Þjóðviljinn - 17.02.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.02.1963, Blaðsíða 7
Sunhudagur 17. febrúar 1363 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA <J| 1 * \ \ I ! ! ! k Pétur Gautur og Jón bóndi * Hans líf hafði tilgang Þúsundi'r manna hafa séð Pétur Gaut á síðustu vikum og það er vel. Það er skrifað m.iög mikið um þetta ágæta verk Ibsens; Pétur Gautur, segja menn. er saga þess manns sem sveik eðli sitt. Það bezta sem í hon- um bjó — „hans líf hafði til- gang, þar lifði hann á móti" segir hnappasmiðurinn. Pétur Gautur er, segja menn. maður sjálfsblekkingarinnar, lífslyg- innar, sem alltaf skýtur sér undan þeim kröfum sem gerð- ar eru til hans. Hann er i senn sammannleg og „eilíf“ ádeila, og tímabundin og bein. Slíkt verk er vissulega nauð- synlegt hverjum manni og ekki sízt nú. í senn þursi og alheimsbarn Pétur Gautur kom út 1867. Svo merkilega vildi til að á seinni áratugum nítjándu aldar er allt í einu hafin mik- il gullöld norskra bókmennta. Þessi staðreynd olli mörgum góðum mönnum heilabrotum. Einn þeirra sem reyndi að skýra þetta fyrirbæri var Friedrich Engels. f bréfi til Paul Ernst skrifuðu 1890 talar hann um þá reisn sem sé yfir Norðmönnum um þær mundir og ber þá saman við afskap- legan aumingjaskap hins þýzka smáborgaraskapar. — Hann gerir grein fyrír þeim skilyrðum sem til bessa urðu. og leggur mesta áherzlu á bað. að hinn norski bóndi hafi aldrei verið ánauðugur. aldrei persónuleg eign yfirstéttarinn- ar. „Hinn norski smáborgari er sonur frjáls bónda, og er bannig maður í samanburði við hinn fullkomna þýzka broddborgara .... Og hverjir sem gallar leikrita Ibsens kunna að vera þá endurspegla þejr ekki smáa meðalmennsku- veröld, heldur heim sem er fimalangt frá hinum þýzka heimi. veröld þar sem menn hafa enn skapgerð og framtak og taka sjálfstæðar ákvarðan- ir....“ Vissulega er Pétur Gautur „eilíft“ verk, en um leið end- urspeglar hann á sinn hátt ýmsan vanda hins norska bændaþjóðfélags sem smám saman gerðist æ borgaralegra. Þessir áratugir þegar sköpun- arsaga hins mikla norska skipastóls gerðist. voru við- burðaríkir og arðbærir — en ekki voru allir atburðir jafn- aðlaðandi. Auðhyggja nýrra bjóðfélagshátta sækir á og gerir sitt til að bynna hið á- 2æta blóð Norðmanna. Og gengur á vmsu: vmsum finnst rétt og eðlilegt að binda á sis bjóðlegan hala. marséra í sjálfsánægju um höll Dofrans og gefa djöfulinn f allt sem fyrir utan gerist. f annan stað dragast menn vegna viðskipta inn í hnattræna hugsun — selja skurðgoð til Kína og svertingja til Karolína. ons oe Pétur Gautur segir við vini sína í Afríku. Og bar kemur á daginn. að ætt hans er norsk. iá. „en alheimsbam er ég þó sjálfur“, Það virðist töluverður munur á þessum tveim viðhorfum — að freist- Já, æsið stríðsins bál og brand þess betur gengur mér — þið skiljið. Með frelsi og rétti. Hefjið hjör. Lát Hundtyrkjann það finna og sanna. Og endið ykkar frægðarför á fleinaoddum Nýherjanna. En þar telst frá sem förunautur mitt fé og ég, Sir Pétur Gautur. ast inn til Dofrans og að verzla með negra og búast til að veita Tyrkjum lið gegn Grikkjum af þvi þeir eru sterkari — en svo er reyndar ekki. Hér er fyrst og fremst um að ræða tvær hliðar upp- gjafar Péturs — mannsins Norðmannsins, borgarans, upp- sjafar við að vera hann sjálf- ir vera maður Og þá stendur sá sögulegi hnappasmiður á vegamótum og skekur hnappasteypu sína og býður Pétri að hoppa uppi bað leiðinlega og ópersónulega .kerald: „Þér sjálfum varstu ólíkur síðan þú skapaðist svo þó þú dæir til fulls, hvað tapaðist?" Jón bóndi og ætt- ingjar hans Um svipað leyti og Pétur Gautur var framsýndur f Þjóðleikhúsinu var rifjað upp í útvarpinu leikrit eftir Davíð Stefánsson, Gullna hliðið. Hins og allir muna er það samið upp