Þjóðviljinn - 17.02.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.02.1963, Blaðsíða 6
0 SÍÐA Þ J ÓÐ V ÍL.TINN Óvelkominn gestur fjerlægiur Uppljóstranir í París: ,De Gaulleætlarsér aðleysaNATOupp Sunnudagur 17. febrúar 1963 nmmilw Bandarisku lögregluþjónarnir taka ckki mcð neinum silkihönzkum á stúdenti þessum sem var staddur úti fyrir sendiráði írans í Washington. Hann var þangað kominn ásamt fleirum til að mót- mæla landbúnaðaráætlun Iranskeisara scm miðar að því að út- rýma að nokkru leyti þeim leyfum lénsskiplags scm verið hafa við lýði í landinu til þessa. -<S> lössell seg Könum ti! syndanna Fyrir skömmu birti banda- riska blaðið Washington Post bréf frá hinum alkunna brezka vísindamanni og kjarnavopna- andstæðingi Bertrand Russell.— 'Russell lýsti því yfir í bréfinu að ofsóknir bandarískra yfir- valda gegn kjarnavopnaand- stæðingum séu í litlu samrænu við fullyrðingar um að Banda- ríkin séu land frelsisins. Hann lýsir yfir andstyggð sinni á of- sóknunum gegn „Nefnd til að vinna að sanngirni gagnvart Kúbu og Friðarbaráttu kvenna" — Þið sem svo oft talið um hinn frjálsa heim, segir Russell. ættuð að íhuga hvort leynilög- regla, kerfi launaðra njósnara, skrár yfir „ríkisfjandsamlegar“ stofnanir, pólitísk rannsóknar- nefnd og andrúmsloft móður- sýkislegrar heiftar er í sam- ræmi við slíkan boðskap. 3 rtr? fsnrelsi SEÚL 12/2 — Herdómstóll í Suður-Kóreu dæmdi í gær John Chang fyrrverandi forsætisráfl- herra í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa tekið þátt í samsæri gegn rikisstjórninni í fyrra. Fullnæg- ingu dómsins er frestað í fimm Bertrand Russel De GauIIe Frakklandsforseti cr ekki cinungis staðráðinn í að varna Bretum dyranna að Efnahagsbandalagi Evrópu held- ur ætlar hann sér einnig að sjá til þess að NATÖ verði leyst upp. Svo Icngi sem NATÖ verður við lýði er engin von til að stefna forsetans um evrópskt „þriðja afl“ nái fram að ganga. Þessa ályktun draga þcir sem gaumgæfilegast hafa kynnt sér opinbcrar og hálfopinberar yfir- lýsingar forsetans um Ramb- oulet-viðræður þeirra Macmill- ans. Þessum staðhæfingum hafa Frakkar að vísu vísað á bug en samt sem áður staðhæfa mörg þekkt blöð að þær hafi við rök að styðjast. Gamalkunnugt bragð Brezka blaðið The Guardian hélt því nýlega fram að allar líkur bentu til þess að de Gauile hefði í hyggju að koma NATÖ fyrir kattamef. Segir blaðið að „heimildarmenn i nánum tengslum við hershöfð- ingjann" sem hafi oft áður ljóstrað upp um fyrirætlanir hans hafi látið sér um munn fara ummæli sem eindregið bendi í þá átt. Annars er þetta gamalkunnugt bragð hjá de Gaulle, segir The Guardian. Aðferðin er fólgin í því að hug- myndirnar eru látnar síast át þannig að unnt sé að kynnast viðbrögðum við þeim áður en þær verða hin opinbera stefna. Yonar að reiðin sjatni Það sem borizt hefur út um fyrirætlanir de Gauiles er í stuttu máli þetta: De Gaulle telur að reiði hinna fimm bandalagsríkja Frakka í EBE vegna útskúfun- ar Bretlands úr bandalaginu muni smám saman sjatna og að EBE muni lifa í þeirri mynd scm de Gaulle vill. Hann telur að á tíu árum muni honum takast að skapa „hið þriðja afl“ og að hann muni halda völduin að minnsta kosti svo lengi. Hann hefur í hyggju að gera samninga við Ítalíu. Holland, Belgíu og Luxemborg svipaða þeim sem hann hefur gert við V-Þýzkaland. Ásökunum um að hann beiti bandamenn sína of- ríki mun hann svara með bví að koma aftur fram með áætl- anir sínar um vestur-evrópskt bandalag. Fouchet-áætlunina. \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ k Ta Bók Solzhenitsíns hælt á hvert reipi — Þýðingarnar á ensku dæmdar handaskömm — ,,Paris'Match“ fékk skell af ránstilraun Bækurnar eiga sér örlög sögu Rómverjar, og það hefur enn sannazt á stuttri sögu efl- ir höfund sem enginn hafði heyrt getlð fyrr en í