Þjóðviljinn - 19.02.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.02.1963, Blaðsíða 2
2 SÍBA SAMCÐAR KORT Slysavarnafélags íslands kaupa flestir, Fást hjá slysa- varnadeildum um iand all'.. f Reykjavík í Hannyrðaverzl- unjnni Bankastræti 6. Verzl- Un Gunnbórunnar Halldórs- dóttur, Bókaverzluninni Sögu Laneb^" og í skrifstof” félagsin • ’qusti á Granclr garði. ÞJOÐVILJINN Þiiðjudagur 19. íebrúar 1S63 Friðrik og Ingi yfir hinni tvísýnu skák cr þeir tefldu sín á milli á Skáþinginu. Frförik © R. munu einvígi A sunnudaginn var telfd síð- asta umferð á Skákþingi Reykja- víkur, og fóru leikar svo, að Frið- rik Ölafsson vann Jón Kristins- son og Ingi R. Jóhannsson vann Sigurð Jónsson en Jónas Þor- valdsson og Júlíus Loftsson gerðu jafntefli. Skák Björns Þorsteinssonar og Jóns Hálfdán- arsonar fór í bið og á Björn peð yfir og vinningslíkur. Bið- skákum úr 6. umferð lyktaði svo, að Friðrik vann Júlíus en Ingi og Jón Kristinsson gerðu jafn- tefli. Úrslit mótsins urðu því þau, að þeír Friðrik og Ingi urðu MINNINGAR- SPJÖLD D A S Minningarspjöldin fást hjá Happdrætti DAS. Vesturveri, sími 1-77-57. — Veiðarfjerav. Verðandi. sími 1-37-87. — Sjó- mannafél. Reykjavíkur, sími 1-19-15, — Guðmundi Andrés- syni gullsmið. Laugavegi 50. sími 1-37-69. Hafnarfirði: Á pósthúsinu. sími 50-02-67. jafnir og efstir méð 5 vinninga, 3. varð Jónas með 4, 4. Jón Kristinsson með ZV2, 5.—6. Sig- urður og Júlíus með 3, 7. Björn með 2V2 og biðskák og 8. Jón Hálfdánarson með 1 og bið- skák. Vinni Bjöm biðskákina verður hann 4.—5. ásamt Jóni Kristinssyni en verði hún jafn- Stérgjöf til Kópmgskirkju Eftir messu sl. sunnudag af- hentu þaer frú Kristín Kristins- dóttir og Jóna Guðmundsdóttir, fyrrv. yfirhjúkrunarkona, Kópa- vogsbraut .11, Kópavogi, tíu þúsund krónur í Klukknasjóð Kópavogskirkju. Er þetta minn- ingargjöf um Þórð Guðmunds- son, bróður hinnar síðarnefndu og Jakob Jakobsson, eiginmann Kristínar. Standa nú enn meiri vonir til þess en áður að kirkjan eignist vandaðar klukkur þegará þessu ári. þeir allir jafnir í Sigurður, Júlíus og tefli verða 5.—7. sæti, Björn. Þeir Friðrik og Ingi munu nú tefla einvígi um titilinn Skákmeistari Reykjavíkur. Verða það að öllum líkindum fjór- ar skákir. Einvígið mun þó ekki hefjast fyrr en í næstu viku og verður sagt nánar frá fyrirkomu- lagi þess síðar þegar það hefur verið endanlega ákveðið. Breyting á útgáfu tímaritsins Út er komið 1. tölublað 13. árgangs af tímaritinu Skák. Með þessú tölublaði- verður sú breyt- ing á útgáfu Skákar, að þeir Arinbjöm Guðmundsson og Guð- mundur G. Þórarinsson láta af störfum við það og er Jóhann Þ. Jónsson nú einn útgefandi og ritstjóri, en til liðs við sig hefur hann fengið þá Gunnar Gunnarsson, Friðrik Ólafsson, Inga R. Jóhannsson og Birgi Sigurðsson. 