Þjóðviljinn - 20.02.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.02.1963, Blaðsíða 3
Mlðvikudagur 20. febrúar 1063 SÍÐA Afleiðing viðræðuslitanna í Brussel Hraiai tollalækkun milli aðildarríkjanna að EFTA GENF 19/2 — Lokið er tveggja daga ráðherrafundi Frí- verzlunarbandalagsins EFTA sem haldinn var til að gera upp hvernig sakir stæðu eftir að ljóst er orðið að Bret- land og önnur EFTA-ríki fá ekki aðild. að Efnahags- bandalaginu. Fréttaritari NTB hefur það eftir norska viðskiptamálaráð- herranum, Gundersen, að EFTA hafi nú aftur vaknað af dvala. Meginatriði í tilkynningu sem Vilia nú losna við Idenauer BONN 19/2 — Þingmenn Kristi- leg-a demókrataflokksins sátu á fundi í Bonn í dag og voru á einu máli um að nú yrði flokk- urinn að taka af skarið um það hvenær Adenauer láti af embætti forsætisráðherra og hver skuli verða eftirmaður hans. Þing- mennimir komusti að þessari nið- urstöðu vegna hins mikla ósig- urs flokksins í kosningunum í Vestur-Brelín á sunnudaginn, sem þeir vilja kenna Adenauer um. Sjálfur var hann ekki á fundinum. Wilson þiggur til Moskvu LONDON 19/3 — Hinn ný- kjörni lciðtogi brezka Verka- mannaflokksins Haroid Wil- son, hefur þegið boð um að heimsækja Sovétríkin. Sendi- herra Sovétríkjanna í London, Soldatofl', færði Wilson boðið frá Krústjoff í dag og þáði hann það samstundis. Kvaðst hann vonast til þess að geta bráðlega farið til Moskvu. Það hafði verið ætlunin að fyrirrennari hans, Gaitskell, færi austur upp úr nýárinu, en af því varð ekki sökum veikinda hans. gefin var út eftir ráðherrafund- inn eru þessi: 1) Stefnt verður að því að fella alla tolla á iðn- aðarvörum milli aðildarríkjanna niður fyrir árslok 1966 og verð- ur sérfræðingum falin að ráða fram úr vandamálum við fram- kvæmd þess. 2) Jafnframt verða gerðar ráðstafanir til að finna viðunandi lausn á vandamálum varðandi verzlun milli ríkjanna með landbúnaðar- og sjávaraf- urðir. Danir hafa lagt mikla áherzlu á að felldir verði niður tollar á landbúnaðarafurðum, en þeir hafa bent á, að þeir muni eiga erfitt með að lækka tolla á er- lendum iðnaðarvörum ef tollar verði ekki lækkaðir á aðalút- flutningsvörum þeirra, búsafurð- um. Á þetta ekki kvað sízt við um smjörútflutning þeirra til Bretlands, en Bretar hafa tekið vel í að lækka tolla á dönsku smjöri. Framkvæmdastjóri bandalags- ins, Figgures, sagði við blaða- menn að loknum ráðherrafund- inum í dag, að sérfræðingar þess myndu sérstaklega fjalla um þau vandamál sem væru samfara aukinni verzlun með fisk og aðr- ar sjávarafurðir milli aðildarríkj- anna. Hann sagði að hér væri um sérstaklega erfitt vandamál að ræða, sem myndi taka tíma að leysa. Enda þótt sagt sé að ráðherr- arnir hafi verið mjög ánægðir með viðræðumar í Genf, er þó á það bent að ekki muni öll að- ildarríkin telja þátttöku í banda- laginu beztu lausn á viðskipta- málum sínum, eins og nú er komið. Austurríkismenn hafa þannig ekki farið dult með að þeir telji aukaaðild að Efnahags- bandalaginu heppilegri fyrir sig en fulla aðild að EFTA, því að langmestur hluti utanríkisvið- skipta þeirra sé við EBE-lönd- in, en aðeins um þriðjungur við hin ríkin í EFTA . Kélnar afiur á meginlandinu LONDON 19/2 — Aftur hefur kólnað í veðri í Suður- og Mið-Evrópu efijr nokkurra daga hlýindi. Mikið snjóaði í dag í Sviss og Alpahéruðum ftalíu og lokuðust margir fjallvegir, svo að ýms héruð eru nú aftur