Þjóðviljinn - 17.02.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.02.1963, Blaðsíða 12
Trojkakeppni í Moskvu VÍÐA UM SOVÉTRÍKIN er iðk i r' Urslit á Skákþing- inu afar tvísýn Laus staða for- stöðumanns al- mannavarna Dóms. 02 kirkjumálaráðuneyt- ið hefur auglýst stöðu forstöðu- manns almannavarna lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er tdl 5. marz n.k. Þá hefur at- vinnumálaráðuneytið auglýst lausa stöðu sérfræðings, jarð- fræðings, við iðnaðardeild at- vinnudeildar háskólans. Einnig stöður tveggja aðstoðarmanna Við fiskideild atvinnudeildarinn- ar. Umsóknarfrestur um Eér- íræðingsstöðun a rennur út 20. þ.m. en hinar tvær 28. þ.m. Starfsfræðsla í Reykjjavík 24 þjn. ojs_24. marz n.k. Á sunnudaginn kemur, 24. febrúar, verður efnt til starfs- fræðsludags sjávarútvegsins. Mun starfsfræðslunni hagað á likan hátt og í fyrra, en þá var í fyrsta skipti efnt til starfs- fræðsludags sem helgaður var eingöngu þessum aðalatvinnu- vegi landsmanna. Hinn almenni starfsfræðslu- dagur hér í Reykjavík verður svo haldinn 24. marz n.k. Afli ðiafsvíkurbáta Ólafsvík í gær. — Gæftir hafa verið fremur stirðar síð- ustu daga. Fjórir bátar hafa aflað 127, 2 lestir í 26 róðrum núna í febrúar. Hæsti bátur- inn er Sæfell með 62 lestir í 9 róðrum. >á er Hrönnin með 41 lest í 7 róðrum, Bárður Snæfellsás með 43,5 lestir í 7 róðrum og Freyr með 13,7 lestir í 3 róðrum. Tungufoss er að lesta hér saltsíld, annars koma skip Eimskipafélagsins hér sjald- Bakkafirði 14/2 — Hér hafa ver- ið einmuna stillur og gott veð- ur undantekningarlítið frá þvi fyrir jól; má heita snjólaust, smávegis snjóföl nú síðustu daga. Gott til beitar fyrir sauðfé bænda og kemur það sér vel, því að heybirgðir liér i hreppi vpru heldur litlar í haust Hest- ar hafa enn ekki verið teknir á hús. í frosfakaflanum eftir áramót- in urðu talsverð brögð að skorti á neyzluvatni á allmörgum heim- ilum hér í hreppi; bæði fraus í vatnsleiðslum og þraut í vatnsbólum. og er svo víða enn- þá. Veldur bæði úrkomuleysi og einnig að jörð er óvenju djúpt 'frosjn. Vegir eru allir færir til næstu Bjöm Hermannsson lögfræð- íngur var um síðustu mánaða- mót skjpaður deildarstjórj ; fjár- málaráðuneytinu. Um sama leytj staðfesti ráðuneyti ráðningu Högna Björnssonar læknis sem aðstoðarlæknis héraðslæknisins í Hveragerðishéraðj um skamm- an tíma. að einhverskonar þjóðlegt vetrarsport — austur á Kamt- sjatka keppa menn í hlaupi yfir hjarn og skafla og nota staf til að stökkva yfir tor- færur; vestur á Kolaskaga keppa menn í sleðaakstri og beita hreinum fyrir. í Rúss- landi sjálfu hefur það lengi þó mikil upplyfting að bruna á sieðum um skóga og hæðir og dregur sleðann ,,trojka“ — þrír hestar, og skyldu þeir auðvitað vera hvítir ef ást var með í för- inni. Um þessa ágætu skemmt- un hefur Púsjkín ort og Sjaljapin sungið. NÚTÍMAMENN reyna að halda þessum hlutum við: Því efna þeir til Trojkakeppni á aðal- kappakstursleikvangi Moskvu og stefna til hennar mann- skap úr öllum áttum. Myndin er frá þeirri keppni og sýnir sigurvegarann i 3200 metra akstri, Kotsjetkof — en hann ók