Þjóðviljinn - 13.02.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.02.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 13, febrúar lði>3 Handknaltleiksmótið Fram oi í R og Víkingur enn í fyrrakvöld voru háðir tveir leikir í Handknattleiksmeistara- móti íslands. Fram vann Þrótt auðveldlega, en Víkingur og ÍR skildu jöfn eins og í fyrri um- ferð. ÍR og Víkingur skildu jöfn 24:24 í spennandi leik Það fór sem spáð var, að leikur Víkinga og ÍR varð á- kaflega jafn og fjörlega leik- inn. ÍR hafði þó lengst af for- ustu, og til að byrja með höfðu þeir meiri tök á leiknum. Þeir komust eftir 8 míín. í 5:2, en síðan jöfnuðu Viíikingar heldur hilið og tókst að jafna á 9:9 á 20. mínútu, og komust yfir, en ÍR jafnar á 10:10 og taka enn forustuna og rétt fyrir hálf- leik jafna Víkingar aftur í hléi standa leikar 13:12 fyrir Víking. Barningurinn heldur áfram. Víkingar komast yfir en ÍR jafnar 14:14. og aftur jafna ÍR- ingar og komast. yfir, en Vík- ingur jafnar á 16:16. Nú eiga ÍR-ingar verulega góðan leikkafla, eins og í byrj- un leiksins og skora nú_5 mörk og komast í 21:16. ÍR-ingar leika ekki nægilega varlega og Sundmót KR Verður haldið í Sundhóll Rvíkur fimmtudaginn 28. febru- ar kl. 8.30 e h. Keppt verður í þessum greinum: Sindrabikar. 100 m bringusundi karla 200 m skriðsundi karla 50 m flugsundi karla 50 m baksundi karla Flugfreyjubikar. 100 m skriðsundi kvenna 100 m bringusundi kvenna 100 m skriðsundi drengja 50 m bringusundi drengja 50 m bringusundi telpna 50 m bringusundi sveina 3x50 m þrísundi karla Þátttaka tilkynnist Jóni Otta Jónssyni, Vesturgötu 36A, sími 14061 í síðasta lagi 20. febrú- ar n.k. Ingólfur Óskarsson skorar 37. mark Fram í leiknum við Þrótt. Jafnframt var þétta 76/markið sem liann skorar á Islandsmótinu. Víkingar skora 3 mörk í röð. 21:10. Enn tekst iR-ingum að breikka bilið aftur og kom- ast í 24:20 og langt liðið á leik- inn og virðist manni sem ÍR ætti að geta haldið þessu, með gætilegum leik. En þeir gæta sín. ekki nóg, og hefðu ef til viil líka getað hagað skiptingum svo- Mtið öðruvísi. Svo fór að Vík- ingum tókst að jafna þegar 2% mín. voru til leiksloka, og þar við sat. í salnum rí'kti ægi-mikill spenningur um það, hvorum tækist að skora úrslitamarkið, eða hvort það tækist. En við þetta sat, þau skildu jöfn, og geta báðir nokkuð vel við unað. þó ÍR hafi verið heldur nær því að skora. . ÍR í framför Leikurinn var frá upphafi skemmtilegur og oft sýnd góö tilþrif á báða bóga. ÍR er þó það Mðið sem er meira í fram- för. Þrímenningarnir Gunn- laugur, Matthías og Hermann eru máttarstólpar liðsins. Þeir eru allir í góðri þjálfun, og mynda öryggislínu bæði í sókn og vörn, og gefur það hinum yngri og óreyndari mönnum aukinn styrk. Lið Víkings er jafnt og leik- ur öruggt, án þess að þar: „dómíneri“ stjörnur. Satt að segja var það vel af sér vikið að fá jafnað í lok leiksins úr 24:20 gegn liði eins og ÍR ér nú. — það virtist í rauninni