ein- angruð frá umheiminum. Á Spáni eru víða mikil flóð og eru þannig aðeins í Andalúsíu um 35.000 ferkílómetrar undir vatni. Uppreisnarmenn fá hæli í Brasilíu BRASILlU 19/2 — Stjómarvöldin í Brasilíu eru sögð hafa ákveðið að vcita uppreisnarmönnum á venczúelska kaupfarinu Anzoate- gui hæli sem pólitískum flótta- mönnum, en skila skipinu aftur í hendur venezúelskra yfirvalda. Skipið hefur nú legið í tvo sólarhringa rétt við eyju eina í mynni Amazónfljóts í Brasilíu, VDNDUÐ FALLEO ODYR Sjgurjyórjónsson &co Jlafriarstrœti 1+ iifvélcivirkjar óskasf Viljum ráða nokkra bifvélavirkja, eða menn vana viðgerðum. — Upplýsingar á BiíreiðaverksfæSinu STIMPILL. Grensásvegi 18. — Sími 37-534. HEFI FLUTT verkstæði mitt úr Tryggvagötu 6 í Verbúð 4 K0NRAD GÍSLAS0N. kompásasmiður, sími 15475. en búizt er við að það haldi upp fljótið hvað úr hverju og muni leggjast að bryggju í hafnarbæn- um Belem. Þangað eru komnir fulltrúar brasílska utanríkisráðu- neytisins, sem ganga munu frá formsatriðum varðandi landvist- arleyfi handa uppreisnarmönnum og afhendingu skipsins í hendur umboðsmönnum stjómar Venezú- ela. Tvö bandarísk herskip, Wood, og Leahy, eru sögð hafa vakandi auga með Anzoategui. Betancourt forseti Venezúela, en það var til að mótmæla stjóm hans sem uppreisnin var gerð um borð í Anzoategui, kom í dag til Washington í opinbera heim- sókn. 20% kauphækkun Framhald af 1. síðu. og annarsstaðar á landinu og er það einmitt á gmndvelli frjálsrar verðhækkunar, sem þessi kauphækkun náði fram að ganga. Allir lægri taxtar strik- ast út í þessu samkomulagi og nær hækunin jafnt yfir dagvinnu og yfirvinnu. Aðalannatími bifvélavirkja er á sumrin og er þá 44 stunda vinnuvika, en á vetrum er 48 sfcunda vinnuvika. Að minnsta kosti eitt af þess- um bifreiðaverkstæðum, — B.S.A. er í Vinnuveitendafélagi Akureyrar og er það innan Vinnuveitendasambands íslands og er þetta þannig gert með samþykki Kjartans Thors og Björgvins Sigurðssonar. Þeir kumpánar hafa þó verið með nefið niðri í hvers manns koppi hér sunnanlands og banna alla hækkun hjá vinnurekendum í öllum mögulegum iðngreinum, sem hyggjast lagfæra kaupið miðað við aukna dýrtíð. Bifvélavirkjar á Akureyri hafa ekki sérstakt félag sín á milli og eru hluti af Sveinafélagi j árniðnaðarmann a. Er varaformaður Sveinafélags- ins Hreinn Öfeigsson, bifvéla- virki. i i j I i ! Brezk verklýðshreyfing býr sig undir harða baráttu, cn hcnni er fyrst og fremst stefnt gegn atvinnuieysinu sem farið hefur ört vaxandi í Bretlandi að undanförnu. MyndSn er af kröfugöngu námumanna í Suður-Wales sem geröu sér ferð til London að mótmæla því að mörgum námum hefur verið lokað og verkamönnum ekki séð fyrir annarri vinnu. Þeirri kenningu er mjög hampað hér í blöðum stjómarflokkanna, að íslend- ingar búi við ákaflega ófull- komna vinnulöggjöf sem hafi í för með sér stöðugar erjur milli verkamanna og vinnu- veitenda, eilífan ófrið á vinnu- markaðnum. kröfugerðir og verkföll. Er því þá jafn- framt haldið fr.am, að aðrar þjóðir kunni á þessu betrj tök; í nágrannalöndum okkar sé svo um hnútana búið, að ekki komi til vinnustöðvana, fyrr en allar leiðir til sátíla hafi verið reyndar og því falli bar miklu sjaldnar en hér niður vinna vegna ágrejnings um kaup og kjör. Hér verð- ur ekki að því vikið hver hafi átt sök á vinnustöðvun- um þeim sem orðið hafa á íslandi undanfarið, en næsta fróðlegt er að virða