1 þessu nýútkomna hefti rits- ins eru fréttir og skákir frá Skákþingi Reykjavíkur ásamt myndum af mörgum keppenda og einnig flytur ritið margar aðrar greinar og skákfréttir bæði af innlendum og erlendum vett- vangi. Að undanförnu hefur ritið átt í nokkrum fjárhagsörðugleikum eins og drepið hefur verið á hér i skákþætti blaðsins. Væri það mikíll skaði ef þetta myndar- lega rit þyrfti að leggjast niður fyrir fjárþröng. Ættu hinir fjöl- mörgu skákunnendur að taka höndum saman og styrkja ritið með því að gerast áskrifendur eða ljá því lið á annan hátt. A thugasemd frá samninganefnd ríkisins Hag- fræðikenning Mjög er klifað á þeirri kenningu að raunveruleg aukning þjóðarframleiðsilunn- ar á mann sé aðeins um 3% á ári og því verði kröfur um árlegar kauphækkanir að vera í samræmi við þá aukningu. Þegar verklýðsfélögin fari til að mynda fram á 10% kaup- hækkun séu þau komin langt út fyrir allar eðlilegar for- sendur, og ef látið sé undan þvílíkum kröfum hljóti af- leiðingin að vera ný verð- bólguþróun. Þessi kenning er ekki aðeins birt í dagbiöðum þeim sem aldrei láta sann- leikann verða sér að fóta- kefli, heldur og í „vísinda- legum“ ritgerðum eftir hag- fræðinga með virðulega lær- dómstitla og í greinargerðum frá alþjóðlegum fjármála- stofnunum. Samt er þessi kenning lágkúruleg fölsun sem ekki ætti að vera sam- boðin nokkrum hugsandi manni. hvað þá spekingum sem hafa fengið þekkingu sína staðfesta með nafnbót- um. Kenningin myndi standast ef skipting þjóðarframleiðsl- unnar væri með eðlilegum hætti og verðgildi krónunnar héldist alltaf óbreytt. en hún á sannarlega ekki við í þjóð- félagi sem er altekið óðaverð- bólgu. Það er ekki krónutala kaupsins sem skiptir máli heldur sá vamingur sem fæst fyrir peningana, og þegar dýrtítðin eykst dag frá degi fæst minna og minna af neyzluvörum fyrir sömu fjárfúlgu, hlutfallið milli kaupgjalds og verðlags er sí- feUt að breytast, raunverulegt kaup lækkar. Undanfama sex mánuði hefur almennt verð- lag í landinu til að mynda hækkað um 10% samkvæmt framfærsluvísitölu. Þótt verk- lýðsfélög fari fram á 10% kauphækkun eftir slika þró- un. eru þau að krefjast þess eins að raunverulegt kaup haldist óbreytt, að menn fái sama vörumagn fyrir hverja vinnueiningu og þeir fengu fyrir hálfu ári. Með þvílíkri kröfugerð er ekki verið að fara út fyrir þann ramma sem markaður er af aukningu þjóðarframleiðslunnar; verk- lýðsfélögin eru ekki einu sinni að fara fram á að fá neitt af aukningunni í sinn hlut. Kenningin um krónufjöld- ann er álika viturleg og ef því væri haldið fram að Gylfi Þ. Gíislason yrði hundrað sinnum lengri ef hæð hans væri mæld í senti- metrum í stað metra. — Austri. Þjóðviljanum hefur borizt eft- irfarandi athugasamd frá samn- inganefnd ríkisins um laun op- inberra starfsmanna: „í tilefni af fundarsamþykk.t Iaunamálanefndar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja þann 13. þ.m., þar sem því er haldið fram, að tillögur ríkisstjórnar- innar að nýjum kjarasamning- um „hafi í för með sér launa- lækkun fyrir marga starfshópa“, vill samninganefnd ríkisins taka þetta fram: Flest þau dæmi, sem nefnd hafa verið um launalækkun, eru ýmist byggð á misskilningi eða óraunhæfum samanburði. Auk þess var það föst venja, þegar ný launalög voru sett, að starfsmenn, sem þá voru í störf- um, misstu einskis í af föstum launum, þó breytt launaflokkun | vegna samræmingar og leiðrétt- ingar gæfi tilefni til þess. Þess- ari reglu mun að sjálfsögðu einnig verða fylgt nú, þegarj kjarasamningur