vegalengdina á 4 mín. 44 héraða og hafa aldrei lokazt það sem af er vetrjmim. Heilsufar fólks hefur verið gott eins og tíðarfarið. Hér var haldið þorrablót í byrjun þorra við góða aðsókn, og skemmtu þátttakendur sér vel framundir morgun. — MJóh. 1 fyrrakvöld var tefld 6. og næst síðasta umferð á Skákþingi Reykjavíkur og fóru leikar svo að Jónas Þorvaldsson vann Bjöm Þorsteinsson og Sigurður Jóns- son vann Jón Hálfdánarson en hinar skákimar fóm í bið. Frið- rik á unna stöðu á móti Júlíusi Loftssyni en Ingi R. Jóhannsson á heldur lakara tafl gegn Jóni Kristinssyni en heldur þó líklega jafntefli. Þá hafa þeir Ingi og Jónas Þorvaldsson nú samið jafntefli í biðskák sinni úr 4. um- ferð. Fyrir síðustu umferð er stað- an á mótinu þá þessi: 1. Ingi 3V?v. og 1 bið. 2. Jónas 3Va vinning. 3.-4. Friðrik og Jón. Kristinsson 3 og 1 bið. 5. Sigurður Jónsson 3 v. 6. Júlíus 2V2 og 1 bið. 7. Bjöm Þorstéinsson 2Vs. 8. Jón Hálfdánarson 1. Fari svo sem helzt horfir að Friðrik vinni sína biðskák og Ingi nái jafntefli verða þeir jafn- ir og efstir með fjóra vinninga fyrir síðustu umferð og Jónas og Jón Kristinsson næstir með 3l/2 vinning og hafa þessir fjórir menn því allir sigurmöguleika. Síðasta umferð verður tefld í Snorrasal í kvöld og eigast þá þessir við: Jónas og Júlíus, Frið- rik og Jón Kristinsson, Ingi og Sigurður Jónsson, Jón Hálfdán- arson og Bjöm Þorsteinsson og hafa þeir fyrrtöldu hvítt. 3ið- skákir verða svo tefldar annað kvöld klukkan átta á sama stað og lýkur þar með mótinu nema svo fari að tveir eða þrír verði jafnir og þurfi að heyja innbyrð- iskeppni um Reykjavíkurmeist- aratitilinn. Ný mynd um flug- ’*élíirbjörguu Ný kvikmynd, sem Loftleiðir hafa látið gera um björgun bandarísku skíðaflugvélarinnar af Vatnajökli árið 1951, verður sýnd í Breiðfiirðingabúð á mið- vikudagskvöldið. Sýning kvikmyndar þessarar, sem nefnist Jökulævintýri, er eitt af dagskráratriðum aðal- fundar Jöklarannsóknarfélags ls- lands, sem haldinn verður þetta kvöld. önnur litkvikmynd verður einnig sýnd á þessum fundi, en það er mynd Magnúsar Jóhanns- sonar útvarpsvirkja frá skíða- námskeiði í Kerlingafjöllum á sl. ári. Auk venjulegra aðalfundar- starfa og kvikmyndasýninganna, verður rætt um ferðalög í sum- ar á vegum Jöklarannsóknafé- lagsins. RAMBLER árgerð 1963 Neyzluwatn þraut s Bakkafjarðarhreppi Sýning vatnslitamynda opnuð í Ásgrímssofni I dag er opnuð 8. sýningin á Asgrímssafni, og verða sýndar nær eingöngu vatnslitamyndir. Á árunum 1916—’18 voru þjóð- sögur og íslendingasögur Asgrími JóHsyni sérstaklega hugleikið viðfangsefni, og verða m.a. mynd- ir frá þessu tímabili sýndar í heimili listamannsins. I vinnu- stofu hans hefur verið komið fyrir vatnslitamyndum frá síð- ari tímum. m.a. frá Þingvöllum Mývatni. Krísuvík ->% v'ðar Síðan Ásgrímssafn var opnað hefur það haft árlega eina slíka sýningu sem þessa, og eru þá hafðir í huga skólarnir. Vill safnið gefa nemendum kost á að skyggnast inn i hugarheim þjóðsagnanna, eins og Ásgrím- ur Jónsson túlkar hann í mynd- listinni. