Þjóðviljinn - 13.02.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.02.1963, Blaðsíða 12
Listi Framsóknar í Vesturlands- kjördæmi birtur Tíminn birti í gser lista Fram- sóknarflokksins í Vesturlands- kjördaemi við alþingiskosning- arnar í sumar, og er hann ó- breyttur frá síðustu kosningum. Fimm efstu sæti listians eru þannig skipuð: 1. Ásgeir Bjamason alþingis- maður 2. Halldór E. Sigurðsson al- þingismaður 3. Daníel Ágústínusson fyrrver- andi bæjarstjóri 4. Gunnar Guðbjartsson bóndi 5. Alexander Stefánsson kaup- félagsstjóri. Afii Issfjarðar- báta í januar ísafirði 11/2. Afli var fremur fremur tregur í janúar hjá ísa- fjarðarbátunum og fer afli þeirra hér á eftir: Guðbjartur Kristján með 169,8 lestir í 21 róðri, Guðbjörg með 155,4 lestir í 20 róðrum, Víkingur 2. með 128,6 lestir í 20 róðrum. Gunnvör með 120,9 lestir í 21 róðri, Gunn- hildur með 121,4 í 22 róðrum, Straumnes með 120,8 lestir í 20 róðrum. Hrönn með 106,4 í 21 róðri. Ásúlfur með 103,6 1. í 18 róðrum, Guðný með 102,2 lestir í 19 róðrum, Borgþór með 66,5 lestir í 13 róðrum, Guð- rún Jónsdóttir með 101 lest og er það útilegubátur. Það var langróið hjá bátunum og sótt í tvær höfuðáttir. ýmist suður á bóginn eða í norður. Orslit stjérnar- kjörs í Múrara- félaginu Um sl. helgi fór fram stjórnar- kjör í Múrarafélagi Reykjavíkur. Úrslit kosninganna urðu þau, að A-listi listi félagsstjórnarinnar, hl'aut 128 atkvæði en B-listi, listi vinstri manna, 78 atkvæði. Úrslit þessi eru svipuð og við stjórnarkjörið í fyrra en kosn- jngaþáttaka var heídur meiri nú og bættu báðir Hstarnir við sig atkvæðum. A-listinn 14 og B- listinn 4. Stjórn Múrarafélagsins skipa Einar Jónsson formaður, Hilmar Guðlaugsson varaformaður, Jör- undur Guðlaugsson ritari, Jón V. Tryggvason gjaldkeri félags- sjóðs og Svavar Höskuldsson gjaldkeri styrktarsjóðs. Sjálfkjörið í í Sveinafél. pspu- lapinprsuanna Um sl helgi var útrunninn frambQðsfrestur til stjórnarkjörs í Sveinafélagi pípulagninga manna og kom aðeins fram einn listi er varð sjálfkjörinn. Skipa þessir menn nú sfjórnina: Bjarni Guðbrandsson formaður. Ólafur M. Pálsson varaformaður. Jónas Valdemarsson ritari, Magnús Tómasson gjaldkeri og Gunnar Þórðarson gjaldkeri styrktar- sjóðs. Pólitísker hand- tökur í Portúgal LISSABON 12/2 — Öryggislög- reglan í Lissabon hefur undan- fama daga handtekið fjóra karl- menn og eina konu sem öll eru meðal forystumanna hins ólög- lega kommúnistaflokks í land- inu. 1 tilkynningu sem stjómin hef- ur sent frá sér um handtök- umar er föngunum lýst sern hættulegum undirróðursmönnum. Einn hinna handteknu er í mið- stjórn flokksins og þrír í Lissa- bondeild hans. Tónlistarskólahúsið nýja Þetta myndarlega hús sem sést I við, og hófust sýningar í því hér á myndinni hefur Tónlistar- í fyrra. Á efri hæð hússins verð- félagið reist fyrir starfsemi sína. ur hins vegar framtíðarheim- Á neðri hæð þess er Tónabíó, kynni Tónlistarskólans og hófst eins og flestir munu kannast 1 kennsla þar fyrír skömmu, þótt Flytur fyrirlestra við háskóla vestra 17. þ.m. mun dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur leggja af stað til Bandaríkjanna þar sem honum hefur verið boðið að flytja fyrirlestra um jarðfræði við 12 háskóla á vegum The American Geological Institutc á- samt 3 eða 4 öðrum þekktum er- Icndum jaröfræðingum. Mun Sig- urður dvcljast vestra fram i maílok. The Ameriean Geologjcal Instj- tute efndi fyrst til slíkra boða háskólaárið 1959—1960. Hefur stofnunin síðan boðið árlega hóp kunnra erlendra jarðfræðinga til i dvalar og fyrirlestrahalds við I háskóla þar í landi. Barst Sig-! urði boð um þátttöku á s.l. vori. Sigurður mun alls flytja fyrir- lestra við 12 háskóla í Banda- ríkjunum, Kanada og Alaska, 2 til 4 á hverjum stað. Hefur hann samið 7 fyrirlestra í þessu skyni og nefnast þeir: Jarðfræði Is- lands,' Eldfjöll Islands, Gossaga RIO DE JANEIRO 12/2 — Að minnsta kosti sex manns beið bana og fjölmargir slösuðust þeg- ar þriggja hæða bygging hrundi til grunna í gær í bænum Santos, skammt fyrir vestan Rio de Janeiro. Dr. Sigurður Þórarinsson Heklu, Vatnajökull og Gríms- vötn, Beiting öskulagarannsókna í íslenzkri jarðfræði, Dyngjufjöll og Askja og Uppblástur á Is- landi. Auk fyrirlestrahaldsins gefst þátttakendum kostur á að kynna sér jarðfræðistofnanir viðkom- andi háskóla og ennfremur að ferðast til jarðfræðirannsókna og hefur Sigurður í hyggju að skoða eldfjöll í Alaska í lok ferðarinn- ar. húsnæðið sé enn ekki fullbúið og verði það ekki fyrr en siðar í vetur eða vor. Vel hefur verið til þessa nýja húsnæðis skólans vandað og munu starfsskilyrði hans mjög batna, er það verður að fullu komið í notkun. Inn- gangur í skólann er í þeim enda hússins scm fjær er á myndinni. Loks er farið að hilla undir nýju slökkvistöðina Á síðasta borgarstjórnarfundi bar Kristján Benediktsson borg- arfulltrúi Framsóknarflokksins fram fyrirspurn um það, hvað liði undirbúningi að byggingu nýrrar slökkvistöðvar í Reykja- vík og hvenær mætti vænta þess að hægt yrði að hefja fram- kvæmdir við byggingu hennar. Borgarstjóri gaf það svar, að allar teikningar og útboðslýs- ing yrðu til í apríl n.k. Hefðu þegar verið veittar 4 millj. króna til verksins og væri þess því að vænta, að það yrði þegar boðið út og framkvæmdir síðan hafn- ar. Kristján talaði aftur og rakti hvílíkur seinagangur hefur ver- ið á undirbúningi þessara fram- kvæmda af hálfu íhaldsmein- hlutans í borgarstjóm, þótt ný slökkvistöð hafi verið notuð sem kosningabeita allt síðan 1950. Flutti hann tillögu um að borg- arstjórn samþykkti að fela borg- arstjóra að hraða undirbúningi öllum svo framkvæmdir gætu hafizt sem fyrst. Borgarstjóri taldi tillögu þessa óþarfa og fráleita og flutti við hana frávísunartillögu er var samþykkt með 9 atkvæðum gegn 6. Er útvarpsstjóri galdrakarl Teigi í Vopnafirði 8/2 — Norð- an hríð brast hér á síðastliðinn sunnudag og fylgdi nokkur snjó- koma og er þetta fyrsti snjór vekrarjns. Offast var bjartviðri í janúar og langvarandi frosta- kafli framan af og úrkoma reyndist í þessum mánuði 0,6 millimetrar, sem er alveg ein- stakt og er vatnslaust enn á bæjum sökum þurrka og