Þjóðviljinn - 15.02.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.02.1963, Blaðsíða 4
1 SÍÐA f»,TÓÐVIL JINN Föstudagur 15. február 1963 >:■': •■•:—;...•<• •■■;■•■••—--;.y ^»f*M<Ww»««4WW Skíðaíþróttin (fr's/Zf fírmakeppni Jósefsdal 17. þ.m. Landsliöiö í handknattieik heidur utan í fyrramálið og leikur Iandsleik í París á laugardag og í Bilbao á þriðjudag, og í þeim leik maeta íslenzkir handknattleiksmenn Spánverjum í fyrsta sinn. — Myndina hér að ofan tók Sveinn Þormóðsson á einni síðustu æfingu landliðsins. Fremri röð, talið frá vinstri: Birgir Björnsson, Karl Benediktsson, fyrirliði; Ragnar Jónsson; öm Hallsteinsson og Karl Jóhannsson. — Atari röð: Karl Marx Jónsson; Rósmundur Jónsson; Gunnlaugur Hjálmarsson; Ingólfur Óskarsson; Pétur Antonsson; Krlstján Stefánsson; Einar Sigurðsson; Matthías Asgeirsson og Hjalti Einarsson. Landsleikir í handknattleik Leikið við Frakka á morgun og vií Spánverja þriðjudag íslenzka Ianclsli0ið í handknattleik heldur utan í dag. Ferðinni er heitið til Frakklands og Spánar, en þar verða leiknir landsleikir við Frakka á laugardag og Spánverja á þriðjudag. —o— Leikmennimir fljúga beint til Parísar, og koma þangað kl. 6.30 s.d. Annað kvöld verður svo landsleikurinn við Frakka háður, og hefst hann klukkan 10.30 eftir frönskum tíma (kl. 8.30 eftir ísl. tíma). Á sunnudagsmorgun fara handknattleiksmennirnir með lest til Bordeux, og keppa bar síðdegis við liðið „Guyenne". Spánverjar senda langferðabíl eftir leikmönnunum og flytja þá til Bilbao, og á þriðjudags- kvöld klukkan 21 hefst lands- leikurinn við Spánverja. Á fimmtudagskvöld verður annar leikur við Spánverja, og að' þessu’ sinni við úrvalslið frá an Sebastian. Þaðan verður far- ið með lest til Parísar, og á laugardagsmorgun lýkur lands- Tiðsferðinni " formlega þar í borg. Xil allra átta Landsliðsmennirnir dreifast til ýmsra átta frá París. Sumir fara beint heim, aðrir leggja leið sína um England og enn aðrir um Danmörku. I landsliðinu eru 8 Hafnfirð- ingar, og fara þeir ásamt þjálf- ara sínum Hallsteini Hinriks- syni til V-Þýzkalands. Þar verða FH-menn á vegum Essl- ingen, sem hingað kom í boði FH í fyrra. Hvað um úrslit? Forráðamenn Handknattleiks- samtakanna ræddu við blaða- menn i fyrradag í tilefni utan- ferðarinnar. Engu vildu beir spá um úrslitin. í fslenzka lið- inu eru 10 menn sem léku í landsliðinu fyrir tveim érum. Liðið er þó talið vera jafn- betra nú og fleiri skyttur. Það var einmitt fyrir tveim árum sem ísland og Frakkal. msett- ust í landsleik, og þá unnu Is- lendingar — 20:13. Síðan hefur Frökkum farið mikið fram í í- þróttinni. í vetur hafa þeirunn- ið Dani — 22:19 og gjörsigrað Hollendinga. Spánverjar hafa líka sýnt miklar framfarir í handknatt- leik undanfarið, og geta orðið erfiðir andstæðingar. Hallsteinn Hinriksson, lands- liðsþjálfari. sagði að betra hefði verið að liðin hefðu get- að farið fyrr utan og hvílt sig eftir ferðalagið áður en leikið yrði. Við stæðum verr að vígi að mæta Frökkum núna held- ur en fyrir tveim árum, því þá voru okkar menn búnir að ganga í gegnum hreinsunareld á undan, þ.e. aðra leiki í heims- meistarakeppninni. Styrkur fyrirtækja Nær 100 fyrirtæki hafa styrkt handknattleikssamtökin til bess- arar utanfarar með auglýsing- um í leikskrá Islandsmótsins. Þá hefur Múlalundur og SlBS gefið HSl 18 stórar búnings- töskur fyrir leikmenn lands- liðsins. 