Þjóðviljinn - 19.02.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.02.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. febrúar 1963 f---r^-y-.T — -- ÞJÓÐVHJINN Saltfiskverkun og markaðir Fiskuinn breiddur. Ungir og g amlir við vinnu á fiskrcitnum. FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld í grein sem Richard Thors ritar í Ægi 1. febrúar sL um saltfiskframleiðsliuna á sL ári segir hann, að sala saltfisks hafi gengið vel á árinu og að afskipanir hafi verið greiðar. Söluhorfur á þessu ári telur Riehard Thors góðar, þar sem birgðir il neyzlulðndum séu litl- ar. Það er ekkert vafamál að framieiðsla á saltfiski er í fullu gildi, og verður áfram. Ýmsir héldu þegar hraðfrystingin var í hvað mestri uppsiglingu, að hún mundi útrýma saltfisk- verkim algjörlega. Þetta var og og verður misskilningur. Hér er um tvær gerólákar verkunar- aðferðir að ræða. og hefur hvor þeirra um sig sér til á- gætis nokkuð. Saltfiskneyzlu- þjóðir. sérstaklega þær sem neytt hafa verkaðs og þurrk- aðs saltfisks í minni eða stærri stil í marga mannsaldra, munu um aldir halda sig að nokkru við þá neyzlu, sé góður salt- fiskur í boði. Fiskframleiðsluþjóðum, bæði okkur íslendingum og öðrum er hinsvegar nauðsynlegt að skipuleggja þessa framteiðslu meira en verið hefur og skipta framleiðslumagninu á hverjum tima skynsamlega á milh verk- unaraðferða. SlSk skipting og skipulagning á að hafa þann kost að hver verkunaraðferð beri sem mest úr býtum á hverjum tíma. Richard Thors segir í grein sinni í Ægl að á árinu 1962 hafi verið flutt út héðan 25,100 tonn af óverkuðum salfiski, að- Flugum ÚU rýmt með geldingu Flugum og skaðlegum skor- dýrum er hægt að útrýma með geldingu. Þessar upplýsingar komu fram á ráðstefnu í Genf, sem haldin var á vegum Al- þjóðaheiöJbrigðismálastofnunar- innar. Aðferðinni hefur verið beitt til að útrýma smitberandi flugum á eynni Curacao í Karíbíahafi. Aðferðin er í því fólgin að karlkynið verður fyrir geislun, og þegar það vingast við kven- kynið, verður engin frjógvun. Einnig er hægt að valda ófrjó- semi með því að nota tálbita með ákveðnum eiturefnum. Vísindamenn hafa sýnt fram á, að eðliteg kvendýr, sem maka sig við karldýr, er gelt hafa verið með þessum aðferð- um, verða ófrjó þaðan í frá. Dr. Carroll N. Smith frá landbúnaðarráðuneyti Banda- ríkjanna hélt því fram. að þessar rannsóknir hefðu skapað öruggan grundvöll fyrir útrým- ingu margra smitberandi skor- dýra. — (Frá S.Þ.) allega til Ítalíu. Spánar og Portúgails. Og 3.100 tn. af verk- uðum þurrum saltfiski. En þessi fullverkaði saltfiskur er nær eingöngu fluttur til S.- Ameríku og er Brasiláa þar stærsti kaupandinn. Til Kúbu fór enginn saltfiskur á sl. ári en það land hefur verið mikill og oft góður viðskiptavinur að undanfömu. Dálítil fræðsla um íslenzka saltfisk- framleiðslu Sú var tíðin að við íslend- ingar fluttum út saltfiskinn i verkuðu og þurrkuðu ástandi nær eingöngu. Þá var hlutfall- ið öfugt i saltfiskútflutmngn- um, miðað við það sem nú er, þvi að þá var örlítið brot af framteiðslunni flutt út sem ó- verkaður fiskur, þ.e. hálfunnið hráefni. Og þegar þetta var. þá var nær allur fiskur íslendinga verkaður sem saltfiskur, þar sem hraðfrysting hafði þá enn ekki rutt sér til rúms, og þjóð- in hafði týnt niður sinni elztu fiskverkun, skreiðarverkuninni. sem svo var aftur innflutt til okkar frá frændum vorum Norðmönnum fyrir fáum ára- tugum. Við íslendingar höfum aldrei, hvorki fyrr né síðar, náð svo hátt í neinni fisk- verkun sem i saltfiskframleiðsl- unni, þegar hún stóð hér með mestum blóma. Enda má full- yrða mð réttu, að við höfum staðið allra þjóða fremstir á þessu sviði á löngu tímabili. Nú hefur þessari kunnáttu mikið hrakað. enda hefur ekk- ert verið gert, hvorki frá hendi saltfiskframleiðenda í landinu, né af hálfu hins opinbera til að verðveita þann arf sem þjóðin eignaðist í gegnum reynslu margra kynslóða, og sem eðlilegast var að samrýma nútímatækni á þessu efni til þess