Þjóðviljinn - 13.02.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.02.1963, Blaðsíða 5
-— ---------------- ÞJÓÐVILJINN--- fyrir 8. st. vinnu verð- duga meðal fjölskyldu Miðvikudagur 13. íébrúar 1963 Kaup ur að Um helmingur fundartíma neðri deildar Alþingis í gær fór enn í 1. umræðu um frum- varp Einars Olgeirssonar um áætlunarráð ríkisins, og varð umræðunni enn ekki lokið. Tveir þingmenn töluðu, Þórar- inn Þórarinsson og Hannibai Valdimarsson, og var ræðu Hannibals ekki lokið 'pegar fundartíminn var allur. Þórarinn Þórarinsson and- mælti ummælum Gylfa varð- andi vinnuþrælkun og baett kjör almennings, en aðalhluti ræðu hans fjallaði um „ást Sjálfstæðisflokksins á Einari Olgeirssyni" og mátti heita samfelld túlkun á heitri aí- brýðissemi Framsóknarflokksins og harmakvein vegna þess að sá flokkur skyldi ekki hafa algjöran einkarétt á stjórnar- samstarfi og samstarfi að af- greiðslu mála með Sjálfstæðis- flokknum. Var enn diskað upp með hinar venjulegur Fram- sóknarlummur um „kosningar í Norðurlandaráð“ „kosningar í Sogsstjórn“ og „eftirlaun Brynj- ólfs Bjarnasonar". Var það á- lyktun Þórarins að einungis éinn sterkur flokkur íhaldsand- stæðinga gæti sigrað íhaldið. og það vséri hinn hreini, frjáls- lyndi vinstri flokkur, Fram- sóknarflokkurinn. ★ Hannibal Valdimarsson svar- aði kveintöfum Þórarins með því að minna á að allir þing- flokkamir hafa haft stjórnar- samstarf við alla hina á undan- förnum áratugum. svo vandséð sé hver geti brigslað öðrum um slíkt, hitt skipti meira máli um hvað samvinnan sé höfð. Spáði Hannibal því. að þeg- ar liði að kosningum það verða Framsóknarflokkur- inn sem yrði einna tregastur til svars við þeirri spurningu hvort hann ætlaði að vinna með kommúnistum eftir kosningar! Hins vegar yrði Framsókn kraf- in kröftuglega svars. Henni myndi ekki haldast það uppi að sigla undir1 rauðum fána i kosningabaráttunni. flagga rót- tækum málum, en halda svo beina leið inn í íhaldsstjóm með það kjörfylgi vinstri manna í landinu sem hún hefði fengið til fylgis við sig á röng- um forsendum. Vitnaði Hannibal i háttsettan Framsóknarmann sem hefði gefið þau svör, þegar flokks- bróðir hans spurði hann þess- arar samvizkuspurningar. áð Framsóknarmenn væru orðnir svo lífsreyndir, svo miklir diplómatar, að þeir teldu sig eiga erfitt að svara slíkri spum- ingu fyrir kosningar. Aðstæð- urnar gætu breytzt eftir kosn- ingarnar svo að bezt væri að hafa haft sem fæst orð um slíkt fyrir þær! Þórarinn hafði um það fög- ur orð að Framsóknarmenn í verkalýðsfélögunum hefðu kennt „kommúnistum" þar sanngirni og hófsemi í kaup- kröfum og samvinnuhreyfingin hefði svo átt meginhlut að leið- réttingu kaupsins. Hannibal taldi að sanngirni og hófsemi hefði verkalýðshreyfingin áður átt, og myndi enginn neita því sem kunnugur væri. En mæli- kvarðinn sem Þórarinn hefði stillt upp. að kaupið mætti ekki hækka meira en atvinnuvegirn- ir bæru, væri engin föst mörk. um það væri einmitt deilt hversu mikið atvinnuvegirnir bæru. Samvinnuhreyfingin hefði ekki talið sér fært undan- farið að koma eins ósanng.jarn- lega fram gagnvart verkalýðs- hreyfingunni og aðrir vinnu- veitendur og komið til móts við verkalýðsfélögin til leiðrétt- ingar í kaupgjaldsmálum. En verkalýðurinn hefur ekki fengið sinn réttláta hlut af þjóðartekjunum né af hinni mikul aukningu þeirra undan- farið. Á því verður að verða breyting, það verður að rétta hlut launþega frá því sem nú er, um það breytir engu sú 5% Iaunahækkun sem nú hefur fengizt með semingi. * Hannibal ræddi þar næst um frumvarpið, ákvaeði þess um á- ætlanagerð um þjóðarbúskap tima. I því sambandi tók hann einnig til meðferðar yfirlýsing- ar ríkisstjórnarinnar um „fram- kvæmdaáætlunina miklu“ sem svo væri nefnd i áróðrinum og taldi ekki seinna vænna að rík- isstjórnin færi nú að sýna það plagg, ef líkindi væru til að kosningarnar yrðu strax í vor. á sneri hann sér að ræðum Gylfa Þ. Gislasonar og tók hressilega og hvasst til endur- skoðunar hugmyndir Gylfa um þróun verkalýðsmála hér á landi undanfarna áratugi og verður vikið að þeim kafla ræðunnar síðar. ★ Ummæli Gylfa og fullyrðing- ar um baett kjör alþýðu á Is- landi fyrir áhrif viðreisnar- stjórnari'.rar tók Hannibal sér- staklega til meðferðar. 