18 á ferð í utanförinni taka þátt 18 menn samtals, þar af 14 leik- menn. Fararstjórar verða Ás- björn Sigurjónsson og Sigurð- ur Jónsson. Þá verður lands- liðsþjálfarinn, Hallsteinn Hin- riksson, einnig með í förinni og ennfremur Bjami Bjömsson, fulltrúi landsliðsnefndar. Iþróttasíðan sendir íþrótta- mönnunum baráttukveðjur og óskar þeim góðrar ferðar. ■’ • Skíðaráð Reykjavík- ur hefur undanfarnar vikur unnið að því að afla stuðnings fyrir- tækja í borginni við firmakeppnina á skíð- um 1963. Sú nýbreytnj hefur verið tekin upp, að félögin fjögur, Ármann, ÍR, KR og Víkingur skipta með sér firmum fyrir undanrásakeppnina þannig, að keppni þessi hefur verið háð við skála félaganna og aðeins lokakeppni mun vera sameig- inleg milli ofangreindra aðila. Skíðadejld Ármanns mun að þessu- sinpi annast lokakeppni sem yænta,nlega verður háð i Jósefsdal sunnudaginn 17. febrúar n.k Keppni þessi hefst klukkan 2 við ; Ármannsskálann í Jós- efsdal og munu 30 firmu vera í úrslitakeppninni. Tólf bikarar Skíðakeppepdur frá Ármanni. ÍR, KR og Víkingi munu keppa fyrir þessj 30 úrslitafirmu og þar sem um forgjafakeppni er að ræða er erfitt að spá- um. Karf Guðmundsson róðlnn hjó Knaftspyrnusambandinu Karl Guðmundsson, íþrótta- kennari hefur verið ráðinn tll starfa hjá Knattspyrnusam- bandí íslands á tímabilinu 1. febrúar til 1. október 1963. Mun hann starfa að skipulags- og þjálfunarmálum sambands- ins. Tækninefnd KSl hefur nýlega verið skipuð og eiga eftirtaldir sæti í henni. Karl Guðmundsson. formaður, Reynir Karlsson, varaform., Ámi Njálsson, ritari. Tækninefndin gengst fyrir námskeiði n.k. sunnudag 17. b. m. fyrir þjálfara félaganna í I. og II. deild, svo og fyrir aðra þjálfara, er ekki staría nú sem stendur. Námskeiðið fer fram í Gagnfræðaskóla Austurbæjar ogjiefst n.k. sunnudag klukkan tvö stundvíslega. Á námskeið- inu verður flutt erindi um þjálf un, sýndar úthaldsæfingar, sem nú eru mjög tímabærar. Allir nefndarmenn munu starfa að námskeiðinu. —O— Unglinganefnd KSl er þannig skipuð: Gunnar Felixson, Al- freð Þorsteinsson, Guðjón Ein- arsson og Jón B. Pétursson. Nefndin hyggst bráðlega kalla saman þjálfara unglingaliða í samvinnu við tækninefnd. sitt af hverju •k Milt Chamberlain beitir einn fraegasti og fræknastí körfuknattleiksmaður Banda- ríkjanna, og er hann atvinnu- maður í íþróttinni. Nýiega fékk hann sérstaka viður- kenningu i tiiefni þess að hann hafði skorað 10.000 stig fyrir félag sitt. Við það tæki- færi kom hann vinum sín- um og öðrum á óvart með því að segja: „Ég hefði held- ur viljað verða olympíusig- urvegari í hástökki“. Chamb- erlain iðkaði fyrmm hástökk. Hann stökk 2,06 m. árið 1956, en tókst ekki að komast í olympíuiið Bandaríkjanna. Sjálfur er ha,nn 2,18 m. á hæð. ■fc Irina og Zdenek Nemee heita tékknesk hjón sem bæð' iðka kringlukast. Þau þykja hafa sýnt dæmi um frábær samræmi í hjónbandinu. f lok keppf’istímabilsins sl. haust setti Irina tékkneski kvennamet — 55,33 m. Sama dag tók Zdenek þátt í öðru móti, — og kastaði nákvæm- lega 55,33 m. ■&• Nýlega sögöum við frá þvi hér á síðunni, að 15 ára göm- ul stúíka hefði vakið atygli með því að vera bezti leik- maðurinn í knattspyrnumóti drengja í Danmörku. Nú er komin á loft kvenstjarna í enn „karlmannlegri“ iþrótt, nefnilega íshokkí. Hún er að- eins 16 ára gömul og hcitir Gessl. Hún leikur í 1. deild- arliðinu SG Niirnberg í Vest- ur-Þýzkalandi. Sérfróðir menn segja, að Gessl verfti áreið- anlega tekiin í landsliðið í ís- hokkí innan skamms. if Sænski skíðagöngukapp- inn Sixten Jernberg keppir enn af mikilli hörku. En al- varleg hindrun er komin á veg hans. Hann blindast i hinni miklu birtu á snjó- brautinni, og dugar honum ekki lengur að nota dökk gleraugu. Jernberg kenndi sér þessa meins í fyrra, en hann befur keppt nokkrum sinn- um í vetur, og gengið síð- ari hluta göngunnar nær þvi blindur. ★ I Bandaríkjunum gerasi menn atvinnumenn í skíða- íþróttinni, sem og öðrum í- þróttagreinum. Margir gamal- kunnir skíðakappar frá Evr- ópu hafa orðið