Þjóðviljinn - 19.02.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.02.1963, Blaðsíða 10
10 SIÐA ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 19. febrúar 1963 Gamet varð hugarléttara. Hún var reglulega fegin að komast að því að hún hafði í rauninni misskilið John. Meðan senora Silva fram- reiddi kvöldmatinn. ræddi Oliver um þær geysilegu þirgðir sem hann þyrfti að útvega fyrir ferðina til Califomíu — Ég er hræddur um að þú sjáir mig ekki oft, sagði hann. — en ég vona að þú skiijir það. — Auðvi'tað. Það gerir ekk- ert til. Oliver þrosti ástúðlega til hennar. Senora Silva skildi ekki ensku og þau töluðu óþvingað við mathorðið. — Gamet. sagði hann. — Þykir þér eins vænt um mig og mér um þig? Hún kinkaði kolli — Eg elska Þig út af lífinu. Senora Silva tók diskana burt og kom inn með geitarostinn sem yfirleitti var síðasti réttur. 01iver þagði drykklanga stund, en þegar hann þyrjaði á ostjn- um. sagði hann hugsi: — Þú veizt að ég er ekki nógu góður handa þér, Gamet? Því það er ég ekki. — Það hef ég enga hugmynd um. Ég hef skemmt mér betur síðan ég giftist þér. en á allri ævinni fyrir þann tíma. Og þá man ég það: getum við ekki farið í Fonda í kvöld? Hún sagði honum í stuttiu máli, að Bartlett hefði beðið Florindu að giftast sér Hún vissi ekki hvað myndi gerast á Fonda, en hana langaði til að fara þangað. Oliver var skemmt, en hann sagði: — Húii verður að gæt.a þess að segja ekki eins og er. Bart- leti) myndi þykja það óskemmti- legt. Garnet mátti ekki vera að því að segja honum hvað hún hefði sagt við Florindu um að Barttett væri í rauninni andstyggilegur flagari. Þau voru búin að borða og hún settj upp hatt og sial og bau fóru út.. Á Fonda var ys og þys. sæg- ur af fólki og mikill tóbaksreyk- ur. Florinda var þar ásamt Bart- lett og tylft af öðrum Banda- ríkjamönnum. Hún rabbaði við þá af miklu fjöri. Hún virtist ekki hafa hugann við neitt annað en það sem hún var að. gera þessa stundina, sem sé að útfeýta drykkjum. Þegar Oliver og Gamet komu inn. veifaði hún glaðlega til þeirra. Karlmennim- ir hneigðu sig yfirmáta kurteis- lega fyrir Garnet. Oliver fann borð og þjónninn kom með flösku af víni. Hópurinn kringum Florindu var ekki langt undan. Penrose sat á borðinu og söng vísubrot. Hann spilaði ágætlega. þótt hann væri vel hreifur Florinda lét dæluna ganga. — Nei. herra Van Ðorn, þetta verðið þér að drekka sjálfur. Mér finnst vín ekki gott. Hald- ið áfram að spila, herra Pen- rose. Auðvitað man ég eftir þessu lagi, ég lærði það í vöggu. „Þú heldur kannski. vinur, að vangi minn sé rjóður af eintómri ást til þín — “ — Svona er þetta. Þetta kunna allir, þetta er þúsund ára gam- alt. En haldið áfram með hann. Nú verð ég að athuga. hvemig það gengur hjá herra Bartletft. Hann vantar drykk. Já, herra Bartlett, hér kemur hann. Splunkuný flaska. bara handa yður. Bartlett réri sér af ánægju. Hún fyllti kolluna hans og hló glaðlega að einhverju sem hann sagði við hana Garnet svipaðist um Hún sá að Texas sat einn með krús og flösku fyrir framan sig. Hann drakk rólega og stillilega eins og hann væri að vinna ákveðið verk. John Ives kom gangandi gegnum mannfjöldann. Hann hélt á krús en hann hafði stíungið fingri í hankann og krukkan var tóm. John sýndist líka alveg algáður. Hann stanzaði hjá borð- inu og heilsaði henni. Gamet tók kveðju hans og John sagði: — Má ég ónáða andartak? Hann tók blað uppúr vasa sín- um o,g rétti Oliver það — Hér er listi yfir tilboðin sem við höfum fengið i múldýrin. — Rösklega gert, sagði Oli- ver. þegar hann leit. yfir blaðið. — Fáðu þér sæti. Hann færði sig nær Garnet og John settist hinum megin við hann. Eftir andartak vO;ru þeir komnir í ákafar samræður. 