Þjóðviljinn - 19.02.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.02.1963, Blaðsíða 6
SlÐA --- ÞTÓÐVTLJINN Þriðiudagur 19. febrúar 1963 Ætluðu uð tuku buxumur og j HAFGOLA, SÓL gleruugun uf DE GA ULLE \ og SVALIR Giscard d’Estaing hefði kastað grímunni og reynt að sölsa undir sig völdin ef tilræðið við de Gaulle í Pet- it Clamart hefði heppnazt og stjórn hans verið velt úr stóli. Hann var einn af „tveim eða ef til vill þrem- ur“ ráðherrum í stjórn de Gaulles sem stóð i nánum tengslum við OAS og taldi sig standa vel að vígi til að krækja í forsætisráð- herrastöðuna ef allt hefði farið úr böndum. Þannig fórust OAS-mannin- um Bastien-Thiry orð fyrir her- rétti í París fyrir nokkrum dög- um. Hann er sakaður um að vera einn af þeim sem geng- ust fyrir banatilræði við de Gaulle í fyrra. Hann sagði að OAS og þeir sem kalla sig „Þjóðlega andspymuráðið“, — hefðu alla tíð haft samráð við háttsetta menn, ráðherra og fyrrverandi ráðherra. Komust þeir félagar að þeirri niður- stöðu að de Gaulle yrði að gera óvirkan. Ætlun þeirra var að ná de Gaulle lifandi á sitt vald og draga hann síðan fyrir rétt. Hinsvegar ætluðu þeir sér ekki að skjóta íorsetann því að þá hefði skapazt um hann goð- sögn, en slíkt vildu þeir forð- ast. Enginn háttsettur stjórnmála- maður annar en d’Estaing var nefndur á nafn við réttarhöldin. — Ég var í upphafi undrandi yíir því hve auðvelt var að afla sér upplýsinga írá Elysée- höllinni, sagði Bastien-Thiry. Enda þótt ég hefði átt að vita að umhverfis einræðisherra er aíltaf fjöldi manns sem hafa í hyggju að gera samsæri gegri þeim. Giscard d’Estaing hefur verið í tygjum við OAS frá því árið 1961, sagði Bastien-Thiry. í skrá samtakanna var hann merktur „12B“. Ég veit, sagði tilræðis- maðurinn hver „12A“ er en ég mun ekki ræða um það. — Hlutverk fjármálaráðherr- ans er einkum að fræða OAS um það sem fram fór á íund- um stjórnarinnar. Hann vissi að „andspyrnuráðið" hafði i hyggju að gera de Gaulle óvirk- an. Þetta er ekki í fyrsta sinn sam OAS-menn halda því fram að d’Estaing sé einn af þeim. 1 desember síðastliðnum fékk fjármálaráðherrann bréf frá Is- orni, sem er verjandi tilræðis- mannanna. Isomi bað hann um að beita áhrifum sínum á de Gaulle og vinna að því að OAS-mönnum yrðu gefnar upp sakir. Taldi lögmaðurinn að það væri það minnsta sem hann gæti gert fyrir vini sína, sem hann löngum hafði gefið allar þær upplýsingar sem þá van- hagaði um. Bastien-Thiry skýrði réttinum frá því hvemig OAS hefði hugsað sér að meðhöndla de Gaulle ef tilræðið hefði heppn- azt. Taka átti hann lifandi. Ef de Gaulle hefði reynt að veita mótspyrnu átti að taka af hon- um gleraugun og axlaböndin. Og hershöfðingi sem sér illa og verður að halda upp um sig buxunum er ekki fær til að veita þá mótspyrnu sem dugir, sögðu OAS-mennirnir. Síðan átti að draga de Gaulle fyrir rétt og yfirheyra hann. OAS-menn höfðu séð fyrir hús- næði til réttarhaldanna. Hler- ar höfðu verið látnir fyrir glugga hússins þar sem þau áttu að fara fram og þar voru geymdar talsverðar vopnabirgð- ir. \ * I I Hættuleg geislun s Banduríkjunum Bandaríska heilbrigðismála- ráðuneytið hefur birt skýrslu um geislavirkni þar í landi á árinu 1962. Samkvæmt skýrsl- unni hafa kjamorkusprengjur valdið „hættulegri geislun" í 16 meiriháttar héruðum í Bandaríkjunum á árinu. Þessi sextán héruð eru: Kansas City, Minneapolis, Wichita, Oklahoma City, Spok- ane, Laramie, Salt Láke City, Des Moines, Minot, Palmer (Al- aka), Rapid City, Chicago. Detroit, New York City. Pitts- burg, Milwaukee. Rannsóknirnar hafa meðal annars verið fólgnar í