Þjóðviljinn - 20.02.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.02.1963, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 20. febrúar 1963 — 28. árgangur — 42. Jölublað. Það sem Bjarni Ben. sagði um Framsókn Það vakti mikla athygli pegar Bjarni Benediktsson, ‘ormaður Sjálfstæðisflokks- ins, lýsti yfir því á þingi iyrir nokkrum dögum að hann vissi að Framsóknar- flokkurinn ætlaði að safna fylgi vinstrimanna í kosn- ingunum í sumar til þess eins að fá aðstöðu til að Næstkomandi sunnudag, 24. febrúar, eru liðin 100 ár frá stofnun Þjóðminjasafns íslands. Einn helzti hvatamaðurinn að stofnun safnsins var Sig- urður Guðmundsson málari, en myndin hér að of- an er sjálfsmynd eftir hann. Afmælis safnsins verður minnzt á viðeigandi hátt. Sjá frétt á 12. síðu semja við Sjálfstæðisflokkinn um hægristjórn eftir kosn- ingar. Svo brá við að Morg- unblaðið hafði þessi ummæli ekki eftir leiðtoga sínum — og Tíminn steinþagði einnig um þau. Sýnir sú þögn beggja að Bjarni Benedikts- son hafði — í bræði sinni — komið upp um áform sem áttu að liggja í þagnargildi. Þjóðviljinn hefur nú náð í ummæli Bjama Benedikts- sonar orðrétt. Hann sagði svo um vinstriáróður Framsókn- ar: „Þið háttvirtir Fram- sóknarmenn, það getur vel verið að þið hafið frú á því að þið getið blekkt einhverja af kjós- endum dálítinn tíma með slíkum málflutningi, þá sem ekki lesa annað en Tímann. Það getur vel verið að þið getið með því náð því sem þið auð- sjáanlega ætlizt til: að afla vinstriatkvæða til þess að semja við Sjálf- stæðisflokkinn um að koma með honum í stjórn eftir kosningar. Það getur vel verið að þið getið með þessu feng- ið því áorkað, úr því að þið teljið það nú orðið vera þá mestu gæfu sem þið tölduð vera hina mestu ógæfu 1955. Ég vonast til þess að það verði maklegur hrís á ykkur ef þið komið stjórn með okkur.“ I VINNID til ver&launa • Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, hefur verið á- kveðið að veita þeim viður- kenningu sem vel starfa að öflun nýrra kaupenda að Þjóð- viljanum, en takmarkið er að safna a.m.k. 500 nýjum kaup- endum fyrir 1. apríl n.k. • Viðurkenningum verður hagað þannig: • Sá sem fyrstur kemur með 1 0 nýja kaupendur að blaðinu hlýtur í verðlaun ferðaútvarps- tæki, ,,Silver“ 9 transistora. • Þá geta allir, er koma með 5 nýj^a kaupendur, valið sér einhverja af þeim 30 bókum, sem upp eru taldar á 12. síðu blaðsins í dag. • Höfum svo ekki fleiri orð um þetta, en tökum strax til starfa og komum útvarpstæk- inu í notkun og bókunum í lestur. „PressukalliS" / nýjum veizlusal 5ögu 2. murz Unnið er nú af kappi að því að fullgera aðalveitingasal Hótel Sögu á 2. hæð Bændahallarinnar og er stefnt að því að salarkynn- in verði tilbúin til notkunar um næstu mánaðamót. Fyrsti almenni fagnaðurinn í þessum glæsilega veizlusal verður „pressuball", laugardaginn 2. marz n.k., árs- hátíð Blaðamannafélags íslands, sem opin verður almenningi. Reyn't' verður að vanda til fagn- aðarins. Gunnar Gunnarsson skáld flytur aðalræðu kvöldsins, en margir af beztu listamönnum okkar munu skemmta. Fagnað- urinn hefst kl. 7 síðdegis með sameiginlegu borðhaldi og dans verður stiginn fram á nótt. Þjóðviljinn átti í gær stutt tal'®' við Jakob Gíslason raforkumáia- stjóra og spurðist fyrir um það hvað Iiöi áætiunum um virkjun- arframkvæmdir sem unnið hefur verið að að undanförnu. Svar- aði raforkumálastjóri að allar á- ætlanir væru að verða tilbúnar og væri nú unnið að því að bera þær saman og myndi það cnn taka nokkrar vikur áður en lokaniðurstöður lægju fyrir. Raforkumálastjóri skýrði svo frá að athuganir hefðu verið gerðar á þrenns konar virkun- um: Smávirkjunum til bráða- birgða, stærri virkjunum til þess að fullnægja raforkuþörf lands- manna og loks stórvirkjunum í sambandi við fyrirhugaða stór- iðju hér á landi. Fleiri en einn virkjunarstaður kemur til greina í sambandi við hverja þessara þriggja virkjunartegunda og verður að liggja fyrir rækilegur samanburður bæði á orkumagni því sem fæst og kostnaði við virkjun hvers einstaks staðar áður en hægt er að taka ákvörð- un um framkvsemdir. Hafa er- lend verkfræðingafirmu veitt að- stoð við úrvinnslu rannsókna þeirra sem gerðar hafa verið á fyrirhuguðum virkjunum. Rannsóknirnar hafa hinsvegar verið framkvæmdar af Raforku- málaskrifstofunni og innlendum verkfræðifyrirtækjum. senn lokid Bifvélavirkjar á Akureyri fá veru- lega kauphækkun Samkomulag hefur náðz'f milli Sveinafélags járniðnaðarmanna á Ak- ureyri fyrir hönd bif- vélavirkja á staðnum og fjögurra helztu bifreiða- verkstæða á Akureyri um tuttugu prósent kauphækkun á lægsta kauptaxta, sem var kr. 1545,00 á viku og eru þau þegar farin að greiða út hið nýja vikukaup kr. 1854,00. Hins vegar he'fur, fimmta bifreiðaverk- stæðið, Þórshamar, skor- ið sig úr að sinni, ert það er KEA-fyrirtæki og náfengt ráðamönnum Framsóknarflokksins. Fyrir nokkru fengu bifreiða- verkstæði á Akureyri undan- þágu frá verðlagsákvæðum eins Framhald á 3. síðu. Hermenn fluttir frá Kúbu eins og um hafði samizt WASHINGTON 19/2 — Franska fréttastofan AFP segist hafa fyrir því góðar heimildir að sovétstjórnin hafi tilkynnt þeirri banda- rísku að á næstunni muni hefjast brottflutningur sov- ézkra hermanna frá Kúbu sem þar hafa verið til að þjálfa Kúbumenn í notkun sovézkra vopna. Sovétstjórnin er sögð hafa boð- að þeirri bandarisku að „mörg þúsund" sovézkra hermanna muni verða flutt burt frá Kúbu fyrir 19. marz. Á það er bent að Krústjoff forsætisráðherra hafi í bréfi til Kennedys 20. nóv- ember sl. lofað honum að sov- ézku hermennimir á Kúbu yrðu fluttir burt þaðan þegar tími væri til þess kominn. Andstæðingar Kennedys í flokki Republikana hafa undan- farið gert harða hríð að honum fyrir að láta það afskiptalaust að sovézkir hermenn væru um kyrrt á Kúbu, en talsmenn Bandarík j ast j ómar hafa haldið því fram að Bandaríkjunum stæði engin ógn af þessu herliði, þar sem á Kúbu væru aðeins eftir varnarvopn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.