Þjóðviljinn - 15.02.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.02.1963, Blaðsíða 3
FösíUdagur 15. febrúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 3 Wilson leiðtogi Verka- mannaflokksins brezka með 144 gegn 103 LONDON 14/2 — Harold Wilson var kjörinn leiðtogi þing- flokks brezka Verkamannaflokksins og hlaut álitlegan meirihluta yfir keppinaut sinn, George Brown, eða 144 atkvæði á móti 103. Wilson, sem nýtur stuðnings vinstra arms flokksins, hafði verið talinn líklegri til sigurs, en fæstir höfðu búizt við að yfirburðir hans yrðu svo mikl- ir sem raun varð á. Þeir yfirburðir eru sjálfsagt fyrst og fremst því að þakka að ýmsir þeir þingmenn sem kusu keppinauta hans tvo í fyrri lotu, Brown og Callaghan, hafa nú greitt honum atkvæði til að taka af öll tvímæli um það hver hefði traust flokksins. Ef litlu hefði munað á þeim Brown, hefðu af því getað hlotizt væringar inn- an flokksins, en því má hann sízt við nú, þegar almennt er tal- ið að kosningar fari í hönd. Mælskur menntamaður Eins og áður segir nýtur Wil- son stuðnings vinstra arms flokksins og var enda tíðum ná- inn samstarfsmaður Aneurins Bevans, meðan hans naut við. Hann er talinn einn skarpgáfað- asti maður flokksins og er mælsku hans við brugðið. Hann er einn yngsti maður sem komizt hefur til hæstu met- orða í brezkum stiórnmálum. Hann er nú 46 ára gamall, en varð ráðherra 31 árs og var þá yngsti ráðherra í sögu Bretlands síðan Robert Pitt yngri var uppi á fyrri hluta síðustu aldar. Gr verkalýðsstétt Enda þótt Wilson sé talinn dæmigerður menntamaður, er. hann af fátæku verkafólki kom- inn, fæddur í Huddersfield i Yorkshire. Fyrir frábærar gáfur gat hann brotizt til mennta, en það var ekki heiglum hent fyrir fátæka brezka unglinga á upp- vaxtarárum hans — og er reynd- ar ekki enn. Hann- lagði stund á heimspeki, stjómvísindi og hagfræði og varð fyrirlesari í Ox- ford í síðastnefndu greininni að- eins 21 árs gamall. Á þing 1945 Hann var einn þeirra mörgu ungu manna Verkamannaflokks- ins sem komust fyrst á þing eft- ir hina mikla kosningasigur 1945, en þegar á stríðsárunum hafði hann gegnt ráðuneytisstörf- um. Hann fékk skjótan frama, því að þegar árið 1947 tók hann við af sir Stafford Cripps í em- bætti viðskiptamálaráðherra. í andstöðu við Gaitskell Fjórum árum síðar sagði hann sig úr stjóminni ásamt Bevan til að mótmæla þeirri ákvörðun flokksins, sem tekin var að und- irlagi Gaitskells, þáverandi fjár- málaráðherra, að hækka álögur vegna almannatrygginga til þess að geta staðið undir auknum hernaðarútgjöldum. Skömmu síðar beið flokkurinn ósigur við i kosningar og það er fyrst nú, 12 j árum síðar, að horfur virðast á að hann komizt aftur í stjómar- aðstöðu. Tvístígandi Enda þótt Wilson hafi jafnan notið stuðnings vinstrimanna í flokknum, hefur þótt leika vaíi j á, hvort rétt væri að telja hann i í hópi þeirra. Hann hefur oft- j ast nær síðari árin forðazt að taka afstöðu til þeirra deilumála sem skipt hafa flokknum og sum- ir hafa sakað hann um tvístíg- nndahátt og hentistefnu. Engu að síður má gera ráð fyrir að með kosningu hans muni vegur vinstri manna í flokknum vaxa. Harold Wilson. Nýtt Santa Maria-mál Stjórnarandstæðingar taká kaupskip frá Venezúela CARACAS 14/2 — Andstæðingar Betancourts, forseta Venezúela, úr Þjóðfrelsisfylkingunni minntust í dag þess að fjögur ár eru liðin frá þvi að hann tók við völdum með því að taka á vald sitt kaupskip frá Venezúela, sem var á leið frá hafnarborginni La Guaira til New Orleans í Bandaríkjunum, og gerðu þeir kunnugt að þeir myndu láta skipið laust og áhöfn þess gegn því að pólitískum andstæðingum forsetans væri sleppt úr fangelsi. Kaupskipið sem heitir Amzoat- egui og er 3.000 lestir mun hafa verið statt um 60 sjómílur frá La Guaira þegar þjóðfrelsissinn- ar náðu því á sitt vald. Ekki er vitað með vissu á hvem hátt það gerðist, en