atvinnu- mennskunni að bráð þai vestra í von um fjárgróða (og sumir hafa hagnazt vel). Um síðustu helgi var keppni at- vinnumanna í Ollingwood ' Ontario, og fékk sigurvegar- inn 2000 dollara verðlaun. Or- slit: 1) Ernst Hinterseer, 2) A. Molterer, 3) Christian Pravda 4) M. Moriarity, 5) P. Grams- hammer, 6) Karl Butscher, 7) Stein Eriksen, 8) Toni Spiss 1 keppni í stórsvigi í Aspen Colorado, fyrir skömmu sigr- aði Molterer á undan Pravde og Hinterseer. Allir þrír eru Austurríkismenn. Fjórði var Frakkinn Adrian Duvillard og 5. Norðmaðurinn Stein Erik- sen. ★ Dönsku handknattleiks- meistaramir 1962 — Skov- bakken í Árósum — sigruðu sænsku meistarana — Heim — í keppni í fyrradag. Urslit voru 21:14, en í hléi stóðu leikar 13:6. 1 fyrri leik félag- anna í Stokkhólmi 27. janú- ar, sigruðu Svíarnir hinsveg- ar með 19:17. Skovbakkeri heldur því áfram í Evrópu- bikarkeppninni. —O— ★ Fundur framkvæmdaráðs Alþj óða-olympíunef ndarinnar (CIO) var haldinn í Lausanne sl. föstudag, og var þar m.a. fjallað um misbeitingu póli- tísks valds gegn íþróttafólki. Fundurinn gat ekki íundi? neina viðunandi lausn á þesso vandamáli. og segja erleno blöð að fulltrúarnir hafi snú ið vonsviknir heim. Allir vom andvígir pólitiskri íhlutun ' málefni íþróttanna, en ekker’ samkomulag náðist um leiðn ‘il að koma í veg fyrir hana Camberlaine réttir knöttinn í körfuna. úrslit keppninnar. Skíðaráð Reykjavíkur býður einum um- boðsmannj frá hverju firma, sem tekur þátt í keppninni að vera viðstaddur keppnina og sameiginlega kaffidrykkju í Ármannsskálanum að lokinni keppni. Þar fer einnig fram verðlaunaafhending Tólf silf- urbikarar (farandbikarar) eru •nú í umferð fyrir keppni þessa. Upplýsingar um bílaferðir í Jósefsdal er að fá hjá B.S.R. í Lækjargötu. sími 11720. Þessir tólf silfurbikarar eru nú til sýnis í glugga Verzlun- ar L.H. Múller í Austurstræti. Eftirtalin 30 firmu taka þátt í þessari firmakeppni í Jósefs- dal. sunnudaginn 17. febrúar 1963: Prentsmiðjan Edda h.f., Lind- argötu 9a, Eagle Star. tryggingafélag, Lækjargata 6, Blikksmiðja Magnúsar Thor- valdss., Langagerði 26. Heildv. Sveins Helgasonar Lækjargata lOa. Rakarastofa Harðar. L.H. Múller, Austurstr. 17, Heildv. Magnúsar Kjaran, Hafn- arstrætli 5, Skósalan, Laugavegi 1, Austurver hf.. Skaftahlíð 22—. 24. Leðurverzlun Jón Brynjólfsson- ar. Austurstræti 3. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Hverfisg. 26. Reiðhjólaverksmiðjan Fálkinn, Laugavegi 27. Bæjarleiðir h.f.. Langholtsvegl 115 Timburverzlun Árna Jónsson- ar, Laugavegi 148, Þvottahús Adolf Smith. Berg- staðastræti 52. Gufubaðstofan. Kvisthaga 29, Vátryggingafél. Skáne'/Malmö, Lækjargafa 2, Vinnufatagerð fslands. Vesfur- gata 17. Kristján Ó. Skagfjörð h'/f, Tryggvagata 4. Raftækjavinnust. Sig. R. Guð- jðnssonar. Bjarnhólastíg 13, Kópavogi. HeHdverzlun Bjarna Björnsson- ar, Aðalstr. 6. SÍS. Sambandshúsinu, Þ. Jónsson & Co, Brautarh 6, Bifreiðar. og Landbúnaðarvél- ar Brautarholti 18. Borgarþvottahúsið, Borgar- túni 3. Flugfélag íslands, Lækjarg. 2,. fsbúðir Dairy Queen Læk'íar- gat;, 2, Ullarverksmiðjan Frámtíðiii, Frakkastig 8 ......... Byggingavöruv ísleifs Jónsson- ar Boltolti 4. Vogaver h.f.. Gnoðarvogi 44. Skíðaferð Skíðaráð Reykjavfkur hendir skíðafólki á að tilkynna þátt- töku í Bergenferðina sem allra fyrst til Ferðask.rífstofunnar SÖGU í Ingólfsstrajti. Þar eð kostnaði við för þe%sa er mjög stillt f hóf er æskijegt að sem flestir geti tekið þá,tt í. henni. Lagt verður af sía,) að morgni "immtudaginn 21. m^irz og flog- ð beint til Bergen og dvalið : Solfonn bar til ef,tir helgina og komið aftur til.'Reykjavík- ur þriðjudaginn 26. marz. 4 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.