fyrir sér ástandið á vinnumörkuðum nágrannalandanna, sem að sögn stjómarblaðanna hafa svo miklu betri skipan á þess- um málum en við. En fyrst verður þð ,að taka fram að það væri fuli- komlega eðlilegt að meiri vinnufriður væri í þessum löndum en á íslandi. Kaup og kjör verkamanna hafa þar baldizt miklu betur i hendur við verðlagið en hér, enda hefur verðþenslan í þessum löndum, sem er óhjá- kvæmileg afleiðing fullrar atvinnu í auðvaldsþjóðfélagi, verið smámunir einir hjá hinni skipulögðu óðaverð- bólgu á íslandi. Barátta verkamanna á Norðurlöndum og annars staðar í Vestur- Evrópu og reyndar í Banda- ríkjunum lika hefur því stefnt að því víðasthvar að þeir fengju meiri hlutdeild í vax- andi þjóðartekjum, en ekki verið vamarbarátta vegna sí- rýmandi kjara og rangláfcari skiptingar heildartekna þjóð- arbúsins eins og verið hefur lengstum á íslandi. En þótt verkalýð nágrannalandanna hafi þannig tekizt betur að halda sínum hlut en íslenzk- um, fer því fjarri að hann sé ánægður með hann. Undanfarið hefur vart lið- ið svo dagur að ekki hafi borizt einhverjar fréttir af kaupdeilum og verkföllum í nágrannalöndunum og á þetfca ekki hvað sízt við um Norðurlönd. í Finnlandi eru nú háð eða eru í þann veginn að hefjast einhver mestu verkföll sem þar hafa nokkru sinni orðið. Þau ná til nær allra starfsgreina Og er eink- um athyglisvert hve einbeitt- ir finnskir ríkisstarfsmenn eru í sinni kjarabaráttu. Verkfall hefur þegar staðið vikum saman í finnska bygg- ingariðnaðinum, sama máli gegnir um ýmsar greinir sam- gangna. hafnarverkamenn í stærri bæjum hafa lagt niður vinnu og um mánaðamótin hef j- ast víðtæk verkföll opin- berra starfsmanna, ef ekki verður samið við þá um all- verulegar kjarabætur, og er þá ekki annað sýnna en að allt efnahagslíf landsins verði í lamasessi, svo ekki sé mimnzt á löggæzlu, skólahald og aðra þjónustu ríkisin-s við borgarana. Ekki þykja nú miklar horfur á að samkomu- Verkföll og vinnuíriður lag takist fyrir mánaðamót svo að þessum verkföllum verði forðað, Finnskir launþegar eiga í svipaðri baráttu og ís- lenzkir að því leyti að kjör þeirra ha£a rýmað undan- farið, en þó er sá munurinn á, að þar setti ríkisstjórnin á síðasta hausti ströng verðlags- ákvæði og bannaði beiniínis verðhækkanir á fjöimörgum almennum neyzluvörum. Sú ráðstöfun nægði þó ekki til að sætta verkamenn og aðra launþega við skertan hlut. Igær kom upp sá kvittur á fundi Norðurlandaráðs í Osló, að ahir dönsku ráð- herramir sem hann sjtja myndu verða að hverfa af fundi vc.gna hins alvarlega á- stands á vinnumarkaðnum í Danmörku. Þar hefur öllum samriingum verkalýðsfélag:- anna, 1200 talsins, við vinnu- veitendur verið sagt upp. Verkaiýðsfélögin í Danmörku semja í samejningu um hin svonefndu almennu ákvæði kjarasamninganna, þ.e. um sameiginlegar almennar kaup- hækkanir, orlofsfé og önnur almenn fríðindi, og því hafa allir samningamir sarna gild- istima. Þeim er nú sagt upp vegna þess að verklýðsfélögin krefjast uppbóta fyrir þær verulegu verðhækkanir sem urðu þegar söluskattur var settur á allar vörur í Dan- mörku í fyrra. Launþegar munu að vísu fá þær verð- hækkanir bætítar með- verð- lagsuppbót frá og með næsfa mánuði. en verklýðsfélögin telja að vísitalan gefi ekki rétta mynd af raunverulegum verðhækkunum og kemur það vel heim við reynslu ís- lenzkra lauriþega. Dönskum verkamönnum í mörgum starfsgreinum