vonlaust. Beztu menn Víkings voru þeir Rósmundur, Pétur Bjama- son, Þórarinn Ólafsson og Sig- urður Hauksson. Markmaður ÍR Finnur Karis- son er í mikilli framför, og hafði það Mka sín áhrif á leik liðsins, en þar hefur um lang- an tíma verið veikur hlekkur í liði ÍR, Matthías lék mjög vel að þessu sinni. Gunnlaugur átti einnig mjög góðan leik. og það vakti at- hygli hve fljótur hann er að átta sig. Dæmi er aukakast á Víking við punktalínu ÍR, en markmaður Víkings er hinn rólegasti, hættan það langt í í burtu og gengur rólega í markið og snýr baki að leik- vanginum. Veit hann þá ekki fyrr til að að hann sér knött- inn syngja í netinu fyrir fram- an sig, eftir hörkuskot úr auka- kastinu frá Gunnlaugi! Nei, maður skyldi alltaf vera með, og það var þessi Víkingsmark- maður í leiknum yfirleitt og hann varði vel, nema þama gleymdi hann sér. Hermann og Gylfi voru á- gætir. Þeir sem skoruðu fyrir ÍR voru Gunnlaugur 13. Gylfi 4, Matthías 4, Hermann 2 og Þórður 1. Fyrir Víkinga skoruðu Pétur 6, Rósmundur 5, Þórarinn Ol- afsson 4, Jóhann Gísla 3, Sig- urður Hauksson og Ólafur Frið- rifcs 2 hvor, Björn Björnsson og Björn Kristjánsson 1 hvor. Dómari var Valgeir Ársæls- son og dæmdi hann yfirleitt vel. Þróttur réöi ekkert við Fram sem vann 37:20 Síðari leikurinn þetta keppn- iskvöld var frá upphafi mjög ójafn og höfðu Framarar þar tögl og hagldir, og skoruðu næsta vegi 2 mörk á meðan Þróttur skoraði 1. Hin veika hlið Þróttar var það hve vörn- in var opin og það notuðu Framarar sér mjög vel. Þó bjargaði Guðmundur Gústafs- son hvað eftir annað ágætlega, og bjargaði Þrótti frá mun; meira tapi. Það var eins og það væri svolítið vonleysi yfir ' Þrótti allan tímann. Þá skorti meiri baráttuvilja spm er!nauð-R. synlegur þó þeir séu sannfærð- ur um að þeir muni tapa. í hálfleik stóðu leikar 15:8, og jókst bilið stöðugt í síðar: hálfleik, og lauk leiknum rpeð , yfirburða sigri Fram 37:20. Beztu menn Fram voru Guð jón, Ingólfur og Sigurður Ein arsson. Annars var hvergi slak- ur hlekkur í Mðinu. nema markmenn, þeir hafa' enn ekki náð æskilegum styrkleika fyrir liðið. Hjá Þrótti voru þeir beztii Guðmundur í markinu, Axel Þórður og Haukur. Helgi Árna son var óvenju' frískur í þess um leik. Þeir sem skoruðu fyrir Fran, voru: Ingólfur 16, Guðjón 7 Sigurður E. 5, Tómas 3. Hilm ar, Ágúst og Jón Friðst. 2 hver og Erlingur 1. Fyrir Þrótt skoruðu: Axel og Haukur 5 hvor, Helgi 4, Grét- ar, Gunnar og Þórður 2 hver. Dómari var Frilmann Gunn- laugsson, og dæmdi yfirleitt veL Frímann. Frjálsar íþróttir aran drengjamót Drengjameistaramót í frjálsum íþróttum innanhúss var háö s.l. sunnudag í íþróttahúsi Há- skólans. þátttaka var allgóð, og margir piítanna náðu góðum árangri. Mesta athygli vekur afrek Sigurður Ingólfssonar — 1.84 m., en það er nýtt drengjamet. Sigurður er Ármenningur og hefur einnig getið sér gott orð sem körfuknattleiksmaður. Ungur Strandamaður kom, sá og sigraði. Það var Þorvaldur