nóvem- ber í vetur. Þá birtist í sov- ézka tímaritinu Novi Mír fangabúðasagan Dagur úr ævi Ivans DcnisoVitjs eftir Alex- ander Solzhenitsín stærðfræði- kennara í Rjasan, og 95.000 eintök tímaritsins voru rifin út sama daginn og það kom í blaðasöluskúra Moskvu. Hér í blaðinu var á sínum tíma skýrt frá meginefni sögunnar, og nýskeð birtist viðtal við höfundinn, verður það hvorugt endurtekið hér, en ekki er með öllu ófróðlegt að kynna sér feril sögunnar af Ivan Denisovitsj utan uppruna- landsins. —O— Efnið eitt tryggði að sagari hlaut að vekja athygli, og bókaútgefendur frá ýmsum löndum fóru strax á stúfana. Sumir höfðu hátt siðaðra manna og leituðu til umboðs- manns höfundar eftir heimild til að láta þýða verk hans, en aðrir notuðu sér það að Sovétríkin eru ekki aðili að Bernarsambandinu né alþjóða- samþykktinni um höfundar- rétt, gerðu sér hægt um hönd og rændu sögu Solzhenitsíns. Þannig vildi það til að Dagur í ævi Ivans Dcnisovits? kom samdægurs í tveim útgáfum i Bandaríkjunum og á sama verði. Útgá'fan sem Solzhenit- sín heimilaði er á vegum Duttons og hefur Ralph Park- er annazt þýðinguna, en ráns- útgáfa Fredericks Praegers er verk Max Haywards og Ron- alds Hingley. —O— Time lýsir vinnubrögðum Praegers svo, að hann hafi lokað annan þýöanda sinn inni í ellefu daga ásamt tveim útgáfustarfsmönnum, tveim vélritunarstúlkum og „feikna- legum birgðum af skota“. En skotinn kom ekki að haldi, segir Time, og dæmir þýðingu Praegers stórum verri, og séu þó báðar lélegar. Á sama máli er Harrison Salisbury, sem ár- en samkvæmt henni munu EBE-rikin sex koma á nánari samvinnu sín á milli í hermál- um, utanríkismálum og efna- hagsmálum. , Ekkert bendir til þess að rík- in fimm muni taka Fouchet- áætluninni betur framvegis en hingað til. En ef þau fallast á, að Bretlandi verði haldið utanf^ EBE þá er ekki óhugsandi að þau samþykki annað í áætlun- um de Gaulles um framtíð V- Evrópu. Bandarískur her á brott Slíkt verður þó óframkvæm- anlegt meðan NATÖ er til stað- ar og bandarískt herlið stað- sett í Evrópu. Talið er að de GauIIe hyggist koma því til leið- ar að Bandaríkjamenn verðí á brott með her sinn úr Evrópu áður en fimm ár eru liðin. De Gaulle mun þó eiga við ramman rcip að draga þar sem cru áætlanir Bandaríkjamanna um samciginlegan kjarnorkuher Atlanzhafsbandalagsríkjanna. Ef þær ná fram að ganga mun NATÖ cklíi sundrast í bráðina heldur styrkjast. The Guardian minnir á um- mæli sem de Gaulle viðhafði í iúnímánuði síðastliðnum: — Það er rætt um Evrópu. Ég tek Evrópu fram yfir NATÖ og ég fyrir mitt leyti. kann bezt við Evrópu sexveldánna. Ef takast á að skapa þessa Evrópu sexveldanna verður fyrst að ryðja NATÓ úr vegi og það er vafalítið að hers- höfðinginn stefnir að því í ná- inni framtíð. segir blaðið og ber fyrir sig heimildarmenn í París. The Guardian segir að úti- lokað sé að fá nokkra staðfest- ingu á þessum fyrirætlunum. Hin einstöku atriði hafa borizt út smám saman og eftir ýmsum leiðum — en enginn er sá er hefur fullt traust forsetans. 160 ástarbréf komu upp um hann Rúmlega hundrað ástarbréf til hjúkrunarkonu einnar komu í veg fyrir að frönskum lækni tækist að fremja „hinn full- komna glæp“. Fyrir þrem vikum síðan ók dr. Maurice Ducrooq eiginkonu sinni á sjúkrahús. .Konan var með skotsár á höfði og lézt á leiðinni. Læknirinn sagði að hún hefði framið sjálfsmorð. Hann var spurður að því livort hann hefði verið í tygj- um við aðrar konur en hann kvaðst eiga of annrikt til þess. Við rannsókn komu samt sem áður í ljós rúmlega hundrað ástarbréf frá lækninum tii hjúkrunarkonu einnar í Bord- eaux. I einu þeirra gat meðal arihát’s að lesa: „Ef þú leyfir mér mun ég ryðja konu minni úr vegi“. ..Brenndu þetta bréf“. hafði hann bætt við. En stúlkukindin brenndi ekki bréfið og nú hefur læknirinn verið ákærður