sagt er að skipið hafi verið stöðvað á hafi úti og hafi níu menn ruðzt um borð og tek- ið völdin af skipstjóranum. Stýri- maður skipsins er sagður hafa verið í vitorði með þeim. Samkvæmt radíóskeytum frá skipinu hafa skipverjar ekki orð- Syncom-tilraunin fór út um þúfur fra látins manas grætt í sjúkling CANAVERALHÖFÐA 14/2 — Tilraun Bandaríkjamanna að senda á braut umhverfis jörðu nýtt endurvarpstungl, Syncom, sem hafa átti sama umfcrðar- tíma og jörðin, virðist hafa far- ið út um þúfur að því leyti til, að ekki hefur tekizt að halda radíósambandi við það. Tunglinu var skotið á loft kl. 4.30 á fimmtudagsmorgun (ísl. tími) og var ekki annað sýnna en að það hefði komizt á rétta braut. Þegar tunglið sem borið var á loft af Thor-Delta eld- ið fyrir neinu hnjaski, en eig- andi skipsins segir að það hafi ekki haft neina farþega meðferð- is, og aðeins lítinn farm. Herskip úr flota Venezúela svo og bandarísk herskip leita 'nú að Amzoategui. í Caracas er sagt að vitað sé hvar það sér statt og ef það er rétt mun vart líða á löngu þar til herskipin hafa fundið það. Hringt var til blaða í Caracas og þeim skýrt frá því að skipið hefði verið tekið til þess að vekja athygli á baráttu Þjóðfrelsisfylk- ingarinnar gegn stjóm Betan- corts. Hefur hún sjálfsagt haft í huga töku portúgalska skipsins Santa Maria einmitt á Karíbáhafi fyrir rúmum tveimur árum, en þar voru að verki andstæðingar Sala- zars einræðisherra sem með því vildu vekja athygli heimsins á baráttu sinni gegn stjóm hans. Það bragð tókst vel, ekki sízt fyrir þá sök, að margir dagar liðu áður en samanlagðir flotar vesturveldanna höfðu upp á skip- inu. 1 Caracas urðu óeirðir í dag< á stjómarafmæli Betancourts, í- kveikjusprengjum var varpað að útvarpsstöðinni þar og kveikt var í vöruhúsi. Tíu manns slösuðust í óeirðunum. Undanfarið hafa borlzt fréttir um bardaga milli skæruliða þjóð- frelsisfylkingarinnar og stjómar- hersins, einkum í fjallahéruðun- um austantil í landinu. LEEDS 14/2 — Brezkum skurð- læknum tókst fyrir rúmum tveim- ur mánuðum að græða nýra úr nýlátnum manni í sjúkling sem bæði nýrun voru ónýt í og mun þessi aðgerð vera einstök. Sjúklingurinn, 37 ára gamall maður að nafni Peter Lucas, er á góðum batavegi og mun bráðléga sendur heim. Hann hefur nú þrjú ným, sín eigin sem bæði eru óvirk og svo það þriðja, sem grætt var í hann, en það var tekið úr nýlátnum miðaldra manni. Það er það sem heldur lífinu í Lucas. Nýrað var tekið úr mannin- um strax eftir andlátið, kælt nið- ur í 10 stig og sérstakur vökvi látin koma í stað blóðsins í því. Það var svo grætt við æðar í kviðarholi Lucasar. Aðgerðin stóð í 6 klukkustundir og tóku 14 læknar og hjúkrunarkonur þátt í henni. am landhelgina viS Færeyjar ÞÓRSHÖFN, Færeyjum 14/2 — Á mánudag munu hefj- ast í London viðræður um landhelgi Færeyja, Þrír færeyskir fulltrúar, Hákon Djurhuus lögmaður, Jóhann Djurhuus slcrifstofustjóri og sendimaður Færeyja í Ab- crdeen, Odmar Skarðsliam- ar, munu ræða Við fulltrúa brezku stjórnarinnar ásamt Per Hækkerup utanríkis- ráðherra Dana. Færeyska landsstjómin hefur lýst yf- ir að hún sé staðráðin í að sctja óskerta tólf mílna landhelgi strax og samn- ingurinn sem Danir gerðu við Breta rennur út £ apríl n.k. I flaug var komið í 35.680 km j hæð áttu hreyflar fjórða þreps- J ins að koma því á hringlaga j braut umhverfis jörðu með 10.900 j km. hraða á klukkustund. Með því móti átti tunglið að fara j eina umferð um ýörðu á_ um 24 I klukkustundum. í tilraunastöðinni á Canaveral- J höfða er sagt að geimskotið hali j heppnazt vel, en nokkrum sek-. úndum eftir að tunglið var kom- ið á loft bilaði úU’-arpssamband- ið við það. Það tókst að koma aftur á sambandi sfutta stund um ellefuleytið, en síðan hefur það ekki svarað radíóboðum frá jörðu. Ætlunin hafði verið að gera tilraunir með endurvarp síma- fjarskipta um tunglið og áttu þær