Benediktsson, og virðist hann hinn efnilegasti íþróttamaður. Úrslit: Hástökk án atrennu: m. Ragnar Guðmundsson . ír 1,30 Jón Kjártansson, Á 1,30 Hástökk með atrennu: Sigurður Ingólfsson, Á 1.84 Þorvaldur Benedikts.. HSS 1.75 Ólafur Guðmundsson, KR 1.70 Jón Kjartansson, Á 1.70 Langstökk án atrennu: Þorvaldur Benedikts.. HSS 2,98 Jón Þorgeirsson, ÍR 2.94 Einar Gíslason, ■ K R 2.94 Þrístökk án atremiu. Þorvaldur Benedikts., HSS 9.04 Erlendur Valdimarsson. ÍR 8,89 Einar Gfelason, KR 8,81 Sveinameistaramótið í frjáls- um íþróttum verður háð á Sel- fossi 24. þ. m. Vantar þig miða Þeir, sem hug hafa á að sjá . úrslitaleikinn í Evrópubikar- keppninni í knattspyrnu geta snúið sér til KSl og pantað miða. Hér er um að ræða bik- arkeppni sigurvegara í deilda- keppni. Brezka knattspyrnusam- bandið sendi KSl bréf með boði um útvegun miða. Þeir sem hafa vilja og getu til að • sjá þennan merka knatt- spyrnuleik ættu að snúa sér til Axels Einarssonar, stjóm- armanns í KSÍ. fyrir 24. febrúar. . Leikurinn . fer . fram í Wembley í London um.miðjan’ maí. í ■ - HEIMSMETA-SMIBJ AN. I grennd viö höfuöborg sovétlýðveld- isins Kasakstan, Alma Ata, er skautaleikvangur sá er sést á myndinni. Á þessari skautabraut hafa skautamenn náð einna mestum hraða í heimi Opinberlega heitir staðurinn Medeo, ■ en skautafólk kallar hann gjarnan „Smiðja heimsmctanna". Þarna setti skautakappinn Évgeni Grisjin heimsmet í 500 metra nVauta- hlaupi i lok janúar. Tíminn var 39,5 sek. ! Félagið ein fjölskylda Iþróttafélag þarf að vera eins og stór samhent fjöl- skylda, sem skiptist aðallega i tvær sveitir: hina eldri og þá sem ábyrgðina hafa fyrst og fremst, og hina yngri sem þeir eldri verða að ala upp, kenna listir góðs heimilislífs. Hér verða unglinganefndirnar og unglingaleiðtoginn að- taka að sér hlutverk foreldranna, varðandi þá ungu i félaginu, en aðalstjóm annast þá frem- ur það hlutverk gagnvart þeim eldri. Ef vel á að fara, þurfa foreldrar að þekkja börn sín, og fylgjast með þeim, vita hvað þau aðhafast, hvert þau farar og hvaða nf”,ustu félaaa þau hafa. Að þekkja félagann Það sama þarf að gerast i íþróttafélagi. Forsvarsmenti- imir þurfa að þekkja félag- ana eins vel og mögulegt er. Þeir þurfa líka að fylgjast með þeim utan vallar, þ.e. þeirra daglega lífi ef þess er kostur. Um þetta þarf að vera gott samstarf hjá leið- togum og stjórnarmönnum. Hér þarf að tengja marga þræði saman, þannig að hvergi myndist skammhlaup eins og í rafleiðslu, sem ilia er frá gengið. Það þarf að hafa það í huga af hvaða ástæðum einstaklingurinn heí- ur gengið í félagið, en það kemur nokkuð fljótt fram, þannig að leiðtoginn getur áttað sig á því. Mismunandi ástæður valda því sjálfsagt að ungi mað- urinn óskar eftir að gerast félagi, en yfirleitt mun um tvær aðalástæður að ræða: Áhugi fyrir íþróttum og leik, og svo áhugi fyrir sjálfu fé- lagslífinu og samneytinu við jafnaldra sína utan vallar. Þeir sem koma vegna