fyrir morð. Skóburstarar í Alsír eiga nú að leera þarfari störf Ákveðið hefur verið að dreng- ir þeir í Alsír sem fengizt hafa við skóburstun skuli hverfa af strætunum. Koma á þeim fyrir á sérstökum heimilum þar sem þeim verða kenndar ýmsar iðn- ir. Ben Bella og nokkrir ráðherr- ar í stjórn hans voru nýlega viðstaddir skemmtisamkomu þar sem meðal annars vai sunginn söngur um bessa drenei •og örbirgð þeirra. Þegar söngn- um lauk stóð Ben Bella upp og skýrði frá því að ákveðið hefði verið að drengjum þess- um yrði safnað saman 17. fe- brúar og yrðu þeir síðan flutt- ir til hinna nýju heimila sinna. Sagði forsætisráðherrann að fjölskyldum drengjanna yrði greitt fé sem bætur fyrir pen- inga þá sem drengirnir hafa til þessa unnið sér inn með því að bursta skó vegfarenda. <í>- „ðsvikin fölsun" á bréfi frá Pílatusi Kona ein í Liverpool var fyr- ir skömmu að grúska í gömlum skjölum og fann þá þýðingu á bréfi sem Pontías Pílatus á að hafa ritað Tíberíusi keisara. Sagnfræðingar við háskóla borgarinnar hafa fengið bréf- ið til rannsóknar. 1 bréfinu fer Pílatus fram á aðstoð til að frelsa Jesús og biður um 2000 hermenn til að koma í veg fyrir óejrðir. Því miður komu hermennirnir ekki fyrr en krossfestingin var um garð gengin. Rannsókn hefur leitt í ljós að bréfið mun vera frá fjórðj eða fimmtu öld. Quinn próf- essor við háskólann í Liverpool segir að bréfið sé varla fölsun í núverandi merkingu þess orðs, heldur sé það tilraun til að varðveita skriflega það sem fólk trúði um atburði þessa eða vildi trúa. Jóhannes úr „Óljóð Jóhannesar eru snú- in af tvejm þáttum: ann- ar er árás á okkar „svjndl- araþjóðfélag“. hjnn er ástríðufull kappræða um hugsjónir og örlög henn- ar . ..“ Árnj Bergmann (Þjóðviljinn) Vcrð ób. kr. 200.00 Verð ib kr. 240,00. HEIMSKRINGLA um saman var fréttaritari Ncw York Times í Sovétríkj- unum. Hvorug þýðingin kemsl að hans dómi nálægt því að ná þróttinum í stíl Solzhenit- síns né kjarnmiklu slangur- máli hans. Þar að auki er fullt af heiberum vitleysum, rangþýðingum orða og orðatii- tækja, í þýðin^u Haywards og Hingley. svo Parker er skárri af tvennu illu, segir Salisbury, en álit hans á sög- unni á frummálinu er betta: „Solzhenitsín hefur ekki skrif- að neitt uppljóstrunarrit í á- róðursskyni. Hann hefur skap- að stutt en næstum lýtaiaust verk sem hefur á sér blæ hins sígilda, beitt mælsku fáorðrar frásagnar og afdráttar bannig að ekki einu sinni kiaufaskap ur óðagotsþýðingar fær duU* Hað“. —O— Annari ritdómari, Lto, Schapiro í New Statesman. er ekki síður hrifinn af bók Solzhenitsíns á frummálinu. „Svo vill til“ segir hann. „að þessi bók er .... meist- araverk að hætti hinnar miklu, rússnesku bókmennta- hefðar". Eins og Salisbury er Schapiro óánægður með þýð- ingarnar, en algerlega ósam- mála honum um hvor sé þó skárri. Þýðing Parkers er svo slæm, segir hann, að það borg- aði sig að synda yfir Atlanz- hafið eftir hinni. þó gölluð sé, þar sem hún er ekki á markaði í Bretlandi . V rakklandi urðu málafern útaf sögunni af Ivan Denisov- itsj. Bókaútgefandinn Julliard samdi við Solzhenitsín um út- gáfu bókarinnar á frönsku, en ritstjórar myndablaðsins Par- is-Match hugðust birta söguna sem framhaldssögu í heimild- "rleysi. Julliard dró útgefanda ilaðsins fyrir lög og dóm, og lómur féll á þá leið að Paris- Match var bannað að birta söguna og að auki gert að greiða Julliard háar skaðabæt- ur, vegna þess að fyrsti kafli hennar hafði þegar birzt i í* blaðinu. Þegar dómur var B kveðinn upp var næsta blað k með öðrum kafla sögu Ivans H Denisovitsj komið í prentun. k og útgefandinn varð að gera 9 svo vel og eyðileggja mestallt k upplagið og prenta tölublaðið % á ný með öðru efni í stað b sögukaflans. M. T. Ó. ! i Alexander Solzhcn'itsín r+WTA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.