01iver var hérna aðeins til að þóknast Garnet. Honum þótti Florinda skemmtileg, en hann hafði engan sérstakan áhuga á framtíð hennar Hann spurði John hve mikið mesquitinn í eyðimörkinni hefði vaxið. Hæð- in' stóð í einhverju sambandi við vatnsmagnið. en Garnet botnaði ekkj mikið i samtalinu, og hún fór að horfa í áttina að borðinu, þar sem Fiorinda var önnum kafin við að sinna aðdáend- um sínum. Penrose var að reyna að rifja upp annað lag. Florinda leiðbeindi honum. en hún bætti við hlæjandi: — Heyrið mig, herra Penrose, það mætti ætla að þér hefðuð komið hingað með Kolumbusi, fyrst þér syngið allar þessar eldgömiu vísur. Þér hafið verið alliiof lengi í burtu. Ég skal syngja nokkrar nýjar. En fyrst verð ég að fá vatnssopa. Ég er alveg skrælþurr í kverkunum. — Florinda kann alla söngva, gortaði Bartlett í vímu sinni. — Hún kann meira að segja textana lílta. F.ínn kvenmaður, Florinda. — Komið hingað. herra Bart- lett, ég skal lagfæra flibbann. Þér eruð eins og flækingur. Ég vil ekki að allur bærinn tali um hvað ég þjóni yður illa. Bartlett kom og lét hana laga sig til. Hann hafði ánægju af sliku. Silky Van Dom kom nær, hann starði á hana forvitnum augum. — Hvar var það nú sem ég sá yður? Svona töfrandi kona, — hvernig er hægt að gleyma henni? Florinda virti hann fyrir sér og sagði stríðnislega: — Þér munið það ekki ennþá? spurði hún. — Ekki ennþá. en það kem- ur. Svona bjart andlit, svona gullið hár. -— Það er ekki gullið. Það er eins og hör, næstum hvítt — En það er dásamleg! Eg skal rifja það upp. Ég hlýt bráð- um að muna það. — Ég skal segja yður það ein- hvern dagjnn. — Þér vitið hvar það var? spurði hann. — Auðvitað. En þér hafið sært tilfinningar mínar með því að muna það ekki og ég ætla að kvelja yður dálitla stund enn. Nei, ekki taka þessa flösku, herra Vao Dom. Herra Penrose á hana Ég gæti hennar meðan hann sækir vatnslögg handa mér. Þessa eigið þér. Oliver sneri sér frá John og sagði við Garnet: — Ætlar Flor- inda að koma upp um sig. eða hvað? — Ég veit það ekki. Það hefur ýmislegt gerzt, sem ég hef ekki komizt yfir að segja þér. Herra Van Dorn heldUT að hann hafi séð hana í New Yo,rk. — Hún ætti að fara varlega.: Garnet horfði óróleg á Flor- indu. Florinda virtist hlusta með óskiptri athygli á það sem Bartlett var að hvísla að henni. f sömu svifum reis Texas upp til hálfs í skoti sínu og hróp- aði: — Ég hef aldrei komið til New York. Ég er frá Texas. Lýð- veldinu Texas. Hann set.tist aft- ur og studdi hendi undir höku. Oliver hló og hristi höfuðið, og John leit á hann og sagði síð- an við Garnet: — Þér þurfið ekki að vera hræddar við Texas, frú Hale. Hann er alveg mein- laus. Penrose gekk framhjá borðinu þeirra. Hann hafðí stungið git- amum undir handlegginn og hélt á vatnskrukku með báðum hönd- um. Hann dokaði við hjá Gamet. — Ég skal segja yður frú Hale. Þér skuluð engar áhyggjur hafa af Texas. sagði hann. — Það er allt i lagi með Texas. — Auðvitað. sagði Garnet dá- lítið ringluð. — Ég er viss um að það er allt í lagi með hann. Breiðleitt andlitið á Penrose var mjög alvarlegt. — Jú, sjáið þér til, frú. Tex- as getur ekki dmkkið eins og aðrir menn. Hann bragðar ekki dropa vikum saman. en þegar hann gerir það er eins og elð- ingu slái niður En hann er ekki öðrum til ama þegar hann drekkur. Hann situr bara út af fyrir si.g lýkur bessu af. — Já, ég skil, sagði Gamet, en