því að mæla geislavirkt joð í nýmjólK. Þetta geislavirka joð safnast saman í skjaldkírtlinum .»g getur orsakað krabbamein. USA’s Federal Radiation Coun- cil ákvarðar að geislavirkni joð í mjólk megi ekki fara fram úr 100 geislaeiningum. (míktó-míkrókúrí) á dag og ekki nema meiru en 36.500 ein- ingum á ári. Ef geislunin fer út yfir þessi takmörk verður að grípa til róttækra ráðstaf- ana. M.a. skal þá flytja. mjólk frá öðrum héruðum. I tíu af hinum 16 héruðum fór geislunin fram úr þessum mörkum í einn mánuð, í fimm þeirra varð sú raunin í tvo mánuði og í Palmer í Alaska nam geislunin í september og október síðastliðnum 36.500 ein- ingum, það er að segja: á tveim mánuðum var meira af geisla- virku joði í mjólkinni en við- ; unandi er á heilu ári. 1 öllum héruðunum sextán gerðu yfirvöldin sérstakar ráð- stafanir vegna geislunarinnar. I Salt Lake City var skorað á bændur að fóðra kýrnar með heyi innfluttu frá öörum lands- hlutum, til Palmer var sent mjólkurduft og reynt á annan hatt að sjá íbúunum fyrir að- fluttri mjólk. Bandarísku heilbrigðisyfir- völdin hafa vakið athygli fólks á þeirri staðreynd að ekki er vitaö með neinni vissu hvar mörkin milli „hættulausrar” og „hættulegrar” mjólkur liggja. Hins vegar verður af ýmsum ástæðum að setja einhver mörk og hafa Bandaríkjamenn á- kvarðað, að hættan hefjist við 100 einingar á dag. No. VAR VERÐUR REIKNIVELAR PLÚS MÍNUS MARGFÖLDUN DEILING Hírósíma Auschwitz \ \ \ % \ \ \ Sjaldan hefur Skúla ú Ljót- unnarstöðum tekizt betur upp á ritvellinum en í síðasta hefti Tímarits Múls og menn- ingar, þar sem hann gerir samanburð á borgar- og sveita- lífi. Meðal annars getur hann um ólíka afstöðu til sólar- innar. Sá bóndi, sem færi að leggjast í sólbað um háslátt- inn, yrði sennilega taiinn vit- laus, en hins vegar er téður verknaður meginstarf borgar- búans, þegar hann kemur út í sveit, og draumur hans það sem eftir er af árinu. En hvað sem líður sólar- tízku í sveit og bæ, er flest- um sameiginlegt að kunna vel við sig úti um sumardag, í sól og skjóli, hvort sem er við kaffidrykkju á túninu i þurrheyi eða í Evuklæðum á svölum íbúðarhússins í borg- inni. Stundum eru svalir þó ekki sem bezt fallnar til þess að njóta á þeim blíðu sumarsins. Vestursvalir í Reykjavík eru til dæmis nær óhæfar. Um leið og sólin fer að láta ljósið sitt skína á þær, kem- ur þangað annar gestur, haf- golan úr vestri eða norðvestri, og lætur öllum illum látum þar til sólin er komin lang- leiðina til Snæfellsjökuis. Þessu mundi arkitektinn ekki eftir, þegar hann teiknaði húsið, en minni hafrænunnar er ekki eins skeikult. Hún gleymir þessu vart einn ein- asta sólardag í Reykjavík. I Reykjavík vel að merkja. En á Austfjörðum gegnir öðru máli. Þar er nærri öruggt, að véstursvalír eru í skjóli, þeg- ar sólin skín um miðdegis- bíl. Hér kemur hafgolan úr a.usU’i.. . ........... Það kemur sem sagt í ljós, að svalir verður að setja á hús með tilliti til þess, hvar á landinu húsið skal rísa. Og hið sama gildir um það, hvernig velja skuli staði fyrir allan viðkvæman og sólelskan gróður, hvort sem það er mannkindin sjálf, skrautblóm eða kartöflur. I Reykjavík eru þessir staðir beztir í skjóli fyrir vestanátt, og það sama gildir annars staðar á Vest- urlandi. Norðan lands þarf að hlífa fyrir norðanátt og austan lands fyrir austanátt. Á Suðurlandi er erfiðast að koma þessum þægindum fyrir, vegna þess að sól og hafgola korna þar út nærri sömu átt. Helzt er að vera þar í skjóli fyrir vestanátt, svo að morgun- sólar njóti þó, því að á þeim tíma er hafgolan hægari en hún verður síðdegis. Á