kulda. Hinsvegar var töluverður leikur í mönnum í góðu tíðinni, því að hægt var að fara um allar jarðir í bilum, sem er óvenjulegt. um þennan tíma. Vopnafjörður hefur ævinlega verið mjög einangraður á vetr- um Síðan vegurinn var lagður yfir öræfin hér til Möðrudals og Grímsstaða hefur aldrei komið fyrir áður fyrr, að fært hafi verið þangað á þessum tíma og fór bill um daginn héðan til Akur- eyrar. Einn síðasta sólskinsdaginn í janúar kom Jón bóndi í Möðru- dal, sem er á tiræðis aldri. hingað út í Vopnafjörð og keypti sér hest og reið heim hluta af leiðinni að vanda . Á annað hundrað manns fór héðan á leiksýningu norður á Þórshöfn og hafði fólk í Þistil- firði tekið sig til og æft Manir og konu og hefur sýnt þrisvar sinnum á Þórshöfn við mikla aðsókn frá nærliggjandi byggð- um. Þá má geta þess, að út- varpið hefur stórlagazt og ekk- ert borið á þessari erlendu stöð sem hrjáði okkur um skeið og er útvarpsstjóri galdrakarj á sínu sviði. Það kqm maður nýlega hér yfir Tunguheiði frá Jökuldal og sá hann hreindýr utarlega í heið- inni. en þau halda sig aðallega fjær. Bændur á Fjöllum láta af- skaplega vel af tíðinni. Féð gengur sjálfala á Efra Jökuldal og á Fjöllum og ekkert gefið í húsum. Það kom nýlega dilk- ær í Möðrudal. sem hafði geng- ið af, og töldu þeir, að hún hefði gengið inn í Brúaröræfum og var diikur hennar alveg við- brigða fallegur, svo að ekkí vantar kjarnann þama til beit- ar, þó kalt sé á krumma. G.V. i Okenndur maður ásækir kvenfólk Nú í vetur hefur það alloft komið fyrir, að ókenndur úlpu- k’.æddur maður, á að gizka á þrí- tugsaldri, hefur ráðizt að kven- fólki á síðkvöldum. gert tiiraun- ir til þess að draga stúlkumar á burt með sér eða káfað eitthvað á þeim og haft í frammi annað ótilhlýðilegt athæfi, Er álitið að hér sé alltaf um sama mann að ræða og hefur hann einkum stundað þessa þokkalegu iðju á götum í Norðurmýri eða þar í grennd. Hefur þráfaldlega verið kært tji lögreglunnar yfir þessu athæfi mannsins en henni aldrei tekizt að hafa hendur í hári hans, enda hefur hann jafnan þegar lagt á flótta er stúlkurnar hafa snúizt til vamar. Síðast í fyrrakvöld réðist ná- ungi þessi að konu nálægt gatna- mótum Rauðarárstígs og Miklu- brautar og þreif til hennar eni lagði að svo búnu á flótta, Kærði konan afhæfi þetta og leitaði lögreglan mannsins víða um nær- liggjandi götur en árangurslaust- 1 sambandi við árásir þessar hefur lögreglan baft nokkra menn grunaða en þeir hafa allir reynzt sannir að sakleysi. Hefur lögreglan grun um að þama sé að verki náungi, er hafði í frammi líkt athæfi í nágrenni Landspítalans fyrir tveim árum en aldrei hafðist þá upp á. I I * I Hefur verið á tónleika- ferðalagi síðan í sept TII landsins er komin á veg- um Tónlistarfélagsins Halina Czerny-Stefanska, einhver á- gætasti fulltrúi pólsks tón- listarlífs. Hún heldur hér tvo tónleika í Auturbæjarbíói — sá fyrri er í kvöld, hinn annað kvöld. Chopin er á dag- skrá — en frú Czerny-Stef- anska hefur einkum unnið sér orðstír bæði heima og erlendir fyrir túlkun sína á verkum hans. Halina Czerny-Stefanska