að ná sem beztum á- rangri. Það er ekki fyrir áhuga né skilning hins opinbera valds sem um þessi mál hefur fjall- að. ef þessi dýrmæta reynsla er ekki að mestu glötuð, þar sem margir af hinum beztu fiskverkunarmönnum eru liðn- ir undir lok, heldur er það þá fyrir áhuga og framtaik manna sem þarna höfðu engra hags- muna að gæta, og má slíkt kailast kaldhæðni örlaganna, ef það á eftir að koma á dag- inn. Hvar stöndum við á þessu sviði í dag? Saltfiskverkun og þurrkun okkar er nú komin á það stig, að við seljum úr landi megin- hlutann af allri saltfiskfram- leiðslunni í óverkuðu ástandi, eins og tölurnar í upphafi þessa þáttar gefa til kynna. Allur saltfiskur, sem telst hæf- ur í I. og II. flokk við mat, er fluttur úr landi sem hálfunn- ið hráefni í óverkuðu ástandi. Mikill hluti af þeim fiski sem er dæmdur í flokk no. III, eða allur betri hluti hans, er einn- ig fluttur út óverkaður. sé markað að fá fyrir hann sem hálfunnið hráefni. Þannig er nú komið fyrir þeirri þjóð sem fyrir fáum áratugum stóð á há- tindi frægðar sinnar í salt- fiskverkun og bar þá ægis- hjálm yfir allar aðrar þjóðir á þessu sviði. Þetta er lýgileg saga, þó að sönn sé. Það sáralitla magn af salt- fiski sem í dag er fullverkað og þurrkað til útflutnings sam- anstendur mestmegnis af úr- gangsfiski samkvæmt matsregl- um í óverkuðu ástandi nema í svo gæðalágum flokkum, að kaupendur hafa lítinn áhuga á að kaupa hann í óverkuðu á- standi. Þegar tekið er tillit til þessarar staðreyndar, þá má merkilegt kalla að við skulum hafa náð því verði. sem oft hefur þó náðst á mörkuðum S.- Ameríbu. Er svona búskapur hagkvæmur? Þeir sem við saltfiskverkun og mat hafa fengizt. er það vel ljóst að þurrkaður fiskur feliur miklu betur í mati held- ur en óverkaður, og er ekki óalgengt að fiskur fari úr þriðja flokki i annan flokk þegar búið er að þurrka hann, og eins úr öðrum flokki í fyrsta ftokk. Verkunin bætir útlit og gæði fisksins sé hún framkvæmd af, þekkingu á réttan hátt. Þetta er skýringin á því, að oft er hægt að gera að sæmilegri vöru saltfisk sem óverkaður var í lágum gæða- flokkum. Hinsvegar getum við ekki búizt við. að sitja að beztu mörkuðunum, með slíka fram- leiðslu við hliðina á þjóðum sem fullverka og þurrka meg- inhlutann af sinni framleiðslu. og hafa af þeim sökum góð skilyrði til að bjóða úrvals- framleiðslu á mörkuðunum. En það segir sig sjálft. að sé það hagkvæmt fyrir aðrar saltfisk- framleiðsluþjóðir að verka og þurrka sinn saltfisk að stærsta hluta, þó þær greiði hærra kaupgjald við verkunina held- ,ur en við, þá ætti slíkt einnig að vera hagkvæmt fyrir okkur. svo framarlega sem markaðir fyrir fullunna vöru eru fyrir hendi. Háir vextir af rekstr- arlánum eru óhag- kvæmir Það er ekki nokkur vafi á því að háir vextir sem fisk- framleiðslan verður að greiða koma sérstaklega illa við salt- fiskverkunina og stuðla bein- línis að því að flytja vöruna út sem hálfunnið hráefni. Það er lítill vafi á því, að á þessum vettvangi stuðla háu vextimir að minni gjaldeyristekjum þjóðarinnar. íslenzk saltfiskverkun hefur ekki fylgt tækniþróuninni Það er ekkj ’ ".m, að við stönd- ja ir.iiwiii.-i ............... um i dag að baki ýmsum þjóð- um í saltfiskframleiðslu í stað þess að við stóðum áður fremst á því sviði, heldur má beinlín- is segja að í sjálfri salfiskverk- uninni höfum við slitnað úr tengslum við þá tækniþróun sem átt hefur sér stað í þessari framleiðslugrein. Þegar ég segi þetta, þá á ég fyrst og fremst við þá tækni sem beitt hefur verið við innanhússþurrkun á saltfiski í næstu löndum síð- asta áratuginn, þar sem einn stór þáttur hefur verið, að ráða algjörlega yfir rakanum í loft- inu sem notað er við þurrk- unina. Þá er hitt heldur ekki veigaminna. hvað við kemur þurrkuðum saltfiski, að geta nú gengið tæknilega þannig frá saltfiskgeymslum, að hægt er að geyma fiskinn mánuð eftir mánuð með því rakainnihaldi sem hentar fyrir hvem ein- stakan markað, án þess að eiga nokkuð á hættu um