Þjóðviljinn - 17.02.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.02.1963, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN SÍÐA J Sunnudagur 17. febrfiar 1963 SPILAMENNSKA '44 síSur <1. orjll.) 45. irguigar * 181. tML •— lostuJagnr 18. íffust 1981 rrcntsmiffj* MorrunllaJTsiiVl Samtök megínatvínnuvega íslendinga styðjas inntökubeiðni í Efnahagsbandaiagið MOItGUNBUVDIÐ hcfur fregnaiS, aS á fundi JieliO, scm' 'blaðið skýröi frá í gær, oö lialdinn hcíði vcriö xncð forystu- mönnum ýmissa licildarsamtaka atvinnuvcganna, hcfðu 15 fulltrúar licirra lýst yíir stuðningi við J»a5, a5 íslcndingar Jcggðu fram hciöni um inngöngu £ Efnahagshandalag E.v- ■rópu (Sanrclginlcga xnarkaöinn). Fulltrúi Al|>ýðusambands íslnnds lagðist cinn gcgn þvl, a9 sótt yrði um iungöngu, cn •nokkrir íulltrúanna gcrðu eðlilcga íyrirvara um stuðning sinn. — Uálfum xnánuði fyrir l»cnnan xncrk'a fund hafði cmhættismannancfndin, scm fylgzt hcfur xncð hróun xnark- aðshandalagsmálanna, lagt fyrir fulltrúa atvinnuvcganna, nð gcfa tsvör varðandí. afstöðu samtaka sinna á ^tcssum fundi. —• Svona fagnandi var forsíða Morgnnblaðsins 18. ágúst 1961, þegar boðað var að senn yrði send umsókn um inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu. Samtök þau sem Iýstu stnðningi við að send yrði umsókn voru þessi: Framleiðsluráð iandbúnaðarins, Samband íslenzkra samvinnufélaga, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Samlag skreiðarframleiðenda, Sölu- samband ísienzkra fiskframleiðenda, Síldarútvegsnefnd, Landssamband íslenzkra útvegsmanna, Félag íslenzkra iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Verzlunarráð Islands, Kaupmanna- samtökin, Félag íslenzkra stórkaupmanna, Vinnuveitendasamband fslands og Stéttarsamband bænda. Helztu valdamenn SlS tóku þátt í umræðunum undir forustu Erlends Einarssonar. Aðeins Haukur Helgason; fulltrúi A.S.Í., snerist gegn því að inntökubeiðni yrði send. Fylgi og málefni Oft er um það talað að áhugi almennmgs á stjómmálum sé minni og rislægri en áður var. Ástæðurnar til þeirrar þróunar eru margvíslegar. ein er sú að á vettvangi stjómmálanna ber nú meira en nokkm sinni fyrr á mönnum sem taka stundar- hagsmuni sína og flokka sinna fram yfir öll málefni. Þeir boða ekki kenningar vegna þess að þeir trúi á gagnsemi þeirra, heldur vegna hins að þeir í- mynda sér að kenningamar geti hjálpað þeim í samkeppninni um atkvæðin. I augum þeirra er kjörfylgið ekki afl til þess að geta framkvæmt ákveðna stefnu, heldur er stefnan tækið til að ná því markmiði sem kjörfylgi heitir. Þeir menn sem þannig hugsa geta hlaupið miili andstæðustu skauta á skömm- um tíma, og grandalausir kjós- endur sem veita þeim þrautar- gengi í kosningum af áhuga á einhverju málefni, geta séð þá í andskotaflokknum miðjum áð- ur en varir. Þvílík reynsla glæðir ekki eðlilegan stjóm- málaáhuga. Hlaupið frá stefnu- málum Þessa dagana veitjst lands- mönnum sú vafasama ánægja að horfa 4 stjómmálaleiðtoga hlaupa frá fyrri stefnumálum sínum eins og hræddar hænur. Eftir að slitnað hefur upp úr samningunum um Efnahags- bandalag Evrópu lýsa allir ís- lenzkir stjómmálamenn yfir því að þeir hafi verið andvígir aðild íslands. Fomstumenn stjómarflokkanna sverja og sárt við leggja að þeir haíi aldrej vjljað senda umsókn, heldur hafi þeir alltaf haft þá hárréttu afstöðu að bíða ó- tekta. Fomstumenn Framsókn- ar eru þó miklu slyngari. Þeir segjast ekki aðeins sjálfir hafa verið andvígir aðild Islands, heldur hafi þeir haft vit fyrir stjómarflokkunum; gott ef það er ekki þeirra verk að slitnaði upp úr samningum Breta og meginlandsríkjanna. Þessi sér- stöku afrek Framsóknarflokks- ins í svardögunum stafa af því að hann er í óvenjulega góðri æfingu, enda hefur hann í þjóðmálaátökum síðustu ára haft alla hugsanlega afstöðu til allra stórmála sem upp hafa komið. Hann hefur staðið með hemámi og barizt öndverður gegn því. Hann hefur fylgt hlutleysi og talið það úrelt með öllu. Hann hefur eitt árið