Þjóðviljinn - 13.02.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.02.1963, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 13. febrúar 1963 — 28. árgangur — 36. tölublað. Hvernig er að búa á Jökuldal?- Sjá viðtal við bónda þar eystra á 7. síðu blaðsins í dag Allgói síldveiði í SkeiSarárdjúpi Vesttnannacyjum kl. 10. í gær- kvöld. — Allgóð síldveiði var í Skeiðarárdjúpi í fyrrinótt eftir nokkurt hlé og fengn þrettán bátar tólf þúsund tunnur og fóru flest skipin til Eyja og voru að landa henni í allan dag og fram- eftir kvöldi. Klukkan tíu í kvöld bárust fréttir um talsvert síldar- magn á svipuöum slóðum og stóö hún djúpt, en gera mátti ráð fyr- ir, að hún færðist ofar í sjónum eftir þvi sem liði á nóttu. Mest af síldinni, sem vciddist í fyrri- nótt var smásíld og fór hún í gú- anó, en lítið af henni fór í fryst- ingu. Þessi skip lönduðu síld í Eyj- um í gær. Marz með 963 tunn- ur, Halkion með 580 tunnur, Reynir með 656 tunnur, Leó með 772 tunnur, Hringver með 901 tunnu, Gullborgin var að landa, en áætluð með 1200 tunnur, Víð- ir II. með 600 tunnur í fryst- ingu og Kári með 600 tunnur. Fjörutíu og átta línubátar komu einnig með afla til Eyja í gær og var afli frá 2. lestum til 10 lestir og var Stígandi hæstur með 10 tonn. Þá lönduðu togbátar einnig frá 2 tonnum til 20 lestir. Ágætisveður var í gærkvöld, blankalogn og blíða og allir bát- ar ætluðu á sjó í nótt. Tryggvi. Sævaldur tekinn í þriðja skiptið Um þessar mundir gerir Landhelgisgæzlan harða hríð að tog- bátum frá Vestmannaeyjum og líður nú varla sá dagur, að bátar séu ekki teknir að ólöglegum togveiðum og er þetta aðal- lega hjá Ingólfshöfða og Hjörleifshöfða á fengsælum miðum þama innan landhelginnar. Einn bátur ætlar þó að skera sig úr í þessum efnum og er það Sævaldur SU er var tekinn í þriðja skiptið í fyrri nótt, staddur innan fjögurra sjómílna við Hjörleifshöfða og er þetta óvenjuleg harðsækni beint í ginið á ljóninu. Jafnframt var Frigg VE tekinn undan suðurströndinni og voru bátarnir færðir til Eyja í gær. Varðskipið Þór var hér að verki. Dómur gekk þegar fram í máli Friggjar VE í gær og hlaut hún tuttugu þúsirnd króna sekt og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Hinsvegar var mál Sævaldar SU látið bíða og taldi fulltrúi bæjarfógeta, að dómur yrði ekki kveðinn upp í dag að heldur. Við fyrsta brot hlaut Sævaldur SU tuttugu þúsund króna sekt og afli og veiðarfæri gerð upptæk Við annað brot var báturinn dæmdur í sömu sekt auk tveggja mánaða fangelsisvistar skip- stjóranum til handa og nú fara réttindin sennilega að verða í hættu. Stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar Myndin er af nýkjörinni stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri, tekin að loknum stofn- fundi sl. sunnudag. Með félags- stjóminni eru á myndinni for- setar Alþýðusambands fslands og Alþýðusambands Noröur- lands. Sitjandi frá vinstri: Auð- ur Sigurpálsdóttir meðstjórandi, Bjöm Jónsson formaður og VII- borg Guðjónsdóttir gjaldkeri. Standandi frá vinstri: Tryggvi Helgason formaður ASN, Þórir Daníelsson varaformaður, Ólafur Aðalsteinsson meðtjórnandi, Rós- berg G. Snædal ritari, Björg- vin Einarsson mcðstjómandi og Hannibal Valdimarsson forseti ASl. 19 menn fórust í námu- slysi í fyrradag JÓHANNESARBORG 12/2 — Nítján afríkumenn fórust í gær í námuslysi í gullnámu fyrir sunnan Jóhannesarborg. Ihaldsþjónkun Alþýðu- flokksins slær öll met Það eru foringjar Alþýðuflokksins sem svarizt hafa í fóstbræðralag