Þjóðviljinn - 16.02.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.02.1963, Blaðsíða 12
ÆFR | Félagar, skráið ykkur í mál- fundahópinn. Sjá 9. síðu. ★ Bókmenntakvöld í næstu viku. ★ Félagsheimilið opið í síðdegis- kaffinu í dag og á morgun. Mánafoss kemur til Akureyrar ídag Nýjasta skip Eimskipafélags Is- lands, Mánafoss, er væntanlegt til landsins í dag. Skipið tekur fyrst höfn á Akureyri og mun leggjast þar að bryggju rétt fyr- ir hádegi. Sjö seijci í ncestu víku I landsmarkaði sl. miðvikudag var ? mjög léleg. Togarinn seldi um B 200 lestir af síld fyrir 40635 w mörk. Talsverður hluti farmsins I reyndist óseljanlegur. k 1 næstu viku munu 7 íslenzk- B ir togarar selja á erlendum k markaði. ^ Aflahæsti línu- j báturinn i Eyjum J með 162 tonn Vestmannaeyjum í gær —. Þann fjórtánda febrúar höfðu þessir Eyjabátar aflað mest: Af línubátum var efstur Stígandi með 162 tonn, þá Snæfugl með 157 tonn og þriðji Júlía með 127 tonn. Af togbátum er Freyja efst með 124 tonn. Nú liggja ellefu aðkomusíld- arbátar hér í höfninni og bíða eftir veðri. Stormur hefur ver- ið í gær og í dag og enginn bátur á sjó. — T. G. Greitt sé fyrir lánum til skipakaupa Hér kom enn ein ályktun um lánamál, er samþykkt var á aðalfundi Landssambands íslenzkra útvegsmann er hald- inn var 28.—31. janúar sl. „Fundurinn telur nauðsyn bera til, að lánastofnanir veiti sérstök lán til að greiða fynr kaupum og sölu eldri skipa inn- anlands ,og séu lánin veitt til nokkurra ára“. Atvinna engin frekar venju á þessum árstíma k I Bakkaíirði 14/2 — Atvinna er hér engin, frekar venju á þess- um árstíma. Allt yngra fólk fer burt, ým- k tet til starfa á vertíð víðsvegar * um landið eða á skóla, en kem- ur oftast nær heim með vor- inu, eins og faríuglarnir. MJóh. Mislingar i rénun \ MISLINGARNIR, sem allmikið k hefur borið á hér á landi í vet- " ur, eru nú í rénun. Samkvæmt |j upplýsingum frá borgarlækni eru B mislingatilfellin nú orðin álíka | mörg eða færri en hálsbólgu- tilfellin og kvefsóttar. Launatillögur ríkisstjórn- arinnar eru almennt FORDÆMDAR ! i t Eins og komið hefur fram í blöðum, rikir mjög al- menn óánægja innan raða opinberra starfsmanna, með tillögur þær, sem samninganefnd ríkisstjóm- arinnar hefur gert um launamál þeirra. Við snér- um okkur til formanna ýmissa félagasamtaka inn- an BSRB og spurðum þá álits á tillögunum og eins og sjá má hér á eftir, voru svörin öll á einn veg. Sigurður Sigurðsson formað- ur Starfsmannafélags Ríkisút- varpsins sagði: Ég veit ekki til að nokkur sé ánægður með undirtektir samninganefndar ríkisstjórnarinnar við kröfum okkar. Tilboð hennar gengur á engan hátt til móts við þær. Opinberir starfsmenn hafa dregist afturúr von úr viti og verði ekki allveruleg kjarabót nú munu þeir áreiðanlega margir, sem hætta starfi hjá ríkinu. Annars er ekki enn út- séð um hvaða áhrif sáttafund- irnir kunna að hafa, þó ekki sé hægt að segja að tilboð stjómarinnar sé að nokkru leyti samningsgrundvöllur. Á það má benda í þessu sambandi, að ríkið hefur í mörgum tilfellum þurft að borga mönnum allskonar upp- bætur til að halda í þá. Sú upphæð hefur sjálfsagt numið milljónatugum. Maður verður að vona það það bezta. Asta Eyjólfsdóttir formaður Starfsmannafélags Sjúkrasam- lags Reykjavíkur: Tilboðið gengur ekki nógu langt til móts við kröfur okkar. Fríðbjörn Benónísson for- maður Félags Framhaldsskóla- kennara: Það er ekkert álita- mál, að tilboðið gengur ákaf- lega skammt til móts við kröf- ur okkar. I sumum tilfellum er ekki um neina hækkun að ræða, heldur beinlínis lækkun, um það eru fjölmörg dæmi. Breytingin á flokkunum er að mínu áliti gerð af ákaflega miklu handahófi. Mér virðist vera almenn óá- nægja með þetta tilboð. Árni Þór Jónsson formaður Póstmannafélags Islands: Ég vil sem allra minnst um til- boðið segja, en eitt er víst. Hér er ekki um launahækk- un að ræða, heldur launa- lækkun, eða fast að því. Þá hafa ekki fengist fullnægjandi skýringar á því hvort svoköll- uð samningsbundin aukavinna eigi að falla niður, en hún tíðkast hjá ýmsum starfshóp- um. Bréfberar verða t.d. í 5. fl. samkvæmt tillögunum, en voru áður í 12. flokki. Hjá þeim verður sem sagt um litla Friðbjörn Benónísson Anna Loftsdóttir Skúli Þorsteinsson eða enga hækkun að ræða. 1 starfi þessu eru nú fjöldi laus- ráðinna manna og segja má að sífellt sé verið að skipta um menn. Almennt séð virðist ekki vera um neinar verulegar hækkanir að ræða og tilboðið er mjög