geymslu- skemmdir. Saltfiskverkun sem í dag hefur ekki þessa tækni á valdi sínu. hún er dæmd til að biða lægri hlut fyrir þeim sem hafa tæknina í þjónustu sinni Það er ekki lágt kaupgjald sem þama ræður úrslitum, heldur hitt að vinna hvert verk af viti og á réttan hátt. SlÐA 3 Saltfiskútflutningur Norðmanna 1962 Þar sem Norðmenn eru aðal- keppinautar okkar á saltfisk- mörkuðunum þá er rétt að draga hér upp mynd af þeirra saltfiskútflutningi á sl. ári. Samkvæmt heimild minni, sem er Fiskets Gang, vikurit sem gefið er út af fiskimála- stjóra Noregs. þá var útfL Norðmanna á fu'llverkuðum þurrum saltíiski frá 1. jan. til 22. des. 1962 28,618 tonn. Á sama tíma fluttu þeir út 5582 tonn af óverkuðum salt- fiski. Óverkaði saltfiskurinn var fluttur til eftirfarandi landa: Svíþjóðar, Grikklands, Ítaiíu, Spánar og Bandaríkjanna. Fullverkaði fiskurinn var flutt- ur til Ítalíu Portúgals, Spánar, Vestur-Afríku. Austur-Afríku, Kúbu, Dominikanska lýðveldis- ins, Bandaríkjanna, Argentíu, Brasilíu og Venezúela . Sinfóníutónleikar Ragnar Bjömsson stjómaði síðustu tónleikum Sinfóníu- sveitarinnar í Samkomuhúsi Háskólans. Hefur hann eitt sinn áður, fyrir fáum árum, stjómað hljómsveitinni, en karlakómum Fóstbræðrum hefur hann, eins og kunnugt er, stjómað um nokkurra ára skeið við góðan orðstír. Norræn tónlist skipaði fyrn hluta efnisskrárinnar. Þar var fyrst „Rómansa með tilbrigð- um“ eftir Grieg, tónverk sem samið var upphaflega fyrir tvö píanó, en tónskáldið færði síðar í hljómsveitarbúning. Þrátt fyrir ýmis virðingarverð atriði í flutninginum, var vf- irleitt heldur dauft yfir verk- inu hjáN hljómsveitinni. Mun meiri kraftur og tilþrif birtist í verkinu .Völuspá' eftir Hart- mann, þar sem karlakórinn Fóstbræður kom fram ásamt hljómsveitinni. Petta er í raun og vem vel samið tónverk, þó að nútímahlustendum muni yfirleitt finnast sem annar stíll hæfði betur þessu ramma fomkvæði. Samvinna karla- kórsins og hljómsveitarinnar var hér mjög góð, og fram- Ragnar Bjömsson sögn Lárusar Pálssonar svip- rík, skýr og þróttmikil. Síðasta atriði tónleikanna, áttunda sinfónía Beethovens, leystu hljómsveit og stjóm- andi mjög lofsamlega af hendi í margri grein. Þó skorti all- mjög á, að nógu létt væri yfir öðrum þætti sinfóníunnar, enda þátturinn eflaust helzt til hægt leikinn. Yfirleitt var þetta mjög góð frammistaða ungs hljómsveit- arstjóra, er kemur fram í ann- að sinn á opinberum vett- vangi. Chopintónleikar Pólsk listakona, Halina Czemy-Stefanska, lék fyr- ir hlustendur Tónlistarfé- lagsins í Austurbæjarbíósaln- um síðastliðið miðvikudags- kvöld. Lék hún eingöngu pí- anólög eftir Chopin. Hún er sögð hafa gert Chopin-tónlist að sérgrein sinni, og víst er um það, að hér voru verk þessa mikla píanómeistara mjög fagurlega leikin. Pólína- dansarnir tveir í upphafi tón- leikanna, ballötumar þrjár og noktúman, sem listakonan bætti við efnisskrána í stað fjórðu ballötunnar, sem niður var felld, — allt var þetta leikið af yndisþokka og djúp- sæjum skilningi. Ekki var síð- ur hrífandi að hlýSa á prelúd- íumartuttugu og fjórar, sem fylltu siðari hluta efnisskrár- innar. Hinn margbreytilegi þokkafulli og þó svipfasti tóna- skáldskapur þessa lagaflokks kom ágætlega vel fram í túlk- un listakonunnar. Þar er ein- mitt þessi fágæta túlkunar- gáfa, sem teljast verður tii hennar aðalverðleika sem pí- anóleikara. Annars varð sú til- finning ekki umflúin, að lista- konan nyti sín hvergi nærri til fullnustu sakir kulda og dragsúgs, sem gustaði um Halina Czerny-Stefanska sviðið, á meðan hún var að leika. Það er engum manni ætlandi að geta við þvílík skilyrði einbeitt sér á þann hátt sem tónleikari frammi fyrir fullsetnum áheyrendasal verður að gera. Svo fallegir sem þessir tónleikar voru, verður því að gera ráð fyrir, að þeir hefðu orðið ennþá fullkomnari, ef eðlitegum ytri skilyrðum hefðj verjð fullnægt, að þvi er varðar loftslag og hitastig í húsinu. B-F. « v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.