Þjóðviljinn - 13.02.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.02.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. febrúar 1963 ÞJÖÐVELJENN SÍÐA 3 Utanríkisráðherra iraks: Munum stefna að sameiningu araba KAIRO 12/2 — Hinn nýskip-' aði utanríkisráðherra íraks, Taleb Hussein Shabib, sagði í viðtali við egypzku frétta- stofuna í dag að höfuðmark mið nýju stjórnarvaldanna í landinu væri að skapa einingu arabalandanna. íraska stjórn- in mun stefna að því að styrkja vináttutengslin vð öll arabaríkin, sagði hann. Shabib sagði ennfremur að varla væri hægt að segja að fyrrverandi stjómarvöld hefðu unnið að sameiningu araba. Hinn' nýi utanríkisráðherra er þrítugur að aldri og menntaður við Lundúnaháskóla. Kona hans er brezk og hann var persónu- legur vinur Aneurin Bevans heit- ins. Reiknað er með að uppreisnin í Irak hafi kostað alls um 5000 mannslíf. 1 gær var barizt á götum Bagdad. en í dag var allt með kyrrum kjörum og virðast uppreisnarmenn nú hafa allt á sínu valdi. Nýtt íraskt blað, sem kallast A1 Hamahir (Alþýðan) birtir í dag frásögn af uppreisninni í sJ. viku, segir útvarpið í Bagdad. Kassem hershöfðingi, sem steypt Strœssner áfram forseti Paraguay ASUNCION 12/2 — Frambjóðandi stjómarandstöðunnar við forseta- kosningamar í Paraguay, sem fram fóru á sunnudaginn, Ern- esto Gavilan, viðurkenndi í gær að hann hefði tapað. Þegar búið var að telja helm- ing atkvæða hafði Alfredo Stroessner fengið 234.531 atkvæði en Gavilan aðeins 25.680. Um 14 þúsund atkvæðaseðlum hafði ver- ið skilað auðum. var af stóli og tekinn af lífi, er þar sakaður um að hafa reynt að bæla niður þjóðemis- kennd fólksins. Samkvæmt fréttum útvarpsins í Kaíró hringdi Kassem til Arefs ofursta, foringja byltingarinnar þegar áhlaupið var gert á aðal- stöðvar hans og bað hann um að bjarga lífi sínu. Sagðist hann óska eftir málamiðlun. Aref svaraði að fyrst yrði hann að gefast upp áður en nokkur mála- miðlun kæmi til tals. A.m.k. 25 lönd, þar á meðal Sovétríkin og Bandaríkin, hafa nú þegar viðurkennt nýju vald- hafana i Irak. Þau sem viður- kenndu stjórnina í dag voru Svíþjóð, ítalía, Indland, Alþýðu- lýðveldi Kína, Tékkóslóvakía og Suður-Kórea. Kennedy klaufi í utanríkismálum WASHINGTON 12/2 — Nokkrir áhrifamiklir þingmenn repúblik- rma sökuðu í gær bandarísku ríkisstjórnina um að hafa valdið óeiningu á vesturlöndum með klaufalegri meðferð sinni á utan- ríkismálum. Traust vinátta við Bretland, Frakkland og Kanada hefur um áratugi verið gmndvöllur banda- rískrar utanríkisstefnu, segja þingmennimir í yfirlýsingu sinni. Síðustu vikur hefur talsvert orðið vart andbandarískrar af- stöðu í öllum þessum löndum. Kröfur Kennedy-stjómarinnar um auknar landvamir, eftirleik- ur Kúbumálsins og deilan um skyboltflugskeytin hefur allt veitt Frökkum sterk rök í við- leitni þeirra til að fá Evrópu- löndin tiT að mynda svokallað þriðja veldi milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, segir ennfrem- ur. Yfirlýsingin er undirskrifuð af fimm öldungardeildar- og sex fulltrúadeildarþingmönnum. Ekki á móti að- ild Noregs og Danmerkur BONN 12/2 — Utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands Gerhard Schroeder sagði í dag við sendi- herra Noregs og Danmerkur í Bonn, að jákvæð afstaða vestur- j þýzku stjómarinnar til aðildar Noregs og Danmerkur að EBE hefði ekki breytzt. Sendiherrarnir