hún skildi þetta alls ekki. Hún hafðj alltaf haldið að karl- menn drykkiu til að skemmta sér. Hún hafði aldrei fyrr heyrt að menn vildu sit.ja einir og liúka þessu af. Penrose hélt áfram framhjá henni og afhenti krukkuna. Florinda þakkaði honum með töfrandi brosi, tók krukkuna og drakk stóran teyg. Penrose settist aftur hjá henni á borðið og hélt áfram að glamra á gítarinn Florinda hallaði sér nær hon- um. — Hættið að leika þessi gömlu lög. Ég skal kenna yður nýja söngva, beintl frá New York. Hlustið á þennan. Hún fór að raula lag án orða. Penrose horfði með aðdáun á hana, hrifinn af þeirri athygli sem þessi yndrslega New York- stúlka vejtti honum. Hann reyndi við lagið. en tókst það ekki. — Þetta er býsna erfitt, ung- frú Florinda! — Já ég veit það. Það er erf itt að leika Það og erfitlt að syngja það líka. Það eru ekki margir sem geta sungið það. — Ég þqri að veðja að þér getið sungið það, sagði Penrose, — Auðvitað get ég það. Ég get sungið það án undirleiks. Viljið þér heyra hvernig það læt ur t eyrum? — Æjá, frú. Syngið það. Ég er viss um að það er dásamlegt þegar þér syngið það. — Það er alveg rétt. Komið' hingað, herra Van Dorn. Ég held þér hafið ekki heyrt mig syngja fyrr. — Florinda syngur vel, gortaði Bartlelit. — Ajlt verður fallegt sem hún fer með. Silky Van Dorn hellti aftur í kollu handa sér — Hún er dá- samleg hvað sem hún gerir. — Þetta líkar mér, herra Van Dorn. svona eiga karlmenn að tala. Það er reglulega gaman að eig vini sem segja svona fallegt við mann. Reynið að fylgjast með á gítarinn, herra Penrose. Florinda leit yfir umhverfið. Hún var geislandi falleg í reyk- móðunni, lampaljósið féll á hár hennar. Karlmennirnir þokuðu sér nær henni. Florinda horfði beint Silky og fór að syngja. Röddin var glaðleg og skær og orðin runnu af vörum henni 1 guðana bænum flautaðu ekki svona eins og bjáni, þeg- ar stöðvað er við hvert Ijós. Já, en bíllinn hreyfist ekki, þó að grænt ljós sé þegar komið. En bíllinn bíður aðeins þrjár sekúndur. Tíminn er peningar, Stína SKOTTA " • l'l f) Klng Features Syndicate, Inc.. 1962. World rights reserved. Það er einhver í símanum, sem vill tala við aðalhöfuð hcimilisins, hvar er mamma? mm. Fyn- má nú vera hagsýnin j eins og a stendur. Iðja. félag verksmiojufólks. Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa aUsherjaratkvæðagreiðslu um kosningu stjómar, varastjómar, endurskoðenda og varaendurskoðenda fyrir árið 1963. Framboðsfrestur er ákveðinn til kl. 12 á hádegi fimmtu- daginn 21. febrúar 1963. Hverri tiUögu (lista) skulu fylgja skrifleg meðmæli 100 fuUgildra félagsmanna. Reykjavík, 18. febrúar 1963. Sijórn IÐIU. félags verksmiðjufólks. Reykjavík. MAÐUR ÓSKAST Maður óskast til afgreiðslustarfa og fleira. Upplýsingar ekki gefnar í síma. ÖRNINN Spítalastíg 8. Við þökkum öllum vinum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa. EIRÍKS ÞORSTEINSSONAR Sérstaklega þökkum við læknum og starfsfólki sjúkrahúss Hvítabandsins frábæra hjúkrun í veikindum hans. Ingigerður Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Eiríksson, Sigríður Eiríksdóttir, Þórður Vigfússon, Friðgeir Eiríksson, fsabella Theodórsdóttir og barnaböm. Minningarathöfn um KRISTfNU GRÓU GUÐMUNDSDÓTTUR fer fram í Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. þ.m., og hefst kl. 10.30. Athöfninni verður útvarpað. Jarðarförin fer fram fimmtudaginn 21. þ.m. og hefst með húskveðju að heimili hennar Stóru-Hvalsá í Hrútafirði kl. 11 f.h. Aðstandendur. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.