Þjóðviljinn - 13.02.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.02.1963, Blaðsíða 10
10 SIÐÁ .—... '■■■■•—: ----—— ---------— ÞJÓÐVILJINN Miðvíkudagur 13. febrúar 19-63 GWEN BRISTOW: tr I HAMINGJU LEIT skiptum. Þetta er alveg ótrú- Jegt — nýrakaður, klippt hár, sallafín föt! Voruð þér með öll þessi föt með yður? John bro:sti kuldalega til henn- ar. — Nei. Það eru konur í Sant Fe sem sauma fyrir okkur á veturna. Ef þér hafið séð okk- ur í morgun, ættuð þér að skilja að við fögnum því að geta far- ið í ný föt þegar hingað kemur. Kann var engu alúðlegri við hana en Gamet, en Florinda lét ekki koma sér úr jafnvægi, þeg- ar karlmenn voru annars vegar. Hún strauk svarta borðann á há- rauðri erminni. — Ljómandi er þetta vel gert. Eruð þér búsettur í Californiu? — Já, það er ég. — En þér eruð Bandaríkja- maður. er ekki svo? Hvaðan eruð þér upprunninn? — Ég er fæddur í Virginíu, frú Grove. —• f Virginíu. Fallegur stað- ur, segja menn. Sjálf hef ég aldrei komið þangað. En jafn- vel hún fann kuldann sem staf- aði af honum. Hún leit spyrj- andi á hann: — Heyrið mig, er ég annars ekki að trufla? Ég get komið til Garnetar hvenær sem er. Ég á heima héma rétt hjá —■ Fyrir utan heyrðist fóta- tak og karlaraddir sem kváðu við raust: „ — þar sem bíða þín meyjar og munngát og vín ó, margþráða Santa Fe!“ Um leið var barið harkalega í vegginn við dyrnar. — Hæ. Oliver! Er nokkur heima? John yppti öxlum, hann virt- ist ekkert undrandi þegar þrír ' karlmenn véku sér inn um dym- ar. Þeir töluðu allir í senn — Hæ, John! Og strax kom- inn með tvær fegurðardísir. En sú heppni? Ætlarðu ekki að kynna okkur? Hvar er Oliver? Þetta voru Califomíu-kaup- menn, skrautbúnir í bláum og rauðum fötum og allir voru þeir vitund hýrir af vininu, sem þeir höfðu sungið um. John steig feti framar. — Bíðið andartak, piltar. sagði hann festulega. Þeir þögnuðu og litu af hon- um og á Garnet og Florindu og sagði: — Ef frúrnar leyfa. langar mjg að kynna þrjá vini Olivers frá Los Angeles. Hann talaði eins og þau væru stödd í veizlu- sal í Virginíu. — Elía Penrose, Silky Van Dom og Texas. Mennirnir umluðu einhver hrifningarorð. Gamet tók eftir þvi, að Elía Penrose var nauð- rakaður, Silky Von Dorn var með barta, og Texas var með skegg. — Góðan daginn. sagði hún. — Gaman að hitta ykkur! sagði Florinda. Náungarnir voru nú búnir að virða þær nánar fyrir sér. Þeir hrópuðu: — Herra minn trúr! Bandarískir kvenmenn! Hver hefði trúað því? Þeir hefðu trúlega umfaðmað báðar konurnar, ef John hefði ekki bandað til þeirra og þeir hlýddu. — Gerið svo vel að doka við, herrar mínir. Hann bentj á Flor- indu. — Frú Grove. Silky Van Dom, maðurinn með bartana, greip hönd Flor- indu og laut niður til að kyssa á gula hanzkann. Hún hló: — Verið óhræddur. herra Iv- es, ég kann vel við þetta. — Og hin konan. John? spurði Texas með skeggið — Ef þú vilt bíða andartak, sagði John, — þá skai ég segja þér það. Hin konan — hann þagði við til að gefa orðum sínum áherzlu. John var ef til vill gerður úr ís, en hann var enginn auli. Hann var vanur veizlusölum, en hann var líka vanur öðrum salarkynnum sem ekki voru eins virðuleg, og hann hafði á einu andartaki séð mis- muninn ,á uppruna Florindu og Garnetar. — Hin konan, sagði John. — er frú Oliver Hale. Þeir fóru aftur að tala hver upp í annan. Garnet gat ekki greint hvað hver sagði. — Konan hans Olivers! Heyrð- uð þið það, piltar? Hvernig lízt ykkur á! Oliver er genginn í það heilaga og hefur náð sér í bráð- fallega konu. Hvaðan eruð þér, frú Hale? Þeir voru hissa. en ekki agn- dofa eins og John. Þeir hlógu, þeim fannst þetta ágætt, þeir voru hæstánægðir með þetta. Þeir sögðust hafa vitað að Oli- ver hafði einhverja ærna á- stæðu til að fara heim í fyrra. Þeir vildu fá að vita. hvort þau hefðu verið leynilega trúlofuð 'allan þennan tima eða hvoTt hann hefði bara verið svona