Þjóðviljinn - 15.02.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.02.1963, Blaðsíða 5
FöstUdagur 15. febrúar 1963 ÞJOÐVILJINN SfÐA g Jöfn innflutningsgjöld á allar hafnir landsins ÞINGSJÁ Þ|OÐVIL|ANS Lúðvík Jósepsson flytur eftirfarandi tillögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hlut- ast til um, að reglur um farmgjöld, sem settar eru af verðlagsyfirvöldum, verði þannig, að flutn- ingsgjöld á vörum til landsins séu ávallt jöfn til allra hafna á landinu.. Sé um að ræða framhalds- flutning frá upphaflegri innflutningshöfn, verði kostnaður af slíkum flutningi innifalinn í aðal- flutningsgjaldinu td landsins, svo að tryggt sé, að allar helztu nauðsynjavörur geti jafnan verið á sama verðlagi hvar sem er á landinu“. 1 greinargerö fyrir tillögunni segir flutningsmaður: „Um nokkurra ára bil hefur sá háttur verið hafður á um þau farmgjöld, sem ákveðin hafa verin af verðlagsyfirvöld- um Jandsins, að þau væru jafn- há til allra staða á landinu og eins þó að um væri að ræða framhaldsflutningsgjöld írá upphaflegri innflutningshöfn. Með þessum hætti hefur verið kleift að hafa sama verð á öllu landinu á kornvörum, fóðurvör- um og sykri, svo að dæmi séu nefnd. Nokkru fyrir síðustu áramót gerði Eimskipafélag Islands breytingu á þessari almennu reglu og ákvað, að það mundi ekki taka á sig neinn hluta af framhaldsflutningi vörunnar til staða utan fyrstu innflutnings- hafnar, nema í þeim tilfellum, að varan væri beinlínis skrásett á farmskýrteini til annarrar hafnar. Afleiðing af þessan breytingu félagsins á flutningi vara til landsins verður óhjá- kvæmilega sú að verð á korn- vörum, fóðurvörum og sykri hlýtur yfirleitt að hækka á stöðum utan Reykjavíkur. en þangað eru þessar vörur yfir- leitt fluttar fyrst til landsins. Verðhækkun á komvörum mun verða af þessum ástæðum um 10—15% á stöðum utan Rvíkur. Verðlagsstjóri mun þegar hafa fengið nokkrar umkvart- anir utan af landi vegna þess- ara verðhækkana. Brauðgerðar- hús, sem þurft hafa að greiða viðbótarflutningsgjald, hafa krafizt heimildar til verðhækk- unar á brauðum, og verzlan- ir leggja viðbótargjaldið á þær vörur, sem þær selja. Þannig verður innan skamms allt verð- lag á brauðvörum, korni, fóður- vörum og sykri 10—15% hærra úti á landi en það er í Reykja- vík, skerist verðlagsyfirvöldin ekki í málið og stöðvi þessa þróun. Skrifstofa verðlagsstjóra hef- ur haft mál þetta til athugun- ar og leitað álits ríkisstjórnar- innar um, hvað gera skuli varð- andi þessa einhliða ákvörðun Lúðvík Jósepsson Eimskipafélags íslands um breytingu á farmgjöldum þeim, sem verðlagsyfirvöldin hafa á- kveðið. En enn hefur ekki heyrzt, að ríkisstjómin hafi hugsað sér að koma í veg fyrir það verðlagsmisræmi, sem með þessu yrði. ■ Ég tel því óhjá- kvæmilegt að flytja þingálykt- unartillögu um málið og legg til, að Alþingi taki skýra af- stöðu til málsins og ákveði, að sami háttur skuli hafður á um framkvæmd þessara verðlags- eftirlitsmála og verið hefur um langan tíma. Eg tel óviðunandi, að verðlag á ýmsum brýnustu náuðsynjavörum sé miklu hærra á stöðum úti á landi en hér í Reykjavík. Slíkur verð- mismunur gæti haft í för með sér margvíslegar hættur, og hætt er við, að endurskoða yrði þá einnig vöruflutninga til landsins. Ég tel það skyldu Alþingis að koma í veg fyrir, að slíkt ó- réttlæti skapist, að verðlag á helztu nauðsynjavörum þurfi að vera mjög breytilegt á hin- um ýmsu stöðum á landinu'. Skeggrætt um biskup á Skálholtsstuð Allur fundartími neðri deildar í gær fór í umræður um frumvarp ríkisstjórnarinnar um afhendingu S'kálholts til þjóðkirkjunnar. Snerust umræðurnar einkum um það hvort flytja ætti biskupsstólinn þangað en ýmsir þing- menn létu í Ijósi vonbrigði méð þaði að ekki eru ákvæði um það í frumvarpi þessu. Bjarni Benediktsson, kirkju- málaráðherra. fylgdi frumvarp. inu úr hlaði, en það gerir ráð fyrir að afhenda þjóðkirkjunnj Skálholt með öllum gögnum og gæðum. en auk þess skal ríkið greiða kirkjunni árlega eina milljón króna, sem verja skal til uppbyggingar á staðnum. Frumvarpið er flutt sam- kvæmt tilmælum Kirkjuþings sem gerði ályktun um það mál um mánaðamótin okt.