höfðu óskað eftir að utanríkisráðherrann gerði grein fyrir afstöðu stjórn- arinnar vegna þeirra ummæla sem landvamaráðherrann von Hassel hafði nýlega eftjr Adenau- er kanzlara, að hann óttaðist sósíalistíska þróun í Evrópu ef Bretlandi og Norðurlöndum yrði hleypt í bandalagið. Fréttastofu NBC í Moskvu lokað MOSKVA 12/2 — Yfirvöld Sovét- ríkjanna hafa ákveðið að loka skrifstofu bandarísku fréttaþjón- ustunnar National Broadcasting Company (NBC) í Moskvu þar sem fréttastofan hefur útbreitt illviljaðan andsovézkan áróður. Aðalblaðafulltr. utanríkisráðu- neytisins í Moskvu, Zamjatin, til- kynnti fréttar. NBC, Russ Jones, þetta í dag og sagði að í mörg- um sjónvarpsdagskrám sem NBC hefði sent frá sér að undan- hefðu aðstæður í Sovétríkjunum verið gróflega falsaðar og til- gangurinn auðsjáanlega verið að skapa fjandsamlega afstöðu til sovézku þjóðarinnar . Tillaga Sovétríkjanna í Genf Stórveldin hafi ekki kjarna- vopn í herstöðvum erlendis GENF 12/2 — í dag lögðu Sovétríkin til að stór- veldin fjarlægðu frá herstöðvum sínum erlendis öll kjarnorkuvopn og tæki þau sem notuð eru til að koma þeim í skotmark eins og sprengjuþotur, flugskeyti og polariskafbáta. Það var aðalfulltrúi Sovétríkjanna, Vasilí Kuznefsoff aðstoðarutanrík- isráðherra sem lagði uppkast að þessum tillögum fyrir afvopnunarráðstefnuna sem kom saman að nýju í Genf í dag eftir sjö vikna hlé. Bretar eignast kjarnorkuknúið flutningaskip LONDON 12/2 — Næsta ár verð- ur byrjað á smíði fyrsta kjam- orkuknúna flutningaskipsins í Bretlandi og á smíði þess að verða lokið árið 1967, tilkynntu samgöngumálaráðherra Breta Emest Marples og sir William Cock formaður brezka kjam- orkuráðsins á blaðamannafundi í London í dag. Bæði austur- og vesturveldin létu í ljós ósk um að samið yrði um stöðvun á filraunum með kjarnavopn næstu tvo mánuði meðan ráðstefnan heldur fundi sína- Kennedy Bandaríkjaforseti sagði í orðsendingu til ráðstefn- unnar að líkumar á banni við kjarnavopnatilraunum væru nú meiri en áður þó að enn ætti eftir að leysa mörg erfið vanda- mál. Sovétríkin leggja til að allar sprengjuþotur búnar kjamavopn- um verði fluttar burt frá her- stöðvum erlendis, flugskeyta- stöðvar á erlendri grund verði eyðilagðar og allar eldflaugar er draga lengra en 1500 km fluttar heim svo og kjamorkusprengjur sem stórveldin hafa í herstöðvum í öðrum löndum. Kuznetsoff talaði um samning Kennedys forseta Qg Macmillans forsætisráðherra Breta í Nassau um að Bandarikin létu Bretum í né polariskafbáta og sagði að hann væri liður í uppbyggingu sameiginlegs kjarnorkustyrks Natorikjanna Ennfremur minnt- ist hann á hemaðársamning Frakklands og Vestur-Þýzka- lands, tilraun Bandaríkjanna til að neyða Kanadamenn til að taka við kjamorkuvopnum og hinar nýju kj arn avopn atilraunir Bandaríkjanna neðanjrðr. Sovétríkin mótmæla eindregið öllum þessum áætlunum, sagði Kuznetsoff, og beina athygli ráð- stefnunnar að þeirri stríðshættu sem svona stefna skapar og lýsir því yfir að þessi stefna vestur- veldanna stríðir gegn sjálfu markmiði afvopnunarráðstefn. unnar. Þá sagði Kuznetsoff að þegar ætti að vera hægt að semja um stöðvun á kjarnatilraunum og væru Sovétríkin fús til þess. Hann mæltist einnig til þess að gerður yrði griðasáttmáli milli Atlanzhafs- og Varsjárbanda- lagsins og samið um kjama- vopnalaust svæði í Mið-Evrópu, Afríku og