stálheppinn í ferðinni. Gamet reyndi að svara, en þeir hlust- uðu ekkþ Þeir voru svo ánægð- ir yfir að hitta konur heiman- að, að þeir töluðu og töluðu ein- ir. Garnet hló líka. Hún var dálítið hrædd við áfengi. en henni fél] vel vjð þá. Þannig hafði hún búizt við að Californ- íu-kaupmennirnir væru. Hún lét þá tala og reyndi að gera sér hugmynd um þá Silky Van Dorn lagði hönd- ina á hjart.að og hneigði sig djúpt fyrir henni. Hún tók kveðju hans og henni lá við að hlæja. Það var ekki að undra þótt vinir hans hefðu gefið hon- um auknefnið Silky. Hann var með mjög glæsilegt yfirskegg, vaxborið og sveigt í endana, hann var með skýrleg, dökk augu og arnarnef og svipur hans bar vott um klókindi og íhygli. Silky minnti mest á flagarann í skáldsögu, hann sem yfirgefur stúlkuna fyrir brúðkaupið. Til að fullkomna myndjna, hefði Silky átt að vera klæddur svörtu slái og ganga með gimsteinum prýdd- an rýting. Þess í stað var hann í Htrikum mexíkönskum búningi og í stað rýtingsins var hann með skammbyssu við beltið, en hún hefði ekkert undrazt það, þótt hann hefði allt í einu stig- ið skrefi nær. snúið upp á svarta skeggið og hvæst; — Jæja. fagra frú nú ert þú á mínu valdi! En hann var ekki kominn svo langt í leiknum Með hönd á hjarta eins og flagarjnn i leik- ritinu sagði hann mjúkmáll: — Ó. frú. þér getið ekki gert yður í hugarlund hve návist yð- ar er heillandi fyrir veslings útlaga! Oliver er lukkunnar pamfíll. óskabarn guðanna! Garnet bældi niður hlátur og reyndi að rétta fram ávaxta- fatið. En Florinda var fljótari að átta sig og hún var búin að finna fram tvær flöskur af góð- vini Olivers og sagði: — Gerið svo vel. herrar mín- ir. nú getið þið drukkið skál Olivers. Ef þið viljið rétta mér kollurnar á borðsendanum — já, einmitt, herra Penrose, þökk fyr. ir. Nei, reynið ekki að halda á þeim öllum í einu. Setjið þær bara á borðið — svona — ég skal hella í. — Töfrandi. tautaði Silky Van Dorn. Penrose sagði ekki nokkurt orð. Augu hans voru stjörf af vini og aðdáun á Florindu. Garnet þóttist vita að hann hefðj ekki vanizt svo frjálsleg- um konum sem henni. Penrose var sterklegur og þrekvaxinn náungi og í mexíkanska búningn- um var hann eins og unglingur í grímubúningi. Hann hefði far- ið vel í samfestingi bakvið plóg á búgarði. Þá hefði mátt kalla hann „máttarstoð þjóðfélagsins“ eða ejtthvað þess háttar. Flor- inda hellti víninu í kollurnar. Penrose tók krukku sína. horfði á hana í brifningu og tókst að segja: — Kærar þakkjr, frú, skál. frú Grove! — Florinda heiti ég, sagði hún. — Þér getið eins notað það nafn ef við eigum að vera vinir. Penrose ljómaðj yfir þessum heiðri. — Ástarþakkir, frú, ung- frú Florinda. Hvaðan komið þér, ungfrú Florinda, ef ekki er of frekt að spyrja? — Frá New York. Hafið þér komið þangað? En Texas brosti sæll og strauk skeggið. — Mér fannst þér svo falleg og fínleg, frú Hale, að ég hélt að Oliver ætlaði beint i siðmenninguna með yður aftur. En ég er reglulega glaður yfir þvj að þér komið með okkur. Við skulum gera allt sem unnt er til að gera yður ferðina þægilega. Er það ekki piltar? 1— Vitaskuld! samsinnti Silky. — Þér getið ekki ímyndað yð- ur, fagra frú. hve fegnir við er- um að hafa yður með. En John Ives var ekki feginn. Kuldaleg augu hans hvíldu á henni. Það var eins og hann væri að hugsa um eitthvað sem hann vildi ekki ræða. Hlnir voru allir glaðir og reifir. Þeir töluðu hver í kaþp við annan og hún gat ekki fylgzt með tali þeirra. ’en þeir skemmtu sér. SKOTTA baðfatatízkan í ár. Stofnað Flugmála- samb. Norðurlanda 25. og 26. janúar var haldiinn í Osló fyrsti sameiginlegi fund- ur fulltrúa allra norrænu flug- máiaféiaganna og bauð norska Jökuldalur Framhald af 7. síðu. Lagarfljót hjá Lagarfossi. og myndi það nægja Austurlandi alllengi. nema stóriðnaður risi upp hér eystra. Að sjálfsögðu < skiptir okkur ekki mateliu, eða neinu, hvaðan