áhug- ans á íþróttum og löngun til að taka þátt í sjálfum leiknum, þurfa mikið meiri aðgæzlu og umönnun en hin- ir. Þeir lifa í áhuga sínum og ákafa til að komast í leikinn, og því starfi, sem því fylgír. Þeir koma a.m k. til að byrja með, á hverja æfingu eða til þeirra verk- efna sem unnið er að, og þeir koma mun oftar ef eitthvað er um að vera. Hér verða leiðtogarnir að vera vel á verði hvað þessa menn snert- ir. Þeir geta fljótlega of- þreyzt, og fenglð leiða á æf- ingunum, samverunni við fé- lagana og félaginu. og smátt og smátt horfið. Við það bæt- ist að hætt er við að þessir piltar eigi erfitt með að stunda skólanám sitt, vegna þessa mikla áhuga á leikn- um, og félagslífinu. Að sameina félagana Það gæti því svo farið að þeir misstu áhugann fyrir öðr- um þýðingarmiklum lífsverð- mætum, og jafnvel dag- leg störf sitja á hakanum. Svo eru enn aðrir, sem eru mjög hlédrægnir, þótt þeir hafi gaman af leiknum. Þeir hröklast til hliðar fyrir þeim aðgangssamari og gefast ef til vill upp. Allstaðar verða leiðtogarnir að vera á verði, um það að allir fái notið sín, en til þess verða þeir að þekkja lyndiseinkanir ein- staklinganna. Þeir verða að leggja sig fram um að sam- eina þessa ólíku einstakl- inga innan félagsins, og sjónarmið þeirra, þannig að þeir smátt og smátt renni inn í anda og venjur félags- in. Þeir verða einnig að beita áhrifum sínum á þessa einstaklinga alla, þannig að þau áhrif komi fram í dag- legu lífi, í. skólanum, í staríi og í allri framkomu hvar sem er. Þeir þurfa að læra þá list að nota leikin.n, sem flestir ungir menn þrá að taka þátt í, til þess að móta ungu mennina sem verðandi borg- ara. Þetta er mikill vandi, eins og oft hefur verið á minnzt . og það er mjög þýð- ingarmikið fyrir þá hugsjón sem íþróttahreyfingin á að berjast fyrir. Við komum þvi enn að því, að unglingaleið- togar og leiðbeinendur eru aðalundirstaðan undir hverju íþróttafélagi, og skal enn á það bent, að þennan þátt verð- ur íþróttahreyfingin að leggja meiri rækt við í framtíðinni. Að þroska æskuna Árlega er mikið fé lagt í að byggja íþróttamannvirkV. og þykir aldrei of mikið að gert Til námskeiða er og reynt að leggja fram nokkurt ie. þar sem reynt er að æfa íþrottaý fólk, svo að það nái betn árangri. Iþróttaflokkar sem fara til annafra landa, ýmist sem fulltrúar heildarsáihtaka héraða eða þá einstakra.felaga. £á. styrki í þessar feráif aí opinberu fé. Mér vitanlega hefur íaldrei verið varið peningum til þess að efna til fræðlu-námskeiöa fyrir unglingaleiðtoga. Slík námskeið er nauðsyn á að halda og veita þar sérstak- lega fræðslu um það hvernig eigi að umgangast æskufólk- ið, og leiða það félagslega að því marki áð það skapi ] : framtíðinni þroskað félagslíf — félagslíf, sem byggt er ó þroska þess sjálfs, er það hef- ur fengið við góða handleiðs'.u unglingaleiðtoga félaganna í anda íþróttahreyfingarinnar. Frímin: V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.