á fleiri stöðum. Einnig minntist hann á Kúbu- deiluna og sagði að friðsamleg 1ausn hennar 9annaði að hægt væri að leysa hin flóknustu og erfiðustu deilumál ef þeir sem áhuga hefðu á því litu raunhæf- um augum á allar aðstæður og sýndu heil.brigða skynsemi. Aðalfulltrúi Bandaríkjanna, William Foster, tók einnig til máls og kvaðst vona að samið yrði um stöðvun á kjamavopna- tilraunum. Hann sagði að vest- urveldin væru óánægð með af- stöðu Sovétríkjanna til banns við kjamatilraunum. Allar tillögur okkar í þessu máli liggja ljósar fyrir, en hingað til hafa Sovét- ríkin neitað að segja álit sitt á þeim. sagði Foster. Að fundi ræðu slitið í hans dag. lokinni var Japanir ætla á síld- veíðar vi8 Island BERGEN 12/2 — Næsta sum- ar munu Japanir verða meðal þeirra þjóða sem stunda síld- veiðar við fslandsstrendur að því er fram hefur komið á alþjóðlegri fiskirannsóknar- ráðstefnu í Bergen sem staðið hefur á þriðju viku. Þetta kom fram við umræður ráðstefnunnar um hina öm þró- un í fiskveiðum Japans og Sovét- ríkjanna og áhrifa hennar á al- þjóða fiskjðnað. Japanir eru nú mesta fiskveiðiþjóð heims og Ný viðhorfskapa nýja tækni — aukið byggingahraðann, sparið vinnuaflib I BYGGiNGAR- KRANAR OG STÁL- 3 MÓT Byggingarkrana og stálmót útvegum við frá hinu þekkta fyrirtækj F. B. KRÖLL, Kaupmannahöfn. | Umboðsmaður frá fyrirtækinu | | verður staddur hér næstu viku. | Allar nánari upplýsingar á skrifstof u okkar. Timburverzlunin VÖLUNDUR h.f. KLAPPARSTÍG 1 — REYKJAVÍK — SÍMI 1843«. hafa ákveðið að bæta við fiski- flota sinn um 70 móðurskipum og verksmiðjutogurum 1500—8000 brúttólestum að stærð. Álíka auknjng er nú fram- kvæmd í Kína. Austur-Þýzka- landi og Póllandi. Þó að hlutur Evrðpu í fisk- framleiðslu heimsins hafi minnk- að undanfarin ár sýnir skýrsla Sem Sovétríkin hafa lagt fram á ráðstefnunni að afli þeirra hefur aukizt úr 2.8 millj. tQnna 1956 í 4 millj, tonna 1960. Reiknað er með að Sovétríkin eigi nú milli 150-—300 verksmiðjutogara 2000 til 3000 torin að stærð. Þennan flota á að auka um 30 álíka stór verksmiðjuskip 1963—64. Ein af ástæðunum fyrir þessari aukn- ingu er sögð vera sú að það er bæði ódýrara og kre'fst minna vinnuafls að framleiða mat úr sjó en að ræktía hanri á landi. Rædd hefur verið hin miklá aukning í ýmsum löridum og þar með flutníngur aðalveiðanna frá ströndum landannq til úthafanna. Þykir einsýriti ð vegna hins ■’ikla kostnaðar við smíði stórra ýtízku fiskiskipa sé þróunin ör- st í löndum þar sem rikið gerir sjálft út fiskiflotann eins og í sósíaljstísku löndunum Á fiskirannsóknaráðstefnunrií í Bergen eru sérfræðingar frá flestum fiskveiðaþjóðum Evrópu og Norður-Ameríku. Forseti ráð- stefnunnar er próf. G. M. Ger- hardsen frá Noregi ið að lausn deilunnar milli llsír og Túnis RABAT 12/2 — Utanríkisráð- herrar Alsír, Marokkó og Túnis ræddu á tveggja tíma fundi í Rabat í dag möguleikana á að leysa deilumálin millí Alsír og Túnis og önnur vandamál ríkj- anna þriggja. Umræðumar einkenndust af einlægni og alúð, segir í frétt- um af fundinum. Utanríkisráð- herra Alsír, Mohammed Khem- isti, lagði fram tfflögu um lausn á deilunni við Túnis og er nú sú lausn í athugun hjá utan- ríkisráðherra Túnis, Slim, og nánustu samstarfsmönnum hans. Sameiginleg vandamál aUra þriggja landanna em einkum ■ efnahagsmáJL i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.