he'fur á undan- fömum árum tekizt að knýja fram umtalsverðar k'jarabæt- ur með skæruhernaði utan hins fasta samningakerfis og hinir sósíaldemókratísku for- ysttumenn þeirra vita sem er að þeir munu ekki sætta sjg við að þær kjarabætur verði teknar af þejm aftur með skipulagðri verðbólgu. Og mun þá verða til lítiis fyrir hina sósíaldemókr.atísku rík- isstjóm landsins að benda á að sérfræðingar OECD í P,aris segi að „mestu máli skipti að komið sé í veg 'fyrir óhæfi- legar hækkanir kaupgjalds- ins“, ein-s og segir í skýrslu frá beim sem birt var i fyrra- dag Þejr hafa sannarlega í mörg horn að líta. þeir í París! Um áramótin lögðu norskir fiskimenn niður vinnu og stóð verkfall þeirra fram eftir janúarmánuði. Þeir kröfðust verulegrar hækkunar á íiskverði, enda þótt þeir fái miklu hærra verð fyrir fiskinn en íslenzkir starfs- bræður þeirra, eða að öðrum kosti mikillar hækkunar á ríkisstyrk. Mál þeirra var leyst til bráðabirgða með því að ríkisstyrkurinn var hækk- aður, en þeir áskildu sér rétt til að bera fram nýjar kröf- ur þegar gengið hefur verið frá samningum við aðrar vinnustéttir. Norsk verklýðs- félög hafa borið fram kröfur um kjarabætur og er búizt við því að hörð átök verði á vinnumarkaðnum þar nú á næstunni. Viðræður eru að hefjast milli verklýðsfélag- anna og vinnuveitenda í hverri grein og í gær slitnaði upp úr þeim fyrstu þeirra. 4.000 námuverkamennhafagert kröfur um kjarabætur, en námueigendur tilkynntu samningamönnum þeirra í gær, að ekki kæmi annað til mála en að framlengja nú- gildandi samning óbreyttan. Má búast við að svipuð verði afstaða annarra vinnuveitenda og væru þá víðtæk verkföll óhjákvæmileg með vorinuv þegar samningar verklýðsfé- laganna renna út. Þannig er þá umhorfs á vinnumörkuðum Norður- landa og svipaða sögu er reyndar að segja frá flestum löndum Vestur-Evrópu. 1 höf- uðríkjum Efnahagsbandalags- ins, Frakklandi og Vestur- Þýzkalandi, hefur að vísu að mestu haldizt friður á vinnu- markaðnum undanfarin ár, en ein helzta ástæða þess hefur verið sú að vegna mikillar eftirspurnar eftir vinnuafli hefur verkmönnum tekizt að knýja fram kauphækkanir án þess að þeir þyrftu að beita verkfallsvopninu. Nýlega gerðu frönsku verklýðsfélögin þannig samning við hinar þjóðnýttu Renault-verksmiðj- ur sem tryggir þeim bæði uppbætur vegna hækkandi verðlags og réttlátan hlut af auknum afköstum. Pompidou, sérstakur erindreki franska stórauðvaidsins í stjóm de Gaulle, hóf í gær viðræður við fulltrúa verklýðshreyfing- arinnar vegna þessarar þróun- ar sem hann segir valda vinnuveitendum „þungum á- hyggjum". 1 öðrum EBE- löndum hefur hvert verkfall- ið hins vegar rekið annað undanfarin ár, ekki hvað sízt á Italíu og hefur verið sagt hér í blaðinu frá athyglis- verðum og áhrifaríkum skæru- hemaði ítalskra málmiðnaðar- manna. Leiðarahöfundar stjómar- blaðanna kynnu að hugga sig við að í hinu mikla fyr- irmyndarríki auðvaldsheims- ins, Bandaríkjum Norður- Ameríku, sé þessum inálum þó betur fyrir komið og frá því gengið að „ótímabær verkföll" stöðvi ekki fram- leiðsluna að óþörfu. Þeim má þá benda á að þrátt fyrir hina illræmdu vinnulöggjöf sem kennd er við Taft- Hart- ley vom á fyrstu níu mán- uðum síðasta árs háð 3.111 verkföll í Bandaríkjunum, sem 1.130.000 verkamen tóku þátt í; en vinnutapið samsvar- aði 15.400.000 vinnudögum. ás. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.