suð- austursvölunum geta þá sunn- lenzkir sveitamenn bakað sig, þegar þeir tímar koma, að bændur verða ekki taldir Klepptækir fyrir annan eins verknað. Páll Bergþórsson. Myndin synir þátttakendur í lengstru friðargöngu sem sögur fara af. Þeir lögðu upp frá Ilírósíma í Japan cn akvörðunarstaður- inn er Auschwitz í Póllandi. Þeir eru nú komnir þangað til lands. Á myndinni sést meðal annarra Búddatrúar-munkur sá sem er fyrirliðl göngumanna. Brezk tónlistur- hátíð haldin íSo vét A ugstein enn grun- aður um landráð I næsta mánuði verður haldin brezk tónlistarhútíð í þrem sovézkum borgum. Royal Phil- harmonic Orchestra mun halda tólf tónleika undir stjórn sir Malcolm Sargent. Ennfremur mun Benjamin Britten fara til'®' Sovétríkjanna og Bolsoj-leik- húsið mun setja á svið óperu hans, „Peter Grimes”. I haust verður svo haldin sovézlc tónlistarhátíð í London. Verður þá 13. sinfónía Sjostako- vitsj flutt í fyrsta sinn í Bret- landi. 1 maí mun Aleksander Melik-Petjojéff frá Boisoj-leik- húsinu stjórna flutningi Aidu í Covent Garden, en hin íræga sópransöngkona Galina Visjnev- skaija mun syngja aðalhlut- verkið. Sovézki píanóleikarinn Vladi- mir Asjkenazi, sem er Islcnd- ingum að góðu kunnur frá því The Beefeaters — hinir til- komumiklu varðmenn í Tower í London — hafa boðað verk- fall. Frá og með 23. febrúar verður Tower án gæzlu nema því aðeins að hermálaráðuneyt- ið brezka veiti þeim kauphækk- un. hann kom hingað til lands á- samt konu sinni Þórunni Jó- hannsdóttur, mun halda nokkra tónleika í Bretlandi i marz- mánuði. Myrti börn sín of sið- ferðissökum Ung kona í Lissobon var ný- lega dæmd í 22 ára fangelsi fyrir þrjú barnamorð. Hún heitir Adeiia Ramos Rodriques og er 28 úra að aldri. Iíún var ógift og til þess að forðast smún ákvað hún að drepa böm sín. Sannað var að hún hefði drepið fyrsta bam sitt í júlí fyrir tveimur árum. 1 október síðastliðnum ól hún svo tví- burt og drap þá báða. I bæði skiptin bjó konan um líkin í dagblöðum og fleygði þeim í öskutunnuna. Nágrannar henn- ar gerðu lögrogiunni viðvart. — Franz-Josef Strauss, fyrr- verandi landvarnaráðherra, hegðaði sér alveg eins og hans var von og vísa, sagði Rudolf Augstein, útgefandi Der Spieg- els, á blaðamannafundi sem hann hélt nýlega í Hamborg. Franz Joscf Strauss. — Ég vona að Strauss láti sér þetta að kenningu verða, bætti hann við. Augstein fullyrti að ráðu- neytísstjóramir Volkman Hopf og Walter Strausa i landvama- og dómsmálaráðuneytínu hafl framið embættisafglöp í sam-- bandi við Spmgelrnálið. Strauss ráðuneytisstjóri hlýddi fyrirmælum samnefnds landvarnaráðherra og skýrði ekki Wolfgang dómsmálaráð- herra frá því sem var á seyði. Hopf aðstoðaði landvarnaráð- herrann við að láta handtaka Ahler ritstjóra á Spáni. Þetta kemur í ljós í skýrslu stjóm- arinnar um Spiegel-hneykslið. Yfirvöldin i Bonn hafa nú hafið rannsókn til að ganga úr skugga um hvort Hopf og sendiráðsmaðurinn Achim Ost- er í Madrid hafi brotið ákvæði hegningarlaganna. Hopf gegmr enn stöðu ráðuneytisstjóra í landvamaráðuneytinu. Strauss ráðuneytisstjóri hefur verið skipaður dómari við dómstól Kola- og stálsamsteypunnar i Luxemborg. Augstein sagði að hann myndi ekki kæra neinn fyrir afskipti af Spiegelmálinu. Hann lagði áherzlu á að hann væri enn grunaður um landráð. Ekki var hcaium þó skýrt frá bein- um ákvörðunum um málshöfð- un er hann var látinn laus úr fangelsinu í Karlsruhe fyrir hálfuxn mánuði. Hann má fara úr landi cÆ honum sýnist svo. -— Eg hdd að hæstirétturinn vitl ekki einu sinni. hvart höfða á mnl i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.