúar 1915 og var fyrsti formaður þess Guðlaug Benjamínsdóttir, en lengst gegndi formannsstörfum Elísabet Ei- ríksdóttir, sem var formaður fé- lagsins í 32 ár. Síðasti formað- ur félagsins var Margrét Magii- úsdótlir. Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar var stofnað 6 aprfl 1946 og var arftaki Verka- mannafélags Akureyrar, sem áð- ur starfaði hér um ánatugi. Fyrsti formaður Verkamanna- félags Akureyrarkaupstaðar var Marteinn Siffurðsson, en frá 1947 hefur Björn Jónsson verið formaður að einu ári undan- skfldu. — Þ.J Ný stjórn íSjómanna- félagi Hafnarfjarðar Sjómannafélag Hafnarfjarðar hélt aðalfund sinn á sunnudag- ínn. Til kosninga á stjórn og trúnaðarráði hafði aðeins kom- ið fram einn listi og varð hann því sjálfkjörinn Er stjórn fé- lagsins nú þannjg skipuð: Formaður Ólafur Ólafsson Varaform. Sigurður Pétursson Ritari Ólafur Brandsson Gjaldkeri Bjarni Hermundsson Varagjaldk. Þórarjnn Sófusson Varasstjórn: Ingimar Kristjáns- son og Jóhann Guðmundsson. í trúnaðarráð voru þessir kosnir: Hilmar Arnórsson, Sig- urður T. Sigurðsson, Krisjján ! Jónsson, Eyjólfur Kristjánsson. Eyjólfur Marteinsson, Sigurður Eiðsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.