Þjóðviljinn - 15.02.1963, Síða 1

Þjóðviljinn - 15.02.1963, Síða 1
Fösíudagur 15. febrúar 1963 — 28. árgangur — 38. tölublað. Eyjakennarar í stríBi vegna uppbótar á laun 8 & í fyrrakvöld hófst í Lídó Skákkeppni stofnana og er það í fjórða sinn sem hún er háð. 44 sveitir taka þátt í mótinu og skiptast þær í 7 riðla, 6 í hverjum nema 7 í tveim þeim efstu. Er sveitunum skipt niður í riðlana eft- ir úrslitum í síðustu keppni. 4 menn eru í hverri sveit og voru það því alls 168 skákmenn sem tefldu í Lídó og skákirnar 84. í efri riðlunum eru margir þekktustu skák- menn landsins meðal keppenda en smærri spámennirnir skipa neðri flokkana. Úrslit 1. umferðar eru birt á 2. síðu blaðsins í dag. Allir kennarar við barnaskólann og gagnfræða- skólann í Vestmannaeyjum hafa ákveðið að hætta allri yfirvinnu frá næstu mánaðamótum ef þeir fá ekki greidda svokallaða staðaruppbót. í gagnfræðaskólanum hefur skólastjórinn til- Málið komið til saksóknara 1 fyrradag Iauk i Vest- mannaeyjum réttarhöldun- um í máli skipstjórans á Sævaldi SU 2. Dómur var þó ekki feiiur í málinu þar á staðnum heldur voru málsgögn send saksóknara rikisins til athugunar. Þjóðviljinn snéri sér í gær til saksóknara og spurð- ist fyrir um málið. Voru málsgögnin þá enn ekki komin til hans en voru á Iciðinni. Sagði saksóknari að úrskurður myndi felld- ur um það hjá embættinu, hvemig haga bæri máls- höfðun þegar að lokinni at- hugun málsgagna. kynnt ennfremur, að þriðjabekkjardeildirnar í gkólanum verði lagðar niður um næstu mánaða- mót og er landsprófs- deildin meðal þessara deilda skólans. Forsaga þessara átaka er í stuttu máli þannig: Þegar skólarnir voru að byrja í haust, lagði Karl Guðjónsson fram tjllögu í fræðsluráði, að það legði til við bæjarstjóm, að kennurum yrðu greiddar kr. 1000.00 á mánuði sem staðarupp- bót eins og tíðkanlegt er til dæmis á Selfossi, í Njarðvíkum, Keflavík og fleiri stöðum. Fræðsluráð hafði þessa til- lögu í salti um skeið, en gerði að lokum einróma samþykkt til bæjarstjórnar, að þetta yrði gert'. Bæjarstjórinn í Vestmanneyj- um, Guðlaugur Gíslason, hefur hinsvegar aldrei látjð þessa sam- So vétríkin kaupa 12 þús. tonn freðsíldar 1 gær barst Þjóðviljanum eft- irfarandi fréttatilkynning frá Sölumiðstöð hraðfrysthúsanna og Sjávarafurðadeild Sambands (s- lenzkra samvinnufélaga um sö'.u á freðsíld til Sovétríkjanna: —O— Þriðjudaginn 12. febrúar 1963 var undirritaður í Reykjavík samningur milli Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Sjávaraf- urðadeildar Sambands íslenzkra samvinnufélaga annars vegar og Sovétríkjanna hins vegar um sölu á frystri síld til viðkom- andi lands árið 1963. Samkvæmt samningnum kaupa Sovétríkin 12.000 tonn af freð- síld á S53:0:0 tonnið cif Eystra- saltshöfn. Afskipanir eiga að fara fram á tímabilinu febrúar til júní. Gengið er út frá að búk- fita sé að minnsta kosti 10%- Af hálfu S.H. og S.Í.S. unnu að þessum samningum þeir Árni Finnbjömsson, sölustjóri og Val- garð J. Ólafsson, framkvæmda- stjóri. þykkt fræðsluráðs koma til af- greiðslu í bæjarstjórn eða bæj- arráði. Þá flutti Karl tillögu í bæjar- stjórn, að þessi staðaruppbót yrði greidd kennurum og var hún felld með fjórum atkvæðum gegn fjórum. Kennarasamtökin telja sig þannig aldrei hafa fengið neitt svar við málaleitun sinn um þetta og aldrei neina afgreiðslu á tillögu fræðsluráðs og hafa kennarar í bamaskólanum og gagnfræðaskólanum ákveðið að hætta allir yfirvinnu frá næstu mánaðamótum, fái þeir ekki jákvæðar undirtektir og niður- felling þriðjubekkjadeilda í gagn- fræðaskólanum er einnjg gerð til þess að knýja fram samþykkt frá bæjarstjóm. Þannig sverfur nú til stáls milli kennarasamtakanna í Eyj- um og bæjarstjómarmeirihluta íhaldsins, sem virðist hafa of- arlega í huga gamalgróna kenn- ingu að bókvitið verði ekki látið í askana og unglingar og böm séu betur geymd \ frysthúsum staðarins. Á eindálka myndinni sést Pétur Jónsson, einn af starfsmönnum mótsins, blaða i plöggum sínum. A þrídálka myndinni sjást 3 af skákmönnum Útvarpsins. Næstur á myndinni er Baldur Pálmason að hugsa Ieik, þá er Jón Magnússon, sýnilega að skoða' stöðuna hjá Baldri, og Ioks Sigþór Marinós- son. