Þjóðviljinn - 13.02.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.02.1963, Blaðsíða 8
3 SÍÐA ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 13. febrúar 1963 Námskeið um konur Kaupmaður nokkur í London hefur komið á fót námskeiði fyrir karlmenn um konur. Á námskeiðinu er hin mikla list að umgangast konur kennd þeim sem erfitt veitist að læra það af reynslunni. Kennarinn Wallace Sharps segir að það sé afar mikilvægt fyrir mann sem vill komast langt í viðskipta- lífinu að vita hvernig konur vilja að komið sé fram við þær — hvort sem það er kon- an hans, einkaritari eða við- skiptavinur. Hann segir enn- fremur, að þeir sem lokið hafi námskeiðinu öðlist þá rétt til að kalla sig „plús-menn“. Salt nær röndum af leirtaui Ávextir, grænmeti og kaffi setja stundum dökkar rendur á leitauið sem ekki fara burt við uppþvottinn. Gömul húsráð kenna að nota megi við þessu edik eða sítrónu. Salt er jafngott eða betra. Votum pappír er stungið ofaní salt og rendurnar nuddaðar burt með honum. Plastskeiðar og gafflar, sem hafa tekið lit verða líka hrein með saltinu. Grænmetisát Nors' blaðið Liv og Heise segir fr því hvernig tekizt hef- ur að venja böm í Tuv skóla í Bodin á að borða grænmeti daglega. Skólinn hefur græn- metisgarð. sem nemendurnir sjá um og fá þeir að taka heim uppskeruna á haustin eftir því hve mikið þeir hafa unnið við garðinn yfir sumarið. Á hveri- um skóladegi er svo hrárri gul- rót eða rófusneið útbýtt til nemenda og kennara í matar- hléinu. Kvennablaðið FRÚIN flytur vánd- að, fróðlegt og skemmtilegt efni við allra hæfi. Lyftiefnin í bakstrinum FRUIN 1. fbl. 2. árg. Bls. Forsetafrú íslands skrifar 4 „Eg treysti Guði — þær mér.“ Viðtal við frú Hildi Jónsd. 5 Sara Bernhardt, frægasta leikkona heims 8 ,,Ég yrki bezt í Álfheimabíln- um“. Rætt við frú Val- borgu Bentsdóttur 15 Ökuhæfni kvenna ekki minni en karla 17 Konur í orrahríð stjórnmál- anna 18 f heimsókn hjá undrabarni 22 Teresa Neumann 25 Pearl S. Buck: Áður en tjald- ið fellur 26 Hertogafrúin af Windsor: Ekki dýrlingur, aðeins manneskja 30 Ljóð 33 Rætt við Maríu Markan Öst- lund 34 Lesendur skrifa: 35 Æðri menntun og húsfreyj- urnar 36 Tízka 38 Verið varkár með rafmagns- taeki 40 Leyndardómur svefnsins 41 Hvíld og afslöppun 42 Handavinna 43 Matur, kartöflur 44 Tízkan. skýringar 45 Kötturinn, sem sagði voff 46 Frá „Frúnni“ til frúarinnar 48 Vegir hins vitra 48 Frá Hallgrími Péturssyni 48 Gætið vel að, verðlaunaget- raun. 10.000 kr. verðlaun 49 Blaðið hefur hlotið mjög goð- ar viðtökur og hafa þúsundir kvenna gerzt áskrifendur. Blaðið er 52 bls. í stóru broti Prjónið úr afgöngunum I gömlum uppskriftum er hjartasalt eða natrón oftast not- að til að lyfta kökunum og þar sem margar nútíma húsmæður velta því fyrir sér hvort hægt sé að skipta á þessu og lyfti- dufti þegar bakað er, hefur blað sænska neytendasambands- ins, RÁD OG RÖN reynt að svara því að nokkru leyti. Öll þessi þrjú lyftiefni eiga það sameiginlegt að þau gefa frá sér kolsýru við upphitun og það er hún sem orsakar það að brauðið eða kakan verður létt í sér En þau eru notuð við ólík skilyrði og þessvegna er ekki án umhugsunar hægt að nota eitt þeirra í stað annars. Natrón eða natriumkarbonat er aðeins hægt að nota þegar einhver sýra er í deiginu (súr mjólk, súr rjómi o.s.frv.). Lyftiduft er blanda af nat- rónu. sýru og sterkju. Sterkjan er notuð til að duftið fari ekki í kekki. Hægt er að nota lyfti- duft í