við íhald og auðvald sem reynzt hafa skammsýnir og misvitrir og veikt al- þýðuhreyfinguna á íslandi, en ekki hinir sem neit- uðu að halla sér að hægri stefnu og íhaldinu, sagði Hannibal Valdimarsson á Alþingi í gær þegar hann svarað árásum Gylfa Þ. Gíslasonar á þá Alþýðu- flokksmenn sem leitað hafa samstarfs til vinstri. Kvaðst Hannibal telja íhalds- þjónustu Alþýðuflokksins eitt hið hörmulegasta sem gerzt hefði í íslenzkum stjórnmálum og verkalýðsmálum undanfama ára- tugi. Gylfi hefði talað um, að brottför Héðins og Sigfúsar Sig- urhjartarsonar og síðar Hanni- bals og félaga hans úr Alþýðu- flokknum hefði orðið til að veikja verkalýðshreyfinguna á íslandi. Það væri annað sem veikt hefði verkalýðshreyfinguna á íslandi, sagði Hannibal, og það er, að Alþýðuflokkurin sem stofn- aður var til þess að vera verk- færi alþýðunnar í baráttunni við afturhald og íhaldsstefnu, skyldi gerast griðkona í ihaldsþjónustu, stuðningsflokkur við örgustu í- halds- og afturhaldsstefnu. Þessi ihaldsþjónusta Alþýðu- flokksins hefði nú þegar gengið LIU vill lækkun á vöxtum lána Myndin cr tekin á hinni söguírægu stund, 25. ------------... „-i sjvez»at nersveitir náðu saman við Kalatj fyrir vcstan borgina og lokuðu þannig hringnum umhvcrfis heni Þjóðverja. Þá voru örlög þeirra ráöin. Sjá síðu 0 Meðal ályktana er samþykkt- c voru á aðalfundi Landsam- tnds íslenzkra útvegsmanna er Idinn var 28.—31. janúar sl. r eftirfarandi ályktun um : talækkun: „Funduránn samþykkir að skora á ríkisstjómina að hlut- ist til um það við stjórn Seðlabankans, að vextir af 1. veðréttarlánum sem veitt eru út á afurðir til útflutnings verði Iækkaðir niður í 5 og 5Vj% eða I það sama og þeir fóru fyrir febrúar 1960“. Þá samþykkti fundurinn og eftirfarandi ályktun: „Fundurinn skorar á ríkis- stjómina og stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins að gera ráð- stafanir til þess að flytja síld til bræðslu frá veiðistöðvun- um suðvestanlands á komandi vori og frá höfnum austan- lands næsta sumar, til síldar- verksmiðjanna norðanlands. Funduninn vili benda á, að athugað veröi, hvort hag- kvæmt væri að taka þá tog- ara, sem ríkisstjómin nú á og liggja ónotaðir, til þessara flutninga“. Fleiri ályktanir fundarins verð- ur getið hér í bladinu síðar. svo langt að hún myndi eins-, dæmi í heiminum. ÖUum væri Ijóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki komið fram árásum sínum á kjör fólksins og verba- lýðsfélögin j tíð núverandi ríkis- stjórnar án stiuðnings Alþýðu- flokksins. Frásögn af ræðu Hannibals, sem haldin var við 1. umræðu frumvarps Einars Olgeixssonar um áætlunarráð ríkisins, er á 5. síðu blaðsins í dag. Sjálfkjörið í Verkalýðsfélagi Hveragerðis Hveragerði, 11/2. — Að- alfundur Verkalýðsfélags Hveragerðis var haldinn sl. sunnudag en félagssvæði þess eru Hveragerðis-, ölf- us- Selvogs- og Grafnings- hreppar. Á fundinum var lýst stjórnarkjöri en stjómin varð sjálfkjörin og er hún þannig skipuð: Formaður Sigurður Ámason, varafor- maður: Sigmundur Guð- mundsson, ritari: Rögn- valdur Guðjónsson, allir úr Hveragerði, gjaldkeri: Jón Guðmundsson Stóra Saur- bæ, fjármálaritari: Anna Ölafsdóttir Þorlákshöfn, meðstjómendur: Magnús Hannesson Hveragerði og Stefán Valdimarsson Þor- lákshöfn. Hagur félagsins batnaði verulega á árinu og á það nú í sjóði rúmlega 100 þús- und krónur. Samþykkt var reglugerð fyrir styrktarsjóð en í honum eru nú um 50 þúsund krónur .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.