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Tillögur ríkisstíórnarinnar um beina kauplækkun Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu felur tilboð ríkisstjórnarinnar í sér beina LAUNA- LÆKKUN til ýmissa opinberra starfsmanna. Hef- ur ríkisstjórnin nú séð þann kost vænstan að breyta tilboði sínu um átta lægstu flokkana, eins og sagt var frá í blaðinu í gær, en þrátt fyrir þá breytingu standa enn lækkunartillögur hjá ýmsum hópum. Hér skulu rakin nokkur dæmi. Afgreiðslumenn á skrifstof- um, sem starfa samkvæmt 12 launaflokki, fá nú í kaup kr. Asíuinflúenzufaraldur herjar í Bandaríkjunum Fyrir nokkru kom upp inflú- enzufaraldur í Bandaríkjunum og mun hann nú vera orðinn allút- breiddur, einkum í austurríkjun- um. Er hér um að ræða svokall- aða Asíuinflúenzu. Þjóðviljinn sneri sér 1 gær td landlæknis og spurðist fyrir um það hvort nokkrar ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess að koma í veg fyrir að veikin bær- ist hingað til lands. Svaraði landlæknir því til, að eftir þeim upplýsingum sem hann hefði feng- ið væri hér ekki um sérlega skæð- an faraldur að ræða og he’fðu enn ekki verið gerðar neinar sérstak- ar ráðstafanir fil þess að hindra það að veikin bærist hingað. 5.517. Samkvæmt hinum end- urbættu tillögum ríkisstjórn- arinnar eiga þeir að fá kr. 5.250 eftir 3ja ára starf. Það er 4,9% lækkun. Eftir 10 ára starf eiga þeir að fá kr. 5.500. Það er 0,3% lækkun. Afgreiðslufólk, sem unnið hefur sjálfstæð afgreiðslu- störf samkvæmt 10. launa- flokki, hefur nú kr. 6.352 á mánuði. Samkvæmt hinum endurbættu tillögum ríkis- stjórnarinnar á það að fá kr. 5.750 eftir þriggja ára störf. Það er 9,2% lækkun. Eftir 10 ára starf á það að fá kr. 6.000. Það er 5,6% lækkun. Innheimtumenn, sem starf- að hafa samkvæmt 10. launa- flokki, hafa nú kr. 6.352 á mánuði. Samkvæmt hinum endurbættu tillögum ríkis- stjórnarinnar eiga þeir að fá kr. 5.950 eftir 3ja ára starf. Lækkun 6,4%. EftÍT 10 ára starf eiga þeir að fá kr. 6.250 Lækkun 1,7%. Sölumenn Áfengis- og tó- baksverzlunar ríkisins, sem unnið hafa samkvæmt 9. launaflokki, fá nú kr. 6.784 á mánuði. Samkvæmt hinum endurbættu tillögum ríkis- stjórnarinnar eiga þeir að fá kr. 6.350 eftir 3ja ára störf. Lækkun 6,4%. Eftir 10 ár eiga þeir að fá kr. 6.650. Lækkun 2%. , Viðgerðarmaður Veður- stofu fær nú kr. 6.784 á mán- uði samkvæmt 9. launaflokki. Samkvæmt tillögum ríkis- stjórnarinnar er kaupið eftir 3ja ára starf kr. 6.350. Lækk- Sýningar i*jóð- leikhússins orðn- ar 2500 ekki 25 húsund Auðvitað fær talan, sem við birtum í fyrirsögn í fremsta dálki á forsíðu Þjóðviljans í gær, ekki staðizt — einu núllinu er þar ofaukið og gerir aldeiljs strik í reikninginn. A þeim 13 árum sem Þjóðleikhúsið hefur starfað eru sýningar þar orðn- ar 2500 talsins — ekki 25 þús- und eins og prentað var hér í blaðinu. un 6,4%. Eftir 10 ára starf á kaupið að vera kr. 6.650. Lækkun 2%. Varðstjórar Fríhafnar fá nú kaup samkvæmt 8. launa- flokki kr. 7.277. Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar á kaup þeirra að vera kr. 6.800 eftir 3ja ára starf. Lækkun 6,6%. Eftir 10 ára starf eiga þeir að fá kr. 7.150. Lækk- un 1,8%. | Algerlega | ( ólœknandi | | bíladella | ® Fyrir tveim nóttum var í | tckinn réttindalaus piltur W ^ við akstur. aHnn hafði að * vísu einhverntíma haft rétt- B £ indi, en þau verið dæmd k I af honum ævilangt fyrir B ™ einhverjar sakir. Pilturinn k hefur oft bíla undir hönd- ^ um, þar sem hann stundar jk bílaviðgerðir og freistingin B á það til að bera hann of- b urliði. Hann hefur verið B margtekinn eftir að hann b missti réttindin. I þetta sinn var hann svo fe óheppinn að lenda í á- J rekstri við bróður sinn, sem B g gerði sér lítið fyrir og kærði * hann fyrir löereírlunni. I fyrir lögreglunni. Þessii sami piltur var enn k tekinn við sömu iðju í gær- 9 öid. k K

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.