kökur og brauð sem eng- in súr efni eru í. Það má nota í stað natróns, en meira þarf þá af því en natróninu. Hins vegar er ekki hægt að nota natrón i stað lyftidufts í uppskriftum. Hjartasalt leysist við upphit- unina í kolsýru og ammoníak, sem er mjög bragðvont, en bragðið hverfur aftur í þúrrum og stökkum kökum. Sé hjarta- salt notað í þétt deig. verður kakan mjög bragðill. Þessvegna er yfirleitt ekki hægt að nota hjartasalt þar sem gefið erupp að eigi að vera lyftiduft, en lyftiduft er hins vegar hægt að Ef þið eigið garnaf- ganga eða gamlar ull- arpeysur sem hægt er að rekja upp, þá skuluð þið endilega ekki íleygja því. Það er vel hægt að nota afgang- ana eins og þið sjáið á myndunum hér. Önn- ur peysan er frá Ítalíu og hin frá Ungverja- landi. Þær eru saumað- ar saman úr mörg- um, litlum prjónuðum bútum. — Ódýr og skemmtileg handavinna og reglulega smart. Handklæði úr frotté ætti ekki að strauja eða rulla því þá verða þau hörð og stíf. Teygið þau heldur vel meðan þau eru hálfþurr. Þegar þau eru alveg þurr á að nudda þau milli handanna. Þá verða hand- klæðin mjúk og þægileg við- komu. nota í stað hjartasalts, én þá tvöfalt meira af því. RAD OG RÖN bætir við að efnafræðiheitið á pottösku sé kalíumkarbónat og það fari í kökunni líkt og natrón. 1 brúnum kökum gerir pottaskan kökurnar stökkar og í þeim notast sýrópið eins og veik sýra. Konur í atvinnuiífinu 1 Sovétríkjunum vinna 47 milljónir kvenna úti. Meira en 300 þúsund eru læknar, 1,4 milljónir kennarar og 150 þús- und vinna við vísindastörf. Þessar tölur hefur Alþýðusam- band Sovétríkjanna gefið upp í ályktun um bætt starf verka- lýðsfélaganna meðal kvenna. Á- lyktunin fjallar einnig um fjölgun þeirra stofnana sem létta konunum heimilisstörfin með verksmiðjeldhúsum, mögu- leikum á læknisvitjunum á vinnustað og auknu menningar- starfi. Sumarfötin keypt í tæka tíð 1 París er kominn tími til að kaupa sumarfatnaðinn eða það er a.m.k. álit vöruhúsanna sem farin eru að selja kjóla úr baðmull og poplíni. Litrík og létt efni vekja sumarminningar hjá þeim sem þreyttir eru prðn- ir á vetrarveðrinu En það getur líka verið hent- ugt að kaupa það sem vantar fyrir sumarið í tæka tíð. Strax í maí—júní fer aS verða erf- itt að fá föt í réttum stærð- um. Sumarfatnaður sem er seldur á veturna er auðvitað mjög 6- dýr — annars seldist hann held- ur ekki. Sé verðið lágt er hægt að selja næstum hvað sem er hvar sem er og hvenær sem er, segir franska blaðið L.’Express. Anglia Munið skemmtikvöld íélagsins í Sjálfstæðis- húsinu fimmtudaginn 14. þ.m. kl. 8.30. Fjölbreytt skemmti- skrá. og með miklum fjölda mynda. Kona! — mannsins króna, kærleikstign þín skín, alljr englar þjóna undir merkjum þín. Þó oss sólin þrjóti, þróttur, fjör og ár, grær á köldu grjóti, góða dís þitt tár. Matthias Jochumsson. Kvennablaðið „Frúin“ kositar í lausasölu kr 25,00, en aðeins fimmtán krónur í áskrift, sem má greiða í tvennu lagi. Má fullyrða, að það sé eitt ódýrasta tímarit, sem gefið er út á íslandi. — Áskriftarsímar eru 15392 og 14003. — Konur utan Reykjavíkur geta hringt áskrift íil afgreiðslunnar, og verður símtalið dregið frá áskriftargjaldinu. TRILLUBÁTUR — BÁTAVÉL Til sölu er trillubátur tæp 2 tonn með 5—7 ha. Sóló vél. Einnig er til sölu á sama stað 7—9 ha. Sleipnir báta- vél. — Góðir greiðsluskilmál- ar. Uppl. í síma 22851. Fálkiim á næsta hlaðsölu stað i t i t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.