úr þjóðsögunni um sálina hans Jóns míns. sem nin elskulega kerling hans vildi koma inn í Himnaríki hvað sem tautaði og rauláði. Leik- ritið hefur ýmsa galla. en Jón bóndi sjálfur hefur varðveizt nokkuð vel. Okkar íslenzka bændaþjóð- félag var. ejns og það norska, svo heppið að sleppa við kross bændaánauðarinnar. sem með svo miklum árangri pressaði persónulegan kraft út úr fólki í flestum hinum fjölmennari og þéttbýlli sveitum Evrópu. Hins vegar slapp þetta sam- félag ekki við margar aðrar píslir eins og allir muna, fá- tækt, nýlendukúgun og margt þessháttar. Við þessar aðstæð- ur býr þjóðin sér til ýmsar minnisverðar persónur — og ekki er Jón bóndi bjóðsög- unnar þeirra síztur. Þessar oersónur eru ekki beinlínis kristilegar fyrirmyndir. Þær hafa ekki ástæðu til að mæta lífskjöram sínum með kristi- iegum dygðum, þeir beita margvíslegum prettum í við- skiptum sínum við herra heimsins, ekki eru þeir held- ur fríir við brennivín og önn- ur vandræði — og nægir í þessu sambandi að vísa til náins frænda Jóns bónda — Jóns Hreggviðssonar, snæris- þjófs á Rein. Verðleikar þeirra eru einkum fólgnir í dirfsku þeirra og þrjózku. Þeir láta sér ekki nægja að vera með uppsteit gegn jarðneskum máttarvöldum, heldur skegg- ræða þeir við dýrðarfólK himnanna á fullkomnum jafn- réttisgrundvelli og hlífa eng- um — postulamir Pétur og Páll eru heldur en ekki minntir ó fomar syndir sínar og jafnvel er orðstír Mariu dreginn í efa. Það má margt misjafnt segja um okkar ágætu Jóna og forfeður þeima, Skarphéð- in Njálsson og aðra kaldrana- lega og þrjózka menn. En þeir eru þeir sjálfir. „Maður ver sjálfur þér líkur“, segir f Pétri Gaut. Skal hann einnier renna í heildina? Nú er önnur öld eins og flesta mun grana. Það er ekki þægilegt að sýna þrjózku og vera maður, enda eru menn á hlaupum undan þvl verk* efni eins og Pétur Gautur forðum. Okkar bændaþjóðfé- lag verður æ borgaralegra, nú er öld hinna miklu fjármuna, Borgaramir ganga á undan. þeirra er valdið, þeir eru for- ystusauðurinn, og margir draga dám af þeim. Menn láta binda á sig hala: það fer að vísu fremur lítið fyrir þeim innlenda hala, því allavega komum við síðar inn f heim- inn en frændi okkar Pétur. Þó má minnast á það, hvemig „ábyrgir aðilar“ sem hafa staðið sig heldur illa gegn könum á vígstöðvum mann- dómsins reyna gjaman að sýna Dönum einhverskonar derring, enda eru Danir löngu hættulausir. Um þann útlend3 hala þarf víst heldur ekki mikið að tala að þessu sinni — ekki af því að svo lítið fasi fyrir honum, heldur af því að honum hefur verið veifað framan í okkur í lang- an tíma og af miklum glanna- skap, og hafa verið bundnar á hann margar fagrar og glæsi- legar slaufur. Við eram að sjálfsögðu yfir- leitt ekki jafn spennandi per- sónur og Pétur Gautur og Jón bóndi. Engu að síður skulum við halda okkur við bessi nöfn: nú fara fram f okkur mikil og söguleg átök milli þessarra tveggja manna. Það er mjkið í húfi. Jón á Rein — eða Jóni í Grindavlk dugir ekki meiningarlaust nöldur. augnabliksuppsteitur: hann verður að vera najög klár i kolljnum. Það skiptir miklu að hann kunni að svara fyrir sig þegar hann á vegamótum mætir þeim sögulega hnappa- smið, sem mun átelja hann • svofelldum orðum: Þú áttir að skína skært 02 mikið á skrúða vors heims — hefðl ei fóturinn svikið því áttu að fara í úrtínings- deildina. eins og menn segja. renna 1 heildina. A. B. bókmenntir sTværkviðurfornar I ! ! ! ! I Tvær kviður t’ornar. Völundarkviða og Atla- kviða með skýringum. Jón Helgason tók sam- an, „Uejmskringla, Rvik 1962. Eddukvæði eru upphaf ís- lenzkra bókmennta og einn dýrastur kjörgfiþur. Hvort sém Islendingar hafa haft mörg þeirra eða fó í veganesti á landnámsöld, þó hafa þau lif- að og varðveitzt með þessari þjóð, og enda þótt varðveizla