eða . kjaradómur kemur til framkvæmda. Þá vill nefndin enn fremur geta þess, að almenn 5% kaup- hækkun láglaunafólks á al- mennum vinnumarkaði, sem átti sér stað kringum sl. mánaða- mót, var ekki komin til fram- kvæmda, þegar nefndin samdi tillögurnar. Á þetta var Kjara- ráði bent, þegar tillögurnar voru lagðar fram. Tillögunum hefur nú verið breytt og neðstu launa- flokkarnir hækkaðir með hlið- sjón af þessari kauphækkun". Reykjavík, 16 febrúar 1963. Reykjavíkurbátar skipta yfir á net Treg veiði hefur verið undan- farið á línu hjá Reykjavíkur- báum og skipta þeir almennt yfir á net í þessari viku. Þrír bátar eru þegar byrj- aðir að leggja net sín og kom Skagfirðingur með 13 lestir að landi í gær, sem er sæmilegur afli eins og á stendur. Einnig hefur Hannes Hafstein farið í þrjá netaróðra og fengið 4 lest- ir að meðaltali. en ekki var Síntmenn mót- næla tillögum Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Félagi íslenzkra símamanna: „Á fundi félagsráðs Félags íslenzkra símamanna 14. fe- brúar 1963, þar sem mættir voru fulltrúar frá öllum deild- um félagsins var samþykkt einróma að lýsa yfir óánægju með framkomnar tillögur samn- inganefndar ríkisins um launa- kjör ríkisstarfsmanna og jafn- framt lýst yfir fullum stuðn- ingi við tillögur kjararáðs“. vitað um afla Leifs Eiríkssonar úr fyrsta netaróðri 1 gær . Netamið þessara báta eru út af Skaganum og suður undan Reykjanesinu, — á Sandvíkinni og undan Hafnarbergin og er gert ráð fyrir betri aflahorfum eftir að bátar eru almennt komn- ir á net. SðLil Pl LAUGAVEGl 18^- SÍMI 1 91 13 SELJENDUR ATHUGIÐ ! Höfum kaupendur að: 2—3 herb. íbúðum, útborg- un kr. 150—300 þús. 4 herb íbúð, staðgrejðsla. 4— 5 herb. íbúðum, ú.toorg- un kr. 250—500 þús. 5— 7 herb. íbúðum, útborg- un kr. 450—700 þús. Raðhúsum, mjkil útborgun. Einbýlishúsi á fögrum stað, útborgun skv ósk selj- anda fbúðum i smíðum af öllum stærðum miklar útborg- anir. TIL SÖLU: 2 he'rb. nýleg ibúð i Laug- arási. I. veðréttur laus. 3 herb. risíbúð 90 ferm., góð kjör. 3 herb. góð íbúð í Hlíðun- um, útborgun kr. 250 þús. ásamt einu herb. í risi. 3 berb kiallaraibúð í Norð- urmýri útborgun kr. 150 þús 3 berb. ný ibúð við Kapla-' skjó’ sveg. 4 herb. hæð í Högunum, eldhús og stór stofa í kjallara, allt sér. 5 herb. nýleg hæð í Lækj- unum, sér hiíi. 6 herb. nýleg íbúð við Kleppsveg, I veðréttur laus. Hæð og ris i Skjólunum, bílskúr og stór lóð. I. veðréttur laus. í smíðum á einum fegursta framtíð- arstað borgarinnar; 4—5 herb. íbúð 115 ferm. tilbúin undir tréverk nú þegar. 2, 3 og 4 herb. íbúðir tál- búnar síðar á árinu. 140 ferm. fokheld neðri hæð og kjallari við Safamýri. KÖPAVOGUR 3 herb. hæð og ris, nýlegt stór lóð, bílskúr. Skipti á 4 herb. íbúð möguleg. Parhús fokhelt á fögrum stað. 3 herb. íbúð á 1. hæð, góð kjör. Hafið samband við okkur ef þið þurfið að selja eða kaupa fasteignir. SIÖMENN Sjóstakkar og Iöndunarbus fást enn fyrir lítið verð Einnig síldarpils. V0PNI Aðalstræti 16. RAFHLÖÐURNAR í vasaljós, lugtir og transistor-viðtæki eru endingarbeztar. ÖRNINN Spítalastíg 8. Sími 14661. jL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.