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga frá kl. 1 30—4. Aðgangur ókeypis. Eitt af því sem margir velta mikið fyrir sér nú á tímum erj hinar ýmsu bílategundir sem á markaðnum eru. Þess vegna birt- um við hér mynd af einum á- samt nokkrum upplýsingum er við fengum um hann. American Motor Corp. hefur sett á stofn samsetningarverk- smiðju i Brussel, þar sem fram- leiddir eru Rambler Classic bílar. f fyrstu verður framlejðslan ejn- göngu bundin við Custom Classic Sedan, 4ra dyra, en hann er mest seldur Rambler bíla í Bandaríkj- unum á sl. ári. Framleiðslan í Belgíu hófst í júlí sl. ár og hefur ekki hafzt undan að framleiða fyrir Evrópu- markað. Rambler Classic er með sex strokka alúminíum toppventlavél, 138 hestafla, benzíneyðslan er 12 lítrar á hundraðið og bíllinn er búinn sjálfstillandi örygg’sheml- um. Áætlað útsöluverð bílsins hér, er 240.000 krónur og er innifalið í því verði, miðstöð, rúðuspraut- ur, bakljós, hvít Rayondekk, teppi á gólfum, styrkir gormar og demparar o. fl. A bílnum er 20. 000 kílómetra ábyrgð. Umboðsmaður er Jón Éoftsson Ilringbraut 121. Þorrablót og étlð úr fornlegum trogum Súðavík 15/2 — Hér hefur ekkert verið róið í tvo daga, og norðaustan stormur geisar fyrir utan á miðunum. Gæftir hafa verið frekar tregar það sem af er þessum mánuði og sækja bátar 26 til 30 mílurút af Deildinni og austur eftir. Þetta eru yfirleitt dagróðrar, þó fór Svanurinn í tveggja sólarhringa róður út að Kolls- ál, en fiskaði lítið og fékk 7 lestir. Annars var fremur tregur afl'i í síðasta mánuði og reyndist Trausti hæsti bát- urinn með 91 tonn í 18 róðr- um. Þá var Svanurinn með 86,6 tonn í 14 róðrum og Óli með 22,6 tinn í 11 róðrum. Aflinn er aðallega lagður í frystihús staðarins. nema smáfiskurinn var hengdur upp í skreið. Um síðustu helgi hélt Kven- félagið Iðja þorrablót og hef- ur það verið fastur siður á hverjum vetri síðan 1940. Hver sem vettlingi gat vald- ið sóti þetta blót og var hverskyns lostæti borðað úr fornlegum trogum með söng og dansi. Þá _var sýndur sjónleikur- inn „í betrunarvist“ og þótti vel takast. A.K. Alfadans í Reykhóla- sveit Miðjanesi, Reykhólahreppi 14/2 — Hér yap, nýlega hald- ið þorrablót á Reykhólum og stóð Kvenfélagið Liljan fyrir blótinu. Hófst það með álfa- dansi og brennu og stigu tíu pör dans í eldbjarmanum og klædd litríkum klæðum á- samt tveim púkum með horn og hala. Álfakóngur var Tómas Sigurgeirsson og álfadrottn- ing Dísa R. Magnúsdóttir. Á annað hundrað manns sóttu blótið og stóð sem þéttur, svartur veggur kringum eld- inn og litríkan dansinn og söngur aftan úr forneskju titraði í loftinu. Síðan var sezt að borðum og snæddar Ijúffengar krásir og kviðlingar fuku um borð milli skemmtiatriða, sem sam- anstóðu af upplestrum og sætum söngvum. Síðan var dans stiginn fram eftir nóttu. Unglingaskóli hefur starfað á Reykhólum frá áramótum og er á vegum prófastsins Þórarins Þór, og eru nem- endur ekki nema tíu talsins. Prófastur hefur látið svo um mælt, að enginn vandi væri að halda fimmtíu nemendur, en skólinn hefur ekki verið aúglýstur síðastliðin tvö ár og húsrými hans ekki annað en heimili prófasts og kenn- aralið takmarkað. En