rafmagnið kem- ur, hvort, það yrði heldur frá Jökulsá á Fjöílum eða stór- vikjun á Suðurlandi — aðeins ef það kemur, en við lítum svo á að sama rafmagnsverð eigi að vera á öllu landinu og allir eigi að fá það; að það sé nauðsynjamál alls landsins í heild að allar byggðir fái rafmagn. — En hverfum aftur að mik- ilvægu atriði. Byggðin ber hið kuldalega nafn: Jökuldalur — en er verra að rækta jörðina hér en annarsstaðar? — Hér á Útdal er ekkert verra til ræktunar en á Hér- aði. Rannsóknir sem búnaðar- félagið lét gera hér fyrir nokkrum árum sýndu að hér vex gras ekkert síður en ann- arstaðar á landinu, og því ekk- ert verra að rækta hér á Jök- uldal en á Héraði. — Þar rækta þeir- korn — getið þið ræktað korn hér á Jökuiidal? — Já. ég tel engu verra að rækta korn hér í Jökuldal en á Héraði, enda vænti ég þess að einhverjir bændur byrji á kornrækt á árinu 1963, — það stendur til að nokkrir bændur reyni þetta. — Já, ef verðlag væri þann- ig á afurðum, að búskapurinn gæfi mönnum sambærilegt kaup við aðrar vinnandi stétt- ir þjóðfélagsins, og með því að verðleggja framleiðsluna rétti- iega — sauðfjárafurðir eru ranglega verðlagðar — þá væri ekki síður iífvænlegt að búa hér á Jökuldal en annarsstað- ar á landinu. — O — Eg þakka Þórði fróðleg svör. Um leið vil ég varpa fram spurningu sem ég gleymdi að leggja fyrir hann í sumar. Hann hefur keypt sér ýmis- konar vélar til að létta bú- störfin. S.L vor keypti hann sláttutætara. En þegar til kom vantaði í hann lítið stykki — og stóð hann ónothæfur í fyrrasumar. Hver borgar tjón- ið af slíku — er það bóndinn eða sejjandinn? J. B. félagið til hans. Af íslands hálfu sóttu fundinn formaður Flug- málafélags fslands, Baldvin Jóns- son, og ritari þess, Leifur Magu- ússson. Meðal umræðuefna voru trygg- ingar sportflugvéla og flug- manna, öryggismál, þjálfun flug- manna og kennara, flugvallamál, ríkisstyrkir til einkasportflugs, reglur varðandi próf og skír- teini, tollamál og fleira. Þeir Baldvin Jónsson og Leifur Magn- ússon sögðu blaðamönnum frá því gær, að þessi fyrsti fund- ur hefði fyrst og fremst haft því hlutverki að gegna að kynna ástandið í hverju landi — en það ætti síðan að verða grund- völlur markvissari aðgerða. Það vakti mikla athygU á þessum fundi hversu margir flugvellir eru hér á landi — en nú eru hér skráðir 96 flugveU- ir sem litlar flugvélar geta not- að — og er það meira en Nor- egur, Danmörk og Finnland eiga til samans — í Noregi eru tald- ir 15 flugveHir, í Danmörku 35, í Finnlandi 40. Hinsvegar eru Svíar nokkuð ríkari en við — þeir eiga skráða 150 flugvelU. Tillaga kom fram varðandi ritgerðarsamkeppni um flugmál í skólum landcmna og yrðu t.d. flugferðir hafðar sem verðlaun. Einkasportflug, sérstaklega svif- flug, er á margan hátt styrkt af opinberum aðilum á Norð- urlöndum. Áleit Baldvin Jónsson að því fé væri vel varið, því flugfélög og flugherir viðkom- andi landa fá með þessu móti betri flugmenn til sinnar þjón- ustu 1 þessu sambandi var t.d. bent á að margir flugmenn hinna íslenzku flugfélaga eru fyTrveT- andi svifflugmenn. Þó er þessi starfsemi miklu meira styrkt á hinum Norðurlöndunum en hér, enda koma þar mjög til álita þarfir flugherja þessara landa. Sömuleiðis eru flugsamtökum þar einnig ætluð ýmis önnur verkefni — í Svíþjóð sjá þau t.d. um brunaeftirlit í skógum. Enda njóta þau rlkisstyrks sem svarar fimm milljónum króna. 1 lok fundarins var ákveðið að stofna Flumálasamband Norðurlanda í þeim tilgangi að flugáhugamenn þessara landa vinni betur saman að málum sínum. Samband þetta er m.a. byggt á samstarfssamningi milU Norðurlanda sem Alþingi sam- þykkti í apríl í fyrra ★ Ákveðið var að Skrifa Norður- landaráði um ýmis vandamál einkaflugsins, og hefur auk þess verið farið fram á það, að hið nýja flugmálasamband verði ráð- gefandi stofnun ráðsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.