sumra þeirra hafi verið slitr- óttari en okkur mó gott þykja, eru þau enn furðulega lifandi skáldskapur hverjum þeim ís- lenzkum lesanda sem nennir að lesa þau með nokkurri kost- gæfni. íslendingar geta enn ein- ir allar þjóða lesið þessi kvæði á tungu sjálfra sín, ón meðal- göngu þýðanda, ón lærdóms i framandi tungumáli. Enginn skyldi þó halda að Eddukvæði verði lesin að fullu gagni án skýringa. enda sízt að furða að þúsund ára gamall skáldskapur sem styðst við sagnir langt aftan úr öldum verði stundum torráðinn, Um langan aldur hafa Eddukvæði verið fræðimönnum rannsókn- arefni; um þau hafa verið skrif- uð kynstur af bókum og rit- gerðum; fjöldi lærðra manna hefur beitt allri sinni skarp- skyggni, hugviti og lærdómi tii að skilja þau og skýra. En lang- mest af þessu hefur verið skrif- að á erlendum málum og fæst af því við hæfi almennra ís- lenzkra lesenda, þótt læsir séu ó framandi tungur. Jón Helga- son víkur að þessu í fonnála bókar sinnar og lýsir um leið tilgangi hennar að nokkra: „En undarlega lítið hefur verið að því gert að kynna þessar rann- sóknir almenningi af þeirri þjóð sem ein er þess megnug að skilja kvæðin. að vísu ekki skýringalaust, eins og þau vora skráð á 13du öld. Mér sem þetita rita stendur enn lifandj fyrir hugskotssjónum hvílíkir heimar opnuðust er ég las á 18da ári Die deutsche Helden- sage eftir Jiriczek og skildi að hetjurnar í Eddu voru ekki ain- hverjir útnesjakarlar úr norðr- inu, heldur sýndi hver heimild- in eftir aðra að sömu kapp- ar höfðu verið rómaðir í kveð- skap og frásögn miklu viðai. um England og Þýzkaland, öld eftir öld. Ef einhverjum þætti sér vaxa skilningur eitthvað í sömu átt af lestri þeysa kvers, er samantekt þess ekki unnin fyrir gýg.“ Á því er enginn vafi að þessi bók mun " ljúka upp nýjum heimum fyrir íslenzkum les- endum, og það ekki aðeins um frægð þeirra kappa sem um er kveðið, heldur engu síð ur með þeirri mynd sem bókin bregður upp af viðfangsefh- um og vandamálum Eddurann- sókna. Hér fer tvennt samam djúptæls og yfirgripsmikil þekk- ing á efninu og óvenjulega skýr og alþýðleg framsetning; í hnitmiðuðum og gagnorðum setningum er komið fyrir furðu- lega miklum lærdómi, en með þeim hætti að lesandinn verður þess aldrei var að verið sé að troða í hann fróðleik; ekkert er höfundi fjær en lærdómsremb- ingur eða tyrini í framsetningu. Lesandanum opnast eins og í uppljómun eða leiftri sýn inn í vlnnustofu fræðimannsins, hver svipmyndin rekur aðra úr flóknu rannsóknarstarii á sögu Eddukvæða og íslenzkrar tungu. Þó að hér sé aðeins rætt um tvær kviður hefur Jónl Helga- syni tekizt að koma að býsna miklu efni sem varðar Eddu- kvæðin almennt; benda má á t. d. kaflana 1 inngangi um varð- veizlu kvæðanna, réttritun þeirra, framburð og bragar- hætti, svo og athugasemdir um atriöi úr málfari Eddukvæða í eftirmála. Af þessu og mörgu öðru getur athugull lesandi dregið mikinn lærdóm sem verða mætti hvatning til að afla sér frekari fræðslu um þessi efni og til að skilja margt í öðrum Eddukvæðum nýjum skilningi. Annar þáttur innganga og skýringa snýr að efni kvæð- anna. Sjálft sagnaefnið, hetju- sögur sem eiga rætur sínar suð- ur í heimi, hefur löngum verið fræðimönnum hugleikið, ekki sizt Þjóðverjum; um það hafa verið uppi margar kenningarj og ekki allar góðar. Þetta er rakið í inngangsköflum Jóns með mikilli hófsemi og var- kárni i því að fylla í eyður þess sem vitað er, en þær eru margar og enginn skortur á djörfum tilgátum um þá hluti sem aldrei verða sannaðir. En Jón gerir þess skýra grein hvað menn vita og hvað á hefur verið gizkað, og lætur sér fátt um finnast hugvitsamlegar get- gátur: „er þá bezt að tala í hófi um þau vandamál sem heim- Framhald á 10. síðu. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.