framkvæmt gengislækkun af jafn miklum sannfæringarkrafti og hann hefur staðið gegn henni annað árið. Hann hefur í senn talið sig einlægan mál- svara verkalýðssamtakanna og harðvítugan andstæðing þeirra. Hann hefur stutt samvinnu- hreyfinguna til að binda endi á fársvik og spillingu og notað fjármuni hennar til að stofna gróðafyrirtæki sem hafa orðið uppvís að stórfelldustu lögbrot- um í sögu þjóðarinnar. Það þarf sannarlega ekki að koma á óvart þó Framsóknarflokkur- inn reynist öðmm mikilvirkari þegar þarf að aka seglum eftir vindi. Fyrir hálfu öðru ári Menn glata langminni sinu þegar daglega er heljt yfir þá hestburðum af „fréttum" í út- varpi og dagblöðum. Þó eettu sumir að minnast þess að haustið 1961 ákvað rikisstjóm Islands formlega að senda beiðni um inngöngu í Efna- hagsbandalag Evrópu. Ákvörð- un sína undirbjó stjómin m. a. með því að bera það undir öll helztu hagsmunasamtök lands- manna hvort sótt skyldi um aðild, og öll nema Alþýðusam- band íslands svöruðu játandi. 1 þeim hópi voru margir forustu- menn úr Framsóknarflokknum, þar á meðal ráðamenn SÍS, og Tímjnn staðfesti afstöðu þeirra 20. áig. með því að lýsa fylgi við aukaaðild. Morgunblaðið skýrði frá niðurstöðunum með risafyr- irsögn þeirri sem mynd er birt af hér á síðunni og sagði m.a. í frétt sinni að „samningar um aðild mundu taka langan tíma, væntanlega IV2—2 ár.“ Sam- kvæmt þeim útreikningum gerði ríkisstjómin sér vonir um að hægt yrði að halda inn- limunarveizluna einmitt um A HVÍLDAR- DAGINN þessar mundir. Eftir þessa á- kvörðun var mikil og virðuleg nefnd send út í lönd undir forustu Gylfa Þ. Gíslasonar og Gunnars Thoroddsens, en hún varð fyrir miklum og óvæntum vonbrigðum. Ráðamenn Efna- hagsbandalagsins lýstu yfir þvi að þeir vildu ekki sjá umsókn frá Xslandi; kotríkið yrði að gera sér að góðu að bíða þar til búið væri að semja við alla aðra; ekki væri tóm til að sinna smámunum, Eina ástæðan til þess að umsóknin var ekki send haustið 1961 með samþykki hemámsflokkanna þriggja var þannig sú að Efnahagsbanda- lagið neitaði að taka á móti henni. „Ofan og utan við pólitískar illdeilur“ Málefni Efnahagí>bandalags- ins em flókin og almenningur vissi fátt um þau haustið 1961. Morgunblaðið, Alþýðublaðið, Vísir og Tíminn forðuðust að koma nokkurri vitneskju á framfæri við lesendur sína, að- eins var flíkað þeim upplognu nauðungarrökum að Islendingar myndu glata öllum helztu mörkuðum sínum ef þeir stæðu utan bandalagsins. Þjóðviljinn var þá eina dagblaðið sem rakti staðreyndir um áhrifin af aðild íslands; auk Alþýðu- bandalagsins tóku verkalýðs- samtökin ákveðna afstöðu þeg- ar í upphafi, einnig Samtök hemámsandstæðinga og Þjóð- vamarflokkurinn. Unnu þessir aðilar mjög að því að kynna málavexti með fundahöldum. greinum og bæklingum. Einn- ig voru stofnuð samtök áhuga- manna sem m. a. buðu hingað víðkunnum norskum hagfræð- ingi, Ragnar Frisch; bar sú starfsemi góðan árangur. For- svarsmenn bandalagsins lýstu auðvitað ýfir þvi að öll þessi barátta væri mnnin undan rifjum Rússa. „Þjóðviljinn sér allt svart í þessu sambandi ... Skrif eins og þessi eru ekki heppileg um jafn stórt vanda- mál .... Til þess að farsæl lausn náist, þarf að reyna að halda þessu máli ofan og utan við pólitískar illdeilur", sagði Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Tímans með virðuleikasvip 27. ágúst 1961. Síglt þvert af fyrri leið Þegar mistekizt hafði sú á- kvörðun hemámsflokkanna þriggja að afhenda Efnahags- bandlaginu umsókn frá ís- landi haustið 1961, áður en al- menningur þekkti málavexti, gafst aukið ráðrúm til að kynna málið um land allt. Og það kom fljótlega í Ijós að fólki brá í brún þegar það áttaði sig á því að ætlunin var að innlima Island í nýtt ríki; ekki sízt áttu íslenzkir bænd- ur auðvelt með að skilja hver hætta vofði yfir. Eftir skamma stund voru mennimir sem ætluðu að senda umsóknina í ágúst 1961 komnir í vöm, þeir hörfuðu stig af stigi og tóku upp loðin ummæli og vifi- lengjur í stað hins