—nóv. 1962. Ráðherra minnti á, að á- formað væri að vígja hina nýju Skálholtskirkju á sumri kom- anda og væri því vel til fallið að staðurinn væri kominn í eign og umsjá þjóðkirkjunnar Ljóst væri að staðurinn væri of verðmætur fyrir þjóðina og svo nátengdur sögu hennar. að æskilegast værj að efla þau tengsl að nýju eftir föngum. Raddir hefðu verið uppi um að flytja biskupsstól í Skál- holt að nýju. en ekki væri tekin afstaða til bess máls i frumvarpinu. enda væri það Þingfundir í gær Fundir voru í gær í samein- uðu þingi og síðan í báðum deildum að því Ioknu. í sam- einuðu þingi var aðeins eitt mál á dagskrá: Hvort leyl'ð skyldi fyrirspurn frá Hannibal Valdimarssyni varðandi iauna- kjör alþingismanna. Var sam- þykkt að heimila fyrirspurnina Fundur var mjög stuttur ) efri deild óg urðu þar litils háttar umráeður um frumvarp til breytinga á lögum um Tunnuverksmiðju rík'isins. í neðri dcild uröu allmiklai umræður um frumvarp til Iaga um heimild handa ríkisstjórn- inni til þess að afhenda þjóð- kirkju islands Skálholtsstað. 1 gær tóku sæti á Alþingi Jón Kjartansson, forstjóri og Gísli Jónsson, menntáskóla- kennari, en þeir eru varamenn Ólafs Jóhannessonar og Magn- úsar Jónssonar sem famir eru utan til að sitja þing Norður- landaráð#. viðkvæmt tilfinninga- og deilu- mál innan kirkjunnar. Sú lejð sem hér værj farin gæti þó e.t.v orðið til þess að ýta und- ir rétta lausn málsjns. Sigurður Bjavnason (í) lýsti vonbrigðum sínum með það, að frumvarpið skyldi ekki gera ráð fyrir endurreisn biskups- stóls í Skálholti. og væri illa farjð. ef forráðamenn kirkjunn- ar hefðu með öllu varpað frá sér þeirri hugmynd um raunveru- lesa endurrein staðarins. Gunnar Gíslason (í> lýstj fylgi sínu við frumvarpið. og drap á að uppi hefðu verið raddir um það að endurreisa bærj biskupssetur á báðum hinum fornu bjskupssetrum. Hann kvaðst þó ekki vilja ræða þau deilumál sem uppj hefðu verið um þetta innan kirkjunnar. Eysteinn Jónsson (F> lýsti yfir fylgi sínú við frumvarpið og taldi að með hví værj stig- ið spor i rétta áit. tTnnar Stefánsson (Alþfl.1 sagði að það hæfði. að lýsa yfir ánægju með bá fyrirætl- un að efla bann stað. sem rík- isstjórnin vænti nú að Alþingi mvndi ' sambykkia að afbenda kirkiunni Taldi hann mikinn ábuga á endurrejsn staðarin0 á Suðurlandi og minnt.i á fund. sem ný’ega var haldinn um málið í Skálhol+i Þá taldi Unnar að flut.ninetir hjskups- stóTcin c t.il Skáiholts gæt.i stuðlað að jafnvægi > hvggð landsins Finnig að ré't værí að flytin hangað guðfræði- dei'riina no mvnrii vern hetri aðstaða til náms fvrir guð- frmðinema har en í Revkia- víV. Gísli Guðmundsson (F> lýstí v'fir miklum vonhrigðum með frumvarp hetta. har sem það tæki ekki af skarið um endur- reisn biskupsst.óls i Skálholti en bað værj sú eðlilega hróun sem hann te’di að ætti að verða í þessum málum. — og síðan kæmi röðin að Hólastað um endurreisn biskupsstóls. Björn Björnsson (F) lýsti, yfr ir ánægju sinni með þessar um- ræður og kvaðst út af fyrir sig vera fylgjandi þessu frum- varpi, þótt hann teldi sem fíeiri að í það vantaðj það sem mestu máli skipti: Ákvæði um flutning biskupsstólsins að Skálholti. Vær; leitt til þess að vita, að Kirkjuþjng og kirkjuráð hefðu ekki lýst sjg samþykkt þessu, og taldi hann rétt að Alþingi tæki hér af skarið Björn kvaðst ekki Ijá því eyra. að aðstaða presta yrði erfiðari við að ná fundi biskups. sem sæti i Skálholti, og þess vegna yrði biskupinn að sitja í Reykjavík. Það mætti meira að segja segjast, að lika væri unnt að stjórna landinu frá öðrum stað en Reykjavík. Þórarinn Þórarinsson (F) kvað spurninguna í raun og veru vera þá, hvort ekki væri rétt að endurreisa biskupsstól- ana á Hólum og í Skálholti og hafa einnig biskup i Reykja- vík. En þetta sem annað væri einnig spurningin um það, hvernig búið væri að kirkj- unni í