fjarri kröfunum, sem voru gerðar. ! Anna Loftsdóttir formaður Hjúkrunarfélags Islands: Ég held að allir séu sammála um að tilboðið taki engu tali og sé engan veginn í samræmi við það, sem vonast var eftir. Það er alltaf skortur á hjúkrunarkonum, þó að skól- inn sé að jafnaði fullsetinn. Margar leita til útlanda og í- lengjast þar. T.t. gengu 5 ís- lenzkar hjúkrunarkonur í danska hjúkrunarkvennafélag- ið á s.l. ári. Kjörin ytra eru ekki sambærileg við kjörin hér. Ég held það væri þjóðar- hagur að halda þessum konum í landinu eftir að búið er að mennta þær. Það er að minnsta kosti ekki hagur í því, að mínu áliti, að mennta hjúkrunarkonur fyrír aðrar þjóðir. Páll Hafstað formaður Sarfsmannafélags ríkisins: Ég veit ekki betur en að það sé gegnumgangandi óánægja með niðurröðunina i flokkana. Talsvert er um lækkanir í neðstu Ðokkunum, en reyndar mun ekki fullrannsakað hvemig útkoman er í heild. Mér virðist að hér sé ekki um kjarabætur að ræða, lítil breyting er á lægstu flokkun- um, en nokkrar bætur í hin- um hærri, en það er langt frá því að tillögumar komi til móts við þær kröfur, sem gerðar voru af okkar hálfu. Þá er eitt atriði: Ætla má, að allskonar duldar greiðslur og uppbætur, sem menn i æðstu stöðum hafa fengið verði látnar haldast, en við höfum lengi barist fyrir að allt slíkt verði afnumið, og hið skráða kaup, sé hið raun- verulega kaup manna. Niðurröðunin í flokkana sr mjög handahófskennd og þar hefur ekki verið tekið tillit til tillagna okkar um nýtt mat á störfum manna. I heild virðast mér tillögumar illa unnar og ganga alltof skammt til móts við okkar kröfur. ! ! i Skúli Þorsteinsson formað- Sambands íslenzkra bama- kennara: Það er mjög almenn og ákveðin óánægja innan kennarastéttarinnar með til- lögur ríkisstjómarinnar. Við hina nýju skipun í flokka, lækkar kennarastéttin meira en flestar aðrar, sem svo er ástatt um. Málin eru samt ekki útkljáð ennþá og þetta virðist svo augljóst, að maður hlýtur að vona að því verði kippt í lag. I DÖMUR í SIPPULEIK Það er oft glatt á hjalla í porti Miðbæjarskólans í frímínútunum þegar gott er veður og bregða börnin sér þá í ýmsa leikL Og i góða veðrinu i gær tók Ijósmyndari blaðsins þessa skemmtilegu mynd af telpum sem voru þar í sippuleik. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Bruninn á Litla-Hrauni Grunur um íkveikju Rannsókn að Ijúka Eins og frá hefur verið skýrt í fréttum kom upp eldur í verk- stæði vinnuheimilisins að Litla Hrauni sl. föstudag og eyðilagð- ist það í eldinum. Einhver grun- um mun hafa leikið á um það, að eldsupptökin væru af manna- völdum og óskaði sýslumaðurinn í Árnessýslu, Páll HaUgrímsson, eftir því, að skipaður yrði sér- stakur setudómari til þess að rannsaka málið vegna anna hans við embættisstörf og var Elías Eilíasson fulltrúi í dómsmála- ráðuneytinu skipaður setudómari. Sagði sýslumaður í viðtali við Vísi í vikunni, að það sem eink- um þætti benda til þe?s að elds- upptökin væru af mannavöldum væri það að fundizt hefðu göt á geymi olíukynditækis verkstæðis- ins sem ekki hefðu getað orsak- azt af brunanum heldur væru eldri. Benti hann einnig á, að elsupptök hefðu verið mjög skyndileg. Voru menn að vinnu á verkstæðinu á föstudagsmorg- uninn fram að hádegi og voru þeir nýfamir í mat er eldsins varð vart og stóð verkstæðið þá þegar í björtu báli. Þjóðviljinn snéri sér í gær til setudómarans og spurðist fyrir um það, hvað rannsókn málsins liði. Kvað hann rannsókn máls- ins langt komið og myndi henni væntanlega lokið eftir helgi og hefði hann farið austur nokkr- um sinnum í sambandi við rann- sóknina, síðast í fyrradag. Hann sagðist hins vegar ekkert vilja láta eftir sér hafa á þessu stigi málsins um orsakir íkviknunar- innar. aldrel meiri né feefrl Samkvæmt skýrslu frá mjólk- ureftirliti ríkisins um mjólkur- framleiðsluna á árinu 1962 varð hún bæði meiri og betri á árinu en nokkru sinni fyrr. Heildarmagn mjólkur sem barst til mjólkurbúanna reyndist á árinu 88.183.103 kg., sem er 6.637.760 kg. meira magn en 1961 eða 8.14% aukning. 97.92% af mjólkinni fór í 1. og 2. flokk, 1.97% í 3. flokk og að- eins 0.11% í 4. flokk. Mjólkursamlögum fer ört fjölg- andi og eru þau nú orðin 15 að tölu. Bættist eitt við á árinu, Mjólkursamlag KBF á Djúpa- vogi, og fjögur munu væntan- lega rísa á þessu ári. Á 2. síðu blaðsins í dag er nánar sagt frá starfsemi hinna einstöku mjólkurbúa á sl. ári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.