harðvít- uga áróðurs í upphafi. Og einn góðan veðurdag vitraðist fomstu Framsóknarilokksins sú staðreynd að búið væri að vekja þvílíkan storm um mál- ið að hann kynni að hafa úr- slitaáhrif í næstu þingkosn- ingum; andstaðan væri orðin öflugrj en stuðningurinn. Og á samri stundu var ákveðið að sigla þvert af fyrri leið af þeirri einu ástæðu að ný stefna var talin vænlegri til kjörfylg- is. Hefur sannarlega verið fróð- legt að fylgjast með því undan- fama mánuði hvemig Fram- sóknarflokkurinn og Tíminn hafa sótt í sig veðrið og eflt sig að engu minni sannfæring- arkrafti en þegar þessir aðilar hafa áður barizt gegn allri fjár- plógsstarfsemi eða gegn her- námi landsins. Nú hefur Tím- inn ekki séð neina ástæðu til „að halda þessu máli ofan og utan við pólitískar illdeilur" heldur endurprentað allar fyrri röksemdir Þjóðviljans. En þeir sem bezt þekkja Framsóknar- flokkinn vissu að nú var málið komið á enn hættulegra stig en fyrr, þvi hollusta þess flokks við góð málefni stendur ævin- lega f öfugu hlutfalli við bað kjörfylgi sem hann hreppir út á þau. Sér aðeins gleraugun Þegar slitnaði upp úr viðræð- um Breta og meginlandsveld- anna var lærdómsríkt að fylgj- ast með viðbrögðum manna á Islandi. Þeir sem barizt höfðu af einlægni gegn aðild Islands að Efnahagsbandalaginu urðu harla glaðir, þeim fannst lífs- hættu hafa verið bægt frá is- lenzku þjóðinni um sinn. Á sama hátt urðu forustumenn stjómarflokkanna gagnteknir skelfingu; Gylfi Þ. Gíslason komst svo að orði í Alþýðu- blaðinu að þetta væri 5,það versta sem hefði getað gerzt“. En svo undarlega brá við að forustumenn Framsóknarflokks- ins reyndust jafnvel ennþá ruglaðrí, áhyggjufyllri pg beygðari en leiðtogar stjómar- flokkanna. Ástæðan var sú að málefnið skipti þá engu, þeir höfðu í raun og veru ekki skipt um skoðun síðan þeir mæltu með umsókn Islands 1961; þeir hugsuðu um það eitt að þeir hefðu verið sviptir kosningamáli sem hefði getað fært þeim ábata. Leiðtogar Framsóknarflokksins hefðu auðsjáanlega kosið það miklu heldur að allt hefði fallið í ljúfa lög í samningunum um Efnahagsbandalagið og að Is- land hefði verið innljmað, e£ það hefði getað fœrt þeim nokkur atkvæði. Síðan hefur bókstiaflega verjð átakaiilegt að fylgjast með því hvemig rit- stjóri Tímans hefur reynt að túlka alþjóðamál í samræmi við kosningaáform Framsóknar- flokksins; hann hefur meira að segja reynt að halda því fram að það muni flýta fyrir samein- ingunni að Bretum hefur verið vísað á dyr! Gleraugu Fram- sóknarflokksins hafa að vísu aldrei gert ritstjóranum kleift að skyggnast djúpt í alþjóða- mál, en nú sér hann auðsjáan- lega ekkert nema gleraugun sjálf. Og Hermann Jónasson lét sig hafa það á þingi fyrir nokkrum dögum að halda því fram að það hafi verið „þrjózka gömlu mannanna“ sem olli því að Bretum var neitað um þátt- töku, en henni „verður vikið til hliðar fyrr en síðar“. Hann veit þó eflaust fullvel að það er ekki sálarlíf gamalla manna sem ræður úrslitum um al- þjóðamál, heldur miklu áþreif- anlegri staðreyndir, og að hér voru að verki hagsmunir hinn- ar endurfæddu og voldugu auð-' mannastéttar á meginlandi Ev- rópu. Þeim hagsmunum verður ekki „vikið til hliðari* heldur munu þeir valda þvi að ný við- horf myndast. Þegar þau blasa við munu íslenzkir stjómmála- flokkar verða að taka afstöðu á nýjan leik, en því miður get- ur enginn fullyrt hver stefna Framsóknarflokksins kann þá að verða. Við spilaborðið Forustumenn hemámsflokk- anna líta á þjóðmálabaráttuna eins og spilamennsku þar sem öllu máli skiptir að láta ekki sjást á andlitsdráttunum hvað menn kunna að hafa á hend- inni. „Við skulum heldur en verða bit velta röngu og svíkja lit“ er kjörorð þeirra og ein- asta sannfæring. Það sem áður hét málefni og hugsjónir hefur nú breytzt f málspil og hunda í höndum þjálfaðra stjómmála- Ieiðtoga, og í stað úreltra og hlægilegra orða tala menn um blöff og pókerfeis. — Austri. '1 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.