fjárhagslegum efnum. Nokkur frekari orðaskipti fóru milli Gísla Guðmundsson- ar og Bjarna Benediktssonar, og auk þess drap ráðherrann á fjölmörg önnur atriði í ræð- um sínum. Benti hann á, að Kirkjuþing hefði ráðgefandi vald í þessum efnum og ekki hefði verið rétt að ganga gegn tillögum þess. Þetta frum- varp gerði einmitt ráð fyrir að engin starfsemi færi fram í Skáholti önnur en sú, sem æðsvu stofnanir ákvæðu. Hann væri þeirrar skoðunar,' að störf biskups yrðu mjög torvelduð með setu í Skáholti, nema bá að biskup hefði aðsetur á báð- um stöðum. Ekki kvaðst Bjami hafa trú á því, að það yrði til bóta að gera kirkjuna „þrf höfða“, en í raun og veru gætu þingmenn sparað sér umræðu- ur um málið á þessu stigi, þar sem ekkert yrði gert í því nema að ósk eða eftir tillögum kirkju- þings. Skúli Guðmundsson (F) tók síðastur til máls og taldi rétt að setja inn i frumvarpið heim- ild um flutning biskupsstóls- ins til Skálholts. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn. sfgreiðsla auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Feluleikur Qpinberir starfsmenn hafa lengi verið óánægð- ir með launakjör sín, þeir telja sig hafa dreg- izt aftur úr á ýmsum sviðum og halda því fram að verðbólguþróunin hafi bitnað sérsfaklega harkalega á kjörum þeirra. Ekki tóku þó sam- tök opinberra starfsmanna málefni stéttarinn- ar föstum tökum fyrr en Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn misstu yfirráð sín þar. Hins vegar hafa einstakir hópar opinberra starfsmanna reynt að fá nokkra leiðréttingu mála sinna utan ramma launalaga og víða með talsverðum árangri. Það er alkunna að veru- legur hluti opinberra starfsmanna hefur um- samdar aukagreiðslur, sumir hafa „fasta eftir- vinnu“, aðrir ýmsar greiðslur fyrir sérstöðu, sumstaðar eru taldir vera 13 mánuðir í árinu og þar fram eftir götunum. Þetta er það fyrir- bæri sem hagfræðingar ríkisstjórnarinnar kalla nú „launaskrið“, og ástæðan til þess að stjórn- arvöldin féllust á að fara þannig í kringum launalög sín var ekki aðeins sú að þau viður- kenndu í verki að lögin væru óframkvæmanleg, heldur vildu valdhafarnir einnig haga kjara- bótum sínum þannig að þau yrðu ekki „for- dæmi“. Þeir gátu falliz’t á að rétta sumum op- inberum starfsmönnum í kyrrþey einhverjar aukagreiðslur, ef svo væri látið heita opinber- lega að kaupið væri lægra. Og óttinn við for- dæmið var eins og ævinlega bundinn við verka- menn; hvað sem öllu öðru liði varð að koma í veg fyrir að þeir fengju nýjar rökserndir fyr- ir kauphækkunum! þetta aukagreiðslufyrirkomulag er ákaflega ó- eðlilegf og hvimleitt. Það hefur raskað eðli- legum vinnutíma hjá opinberum starfsmönnum, oft að óþörfu; það hefur í för með sér allskonar mismunun og persónulega togstreitu; og þegar í hlut eiga háttsettir embættismenn, sem koma til greina þegar bitlingum er úthlutað, hefur reyndin stundum orðið sú að aðalstarfið hefur gersamlega horfið í skuggann fyrir hverskyns aukastússi. Það var í senn réttlætismál og þrifn- aðarráðstöfun af afnema þetta kerfi, greiða opin- inberum starfsmönnum sómasamlegt kaup fyr- ir störf sín en gera jafnframt til þeirra fullar kröfur um ábyrgð og afköst. Við það voru kröf- ur opinberra starfsmanna einmitt miðaðar. gn gagntillögur ríkisstjórnarinnar virðast fela það í sér að halda eigi áfram gamla auka- greiðslukerfinu. í tillögum ríkisstjórnarinnar er lagt til að fjölmargir opinberir starfsmenn fái lægri tekjur en þeir hafa nú í raun og veru, og auðvitað er stjórnarvöldunum ljóst að slík stefna er ekki framkvæmanleg. Ætlunin hlýtur því að vera sú að rétta sumum opinberum starfsmönn- um fúlgur að tjaldabaki eins og verið hefur og kalla þær greiðslur ýmsum nöfnum. Þannig á að reyna-að halda áfram mismunun í samskipt- um við opinbera starfsmenn, jafnframt því sem lögð verður á það megináherzla að fela fyrir verkafólki hvernig kaupgreiðslum til sumra rík- isstarfsmanna sé háttað í raun og veru. — m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.