mjór er mikils vísir. Þetta skólahald minnir 6- þyrmilega á þá staðreynd, hversu langvinn og afdrifarík kyrrstaða hefur verið í menntamálum sveitanna. Er óhætt að undirstrika réttmæt ummæli Halldórs búnaðar- málastjóra um það, hve brýn er þörfin á að auka skilyrði til menntunar í sveitum. Hafa Reykhólar margt til að bera sem stærra skólasetur. Tilraunastjórinn á Reykhól- um, Sigurður Elíasson, flutti búferlum héðan í haust og kennir nú í Gagnfræðaskól- anum í Vonarstræti í Rvílk. Hann heldur þó embætti sínu til fardaga og verður því slegið lausu til umsóknar í öndverðum næsta mánuði. Eru bændur hér um slóðir forvitnir um eftirmann hans og þykir miklu skipta að fá góðan sveitunga og búþegn eins og það er Úka mikilsvert, að hver staða í forystuliði landbúnaðarins sé vel skipuð, en ekki notuð til pólitísks ó- magaframfæris. JJ. Snurðulaust líf fyrir guði og góðum mönnum Víðigerði, Reykholtsdal 15/2 Tíð hefur verið einmuna góð og bændur haldið fé sínu úti til beitar meira en venjulegt þykir um þennan árstáma. Hér eru allir við góða heilsu og lífið gengur sinn vanagang og snurðulaust fyrir guði og góðum mönnum. SJðastliðinn mánudag var jarðsettur á Húsafelli fjör- gamall maður að nafni Jakob Guðmundsson og hafði unnið til fjölda ára sem vinnumaður á Húsafelli og síðustu árin dvalizt sem vistmaður á Elli- heimilinu Grund í Reykjavík. Þetta var mætur maður á margan hátt. B-G. Sjóðstofnun vísir að Listasðfni Isafjarðar Með erfðaskrá dags. 13. ágúst 1958 ákvað Elín Sigríður Hall- dórsdóttir, Fjarðarstræti 11, Isa- firði að af efirlátnum eignum hennar skyldi stofna sjóð, sem bæri nafnið: Minningarsjóður Jóns Þ. Ölafssonar trésmíða- meistara og Rögnvalds Ólafsson- ar húsameistara, og skyldi mark- mið sjóðsins vera að efla menn- ingarmál í Isafjarðarkaupstað. Stjóm sjóðsins skyldi skipa: bæjarfógeti, sóknarprestur og bæjarstjórinn á Isafirði, og Guð- mundur G. Kristjánsson, skrif- stofustjóri, en sjóðurinn skyldi vera í vörzlum bæjarfógeta og hann vera reikningshaldarf sjóðs- ins. Frú Elín Sigríður andaðist 15. febrúar 1962. Stjórn sjóðsins kom saman 12. febrúar 1963 og setti honum skipulagsskrá sem leitað verður staðfestingar á. I skránni var á- kveðið að höfuðverkefni s’óðsinc skyldi vera að k«mn A. f ! safni Isafjarðar með kaupum á listaverkum málverkum og högg- myndum, eftir ákvörðun sjóðs- stjómarinnar. Standa vonir til að sjóðurinn muni nema um 500 þús. kr. og er ætlunin að verja árlega 9/10 hlutum vaxtanna af fjáreign sjóðsins til starfseml hans. Við höfuðstólinn skal ár- lega leggja 1/10, vaxtanna. þar til _ sjóðurinn nemur 1 milljón króna. Þá skal öllum tekjum sjóðsins varið til starfsemi hans. Stjómin samþykkti á stofn- fundinum að fara þess á leit við bæjarstjóm að Listasafn Isafjarð- ar fái til afnota þann hluta þakhæðar fundarhallarbyggingar4 sem ekki hefur verið ráðstaf- að til byggðasafns. A stofndegi listasafnsins ákvað stjóm byggðasafns Vestfjarða að gefa því fyrstu myndina, málverk af Isafirði eftir Kristján Magn- ■'fí-nn. listmálara, vi'ðknrmfm fs-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.