1 ræðu sinni hefði Gylfi talið sig sanna tvennt: Að kaupmáttur verka- mannalauna væri nú 10% hærri en í byrjun viðreisnarinnar, og að meðaltalstekjur verkamanna, sjómanna, og iðnaðarmanna væri nú 98 þúsund krónur á ári. Hefði ráðherrann véfengt að rétt væri að miða við lægsta taxta Dagsbrúnar, taxta fyrir almenna verkamannavinnu. þegar um kaupmátt tímakaups- ins væri að ræða. Rétt væri að það væri ekki hárnákvæmt, þar sem nokkrar tilfærslur hefðu orðið milli taxta frá 1958 og því ekki alveg sambærilegt við núverandi ástand. En 1958 hafi lægsti taxti Dagsbrúnar verið almennt verkamannakaup um land allt. Og það sé hann enn, hann gildi sem almennt verkamannakaup kringum allt land með óverulegum frávikum. og því sé þetta rétt viðmiðun þegar um er að ræða kaup ó- faglærðra verkamanna. jafnt nú og 1958. Og með því að miða við tima- kaupið sé þó miðað við verk- einingu, eina klukkustund. Eigi að miða við árstekjur sé gjör- ólíkur vinnutími borinn sam- an. Þá mætti miða við 8—9 stunda meðaltíma 1958 en með- alvinnutími nú væri varla und- ir 11 stundum. Hvað þýðir tala ráðherrans um sem meðaltekjur ef reiknað er með Dagsbrúnarkaupi? Tekjur upp á 98 þúsund krónur á ári jafngilda því að Dagsbrúnar- maður ynni meira en 12 klukku- stunda vinnudag alla virka daga ársins, 8 stundir í dag- vinnu, 2 stundir i eftirvinnu og 2 í næturvinnu. Þessi tólf stunda vinna hefði gefiið hon- um 94.800 kr. í árstekjur, áður en 5% komu til. Hann hefði því þurft að vinna á 13. stund hvern virkan dag allt árið til þess að fá þær meðaltekjur sem ráðherrann var að flagga með. með. ★ Néi, hér er farið rangt með tölur, sagði Hannibal. Enda sést það bezt hvort kaupmátt- urinn launanna hefur aukizt, að kaupgjald skuli einungis hafa hækkað um 4% frá 1959 (áður en 5% komu til) en verö- lag vöru og þjónustu hefur á sama tíma hækkað um yfir 40%. Enda sé það andstæít allri reynslu þeirra sem kaupa þurfi nauðsynjar til heimilis að vinnutekjur endist nú bet- ur til þess en fyrir nokkrum árum. Gylfi hefði sjálfur játað að ekki væri hægt að færa fram óyggjandi tölurök í þcssu máli. Samt hafa tölurök Gylfa verið birt í tímaritinu Nordisl? Kont- akt sem óyggjandi, að kaup- máttur launanna hafi hækkað á íslandi um 10% og meðal- talslaun verkamanna. sjómanna og iðnaðarmanna séu nú 98 þúsund krónur- Þetta tekju-1 mark er áreiðanlega rangt hvað j verkamenn snertir, þó góðæris- | tekjur sjómanna og iðnaðar- manna kunni að ná því. Kaupið þarf aö vera að minnsta kosti svo hátt, að með átta stunda vinnudegi geti verkamaður með meöalfjöl- skyidu unnið fyrir lífsnauðsynj- um sínum. Það er langt frá því að svo sé hér með verka- mannakaupið. Hér þarf hvorki meira né minna en 11 stunda vinnu hvern virkan dag til að ná því kaupi sem talið er í útreikningi vísitölunnar að fjög- urra manna f jölskylda þurfi sér til lífsframfæris. Það er röng niðurstaða Gylfa að kjör launþega á Islandi hafi batnað í tíð núverandi ríkisstjórnar og að hlutur laun- þega x þjóðartekjunum hafi haldizt óbreyttur, sá hlutur hef- ur rS’rnað, um það er ekki að villast. Alþýða landsins hefur orðið fyrir því að laun henn- ar hafa verið skert og kjor hennar rýrnað á síðustu árum. Og orsökin er þjónusta Alþýðu- flokksins við þá afturhaldsr stefnu sem hér hefur verið stjórnað eftir. ★ Fleiri atriði úr ræðu Hanni- bals verða birt síðar. Minningarspjöld ■k Minningarspjöld Sjálfs- hjargar. félags fatlaðra. fám á eftirtöldum stöðum: Bóka- búð tsafoldar. Austurstræti — Bókabúðin. Laugarnesvegi 5’ — Bókaverzlun Stefáns Stef- ánssonar. Laugavegi 8 — Verzlunin Roði. Laugavegi 14 — Reykjavíkur Apótek. Lana- loltsvegi — Garðs Apótex Hólmgarði 32 — Vesturbæj- ír Apótek — I Hafnarfirði: Valtýr Sæmundsson. öldu- 5ötu 9. myndi . islendinga til langs og skamms §§ ÚTGERÐARMENN - BÁTAEiGENDUR 9f) &ó Með hinum lieimsþekktu PERKINS diesel- vélum býðst yður: — Óumdeild tæknileg gaeði. — Bezta verðið á markaðinum. — Þrautreyndar vélar. — Perkinsverksmiðjurnar eru stærsti framleið- andi heims í dieselvélum af stærðunum 30 til 125 Hö. — sem bátavélar, ljósavélar o.s.frv. 125 ha. bátavélin 6. 