er af tónlistarfólki komin; faðir hennar var kennari við tón- listarháskólann í Krakow og var hann fyrsti kennari henn- ar. Aðspurð kveðst hún hafa byrjað að læra fimm ára, og hafi það orðið samkvæmt hennar eigin ósk — en faðir hennar var jafnvel á móti því að hún byrjaði svo ung. Hal- ina Czemy stundaði annars frá fjögurra ára aldri til tólf ára nám í dansskóla 1 ættborg sinni — þar var kennd rytm- ik, þjóðdansar, ballett, og tel- ur hún að þessi skólaganga hafi orðið mikill og góður þáttur í músikuppeldi sínu. Hún varð snemma sigurveg- ari í tónlistarkeppni barna, tíu ára gömul vann hún verð- laun i Cortot-keppninni og stundaði eftir það nám í París. Eftir stríð lauk hún námi við tónlistarháskólann í Krakow og vann árið 1949 fyrstu verðlaun í hinni IV. alþjóð- legu Chopinkeppni píanista. Síðan hefur hún haldið tón- leika í öllum hugsanlegum löndum — eru J?pan og Ástralía ekki undanskilin. Hún hefur til dæmis verið á ferðalagi síðan í september síðast í Kaupmannahöfn og Berlín, og héðan fer hún til Amsterdam; þaðan áfram til Prag, Vínar og svo aftur til Japan. Halina Czemy Stef- anska kvaðst hafa átt ágæta og skilningsgóða áheyrendur í mörgum löndum: einkum nefndi hún til þýzka, rúss- neska, enska, ungverska svo og Los Angelesbúa — og ekki væru þeir japönsku síztir, þeir þekktu furðumikið til evrópskrar tónlistar, ekki sízt rómantískrar. 1 fyrri ferð sinni til Japan hélt hún tutt- ugu konserta fyrir fullu húsi — nú mun hún koma þar fram þrjátíu sinnum. Halina Czemy-Stefanska er sem fyrr segir þekktust fyrir túlkun sína á Chopin: hún Halina Czerny-Stefanska. kvaðst ekki gera mikið af þvi að leika nútímatónlist. Ekki heldur eftir pólska nútíma- menn — þeir gerðu reyndar mjög lítið af því að skrifa fyr- ir píanó, og gæti það líklega stafað af minnimáttarkend gagnvart stórmennum eins og Chopin og Szymanowski. Er frúin var spurð að á- hugamálum sínum öðmm en tónlist, svaraði hún því til, að myndlist hefði sér lengi ver- ið hugstæð. Hún var meira að segja við myndlistamám um k tveggja ára skeið á striðsár- ^ unum, á því gat að vísu ekki k orðið framhald, en síðan hef- " ur hún haft þann sið að leita | uppi listasöfn hvar sem hún hefur komið, meðal þeirra höf- ■ unda sem hún kýs helzt að lesa nefndi hún þýzku skáld- ■ konuna önnu Seghers. Frú Czerny-Stefanska hefur haft langa útivist sem fyrr ú segir eða frá því í september, og hún mun halda áfram kon- w sertferðalögum fram í júní- mánuð. Þá mun hún kenna í k einn mánuð á alþjóðlegu nám- ■ skeiði fyrir píanista sem hald- J ið er á hverju sumri í Weim- ■ ar, Austur-Þýzkalandi. Og síðan mun hún verða heima einn mánuð. Maður frúarinn- ar kennir við tónlistarháskól- B ann í Krakow — þau eiga ^ eina dóttur, átján ára gamla, I sem nú er við nám í píanóleik k — undir handleiðslu föður ^ síns og móður hennar áður. k Það et ekki alltaf að „sagan H endurtaki sig“ á svo skemmti- | legan hátt. Þær mæðgur hafa ® þegar komið fram samtímis É á tvennum tónleikum í einni borg — það var í Köln. k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.