hefjast fimm dögum eft- ir að það væri komið á sína réttu braut, en henni hallar um 33 gráður frá miðbaug og frá jörðu séð hefði brautin verið sem talan 8 í laginu yfir Atlanz- hafi. Þótt illa hafi tekizt til, hafa vísindamennimir ekki gefið upp alla von um að hægt verði að koma aftur á sambandi við Syn- com. Ætlunin hefur verið að senda tvö önnur endurvarps- tungl af sömu gerð á braut um- hverfis jörðu á þessu ári. Kjarnasprengjuþota de Caulle fórst, báSir hreyfíar biluðu PARlS 14/2 — Fyrirætlanir de Gaulle forseta um að koma upp sjálfstæðum' frönskum kjarna- vopnabúnaði urðu fyrir áfalli í dag þegar fyrsta sprengiþotan sem smíðuð var af gerðinni Mir- age IV hraþaði til jarðar skammt frá Orlcans að öllum Iíkinduw vegna þess að báöir þrýstlofí hreyflar hennar biluðu. Báðum flugmö’inunum tókst að bjarga sér úr hinni hrap- andi flugvél í fallhlífasætum, en annar þeirra braut á sér báða lætur. Þessi fyrsta flugvél af gerð- inni Mirage IV er orðin þriggja ára gömul og hefur hún verið á tilraunaflugi í samtals 400 klukkustundir. Hún hafði lagt upp í slíkt flug í dag frá til- raunastöðinni Bretigny. Þar sem Frakkar eiga engin flugskeyti að heitið geti hefur de Gaulle sett allt sitt traust á að þotur af þessari gerð geti flutt kjarnasprengjur í skotmörk, en þær eiga að geta flogið með tvöföldum hljóðhraða. Fimmtíu slíkar þotur hafa verið smíðað- ar eða munu að sögn Messmers landvamaráðherra verða tilbún- ar fyrir lok þessa árs, en slys- ið í dag bendir til þess að þær séu ekki eins traustar og af hefur verið látið . Frentaraverkfal! í USA harðnar NEW YORK 14/2 — Formaður bandaríska prentarasambands- ins sagði í dag að nú myndi stöðvuð öll vinna prentara við útgáfur stórblaðsins New York Times á vesturströndinni og í Evrópu, en blöð þessi eru sett í New York, en prentuð á út- gáfustöðunum og hafa þau feng- ið að koma út þá tvo mánuði síðan prentaraverkfallið hófst í New York. Kort af Venezúela. Bandaríkin flytja sprengiþotur heim WASHINGTON 14/2 — Ilaft cr eftir góðum licimildum í Was- hington að Bandaríkjastjórn hafi í hyggju að kalla heim 300 sprengiþotur af gerðinni B-47 sem verið hafa staðsettar utan Bandaríkjanna. Að sögn munu þotumar sem flestar eru nú í Bretlandi eða á Spáni verða fluttar heim á næstu mánuðum og er búizt við til- kynningu þess efnis frá land- vamaráðuneytinu bráðlega. Það er sagt að þessar þotur verði fluttar heim og teknar úr notkun bæði vegna þess að Bandaríkin reiða sig nú æ meira á langdræg og meðaldræg flug- skeyti sín af gerðunum Minute- man og Polaris, en líka vegna þess að flugherinn hefur nú til umráða stærri, lang- og hrað- fleygari þotur af gerðunum B-52 og B-58. Landvamaráðuneytið bar hins vegar til baka £ dag fréttir um að til stæði að fækka í banda- ríska hemum á meginlandi Evr- ópu. Að vísu myndu 15.000 af 40.000 mönnum sem sendir voru til Evrópu vegna Berlínardeil- unnar verða kallaðir heim, en þeir höfðu starfað í birgðadeild- um hersins og væri ekki lengur þörf fyrir þá. s' Handtökur í írak BAGDAD 14/2 — Enn í dag heyrðust skothvellir víða í Bag- dad og hemaðarástand ríkir enn í borginni að því leyti að öflugt herlið er hvarvetna á verði. Bag- dadútvarpið skýrir frá því að haldið sé áfram handtökum ..lénsskipulagssinna og henti- stefnumanna" og einnig er sagt að tveir helztu leiðtogar komm- únista í landinu hafi verið tekn- ir höndum. Ollum kjarasamningum I Danmörku sagt upp KAUPMANNAHÖFN 14/2 — I dag var sagt upp öllum kaup- og kjarasamningum milli danskra verklýðsfélaga og vinnuveitenda og gildir uppsögnin frá og með 1. marz. Er hér samtals um að ræða 1.200 slíka samninga. Jafnframt hafa átta verklýðssambönd boðað verkföll frá mánaða- mótum og eru meðal þeirra sum stærstu og öflugustu sam- böndin, eins og t.d. sambönd almcnnra verkamanna, sjó- manna og prcntara. i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.