Þjóðviljinn - 17.02.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.02.1963, Blaðsíða 1
Frá meistarakeppninni í bridge Sunnudagur 17. febrúar 1963 28. árgangur — 40. tölublað. Söguleg koma nýs skips til Akureyrar Mánafoss sigidi á Torfunefsbryggjuna j mgarhætta \ Akureyri í gær. — Hið nýja skip Eimskipafé- lags íslands, Mánafoss, sigldi hér inn á höfnina í morgun, prýtt blaktandi fánum milli stafna í suðaustan golunni og einnig var flaggað hér á helztu byggingum til þess að fagna komu hins nýja skips í fyrsta skipti ’til heimahafnar sinnar. Skipið átti að leggja upp að Torfunefsbryggju klukkan 11 og hafði mannfjöldi safnazt saman á bryggjunni ásamt helztu fyrir- 22. þ.m. á Fríkirkjan vígslu- ai'mæli en svo undarlega vill til, að ekki er aiveg á því hreina, hvort það er 60 ára afniæli eða bara 59 ára. Samkvæmt Árbók- um Jóns biskups Helgasonar var kirkjan vígð árið 1903 og einnig má ráða það af fundargerð, að svo hafi verið, en í 25 ára minn- íngarriti Fríkirkjusafnaðarins segír séra Ólafur Ólafsson, að kirkjan hafi verið vígð árið 1901. Hér stangast sem sagt heimild- irnar á og gat prestur safnaðar- ins eltki úr því skorið, er blaðið leitaði til hans í gær, hvort rétt- ara væri. Myndin er af turni kirkjunnar — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). mönnum bæjarfélagsins og böm stóðu þarna prúð og falleg £ röð- um og blaðamenn og ljósmynd- arar settu aðeins í axlimar eftir því sem hinn glæsilegi farkostur seig hægt og tígulega upp að bryggjunni. Flautur píptu, og gylltum slegnum húfum sást bregða fyr- ir í brúnni og tók nú skipið allt í einu að herða ferðina og siglir þannig á allmikilli ferð þvert á syðri Torfunefsbryggju og hefst upp að framan og er allt í einu komið langleiðina upp á bryggju. Þarna hékk skipið alllanga stund á bryggjunni og dugði ekki til, að vél skipsins var sett fulla ferð aftur á bak. Að lokum losnaði þó skipið af bryggjunni með snúningi sitt til hvorrar hliðar og gein þá við hátíðagestum stórt gat á stefni skipsins auk allmikilla skemmda á bryggjunni sjálfri. Gárungar höfðu það við orð, að skipið vildi tryggja skilning manna fyrir heitinu strandferða- skip, en klukkan fjögur í gær var mönnum boðið um borð til þess að skoða skipið og er það hið glæsilegasta. ! I iGufunesi | I Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi greinargerð frá Þórði Runólfssyni öryggis- málastjóra vegna spreng- „Vegna sprengingar, sem nýlega varð í ammoníum- nitrati í verksmiðju Aktie- bolaget Typpi OY, Uleá- borg, Finnlandi, hefur af eðlilegum ástæðum nokkurs uggs gætt meðal manna í sambandi við rekstur Á- burðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Við fyrirspum varðandi orsakir sprengingarinnar hef ur mér borizt svar frá for- stjóra finnska öryggiseftir- litsins. Segir hann þar, að nefnd sú, sem skipuð var til að rannsaka orsakir slyssins hafi ekki enn lok- ið störfum og niðurstöður hennar liggi því ekki fyrir, en við bráðabirgðaathugun hafi tvö atriði komið í ljós, sem ætla megi að or- sakað hafi sprenginguna. Atriði þessi eru yfirhitun á ammoniumnitrati á einu stigi framleiðslunnar og til- vist lífrænna efna eða ó- hreininda 1 ammoniumni- tratinu. Þá gefur svar forstjórans til kynna, að framleiðslu- kerfi finnsku verksmiðjunn- ar sé á annan veg en Á- burðarverksmiðjunnar og þannig litlar líkur geta tal- izt fyrir því, að í Áburð- arverksmiðjunni geti mynd- azt það ástand, eða svip- að því, sem á þessu stigi málsins er talið líklegt að valdið hafi sprengingunni“. BRIDGE MUN njóta allra spila mcstra vinsælda hér á landi eins og raunar víða annars- staðar um heim og telst sá varla maður með mönnum sem ekki getur tekið slag við kunningjana ef fjórir eru saman komnir. FLESTIR SPILA bridge aðcins sér til dægrastyttingar í heimahúsum og láta sér nægja að kunna einföldustu reglur spilsins, en sagnkerfi í bridgc eru sem kunnugt er bæði mörg og flókiin og einnig þarf mikla æfingu og hugkvæmni til þess að spila vel úr. ÞEIR ERU ÞÓ fáir hér á Iandi sem stunda bridge sem keppn- isíþrótt og árlega eru haldin fjölmörg mót þar sem bæði karlar og konur rcyna með sér í bridge og hljóta mcnn þar að sigurlaunum marghátt- aða titla og önnur verðlaun auk ánægjunnar. MYNDIN IIÉR að ofan er tckin sl. fimmtudagskvöld í Skáta- hcimilinu en þar fór þá fram meistaraflokkskeppni Bridge- félags Reykjavíkur. Herrarnir við spilaborðið eru Hjalti EIi- asson (með hönd á cnni) og Asmundur Pálsson, cn döm- urnar Steinunn Snorradóttir (sú sem snýr andliti að myndavélinni) og Edda Jó- hannesdóttir (snýr baki við vélinni). ATJK ÞESS sjást á myndinni all- margir áhugasamir áhorfendur er fylgjast spenntir með keppninni. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). i 1 • r Inm i blaðinu A HVÍLDAR- DACiNN Málalok í Brussel örfa þátttöku í Leipzigsýningunni BERLÍN 16/2; einkaskeyti til Þjóöviljans — Eftir samn- ingafundina miklu í Bríissel á dögunum, þar sem slitnaði upp úr viðræðum um aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu, hefur fjölgað mjög umsóknum frá aðiljum í Vestur-Evrópu um þátttöku í vorkaupstefnunni í Leipzig. Má segja að yfir forstöðu- menn og starfslið kaupstefn- unnar hafi skollið hina síðustu daga ný bylgja umsókna um Uppljóstrun í skýrslu OECD: Kaupbinding í a.m.k. Eins og sagt var frá í blað- inu í gær hefur Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) í París gefið út skýrslu um efnahagsmál íslands, og er þar m.a. að finna fyrirmæli hinna erlendu sérfræðinga til íslenzkra stjórnarvalda. Þjóð- viljanum hefur nú borizt þessi skýrsla, og er þar ýms- an fróðleik að finna. M.a. segir svo í ályktúriarorðum skýrslunnar: „Það er skoðun stjórnarvald- anna að með aðhaldi í fjármál- um sé unnj að halda núverandi eitt ár verðlagj óbreyttu, ef engar frek- ari almennar kauphækkanir eiga sér stað um að minnsta kosti eins árs skeið.“ Þarna er sem sé borin fram krafa um allsherjar kaupbind- ingu fyrsti um sinn í eitt ár. Skýrslan er byggð á upplýs- ingum sem bárust frá íslenzku rikisstjórninni um mánaðamótin nóvember, desember 1962. Fyrir- heitin um það að unnt yrði að halda „núverandi verðlagi ó- breyttu" reyndust fljótt hald- laus; þá var vísitalan 125 stig, en þegar i janúar 1963 var hún komin upp í 128 siág, án þess að nokkur kauphækkun hefði orðið á því tímabili. Áformin um allsherjar kaupbindingu eru mjög fróðleg þegar þess er gætt að ríkisstjómin þykist nú vera að bjóða opinberum starfsmönn- um kauphækkanir sem hún reiknar sjálf jafngilda 15—16% að meðaltali. jafnframt því sem almennu verklýðsfélögin hafaný- legafengið 5% bætur. Fái stjóm- arflokkamir aðstöðu til eftir kosningar er auðsjáanlega ætl- unin að taka hvorttveggja aftur og aðrar kjarabætur sem um kann að semí'ist o? banna síðan kauphækkanii með lögum. sýningarrými frá vestur-evrópsk- um iðnaðar- og kaupsýslufyrir- tækjum. Ensk fyrirtæki sækja um þátttöku Svo sem áður hefur verið skýrt frá, hefst vorkaupstefnan í Leip- zig í Þýzka alþýðulýðveldinu í byrjun nassta mánaðar. Fyrir löngu var vitað að þátttakendur yrðu fjölmargir víðsvegar að úr heiminum, en áberandi þykir nú síðustu dagana hversu mikill hluti hinna síðustu umsókna er frá Englandi. Einnig hefur tals- vert verið um nýjar þátttökuum- sóknir frá dönskum sýningarað- iljum, iðnaðar- og verzlunarfyr- irtækjum, svo og frönslcum og belgískum. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara verður reynt að verða við þess- um síðbúnu þátttökuumsóknum á þessa aðalkaupstefnu við- skiptaaðila úr austri og vestri. Gág. , A hvíldardaginn ^nefnist nýr þáttur erL Jhefst á 3. síðu .blaðsinsP Jí dag og er ætlunin, aðl |hann birjist hér í blað-| ^inu annað slagið íh |framtíðinni. ^ í þætti þessum verða | |hugleiðingar um ýmis-| |leg e'fni, sem á dag-| kskrá eru hver'ju sinni,k ijbæði á ve'ttvangij gstjórnmálanna ogfleiril ^sviðum. | j „Tvœr kvið-1 I ur fornar" i Alþýðubandalags- j<JjL£ d“ob| fólk Hafnarfirði !Benediktssoi> bóki ....... J professors ÍTóns Helga-1 Alþýðubandalagsfólk í Hafnar- firði. Munið fundinn í Góð- templarahúsinu uppi annað kvöld, mánudagj kl, 20.30. Stjórnin. | sonar „Tvær Kviður ^fornar." 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.