354M með sjóforkældu ferskvatnskerfi. olíuskiptum gírkassa og niður- urfærslu 3:1, kostar aðeins um 131 þúsund krónur með tollum. Leltlð nónari upplýsinga DÆMI UM VERÐ: 87 ha. iðnaðan’élin 6. 3051, sem notuð er sem ljósavél, með frystjvélum og svo fram- vegis kostar aðeins um 57 þúsund krónur með tollum. DRÁTTARYÉLAR h.f. - SlÐA g Útgefandi: Sameimngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjórn anpiýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19- Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Gerhreyting óhjákvæmiieg j^/jorgunblaðið ræðir í síðustu forustugrein sinni í gær um þá 5% kauphækkun sem almennu verklýðsfélögin hafa fengið að undanförnu og segir að með henni sé ætlunin „að greiða fyrir því, að hinir lægst launuðu fengju raunhæfar kjarabætur, þannig að laun þeirra einna hækk- uðu“. En því aðeins hafi þessar kjarabætur gildi „að aðrar stéttir fylgi ekki í kjölfarið“, og því verði staðið gegn öllum öðrum kauphækkunum hjá öllum öðrum aðilum í þjóðfélaginu. Þessi staðhæfing er þeim mun kynlegri sem í fyrsfu forustugrein blaðsins er farið fögrum orðum um tilboð ríkisstjórnarinnar til opinberra síarfs- manna, en ríkisstjórnin kveðst leggja til að kaup þeirra hækki að meðaltali um 15—16% og hjá sumum starfshópum um allt að því 60%. Rík- isstjórnin veit jafnvel og aðrir að þetta tilboð fær engan veginn staðizt og að kjarabæturnar til opinberra sfarfsmanna hljóta að verða mikl- um mun meiri. En það hlýtur að verða býsna mikið vandamál fyrir Morgunblaðið að búa til eina forustugrein úr þessum tveimur. §ú 5% kauphækkun sem nokkur hluti verk- lýðsstéttarinnar hefur fengið er að sjálf- sögðu ekki lausn á nokkrum vanda. Vísitala ríkisstjórnarinnar sjálfrar sýnir að á hálfu ári hefur almennt verðlag í landinu hækkað um rúmlega 10%. Kauphækkunin vegur þannig að- eins upp helming þessara verðhækkana, og al- mennu verklýðsfélögin búa við lakari kost en þegar seinast var samið fyrir mitf ár í fyrra. Enda hefur ekkert verklýðsfélag — ekki einu- sinni þau sem stjórnarflokkarnir hafa forustu fyrir og fengu hækkunina þess vegna seinna en aðrir — tekið þessa kauphækkun gilda sem samningsatriði; þau hafa öll lausa samninga eff- ir sem áður og hyggja á að afla mun betri hlutar. það er einníg tilgangslaust fyrir stjórnarblöðin að halda því fram að vandinn í kaupgjalds- málum sé ekki meiri en svo að unnt sé að leysa hann með einhverri hungurlús fil þeirra sem búa við skarðastan hlut. Staðreyndin er sú að það er orðið óhjákvæmilegt að gerbreyta allri vinnutilhögun á íslandi. Öðaverðbólgan hefur raskað öllu greiðslufyrirkomulagi í þjóðfélaginu og gerf allt vinnuskipulag að hreinum óskapn- aði, þar sem aðalstörf eru einatt orðin að aukaat- riði í samanburði við yfirvinnu og aukagreiðsl- ur. Undan því verður ekki komizt að fram- kvæma altæka breytingu á þessu fyrirkomulagi öllu. Það væri meira að segja hægt að gerbreyta lífskjörum manna án þess að auka launamagn það sem er í umferð í þjóðfélaginu, með því að tryggja mönnum óskertar árstekjur fyrir eina saman dagvinnu, og það er mikill misskilning- ur ef einhverjir ímynda sér að afköstin myndu minnka við þá brey'tingu. En til þess að einhver varanleg lausn fáist þurfa valdhafarnir að hætta beirri eiturlyfjaneyzlu sem nefnist skipulögð v/erðbólga. — m. » i I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.